Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Síða 7

Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Síða 7
ÞJÓÐVAKI 7 • Fiskveiðilögsagan og fiskistofnar eru ótviræö þjóöareign. • Allur fiskur sem veiöist í fiskveiðilögsögunni fari ó innlenda fiskmarkaði. • Veiöileyfagjald. Utgeröin greiði gjald fyrir afnot af auölindinni þannig að fiskveiðiarðurinn skiptist með réttlótari hætti milli landsmanna. • Rektrargrundvöllur smóbótaútgeröar veröi betur tryggður. • Hvatning til aukinna fjórfestinga og bættrar arösemi í sjóvarútvegi. Erlend fjórmögnun verið heimiluð að hluta í íslenskum sjóvarútvegi. Þjóbvaki - hreyfing fólksins Samfélag jafnaðar > trúnaóar og sjálfsvirðingar Kjarnar úr stefnu Þjóðvaka Þjóðvaki er ný stjórnmálasamtök, sjálfsprottin hreyfing fólksins sem hefur tekið höndum saman um breyttar áherslur og vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum. Gömlu samtryggingarflokkunum er ekki treystandi til að fara með almannavaldið . Nú þarf að leysa úr læðingi krafta fólksins sjálfs í öflugri hreyfingu félagshyggju- og jafnaðarmanna. Þjóðvaki berst fyrir jöfnuði í tekju- og eignaskiptingu og vill vinna í nánu samráði við samtök launafólks. Samtökin munu beita sér fyrir öflugri atvinnuppbyggingu. Þau leggja áherslu á að taka upp heiðarleg vinnubrögð með siðvæðingu í stjómmálum, stjómsýslu og atvinnulífi. Þjóðvaki vill ábyrga stefnu í ríkisfjármálum, m.a. til að áfram sé hægt að halda uppi öflugu velferðasamfélagi sem tryggir öryggi fjölskyldnanna í landinu og er að auki forsenda heilbrigðs og skilvirks atvinnulífs. Ábyrg efnahagsstefna - árangurinn til almennings. Verkefnin framundan em tvennskonar . Annarsvegar að varðveita efnahagslegan stöugleika, beita aðhaldi í ríkisfjármálum, hætta erlendri skuldasöfnun, ná vöxtum og ijármagnskostnaði niður á sambærilegt stig við grannlöndin og efla möguleika atvinnulífsins með endurskipulagningu, aukinni tæknivæðingu og áherslu á markaðssókn erlendis. Hinsvegar blasir við að launamenn hafa tekið á sig herkostnaðinn af þróun síðustu ára og árangur sem náðst hefur er í hættu ef launamenn fá ekki að njóta ávaxtanna. I samvinnu við samtök launafólks þarf að gera áætlun um bætt lífskjör almennings í tengslum við meiri hagvöxt, lága verðbólgu og aukna framleiðni. Þjóðvaki vill skoða sérstaklega skuldbreytingar hjá þeim hópum sem hafa orðið illa úti, m.a. með lengingu banka- og lífeyrissjóðalána, frestun húsnæðislánagreiðslna og lögum um greiðsluaðlögun hinna verst settu . Þjóðvaki styður baráttu samtaka launafólks fyrir kjarabótum eftir áföll síðustu ára, en hyggst hinsvegar ekki taka þátt í innistæðulausum yfirboðum sem gömlu flokkarnir eru nú að hefja rétt fyrir kosningar. Útrás í atvinnumálum - arðvænleg nýting á þjóðareigninni. Fyrst og fremst verður nú að leita sóknarfæra og nýsköpunar, auka framleiðni í atyinnulífmu og efla útflutningsgreinar. Þjóðvaki leggur áherslu á að öflugt menntakerfi er undirstaða atvinnusóknar. í sjávarútvegi vill Þjóðvaki staðfesta þjóðareign á fiskimiðunum með afnotagjaldi í áföngum og setja allan fisk á markað. Þannig yrði fiskvinnsla óháð kvótaeign og kjör sjómanna tryggð. Að tryggðri þjóðareign fiskimiðanna er eðlilegt að leyfa takmarkað erlent áhættufé í íslenskum sjávarútvegi. Sérlega brýnt er að gæta að grundvelli smábátaútgerðar í yfirstandandi sviptingum. Gegn atvinnuleysi - aðstoð við heimilin. Atvinnuleysi er sá samfélagsvandi sem nú er brýnast að vinna gegn. Til þess þarf virka atvinnustefnu og raunhæfari stuðning við atvinnulalusa, m.a. með endurmenntun og skipulegri ráðgjöf sem taki rnið af sérþörfum hópa og einstaklinga. í kjaramálum telur Þjóðvaki að opið launakerfi og nýtt starfsmat sé ein af forsendum fyrir kjarajöfnun í samningum og með skattaaðgerðum. Opinber fjölskyldustefna og markvissar aðgerðir til að rétta við fjárhag heimilanna, þar á meðal tekjutengdur persónuafláttur, gætu