Frjáls þjóð - 20.07.1967, Blaðsíða 6
Furðuleg ráðstöfun
Framh. af bls. 8.
„brunahraun á útskaganesi,“
liggur milli Reykjanesbrautar
fjölfarnasta þjóðvegar á ís-
landi (umferS farartækja fram
og tilbaka um veginn nam um
500 þúsundum á s.l. ári), og
sjávar, í aðeins fjögurra kíló-
metra fjarlægð frá miðbæ
Hafnarfjarðar. Staðurinn er
einhver hinn fegursti í ná-
grenni Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur. — Landið var af
mér tekið í því skyni að reisa
þar hin stórkostlegustu mann-
virki, þar á meðal hafnargerð,
fyrir miklu stærri skip, en áð-
ur hafa lagzt við bryggju eða
bólverk á Iandi hér og eru
þessar fragmkvæmdir þegar
hafnar. Álverksmiðjan í
Straumsvík er langstærsta fyr-
irtæki, sem stofnað hefur ver-
•
RautSa Kross tslands
fást á skrifstohinni
Öldugötu 4. Sími 1 46 58
ið til á íslandi og forsenda fyr
ir Búrsfellsvirkjuninni.“
Þessar upplýsingar ættu að
nægja til þess, að mati nefnd-
arinnar verði áfrýjað. Forn-
minjar eiga ekki að ganga
kaupum og sölum við okur-
verið. Þeim einstaklingum,
sem slíkt eiga ætti að vera
skylt að halda þeim óskemmd
um eða afhenda ríkinu á hóf-
legu verði að öðrum kosti. Um
þetta skortir greinilega skýra
löggjöf, en fornminjalögin
munu geta haldið upp á sex-
tugsafmæli sitt á þessu ári.
Háir skattar
Framh. af bls. í.
hinni auknu álagningu því
slæmar, er sú spurning mjög
álcitin í hugum fólks, hvað
líði fyrirætlunum og undir-
búningi þess, að upp verði tek-
ið hið svonefnda staðgreiðslu-
kerfi skatta, þ. e. að tekjur
manna verði skattlagðar jafn
óðum en ekki einu ári eftir á,
svo sem nú er. Verður að telja,
að mái þetta hafi legið óeðli-
lega lengi til „athugunar“ og
sú krafa því sanngjörn, að hið
fyrsta verði farið að hrinda
málinu í framkvæmd. Það hlýt
ur að teljast mjög brýnt hags-
munamál launþega, að sá hátt
ur verði tekinn upp, að tekjur
verði skattlagðar jafnóðum,
einkum þegar tillit er tekið til
þeirra sveiflna milli ára, sem
verða hér á landi á tekjum í
fólks í mörgum stéttum. Má
reyndar segja, að núverandi
aðferðir í þessum málum jafn-
ist á við skuldafangelsi, og
mörg dæmi þess, að fólk hafi
orðið mjög illa úti af þessum
sökum.
SKERÐING Á LÍFSKJÖRUM
Það er ljóst, að hin aukna
skatta- og útsvarsbyrði kemur
mjög flla niður á almenningi
og mun rýra enn möguleika
fólks til að lifa af þeim laun-
um, sem það hefur sætt sig
við eftir atvikum undanfarin
misseri í trausti þess, að rík-
isvaldið tæki verðbólguvanda-
■málin ákveðnum tökum. En
það er nú Ijóst, að alvaran að
baki stóru orðanna um „stöðv-
un“ hefur ekki rist djúpt. Það
eru ekki verkalýðssamtökin,
sem hafa hindrað þá stöðvun,
FERDA- X SPORTVÖRUR
Tjöld 2ja — 6 manna Svefnpokar:
Hústjöid sænskir,
Sólhlífar íslenzkir og þýzkir.
