Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Qupperneq 3

Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Qupperneq 3
ÞJÓÐVAKI 3 Réttlæti er allt sem þarf „Að réttlæti í þjóðfélaginu auk- ist. Því er fljótsvarað", sagði Sigríður Rósa Kristinsdóttir frá Eskifirði aðspurð um hvaða vonir hún bindi við Þjóðvaka."Eg hef þá trú að ef við værum heiðarleg og legðum græðgina á hilluna væri hægt að lyfta Grettistaki í málefnum láglaunafólks í þessu landi" sagði hún og gat þess að nýgerðir kjarasamningar væru nánast hlægilegir."Þeir voru brjóstum- kennanlegir samningsaðilamir þegar þeir skælbrosandi, skrif- uðu undir samning sem hljóðaði upp á smánarhækkun fyrir launþega með laun undir fátækramörkum". Hún kvaðst binda miklar vonir við Þjóðvaka og var bjartsýn á að þar myndi heiðarleikinn ráða rikjum. „Heiðarleiki er lykilorð í pólitík . Ef allir borguðu skattana sína og efnamenn kæmust ekki upp með að "kaupa" sig frá skattgreiðslum með því að fjárfesta endalaust í hlutabréfum myndu vera til nægilegir pen- ingar til þess að borga láglaunafólki hærri laun. Hvaða sanngirni var t.d. í því þegar dómarar hækkuðu laun sín um „litlar" 100 á mánuði fyrir skömmu? Hefðu þeir peningar ekki nýst betur í buddum Sóknarkvenna sem búa við smánarlaun?" Sigríði Rósu var heitt í hamsi þegar blaðamaður Þjóðvaka talaði við hana kvöldið sem alþingismenn þuldu upp afrek sín í eldhúsdagsumræðum á þing- inu."Hvað ætli þeir séu búnir að eyða miklu vatnsmagni í að þvo hendur sínar þessir karlar? Að minnsta kosti hafa þeir verið iðnir við að að lofa upp í ermina á sér fyrir kosningar og þvo síðan hendur sínar á eftir. En nú er lag . Eg hef þá trú að Þjóðvaki geti breytt ríkjandi ástandi svo hið vinnandi fólk fari loksins að njóta afraksturins í stað fárra útvalinna. x-j Já, takk ÞJÓÐYAKI á Reykjanesi Gengið hefur verið frá efstu sætum á framboðslista Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi en þau skipa: 1. Ágúst Einarsson prófessor, Seltjarnarnesi 2. Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari, Hafnarfirði 3. Jörundur Guðmundsson markaðstjóri Vogum 4. Bragi J Sigurvinsson starfsm. álverinu, Bessastaðahreppi 5. Sigríður Sigurðardóttir myndlistakona ,Kópavogi 6. Þorbjörg Gísladóttir húsmóðir, Hafnarfirði 7. Benedikt Sigurður Kristjánsson sjómaður, Hafnarfirði 8. Jan A. Ingimundarson,deildarsjóri, Mosfellsbæ Kosningaskrifstofan er að Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði. Símar eru 655740 og 655741 og faxnrúmer 655742. Alfreð Guð- mundsson hefur verið ráðinn kosningastjóri. Skrifstofan er opin frá mánudegi til föstudags frá kl 16 - 19 . Á laugardögum og sunnudögum er opið frá 14 -18. Lítið inn, hringið og fáið send gögn. Kosningabaráttan í kjördæminu er hafin og nauðsynlegt er að allir leggist á eitt að kynna stefnu hreyfingarinnar. Verið er að undirbúa blaðaútgáfu, dreifi- bréfaútgáfu o. fl. Kosningaskrifstofan verður formlega opnuð með kaffi og kleinum laugardaginn 25. febrúar n.k. að Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði. Mætum öll og ræð- um horfur og útlit og skipuleggj- um starfið framundan. Takið með ykkur gesti. Hópar við allra hæfi. Málefnafundir verða öll þriðjudagskvöld kl. 20.30. Fyrsti fundurinn verður um atvinnumál þann 28 febrúar. Annar fundur verður haldinn 7. mars. og þar rætt um skólamál. Framboðslisti Þjóðvaka í Norðurlandskjördæmi eystra við Alþingiskosningar 1995 1. Svanfríður Inga Jónasdóttir, forseti bæjarstjómar, Dalvík 2. Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar 3. Magnús Aðalbjörnsson, aðstoðarskólastjóri, Akureyri. 4. Helga Kristinsdóttir, bankastarfsmaður, Húsavík 5. Árni Gylfason, verkamaður, Raufarhöfn 6. Jórunn Jóhannesdóttir, leikskólakennari, Akureyri 7. Sæmundur Pálsson, forstöðumaður, Akureyri 8. Ingibjörg S. Egilsdótlir, sjúkraliði og bóndi, Reykadál 9. Gunnar R. Kristinsson, stýrimaður, Ólafsftrði 10. Jón Benónýsson, múrarameistari, Reykjadal. 11. Ásdís Árnadóttir, Akureyri. 12. Hannes Örn Blandon, sóknarprestur, Eyjafjarðarsveit. Framboðslisti Þjóðvaka Norð- urlandskjördæmi vestra til Alþingiskosninga 8. aprfl 1995. 1. sæti Sveinn Allan Morthens, framkvæmdastjóri, Garðhúsum, Skagafirði 2. sæti Jón Daníelsson, blaðamaður/bóndi, Tannastöðum Vestur-Húnavatnssýslu 3. sæti Guðrún Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi, Siglufirði 4. sæti Sturla Þórðarson, tannlæknir, Blönduósi 5. sæti Hólmríður Bjarnadóttir, form. verkal.fél. Hvatar Hvammstanga. 6. sæti Kristín Jóhannesdóttir, bóndi, Páfastöðum, Skagafírði 7. sæti Guðmundur Davíðsson, verkamaður Siglufirði 8. sæti Gyða Ölvisdóttir, hjúkrunarfræðingur, Blönduósi 9. sæti Erna Sigurbjörnsdóttir, verkakona Skagaströnd 10. sæti Björn Þór Haraldsson, gæðastjóri Hofsósi ÞJÓÐVAKI Jákvætt pólitískt afl

x

Þjóðvakablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.