Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 15.02.1968, Blaðsíða 3
ÆSKULÝÐSMÁL Ritstjórnargrein Gildi æskulýðsstarfseminn- ar í þjóðfélaginu er mikið og verður með árunum æ ljósará þeim ábyrgu stjórnvöldum, sem fara með þessi mál í þágu þjóðarinnar. Sem dæmi um það er æskulýðslagafrumvarp ið, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Eins og alkunna er, á fé- lagsmálastarf ekki langa sögu að baki hér á landi. Um áhrif hinna merku félagsmálahreyf inga, er hér var stofnað til skömmu fyrir aldamótin sein- ustu og á fyrstu álatugum þessarar aldar og áhrif þeirra á þjóðlífið, þarf varla að nefna, það ríkan þátt hafa þær átt í hinni miklu þjóðlífs byltingu, sem hér hefur farið fram. Af eðlilegum ástæðum á sér stakt og skipulagt æskulýðs- starf á frjálsum áhugagmnd- velli tiltölulega stutta sögu hér. Fyrsta æskulýðsfélagið var stofnað árið 1886, en það var barna- og unglingastúkan Æskan í Reykjavík, sem enn starfar. Um aldamótin kom ungmennafélagshreyfingin til landsins og stofnuð voru fyrstu ungmennafélögin. Síð- ar bættust í hópinn sérstök í- þróttafélög, skátafélög, æsku- lýðsfélög stjórnmálaflokk- anna, kristileg félög ungra manna, bindindisfélög í skól- um, farfuglahreyfingin og fleiri slík félög. Löngu síðar vaknar áhugi hjá opinberum aðilum, svo sem borgar- og bæjarfélögum, fyrir sérstakri starfsemi í þágu unga fólks- verið kastað í sjóinn í vond um veðrum. Þyrfti að finna öruggari festiútbúnað en verið hefur, til að hindra slíkt. í öðru lagi og ekki síð ur þarf að útbúa þessa báta með hlýjum ullarfatnaði. Við höfum hvað eftir ann- að heyrt um það, að, er þess ir bátar hafa fundizt, hafa þeir, sem í þeim voru, ver- ið látnir og mun það fyrst og fremst stafa af kulda og vosbúð. Oftast koma menn kaldir og blautir um borð í þessa báta og því er fátt mikilvægara en að þeir geti komizt í þurr og hlý föt ekki sízt þar sem þessir' bátar eru mjög kaldar vist- arverur. Af hálfu Slysa- varnafélagsins hefur verið farið fram á það við Skina- skoðun ríkisins, að ullar- fatnaður verði fyrirskipað- ur í gúmbátum en það ekki fengizt fram enn, hvernig sem á því stendur/ Þess ins, og æskulýðsráð og nefnd ir voru sett á laggirnar. UNGT FÓLK VILL STARFA SJÁLFSTÆTT Ymsir halda því fram, að hinir eldri og þeir yngri skuli eiga samleið í félagslegu til- liti. Vissulega er þetta vel mælt og á oft hema í félags- legu starfi. Fátt er t. d. betra ungu fólki en starfa með sér eldra fólki. Hefur þetta reynzt mörgum gott vegar- nesti síðar í lífinu. En hinu má ekki gleyma, að ósjaldan má rekja lesti þá, sem koma fram hjá ungu fólki, beint til hinna eldri. í þeim tilfellum hefur fordæmið ekki verið fagurt né gott. Þetta skiptir þó ekki höfuðmáli. Hinar miklu þjóðlífsbreytingar hafa orðið til þess að umbreyta viðhorfum manna í þessum efnum. I þessu sambandi má aðeins minna á þá öru fólks- fjölgun, sem átt hefur sér stað í borgum og bæjum landsins, og hina löngu skóla göngu, er m. a. leiðir til þess að unga fólkið fer nú mun síðar út í atvinnulífið en áður var. Tímarnir eru breyttir og mennirnir