Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 2

Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVAKI ^ ÞJÓÐVAKI málgagn hreyfingar fólksins 1. árgangur, 1 .tbl. febrúar 1995. Ábm. Kalrín Theódórsdóttir • Útgáfust.: Marías Sveinsson. Prentað í Isaföldarprentsmloju í 15 þúsund eintökum. Uppstokkun Á síðustu árum hefur köld peningahyggja, tilviljanakennd- ur niðurskurður á velferðarþjónustu, ábyrgðarleysi og slakt siðferði í stjómmálum og vioskipalífi einkennt ástand- io í landsmálunum. Allar valdastofnanir samfélagsins eiga nokkra sök ao máli; stjórnkerfið, fjölmiðlavaldið, einokun- aröflin í efnahaagslífinu og flokkakerfið. Þessar valda- stofnanir ríghalda í völd sín og áhrif og óttast mjög „utan- aðkomandi" afskipti. Síoustu vikur hafa gömlu flokkarnir og fjölmiolaflóran þeirra fario hamförum gegn hinu nýja afli, Þjóðvaka. Stundum er engu líkara en æði hafi runnio á þessar gömlu valdastofnanir, - fréttafalsanir og hatrammar á- rásir hafa verið daglegt brauð. Auðvitað hefur þessi at- gangur haft áhrif á fólk, en þao er sama hversu miklu moldviroi er þyrlað upp — þörfin fyrir uppstokkun í íslenska stjórnkerfinu er jafn brýn. Og þao er eitt aðal erindi hinn- ar nýju hreyfingar fólksins inn í íslenskt samfélag, - að hvetja til uppstokkunar á flokkakerfinu. Kjarajöfnun Þjóovaki leggur áherslu á þao í stefnuskrá sinni, að Island er í raun meðal auðugustu þjóða heimsins og hér eiga allir einstaklingar að geta lifað við sómasamleg lífskjör, atvinnu- og afkomuöryggi og með sjálfsvirðingu og fullri reisn. Meginmarkmið hreyfingarinnar er að vinna að öfl- ugri atvinnuuppbyggingu, jafnrétti í tekju- og eignaskipt- ingu og að sporna við söfnun auðs og valds í fárra manna hendur. Mikilvægir þættir til eflingar lýðræðinu er jafnrétti kynj-. anna á öllum sviðum þjóðlífsins. Raunverulegt lýðræði er ekki tryggt nema með fullkomnu jafnrétti kvenna og karla. Alls staðar skal jafnréttis gætt, jafnt á opinberum vett- vangi, í stjórnmálum, á vinnumarkaði, í menntun og í einkalífi. Þjóðvaki leggur áherslu á að nota skattakerfið til kjara- jöfnunar og ýmissa jöfnunaraðgerða þegar við á. Við ætlum að miða við það fyrirkomulag sem best hefur gef- ist hjá nágrannalöndum okkar í velferðarmálum. Trúnaður Á síðustu árum hafa ýmis góð og gömul gildi orðið undan að láta í þeirri köldu græðgi og markaðsofstæki sem tröll- riðið hafa húsum á íslandi og reyndar víðar á Vesturlönd- um. Mannúð, samhjálp, trúnaður og sjálfsvirðing eru hug- tök sem áður lýstu eftirsóknarverðum kostum í fari fólks en eru í dag að verða innihaldsrýr eða óþekkt. Valdsmenn hafa í skjóli þessara viðhorfa gengið á lagið og auðsýnt hroka og mannfyrirlitningu. Þetta á bæði við um embætt- ismenn og forystumenn í stjórnmálum og viðskiptalífi. Valdsmenn hafa gleymt því að þeir eiga að vera þjónar fólksins, þeir hafa gleymt því að stofnanirnar sem þeir veita forstöðu eru eign fólksins í landinu og eiga að vera því til þjónustu og nota. Það er framkoma af þessu tagi ásamt valdhroka kerfisins sem leitt hefur til trúnaðarbrests milli almennings, einstakl- inganna, og olls hins opinbera kerfis. Þessi trúnaðarbrest- ur, þetta ginnungargap, milli þjóðar og valdakerfis, hefur leitt til tortryggni og fjarlægðar almennings frá sínum eig- in stofnunum. Bæði á íslandi og víðar um heim er fólk að vakna til and- svara við hinu kaldranalega lífsviðhorfi og