Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.05.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 23.05.1968, Blaðsíða 2
FRÁ LIÐNUM DÖGUM Annálsverð tíðindi úr MeSal rita Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal er annáll, sem nær yfir árin 1724—1734. Annáll þessi er hicS merkasta heimildarit um íslenzka atburSi á þeim ár- um, sem hann tekur til, enda ritaSur samtíða atburðunum. En þar er einnig að finna yfir lit um erlenda samtímavið- burSi, greinarbetra og efnis- meira en títt er í íslenzkum annálum frá svipuðum tíma. Er fróðlegt að kynnast því lítiS eitt, hvernig íslenzkur klerkur og fróðleiksmaSur á öndverSri 18. öld segir frá erlendum tíSindum. Verða hér á eftir birt nokkur sýnis- horn þessa úr Hítardalsannál séra Jóns Halldórssonar. —O— 1724. Konungurinn í Spania Phil ippus 4. (réttara Filippus 5.), sagði sig þann 10. janúar aS raunalausu frá ríkisstjóman- inni, en ofurgaf hana sínum elzta syni Ludovico, prinsin- um af Austuria, hverja fyrir- tekt flesta forundraði, þar hann heilsugóður á fertugs- aldri, tók helzt til aS reyna sinn lukkuhag, kominn í ró og frið um þá spönsku krónu og konungseign við sinn sam- biðil til hennar þann mekt- uga herra keisarann Karl hinn sjötta, eftir strangt, margra ára stríS, svo lukkan sýndist leika honum í lófum. En sá ungi konungur, sonur hans Ludovicus 1. í Spania, dó af bólusótt þann 31. augusti sama árs, ríkti 7 mánuSi og 15 daga, en lifði 17 ár og 5 daga, svo Philippus kóngur neyddist til ríkisstjórnina aft- ur aS sér að taka. Páfinn, Innocentius 13, dó 7. martii. Aftur var til páfa útvalinn þann 10. maii gam- all kardináli af reglu Domini- canorum, neapaliskur, Vin- centus Maria, 75 ára gamall, kallast Benedictus 13. HaldiS útlöndum er, aS um langan tíma hafi ekki verðugri persóna af gáf- um og flestum hlutum verið tekinn til páfatignar. 1725. Þann 8. februarii dó zarinn í Mosckovia Petrus Alexoviz, 53 ára gamall (þ. e. Pétur mikli Rússakeisari). Hann átti engan son eftir á lífi, en sonarson einn, hvern hann útilukti frá ríkisstjórnaninni vegna hans föður, síns fortap aSa sonar við sinni fyrri trú. Þar fyrir tók veldið eftir hann Katharina hans seinni kvinna, eftir hans testamenti. Henn- ar krýningu jét hann gera með hinu stærsta skrauti og æru í höfuSborginni Moskau þann 18. maí anno 1724. Þessi zar hefur látiS frama og fræða sitt fólk og undirsáta 1 allskyns stríðskunnáttu og handverkskúnstum, vopna- búnaSi og byggingum langt fram yfir sína forfeSur og for verara, útaukiS stórlega sitt veldi og staðfest sína einvalds - stjórnan. Eigi var hann hneigður til fordildar eður klæðadragtar, því þá hann var í Kaupinhafn gekk hann meS sítt, svart hár, selskinns stafnahúfu á höfði og grófan, stólgráan klæðiskjól. Á þessu ári opnaSi páfi Benedictus 13. jubil- eSur fagnaðarárið í Róm meS venjulegum ceremoniis, en eigi meS venjulegri prakt eS- ur prjáli, hvert hann hatar stórlega, hvar eftir þeir stóru kardínnálar og prelátar mega sér haga. Honum mislíkar stórum fáfræði almúgans í trúarbrögðum og kristileg framferði, og hefur því be- falað, aS fyrir honum skyldi greinuglega útleggjast Cate- chismus og höfuðgreinar hei- lagrar skriftar og leyft sér- hverjum að lesa biblíuna á sínu móSurmáli, og í prédik- unum skyldi hún einfaldlega útleggjast fyrir fáfróSu al- múgafólki, og útdragast af henni kristilegar áminningar, og aS öllum skyldi setjast fyr ir sjónir, hver nytsemd sé að hennar iðuglegum lestri. Og þá kardínálarnir hafa sagt, aS slíkt væri' á móti skikkun og venju þeirrar rómversku kirkju, hefur hann svaraS, þá óvenju hlyti menn af að taka, sem mótstæðileg væri guðs- þjónustu framgangi, því fram ar ætti aS þóknast guði en mönnum. 1730. Sá góði og loflegi kóngur Friedrich fjórði, dó klukkan tvö eftir miSnœtti um nótt- ina eftir þann 11. októbris, kristilega í ÓSinsey á Fjóni, 59 ára gamall, eftir mánaSar- legu. Var með stórri virðingu grafinn í Roskilde þann 10. decembris. 