Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 8
Gils Guömundsson: LANDSFUNDUR i ALÞÝÐUBANDALAGSINS Lengi hafa róttaekir fé- lagshyggjumenn á Islandi glírht viS þá þraut að efla með sér stjómmálasamtök sem gædd væru lífsafli og vaxtarmöguleikum til aS setja varanlegt mót á þjóS- félagsþróunina og hafa í fullu tré viS flokka sérhags- munamanna og braskara. Margar torfærur hafa orðiS á þeirri leiS, enda er stað- reynd aS enn hefur engin slík tilraun tekizt til hlítar. Þrátt fyrir torleiSið hef ég aldrei efast um aS hér hlyti að rísa þjóSlegur sósíal ískur flokkur, sem aShylltist lýSræSi jafnt á borSi sem í orði. Slíkur flokkur er tví- mælalaust í samræmi við óskir alls þorra þeirra Islend inga sem hafa sósíölsk sjón armiS. Nýjasta tilraunin sem gerS hefur verið til aS skipu leggja slík stjórnmálasam- tök er AlþýSubandalagiS. Þar var lengi um að ræSa laustengd kosningasamtök tveggja og síSar þriggja aðila. Fyrir tveimur áxum var AlþýSubandalagið loks skipulagt á landsmæli- kvarða, flokksfélög mynduS og kjördæmisráS, haldinn landsfundur kjörinna full- trúa og samtökunum kosin stjórn með lýSræSislegum hætti. SíSan hefur AlþýSu- bandalagið starfaS sem stjórnmálaflokkur, meS því fráviki þó, að AlþýSubanda lagsmönnum var heimilaS að vera einnig í öSrum stjórnmálasamtökum, sem ekki brytu í bág viS störf bandalagsins og stefnu. Mörgum var Ijóst aS þetta ákvæði gæti ekki haldizt til lengdar, á því yrSi aS fást breyting. Á fundi framkvæmda- stjórnar AlþýSubandalags- ins fyrir rúmu ári var gerð einróma samþykkt um aS breyta þessu. MiSstjórnar- fundur sem haldinn var skömmu síðar, féllst ein- róma á nauSsyn umdæddr- ar skipulagsbreytingar. Kaus sá fundur tvær nefndir til aS semja frumvörp að nýj- um lögum og stefnuskrá fyr- ir bandalagiS sem fullgildan stjórnmálaflokk. SíSan skyldu endanlegar ákvarð- anir teknar og frá málum þessum gengiS á landsfundi kjörinna fulltrúa, en þann landsfund ber, aS gildandi lögum AlþýSubandalagsins, að halda fyrir árslok 1 968. Nefndir þessar hafa starf aS síSan, og lauk laganefnd verkefni sínu fyrir nokkrum vikum. Hefur lagafrumvarp hennar verið sent til allra A1 þýSubandalagsfélaga og kjördæmisráða, svo aS fé- lagsmenn um land allt ættu þess kost aS fjalla um þaS fyrir landsfund. Leyfi ég mér að fullyrSa, aS enda þótt einstök ákvæSi frum- varpsins standi til bóta, er það í mörgum veigamiklum atriSum lýSræðislegra og stórum nútímalegra en lög annarra íslenzkra stjórnmála flokka. Lærdómsríkt mætti þaS vera orSið þeim, sem eitt- hvaS hafa nálægt málefnum AlþýSubandalagsins komiS, hvernig blöS andstæðing- anna hafa fyrr og síðar skrif aS um allar tilraunir til aS gera þaS að sem starfhæf- ustum stjórnmálavettvangi róttækra vinstrimanna. I hvert skipti sem eitthvaS þokaSist í þá átt, hafa blöS þessi veriS í fýlu og átt erf- itt með aS leyna vonbrigð- um sínum. En ævinlega þeg ar miSur tókst til hjá Alþýðu bandalaginu, hvort heldur sem því olli samblástur gam alla kreddumeistara eSa lítt