Eldhustjöld Tepoasvefnpokar
Tjaldsúlur Hlífðarpokar
Tjaldhælar Bakpokar
Tjaldluktir Laxaburðarpokar
Fatasnagar Vindsængur
Tjaldöskubakkar Vindsængurpumpur
Tjaldhamrar Gastæki
Tjaldborð og stólar Gasfyllingar
Garðstólar Sænskar veiðistengur
Töskur meS matarílátum Garðhúsgögn
Campina ferðasett, Ferðapönnur og katlar
24 st. fötur Stormblússur
Ferðatöskur Regnfatnaður
Veiðistígvél Vöðlur Badmintonsett
SkoSið vörurnar þar sem úrvalið er mest
Ferða- og sportvörudeild er á II. hæð, sími 1-11-35
LIVERPOOL
Laugaveg 18
þvert á móti hafa þau sýnt þol
inmæði og biðlund, en það er
af hálfu hins opinbera, sem
friðurinn er rofinn. Það er
ekki aðeins, að lögunum um
verðstöðvun sé framfylgt með
Jinkind og með kíkinn fyrir
blinda auganu, heldur er og
dembt á launafólk stórfeHdri
hækkun opinberra gjalda án
þess að neitt komi á móti til
að létta undir. Samtök þessa
fólks hljóta nú þegar að taka
málin til alvarlegrar íhugunar
og svara slíkum árásum á verð
ugan hátt.
Að berja höfði við stein
Framhald af bls. 5.
gert að heita má ógerlegt
að starfa sem fastráðin
hjúkrunarkona, og annað
kemur ekki til greina nema
til að gegna aukavöktum.
Þetta skal rætt nánar.
EILÍF VAKTAVINNA
Starfi á sjúkrahúsum er
þannig háttað, sem flestum
mun kunnugt, að þar er
unnin vaktavinna og sólar-
hringnum skipt á þrjár
vaktir. Hefst dagvakt kl.
7.30 að morgni, kvöldvakt
kl. 15.30 og næturvakt kl.
23.30. Mundi nú vera fýsi-
legt fyrir venjulega hús-
móður, sem e. t. v. á um
börn, eitt eða fleiri að sjá,
að taka að séi* slíka vinnu
méð? Varla. Þó er svo að
sjá, að menn hafi vænzt mik
ils af þeirri nýlundu, er
tekið var að opna eitt dag-
heimili í borginni kl. 7.00
árdegis, einmitt til þess, að
hjúkrunarkonur gætu kom-
ið þangað börnum sínum
ungum, áður en þær hæfu
vinnu. En árangurinn af
því varð ekki ýkja mikill,
þó þessa dagana muni vera
að jafnaði ein tólf börn
hjúkrunarkvenna á heimil-
inu. En er nú nauðsynlegt
að skipta vinnu á sjúkra-
húsum einsog gert er?
Engum mun blandast hug
ur um, að eitthvert starfslið
verður að vera á sjúkra-
húsum allan sólarhringinn,
en eru menn vissir um, að
skiptingin sé rétt? Að mínu
viti er til ein greið leið til
að bæta úr h|úkrunar-
kvennaskortinum, og hún
er einfaldlega sú, að breyta
öllu starfsskipulagi í þeim
stofnunum. í stað núver-
andi vaktavinnu kæmi
tvennskonar skipting: ann-
arsvegar vaktavinna, sem
e. t. v. gæti orðið með mann
úðlegra sniði en nú. Þessa
vaktavinnu þyrfti tiltölu-
lega miklu færri hjúkrunar
konur til að inna af hendi,
ef — og aðeins ef hinsveg-
ar kæmi einnig til hópur
hjúkrunarkvenna, sem að-
eins ynni venjulega dag-
vinnu, þ. e. á sama tíma og
t. d. skrifstofustúlkur, eða
frá 9—5. Ennfremur mætti
hugsa sér nokkurn starfs-
hóp, sem aðeins ynni hálf-
an daginn. Nú veit ég, að
ýmsar ágætar hjúkrunar-
konur munu reka upp rama
kvein: Hvernig dettur
manninum eiginlega í hug
að sé hægt að fækka, t. d.
á næturvakt? Hvemig á
næturvaktin þá að anna öll-
um þeim störfum, sem á
hana er hlaðið? — Svar mitt
er einfalt: Hún á alls ekki
að anna þeim, því að þessi
breyting yrði vitanlega að
leiða af sér, að meginá-
BRIDGESTONE
9
6
Frjáls þjóð — fimmtudagur 20. júlí 1967