Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Side 6

Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Side 6
ÞJÓÐVAKI J ó n a s d fettð $ pCutji Þróun atvinnulífs á landsbyggóinni UMSÓKNIR UM STYRKI Stjórn Byggðastofnunar hefur ókveðiS að verja verulegum hluta af róðstöfunar- fé sínu ó órinu 1995 til að styrkja þó sem vilja stuðla að þróun atvinnulifs ó landsbyggðinni. Stefnumótandi óætlun i byggðamólum var samþykkt af Alþingi 6. maí 1994.1 samræmi við hana verður lögð meginóhersla ó nýsköpun í atvinnulífinu, styrkveitingar til vöruþróunar og m'arkaðsmóla og til að auka hæfni starfsmanna. Lögð verður óhersla ó samstarfsverkefni milli fyrirtækja ó landsbyggðinni og við rannsókna- og menntastofnanir. Stofnunin hefur til róðstöfunar fé af almennu framlagi af fjórlögum auk sérstaks framlags til að styrkja nýjungar í atvinnulífi ó þeim svæðum sem eru sérstaklega hóð sauðfjórrækt. Vakin er athygli ó því að slyrkveitingar eru ekki bundnar starfsemi sem fram fer ó lögbýlum eða í sveitum. Umsækjendur geta veriö einstaklingar, fyrirtæki, atvinnuþróunarfélög eða sveitarfélög. Lögð er óhersla ó vandaðan undirbúning verkefna að því er varðar markmið og umfang, vinnuaðferðir og fjórmögnun. Þótttaka umsækjenda í kostnaði er nauðsynleg. Tvær úthlutanir verða ó órinu 1995. Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til Tt apríl. Gert er róð fyrir því að umsóknir verði afgreiddar í maí. Umsóknarfrestur vegna seinni úthlutunar er til 1. sepfember og verður hann auglýstur sérstaklega. Umsóknir mó senda til allra skrifstofa Byggðastofnunar. Þar er hægt að fó umsóknaeyðublöð og allar nónari upplýsingar. Atvinnuróðgjafar víðs vegar um landið veita aðstoð við undirbúning verkefna og umsókna. Byggðastofnun Engjateigi 3 • 105 Reykjavík • Sími 560 5400 Bréfsími 560 5499 • Græn lína 800 6600 Hafnarstræti 1 • 400 Ísofjör&ur • Simi 94*4633 • Bréfsimi 94-4622 Skagfiröingabraut 17-21 • 550 Sauöárkrókur • Sími 95-36220 • Bréfsimi 95-36221 Strandgötu 29 • 600 Akureyri • Sími 96-12730 • Bréfsími 96-12729 Mi&vangi 2-4 • 700 Egilssta&ir • Sími 97-12400 • Bréfsími 97-12089 NYSKOPUN I SMAIÐNAÐI Styrkveitingar Eins og undanfarin þrjú ár áformar iðnaðarráð- herra að veita sfyrki, hvern að upphæð 100-600 þúsund krónur, til nýsköpunar í smáiSnaSi. Sam- starf er haft við Iðntæknistofnun, ByggSastofnun, iÖn- og atvinnuráðgjafa um allt land. Styrkirnir eru fyrst og fremst til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, fram- leiðsluundirbúningi svo og markaðssetningu nýrra afurða. Þeir eru ætlaðir þeim sem hafa þegar mótuð áform um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé. Umsóknareyðublöð liggja frami hjá iSn- og at- vinnuráðgjöfum svo og Iðntæknistofnun. Umsóknarfrestur er til 10. mars næstkomandi. Iðnaöarráðuneytið, 9. febrúar 1995. IÞA GÖMLU GÓÐU... Það var 1955 sem heims- mynd unglinga hér á landi breyttist. Það voru ekki bara tónar rokksins sem voru farnir að heyrast heldur var bílainnflutningur gefinn frjáls. Fyrir þann tíma vissu flestir sem höfðu áhuga á bílum nöfn eigenda falleg- ustu bílana í bænum, þekktu hverja tegund vissu vélastærð og árgerð. Svo langt var seilst hjá sumum, að mánuðurinn sem bíllinn kom á götuna var skjalfestur. í þá tíð nægði að sjá afturljós ,frambretti, eða bara krómlista til þess að tegund og árgerð bílsins ,ásamt nafni eiganda væri á hreinu. Örfráir stríðsbílar höfðu borist til landsins en uppúr 1950 mátti sjá að breyting væri í nánd. Stöku Buick, FordChevrolet, Studibaker Pontiac Mercury Chrysler, Dodge Hudson, og ekki má gleyma Kaiser, ásamt fleiri tegundum byrj- uðu að sjást á malargötum borgarinnar. Sríðstímar höfðu ekki leyft miklar útlits og tæknibreytingar á bílunum en nú voru aðrir tímar komnir og breytingar, breytinga vegna hófust í auknum mæli. Þegar litið er til baka og maður hugar að breytingum á Chevrolett bílunum þá var breyting og nýtt útlit 1949, það hélst 1950 ogl951 lítið breytt. Árið 1952 breyttust línumar m.a á afturbrettum. Árið 1953 var gjörbreyting á yfirbyggingu en 1954 voru smávægilegar útlistsbreytingar í grillinu að framan og afturljósum . 