yfirveguS upphlaup ann- arra, hefur hlakkað í þessum stóru málgögnum, og þó einkum MorgunblaSi forsæt isráSherrans og heildsal- anna, sem fékk þá ekki ráS- iS sér fyrir ofsakæti. Nýlega gerSist atburður vestur á IsafirSi sem hefur vakið óblandinn fögnuð allra andstæSinga AlþýSu- bandalagsins. Þrettán menn sögSu sig úr lögum við bandalagiS og hvöttu fleiri til aS gera slíkt hiS sama. Þennan óvinafögnuS gera þrettánmenningarnir skömmu fyrir landsfund AI- þýðubandalagsins, þar sem hinar mikilvægustu ákvarS- anir hljóta aS verða teknar og úr því verður aS fást skoriS, hvort bandálagið reynist starfhæfur stjórn- málavettvangur þeirra, sem af einlægni og án undan- bragSa fordæma einræSi en aShyllast sósíalisma og lýS- ræSi og telja reynsluna hafa sannað aS hvorugt nái þroska án hins. Ég heiti á alla Alþýðu- bandalagsmenn sem meta orS mín nokkurs, aS starfa ötullega að undirbúningi landsfundar, sem haldinn verður dagana 1 .-3. nóvem- ber næstkomandi. Látum á þaS reyna til þrautar, hvort takast megi á þeim fundi aS gera AlþýSubandalagiS aS þeim stjórnmálaflokki sem lýðræSissinnar geta unaS — að þeim stjórnmálaflokki sem fjölmargir skoSana- bræSur okkar er utan við og álengdar standa, telja að þeir eigi samleiS meS. Tak- ist þetta hins vegar ekki, þarf engum aS koma á óvart þó aS bæSi ég og margir aðrir taki ákvarSanir í rök- réttu framhaldi af slíkum at burSum. Gils Guðmundsson- Alþýðubandalag Austurlands Sunnudaginn 15. september var haldinn fundur á EgilsstöS- um í kjördæmaráSi Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi og komu á þann fund 27 fulltrú- TÁNINGASÍÐUR Það má oft skyggnast nokkuð tnn í þann framandlega heim sem unglingar byggja í táningasíðum dágblaðanna. Hinn merki táninga spámaður Timans hefur t. d. í sum ar leyft okkur að fylgjast með þeim hádramatísku atburðum sem voru að gerast í kringum popphljóm- sveitir vorar, þar sem ein hljóm- svéitin taeldi burt beztu kraftana úr öðrum með gylliboðum um frama erlendis. sem reyndust svo tálvonir einar, og stofnaðist þann ig framtið popphljómsveita á Is- landi í geigvænlega hættu, svo að m'enn biðu hverrar nýrrar greinar um málin méð öndina í hálsinum. E5f við grípum af handahófi niður í táningasíðu Vísis sl. laugardag getur þar að líta umsagnir sérfræð inga blaðsins um nýja popptónli'st. íir margt athyglisvert í þeirri gagn rýnl. Þar segir m. a.: «— Who hafa gert gamansaman MhJt með laginu „Dogs" ,en það er erns og það vanti gamla Who-takt tnn. — Union Gab, sem slógu í ar frá sjö AlþýSubandalagsfé- lögum í kjördæminu. Á fund- inum var m. a. fjallað um und- irbúning aS landsfundi Alþýðu bandalagsins og tilraunir nokk gegn með laginu „Young Girl". re.vna í nýju lagi sínu að taka það skásta úr fyrri lögum sínum en tekst frámunalega illa. Algjör sæt- súpa. ( — Teenmakers eru duglegir. Því miður reyna þeir alltof mikið að líkja eftir Hollies. Það kemur greini lega fram í laginu „Mo’reen". Lag- ið á bakhliðinni, „Dream World“ er miklu raunsærra” Segi