fólk ætlast til þess að siðlegir samskiptahættir taki við af valdhrokanum, - að mannúð og virðing fyrir mannréttindum skipi aftur æðri sess í samskiptum manna og stofnana. Þjóðvaki leggur sérstaka áherslu á sjálfsvirðingu og virðingu allra borgara þessa samfélags, Þjóðvaki vill samfélag þarsem mannhelgi er í heiðrum höfð. Þjóðvaki vill vinna að því að endurreisa traust einstaklinga á stjórnkerfinu og öðrum samfélagsstofnunum,---------------------------------------------------- Jákvætt gegn stöðnuöu kerfi Mikill hugur í fólki Sterk málefnastaða rœður úrslitum, segir Kristín Erna Arnardóttir Suðurlandi "Það er dálítið sorglegt að fjölmiðlar • skyldu ekki fjalla meira um þau mál sem voru á dagskrá landsfundarins í stað þess að velta sér upp úr nokkrum einstaklingum sem gengu út," sagði Kristín Erna Arnardóttir, fulltrúi Suðurlandskjördæmis, sem kosin var í stjóm Þjóðvaka á landsfundinum. "Ég er t.d. sérstaklega hrifín af þeirri stefnu Þjóðvaka að hafa jafnt hlutfall kynja í stjórn og öðrum trúnaðarstöðum. Auk þess hefðu fjölmiðlar mátt fjalla meira um þá stefnu okkar að auka siðferði í íslenskum stjómmálum,"sagði hún en bætti síðan við að líklega hafi þeir vitað upp á sig skömmina. "Enda er siðferðis- vitundin ekki oft upp á marga fiska hjá fjölmiðlum." Kristín kvaðst í heildina vera ánægð með landsfundinn; þar hefðu merkileg mál verið til umjöllunar og kvaðst hún hlakka til kosn- ingabaráttunnar framundan. "í Suðurlandskjördæmi er mikill hugur í fólki. Þessa dagana erum við að koma saman lista og finnum að hreyfingin á mikinn hljómgrunn í kjördæminu. Ann- ars finnst mér fólk vera svolítið hrætt við að koma og kynna sér málin á fundum; það er eins og það þori ekki að mæta af ótta við sviðsljós fjölmiðlanna,"sagði hún en gat þess að lokum að hún hefði mikla trú á Þjóðvaka og var sannfærð um þegar upp væri staðið yrði tekist á um málefni en ekki einstaklinga. "Þótt frambjóðendur skipti auðvitað miklu máli er víst að sterk málefnastaða okkar mun ráða úrslitum þegar upp verður staðið. Sameimim jafnaðarmenn og félagshyggjufólk Verðum að upprœta spillingu í stjórnmála- og viðskiptalífi, segir Sveinn Allan Morthens Norðurlandi vestra Sveinn Allan Morthens, Norurlandskjördæmi vestra og stjórnarmaður í ÞjóSvaka, var einn þeirra fjölmörgu lands- byggSafulltrúa sem sóttu lands- fundinn í lok janúar. "GóS landsfundinn. Sveinn Allan, unirbúningsvinna og að stærst- sem starfaði um árabil innan um hluta málefnalegur fund- Alþýðubandalagsins, gekk til ur,"sagði hann aðspurður um liSs viS Jóhönnu SigurSardóttur, hvaS honum hefSi þótt um skömmu fyrir stofnun ÞjóSvaka og segist ekki sjá eftir því. "Eg hef mikla trú á þessu stjórn- amálaafli og get nefnt nokkra mikilvæga þætti sem einkenna ÞjóSvaka umfram aSra flokka. I fyrsta lagi tel ég aS nú hafi fyrst skapast raunhæfur möguleiki fyrir félagshyggju - og jafnaSarmenn á íslandi aS sameinast - án tillits til skoSana formanna hinna hefSbundnu vistri flokka. Þá bind ég miklar vonir viS aS ÞjóSvaka takist aS uppræta langvarandi spillingu í íslensku stjórnmála- og viS- skiptalífi og ef hreyfingin kemst til valda muni verSa tekiS á þessum málum af alvöru,"sagSi Sveinn Allan. "Þetta og margt fleira varS til þess aS ég tók mig upp af ættaróSalinu og fór í göngur meS Jóhönnu og ÞjóSvaka," sagSi Sveinn Allan aS lokum.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.