vilja nú hafa annað Iag á hluturtum. Unga fólkið vill fá að starfa sjálfstætt og sem mest óháð hinum eldri og sinna áhugamálum sínum, en þau eru oft önnur en hjá hinum eldri, eins og kunnugt er. HEILDARSAMTÖK ÍS- LENZKRAR ÆSKU Æskulýðssamband Islands, heildarsamtök íslenzkrar •verður þó vonandi ekki langt að bíða að þetta verði gert, en þetta atriði minnir okkur enn á mikilvægi þess að sífellt sé af árvekni bar- izt fyrir úrbótum í þessum málum og þeim opinberu aðilum, sem um þessi efni fjalla, ætíð veitt fyllsta að- hald. Hér hefur aðeins verið drepið á tvö atriði, sem brýnt er að kanna í sam- bandi við ráðstafanir til aukins öryggis sjómanna. Margt fleira mætti benda á, eins og t. d. nauðsyn'þess að koma á tilkynningar- skyldu skipa og þörf fleiri björgunar- og aðstoðar skipa við strendur landsins. Vonandi hafa síðustu at- burðir opnað svo aúgu réttra4 aðilja, að nú verði ekki látið sitja við orðin tóm heldur gerðar þær úr- bætur, sem nauðsynlegast- ar eru. — H.H. æsku, er stofnað árið 1958 og eiga aðild að sambandinu 11 af 12 landssamböndum unga fólksins. Eru skátar einir utan samtakanna. Munu félags- menn í aðildarsamböndum ÆSÍ vera um 60 þúsund tals- ins. Starfsemi Æskulýðssam- bandsins hefur gefizt vel. Þar hafa starfað saman í ein- drægni menn úr hinum ýmsu æskulýðsfelögum, m. a. öllum stjórnmálasamtökum ungra manna. Er þetta afar ánægju- legur vitnisburður um vilja ungra manna tíl samstarfs í þágu heildarinnar. Er þess að vænta, að ÆSÍ vaxi fiskur menntamálaráðherra árið 1963, og áttu sæti í nefndinni 10 menn, forystumenn úr æskulýðssamtökum og starfs- menri hins opinbera á þessu sviði. Æskulýðslöggjöfin skipt ist í fimm kafla, er fjalla um ahnenn ákvæði, stjórn æsku- lýðsmála, stuðning við fé- lags- og tómstundastarfsemi; þjálfun og störf leiðbeinenda, menntun æskulýðsleiðtoga; sumarbúðir, útivistarsvæði og ferðalög; önnur störf í þágu æskufólks, stuðning bæjar- og sveitarfélaga við æskulýðs- mál og reglugerð og gildis- töku laganna. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandl: HUGINN HF. Rltstlórn: Gunnar Karlsson (ábm.), Elnar Hannesson. Haraldur Henrýsson. Áskrlftargjald kr 400.00 á árl. Verö i lausasölu kr. 10.00. Prentsmlðlan Edda prentaSI um hrygg með árunum og geti lyft mörgu grettistaki á borð við söfnun þá, og fram- kvæmd, er fylgdí verkefninu „Herferð gegn hungri" á sín- um tíma. ÆSKULÝÐSLAGA- FRUMVARPIÐ Eins og fyrr segir, liggur nú fyrir Alþingi fnihrvarp til laga um æskulýðsmál. En frumvarp þetta var samið af nefnd, sem skipuð var af Hér í blaðinu hefur áður verið gerð nokkur grein fyrir þessu frumvarpi og settar fram tillögur um breytingar á nokkrum atriðum, er snerta fyrirkomulag kosninga manna í æskulýðsráð kjördæmanna, þ. e. að í þau verði kjörin, eins og æskulýðsráð ríkisins. En í því skulu eiga sæti full- trúar frá æskulýðsfélögunum. Þá verði fastákveðinn viss hundraðshluti, er hið opin- bera skuli greiða af kostnaði við þjálfun og störf sérþjálf- aðra leiðbeinenda. Einnig í mætti benda á, hvort lægri aldurstakmörkin ættu ekki að vera 