1731. Almennilegur friSur um allan kristindóminn. — Þann 6. junii framfór á Frederichs- borgarsloti krýning vors allra náSugasta konungs Kristians sjötta og hans drottningar Sophia Magdalenæ, mark- greifainnunnar til Branden- borg, með svo stórri prakt og virðingu, sem ekki verður í stuttu máli frá sagt. Þar voru viðstaddir hinir stærstu herr- ar í ríkinu og framandi ges- anter. Allur gangurinn yfir slotsgarSinum til kirkjunnar var yfirklæddur með rauðu klæSi, og á því gengiS til kirkjunnar og frá henni aftur, á breidd 4 álnir. — BæSi meðan krýningin og máltíðin yfirstóSu hljómuSu allskonar hljóðfæri, með aSskiljanlegri Vaxandi eiturlyfjaneyzla Eiturlyfjamálefni hafa verið töluvert á dagskrá á hinum Norðurlöndunum síðustu misseri vegna sí- felldra uppljóstrana um misnotkun eiturlyfjanna. Eru þessi mál þegar orðin mikið áhyggjuefni ábyrgra aðila t. d. í Svíþjóð og Nor- egi. Per Borten, forsætis- ráðherra Noregs svaraði nýlega fyrirspurn í Stór- þinginu varðandi þessi mál. Forsætisráðherrann vakti máls á því í svari sínu, að það gæti fljótlega orðið tímabært að Norðurlöndin kæmu sér upp sameiginlega stofnun, er fjallaði um mál þessi. Hún ynni gegn ólög- legum innflutningi eitur- lyfja og notkun þeirra. Að stofnun þessari stæðu toll- yfirvöld, lögreglan og full- trúar heilbrigðisyfirvald- anna. Forsætisráðherrann skýrði frá því, að sérstakri eiturlyfjadeild hefði verið komið upp hjá lögreglunni í Osló. Hefði deild þessi það hlutverk m. a. að kanna ó- löglega neyzlu eiturlyfja í borginni og vinna gegn sætustu músíca og pípnasöng. Eftir máltíðina, nær klukkan var hér um 7 um kveldiS, var á stórum flutningsvagni færð ur heill uxi, steiktur, með margslags fugla og villibrácS uppstoppaSur og heitur, yfir slotsplássiS yzt á garðinn. Þar voru og uppreistir tveir forkostulegir stólpar, á hverj um sátu tveir forgylltir svan- ir, en fram af þeirra nefjum rann bæði rautt vín og hvítt um nokkrar stundir. Þetta hvorttveggja, ásamt öSrum vistum, var gefið almenningi og bændunum til snæðings, svo af þeim át og drakk hver sem kunni og hann náði til, jafnvel með blóðugum fingr- um, þá fengiS höfðu nokkuð í kollinn. Allt þaS rauSa klæði, sem á var gengiS til kirkjunnar var gefiS almenn- ingi. Rifu bændumir þaS í stykki og hrifsaSi hver sem gat. Þar með var og út kastað stórri peningasummu í mill- um þeirra, en þeir, vel rúss- aðir, hrömmsuðu slíkt sem hver náði með áflogum og ýmsum keskilátum. Upp á þetta horfSi herskapurinn og henti gaman af. slíkri neyzlu. Ráðherrann gat þess, að opinberir að- ilar hefðu efnt til upp- lýsingaráðstefnu um eitur- lyfjamál í 15 héruðum í Noregi eða þar, sem mis- notkun hefur gætt. Hið „hættulausa" græn- meti. í sambandi við umræður um eiturlyfjamálin í Sví- þjóð, hafa sumir talið gæta óþarfa gagnrýni á sum eit- urlyfin, svo sem ,,hasch“ er þeir hafa talið ,,hættulaust“ grænmeti og hið sama væri að segja um LSD-lyfið, svo nefnda. Auðvitað hafa slík ar fullyrðingar aðdáenda þessara lyfja, þótt út í hött og vilja ýmsir telja þessa „aðdáendur“ stórhættulega menn fyrir þjóðfélagið. Fyrir nokkru var gerð mjög athyglisverð athugun og rannsókn á útbreiðslu eiturlyfjanotkunnar í há- skólabænum Uppsölum í Svíþjóð Starfshópurinn, er vann að þessu verkefni, lagði sig mjög fram um að vinna þetta verkefni sem bezt og vanda mjög alla ÞEIR GÖMLU KVEÐA Biskupssveinninn Ölinu fylgja ósköþ slík, allir verða að svíni. Segðu hann liggi í Syðri-Vík seyddur af brennivíni. Stefán Ólafsson. Manvísa Enn nærist elskan sanna, enn kærleiks funinn brennur, enn leiftrar ástar tinna, enn kviknar glóð af henni, enn giftist ungur svanni, enn saman hugir renna, enn gefast meyjar mönnum, menn hallast enn til kvenna. Páll Vídalín. Tagldarvísur Eg er að tálga horn í hölgd, hagleiksmenntin burt er sigld. Illugi deyddi tröllið Tögld, trúi ég hún væri brúnaygld. úr víðri veröld HIÐ „HÆTTULAUSA“ GRÆNMETI 2 ‘ • Frjáls þjóð — Fimmtudagur 23. maí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.