Alþýðublaðið - 30.05.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1922, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ — Kenwortby þingmaður hét Bretinn, sem getið v'ar um fyrir nokkru að gert hefði fyrirspurn í þinginu enska út af sektum er enskir togarar höfðu fengið hér við land, Harmsworth' skrifari i utanríkisráðuneytinu svaraði hon um, og kvað stjórnina mundi láta rannsaka málið, eí hægt væri að benda á einstakt stvik, þar setn ástæða væri til kvörtunar. Við þetta sat — Seint í spríl kom vatmflóð svo mikið í á, er rennur hjá „Fort Worth" f Texas, að menn urðu að flýja upp á aúsþök og leita hælis f trjátoppum. 1500 menn urðu húsviltir, og 11 druknuðu, er báti hvolfdi, sem var að bjarga fióttafólki. — 6 menn fórust nýlega f flug vél, sem var á leið frá Key West l Fiorida til Nassau i Bihmaeyj um i Vesturindfum. Flugvélin hvarf gersamlega ög hefir ekkert til hennar spurzt þrátt fyrir nákvæma leit á mörgum flugvélum. — Tvær pappírsverksmiðjur f Noregi, sem ekkert hefir verið unnið f um alllangan tfma, hafa nýskeð tekið til starfa aftur. Um 350 menn vinna f báðum verk- smiðjunusa. Fulltrúaráðsfundur annað kvöld (miðvikudag) kl. 8. — í aprílmánuði sökk gufu- skipið „Albert Taylandier", sem var á leið frá Rotterdam með kolafarm. Skípið sökk i Ermar sundi og bjargaðist aðeins einn maður af skípshöfninni, sem var 32 menn. — Þýzkrússneskt loftferðafélag sem á að annast loftferðir roiili Moskva og Köniingsberg, hefir pantað, hjá hollenzkri fiugvélaverk smiðju, 10, farþegaflugvélar af nýj ustu gerð, með 375 hestafla hreyfi vélum, er fljúgi til jafnaðar 170 km. á klat. í vélunum verða þjú rúm ætluð sjúklingum, en þeim má breyta f sex manna pláss Stótt farmrými er f vélunum 4— H/í. Karl Lunds verksmiðjur f Daam. héldn nýlega aðalfund. Kom þá f ijós að alt hlutaféð, að upphæð 4 milj. kr., var tapað. Stafar tapið að sumu leyti af inn- flutningi á þýzkum emaiileruðum varningi, en einkum af verkbanni atvinnurekenda, sem algerlega koli steypti félaginu. Tilkynning'. Þeir sem óska að fá viðgerða, hreinsaða og málaða mÓtOX,a* hvort heldur í skipum eða á landi, geta komist að góðum skil- málum Uppl. á aígr. blaðdns. Alt er niRReíeraö og koparhúðað f Fálkanum. Svlpa merkt, tspaðist fyrir nokkrum dögum á Hverfisgötunni. Skilist á afgr. blaðsins. K a r 1 m anntF eiðh j «51 er til sölu f Þinghohsstr. 26 uppi. Alþbl. kostar I kr. á mánufii. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenberg. Edg»r Rict Burroughs: Tarzan. tíu mínútur fanst hún og lögðu þeir félagar þá af stað til strandarinnar. 'i Ferðin sóttist þeim seint, því þéir báru sex dauða menn. Tveir höfðu um nóttina látist af sárum. Sumir, sem. eftir lifðu, voru svo særðir, að þeir þurftu hjálpar við. Charpentier lagði af stað tii strandarinnar til þess að fá liðstyrk, svo hægt væri að sækja heim villimennina og bjarga d'Arnot ef unt væri. Þeir félagar komust ekki heim fyr en degi var tekið að halla, en heimkoman var tveimur þeirra svo mikið gleðiefni, að þeir gleymdu öllum þjáningum og þreytu. Þegar hópurinn kom út skóginum, var Jane fyrsta manneskjan, sem Porter og Clayton sáu úti fyrir kofa- dyrunum. Hún rak upp gieðióp og hljóp á móti þeim til að héilsa þeim; hón hljóp upp um hálsinn á föður sínum og grét af gieði. Porter barðist við að láta sem minst béra á geðshræringu sinni, en honum tókst það ekki. Lóksins huldi hann höfuðið við barm dóttur sinnar og grét eins og barn. Jane leiddi hann að kofanum, en Frakkarnir fóru til strandarinnar. Nokkrir félagar þeirra komu þar á móti þeim. Clayton vildi lofa feðginunum að vera einum, svo hann fór niður 1 fjöruna og talaði þar við herforingjana, unz bátur, þeirra lagði af stað fram að skipinu, því Charpentier þurfti þar að segja hvernig farið hefði. Clayton gekk nú í hægðum sínum til kofans. Hann var gleðidrukkinn. Konan sem hann unni var heil á húfi. Honum var forvitni á að vita hvaða kraftaverk hefði bjargað henni. Honum fanst það því nær ótrúlegt, að hún væri enn á lífi. Þegar hann uálgaðist kofann, kom Jane út Er hún sá hann skundaði hún til hans. > „Jane"! kallaði hann, „gæfan hefir sannarlega verið okkur hliðholl. Segið mér hvernig þér komust undan — hvaða kraftaverk bjargaði yður". Hann hafði aldrei áður nefnt hana skýrnarnafni hennar. Fjörutíu og átta stundum fvr hefði það valdið Jane þægilegrar feimnistilfinningar að heyra Ciayton nefha það — nú skelídi það hana. „Clayton", mælti hún hægt, og rétti fram hendina, „má eg þakka yður fyrir drengilega framkomu við föður minn. Hann er búinn að segja mér, hve göfugmann- legur og sjálfsfórnandi þér hafið verið við hann. Hvernig megum við endurgjalda yður það að verðleikuml" Clayton tók eftir því, að hún heilsaði honum ekki eins kumpanleg og venjulega, en honum fanst það ekkert undarlegt. Hún hafði orðið fyrir svo mörgu. Hann áttaði sig á því, að hér var hvorki staður né stund til þess að játa benni ást sína. „Launin hefi> eg þegar hlotið", mælti hann. „Mér nægir að sjá ykkur bæði ánægð og'heil á húfi. Eg efast um að eg hefði lengur getað afborið hinn þunga og. þögula söknuð hans. Aldrei á æfi minni hefir mér liðið ver, ungfrú Jane; þegar svo þar við- bættist mín eigin hrygð — söknuður, sem eg aldrei áður hefi þekt. Hrygð hans var svo mikil — svo takmarkalaus. Það kendi mér, að engin ást, ekki einu sinni ást manns á konu sinni, getur verið eins einlæg, eins djúp og fórnfús og ást föðurs til dóttur". Jane laut höfði. Hana langaði til þess að spyrja einnar spurningar, en það var eins og hún skammaðist

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.