menn svo að unglingarnir séu gagnrýnislausir á það sem þeim er boðið upp á. A sömu síðu er sagt frá nýrri stjörnu, svertingjastúlkunni Lolu Falönu, sem dansaði í kjailarahol- um og „fékk aldrei að sýna' getu sína vegna fátæktar." Sammy Dav- is fann hana þar sem hún „söng og dansaði fyrir áhugalitla áfengis sjúklinga". Og þar með var náttúr lega framtíð stúlkunnar björt og fögur. En aumingja Sammy hafði lítið upp úr krafsinu því að „þrátt f.vrir að Sammy hafi uppgötvað stúlkuna, er hann ekki í rónni. bví að hann segir, að engin muni fylla upp skarð May-Britt, fyrrverandi elginkonu sinnar". urra aSiIa til aS sundra AlþýSu bandalaginu. Eftirfarandi álykt un Var einróma samþykkt á fundinum: ,,Við lýsum jrfir andúS okk- ar og furSu vegna þeirra klofn ingstilrauna, sem fram hafa komiS hjá nokkrum fulltrúum í kjördæmisráði AlþýSubanda- lagsins á VestfjörSum. Einmitt nú er að því unnið aS endur- skipuleggja AlþýSubandalagiS og gera úr því JýSræSisIegan, sósíalistískan stjórnmálaflokk. Samþykktir um það hafa veriS gerSar af stofnunum AlþýSu- bandalagsins og ekki var annað vitaS en full samstaSa ríkli um það mál. Slík endurmótun Alþýðu- bandalagsins í stjórnmálaflokk hefur nú um skeiS veriS yfir- lýst stefnumiS samtakanna og Hannibals Valdimarssonar á- samt öSrum staSið aS sam- þyktum um þaS. Hins vegar hefur Hannibal nú um hríð ekki sinnt þeim störfum, sem hann var til kjörinn af banda- laginu og ekki tekiS þátt í viS ræðum um málefni þess. ,-Við hörmum þaS aS for- maSur AlþýSubandalagsins skuli nú ganga fram Tyrir skjöldu og taka undir við sundrungaröfl á þeirri stundu þegar öll skilyrSi eru fyrir hendi til aS gera AlþýSu- bandalagið aS öflugu baráttu- tæki en áSur fyrir íslenzka alþýðu jafnframt því sem upp- bygging þess verSur lögS að nútímaaSstæSum og fullkomið lýSræSi tryggt innan þess. Fundurinn lýsir yfir undrun sinni á því aS formaSur Alþýðu bandalagsins, sem studdur hef- ur veriS til forustu í Alþýðu- sambandi Islands af Alþýðu- bandalagsfólki, skuli nú bregS ast þannig stjórnmálasamtökun um einmitt þegar mest ríSur á fullri samstöðu. Ljóst er aS sá vandi, sem nú blasir viS allri alþýSu manna verSur ekki leystur af þcim pólitísku for- ystumönnum, sem neita að una lýSræSislegum ákvörðunum. ViS lýsum fyllsta stuðningi okkar viS samþykkt miSstjórn- ar AlþýSubandalagsins frá sl. vetri um flokksstofnun og vænt um þess að sem breiSust sam- staSa náist um uppbyggingu flokks AlþýSubandalagsmanna á landsfundinum í nóvember. Skorar fundurinn á stuðnfngs- fólk Alþýðubandalagsins nffl land allt aS sameinast um þaS þýSingarmikla verkefni og svara þannig á verSugan hátt klofningstilraunum nokkurra manna á VestfjörSum. AlþýSubandalagsmenn á Austurlandi munu vinna aS því af alefli aS treysta Alþýðu bandalagiS þannig aS það verði aS landsfundinum lokn- um færara en áStir til að rækja hlutverk sitt sem brjóstvörn vinnandi fólks í landinu á jviSi stjórnmálabaráttunnar“. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.