10 ár í stað 12 ár, og skal í því sambandi bent á skáta- hreyfinguna og unglingareglu góðtemplara, en þar er mjög stór hluti félaganna á aldrin- um 10 til 12 ára. Virðist óeðli- legt að taka þessa aldurshópa ekki með, enda þó að þessi aldurstakmörk séu ekki bind- andi. GÓÐ FJÁRFESTING Frjáls þjóð lýsir stuðningi við þetta mál og skorar á Al- þingi að flýta málinu og af- greiða það á þessu þingi. Vissulega verður ekki allur vandi leystur með löggjöf þessari, en hún genr okkur þó kleift að sinna betur vax- andi æskulýðsstarfi og fram- kvæma nauðsynlegar urnbæt- ur á þessu sviði, svo sem varð andi samstarf og samræm- ingu starfsins. Skiptir miklu máli, að reglugerð sú, sem , gert er ráð fyrir að sett verði, verði sem bezt úr garði gerð. Mestu máli skiptir þó, að fjár veitingar verði ekki við nögl skornar. Finna þarf öruggan tekjustofn. Fjármagn, sem lagt er til þessara mála, er góð fjárfestjng fyrir framtíð- ina. Vel skipulagt æskulýðs- starf og vel rekið stuðlar að þjóðarhefll. Sá stuðningur, sem þessari starfsemi er veitt- ur, kemur margfaMur til baka m. a. í betri þjóðfélagsþegn- um. eh. Ný Loftleiðavél Loftleiðir hafa nú festkaup á fimmtu flugvélinni af gerð- inni Rolls Royce 400. Seljandi er bandaríska flugfélagið Fly- ing Tiger Line, en samningar um kaupin voru undirritaðir hinn 30. jan. sl. Þessi 'flugvél, sem smíðuð er af Canadair verksmiðjun- um í Montreal, eins og aðrar Rolls Royse fmgvélar Loft- leiða, hefur bæði verið notuð til fólks- og vörufhitninga af Flying Tiger. Hún verður nú innréttuð til fólksflutninga, en við nýsmíði verður gert ráð fyrir, að auðvelt verði með lítilli fvrirhöfn að breyta þannig til, að unnt verði að nota flugvélina til vöruflutn- inga. Fyrstu breytingarnar, sem \ nú þarf að gera til þess að búa 160 farþegum þægilegt rými í farþegasalnum verða unnar í flugvélaverkstæðum Flying Tiger í Los Angeles, en síðar verður vélinni flogið til Taipei á Formósu, en þar hefur Flying Tiger góða reynslu af vinnu bið breyting- ar og viðhald flugvéla. Þar verður lokið við innrétting- una og þaðan verður vélinni flogið til New York síðari hluta aprílmánaðar n. k., en gert er ráð fyrir að við upp- haf sumaráætlunar Loftleiða, hinn 1. maí n. k., hefji bessf nýja flugvél áætlunarferðir, ásamt hinum Rolls Royce flngvélunum fjórum, sem fyr ir eru nú í flota Loftleiða. Þá geta 916 farþegar verið sam- tímis í lofti í Rolls Royce flug vélum Loftleiða, þar sem hin- ar vélarnar fjórar rúma 189 farþega hver. Fullbúin til farþegaflugs mun flugvélin með nokkrum varahlutum kosta um 2.5 milljónir Bandaríkjadala, en það samsvarar um 143 millj- ónum íslenzkra kr. Greiðslu- skilmálar eru Loftleiðum hag stæðir, Að svo komnu máli hefur ekki verið ráðgert að lengja þessa flugvél eins og hinar fjórar Rolls Royce flugvélarn- ar, sem Loftleiðir nota nú til áætlunarferða. Kaupin eru gerð með góðri fyrirgreiðslu íslenzkra stjórnarvalda, en án ríkis- ábyrgðar eða annarra opin- berra skuldbindinjja. * Frjáls þjóð — Fimmtudagur 15. febrúar 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.