1955 var útlitsbreyting á yfirbyggingu árið 1956 var listum breytt og ljósum. árið' 1957 var smávægileg breyting á brettum ljósum og listum. Þá voru meiri breytingar á bílum frá Ford og Chrysler og sala datt niður. Árið 1958 var gjörbreyttur bíll settur á markaðinn og aftur árið 1959 en þetta voru ár mikilla breytinga og baráttu um viðskiptavinina. Þó talað sé um þessa tegund þá var sömu sögu af Ford og Chrysler að segja baráttan um viðskiptavinina var hörð og óvægin . En það var árið 1955 sem innflutningur á nýjum bílum var gefinn frjáls, hér á landi árið sem allir sem vettlingi gátu valdið fóm á bíla innkaupa fyllirí. Allt í einu var varla þverfótað fyrir nýjum bflum á götum borgarinnar. Þeir sem alla bfla höfðu þekkt og gátu nefnt eigendur flestra þeirra urðu flemtri slegnir þekking þeirra varð glatkistunni að bráð. Bíltegundirnar voru enn á hreinu en nýir eigendur skiptu þúsundum og nöfn þeirra flestum ofraun að muna. Stöku menn stóðu þó upp úr annað hvort vegna eigin verðleika eða .vegna sérstakra bíla. Það vissu allir að Bjöm í Kók átti Cadillac svarta sjálfskipta glæsikerru með rafknúnu útvarpsloftneti og ómældum þægindum. Þá var Þorbjöm í Borg glæsilega akandi á tvílitum Pacard Clipper, sá bfll er enn jafn glæsilegur og má sjá hann á götum borgarinnar. Vínrauður áberandi fallegur Buick var kenndur við Elding Trading co. Tryggvi Ófeigsson útgerðamaður ók um á svörtum Chrysler Imperial en hann var viðurkenndur hrikalegasti sófinn sem sjá mátti á götum borgarinnar í þá tíð. Leigubflstjóramir létu sitt ekki eftir liggja í þá daga frekar en nú, þegar glæsivagnar vom annarsvegar . Það mátti sjá Grettir Lárusson á Pontunni , Svanurinn var á sólskinslitum Buick , Kammi var með Oldsmobilé, Jón Bassi ók Ford 1955 og fleiri má telja. Allt voru þetta bílar sem vinsælir voru til aksturs á sveitaböll. Benzín fótur eigenda var oft þungur ,pinninn því nálægt gólfinu og það örlaði á samkeppni um hversu skamma stund akstur á sveitaballið tók. Hægt er að nefna fleiri Batti rauði var á svörtum Mercury einum fallegasta bíl landsins síðar á rauðum Mercury en sá bíll var þeim töfrum gæddur að hægt var að skrúfa afturrúðuna niður. Batti var einna frægastur hraðakstursmanna og átti um skeið hraðametið til Akureyrar. Denni djöfla- gangur frægur ökumaður gerði nokkra hríða að því en eftir girðingastaura tilfærsl- ur í Borgarfirði sagði sagan að áhugi hans á metajöfnun eða slætti hefði minnkað. Sólahringurinn ók á Kaiser og spunnust margar sögur af hraðakstri hans sem fáir léku eftir þó ekki væru nema sexa undir húddinu. Þessir riddarar götunnar voru eftirsóttir og pantaðir með löngum fyrirvara þegar sveitaball var annarsvegar .Vikuna eftir ballið var oft meira rætt um aksturslag og þau ævintýri sem á leiðinni höfðu gerst en þann meyja fans sem á ballinu hafði gefist. Hinn ljúfi og trausti gangur áttunnar aflið, hraðinn og ævintýralegur framúrakstur ásamt þeirri spennu sem fylgdi þegar allt útlit var fyrir að kappið yrði forsjánni yfirsterkara er það sem hæst stendur þegar litið ertil baka. NY TOYOTA. Avalon kallast nýi stallbakurinn sem Toyota setti á markað í Bandaríkjunum í október. Þetta er fjögurra dyra framhjóladriflnn bfll með 6 cylendra vél, en honum er ætlað að leysa CRESSIDUNA afhólmi. CITROEN ZX LANGBAKUR Citroen ZX langbakur er nú farin að sjást á götum erlendra stórborga. Ekki er að vita hvenær við hér heima fáum að berja hann augum ,en þessi 5 dyra langbakur er 20 cm lengri en 3 og 5 dyra ZX bílamir. Aukin lengd er öll í farangursrými en það er 168,5 cm. VETNIS MAZDA. Ekki þarf að tíunda að umhverfísvænni bfla en þá vetnisknúnu verður varla að fínna í náinni framtíð. Bifreiðaframleiðendur hafa unnið við þróun þeirra en helsta vandamálið er geymsla vetnis í bflnum svo öruggt megi teljast. Framleiðendur MAZDA bflanna virðast vera að leysa þetta vandamál í tilraunabfl sem þeir nefna HR-X2 . Hann er knúinn 2 kólfa Wankel vél sem virðist betri kostur en stimpilvél- amar. Fari sem horfir mun Mazda I 626 tilraunabíll koma á götuna innan fárra ára. Við gætum orðið eldsneytisframleiðendur. TIGRA smár en knár. Opel verksmiðjurnar em að setja Coupe bfl á markaðinn sem byggir að mestu á Opel Corsa. Hugmyndin var kynnt á bflasýningu og viðtökur urðu slíkar að ákveðið var að drífa bílinn á færiböndin.

x

Þjóðvakablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.