skapað grann að nýrri þjóðarsátt um að efla þjónustu í velferðakerfinu án þess að auka við það kostnað. Öfgalaust mat á tengslunum við ESB Þjóðvaki telur samningana um EES og GATT á næstu árum mikilvæga hornsteina utanríkisviðskipta og skipulegrar markaðssóknar. íslendingar eiga nú að fylgjast sem allra best með þróun Evrópusambandsins og meta kosti og galla hugsanlegrar aðildar, einkum í ljósi ESB ráðstefnunnar 1996. Varnarsamninginn við Bandarfkin þarf að endurmeta í samræmi við breytta tíma. Þjóðvaki vill efla SÞ, leggur áherslu á náið norrænt samstarf og vill að þjóðirnar við norðanvert Atlantshaf laki upp náin tengsl um málefni hafsins. Húsnæði er mannréttindi. Það eru mannréttindi að eiga kost á húsnæði. Þjóðvaki vill áframhaldandi uppbyggingu félagslegs íbúðakerfis, meðal annars með traustum Ieigumarkaði. Húsbréfakerfið tók við af ónýtu húsnæðiskerfi. Húsbréfakerfið hefur sannað sig, en það verður að treysta, m.a. til að koma í veg fyrir þunga greiðslubyrði við skammtímaíjánnögnun. Raunhæft er að hækka á næstunni lánshlutfall í 75% til fólks með fyrstu íbúð, athuga um lengri lánstíma og léttari greiðslubyrði fyrstu árin. Fjárfestum í menntun og menningu. Menntunarstig og þekking eru hinar raunverulegu auðlindir framtíðarinnar. Til að framlög til menntamála verði sambærileg við grannþjóðir þarf að hækka þau um helming. Þjóðvaki vill víðtæka áætlun um þessa framtíðarfjárfestingu í menntun, t.d. til tveggja kjörtímabila, með sérstakri áherslu á verk- og starfsmenntun, símenntun og fullorðinsfræðslu og á aðlögun menntakerfisins að hröðum breytingum í upplýsingatækni. Þjóðvaki vill auka sjálfstæði skólastofnana, bæta menntun og kjör kennara og gera auknar kröfur til skólastjórnenda. Skerðingu námslána undanfarið verður að bæta í áföngum um leið og lögð er meiri áhersla á námsstyrki, m.a. í tengslum við atvinnulífið. Ómenguð náttúra - undirstaða velmegunar. Þjóðvaki leggur áherslu á stefnu sjálfbærrar þróunar við auðlindanýtingu og stjórnun efnahagsmála þannig að ekki sé í sífellu gengið á rétt næstu kynslóða. Matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta, sem verða meginviðfangsefni okkar á næstu öld, byggjast á ómengaðri náttúru. Meðal ráðstafana sem hyggja þarf að strax eru endurbætur á skattakerfinu með tilliti til mengunar, skilagjald á tiltekna vörufiokka, til dæmis bifreiðar, hert barátta gegn jarðvegseyðingunni, mesta umhverfisvanda Islendinga og víðtækt samstaf gegn mengun í Norður Atlantshafi. Siðlegt samfélag - trúnaður milli borgarans og landstjórnarinnar Þjóðvaki vill stórátak í mannréttindamálum, þar sem leitast sé við að tryggja jafnrélti óháð kyni, búsetu, fötlun og efnahag. Sérstakt stjórnlagaþing á að taka af Alþingi það hlutverk að undirbúa nýja stjórnarskrá sem meðal annars fjalli um jöfnun atkvæðisréttar. Valddreifingu verður að auka, meðal annars með því að stærri og færri sveitarfélög taki við ýinsum ríkisverkefnum en með því skapast einnig grundvöllur fyrir markvissa byggðastefnu. Eitt mikilvægasta verkefni í stjórnmálum á næstu árum er að endurskapa nauðsynlegan trúnað milli borgaranna, landstjórnarinnar og annarra helstu samfélagsaðila, þar á meðal milli stjórnmálamanna og umbjóðenda þeirra. Til þess þarf meðal annars reglur um siðferði í opinbcrum rekstri, siðareglur stjórnmálamanna og ákvæði um ábyrgð stjórnenda í stjórnsýslu og viðskiptalífi. Or&sending til forráðamanna um 10.000 hlutafélaga Á nýársdag öðluSust gildi breytingar á gildandi lögum um hlutafélög, sem síðan hafa verið endurútgefin sem lög nr. 2/1995 um hlutafélög, og ný löa um einkahlutafélög, nr 138/1994. Flestar breytingarnar leiðir af aðild íslancfs að samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Af þ essum sökum þurfa forstöðumenn um 10.000 hlutafélaga, sem skráð hafa verið fyrir áramót, á árinu 1995 og helst sem fyrst að taka ákvöröun um (oað hvort skrá skuli félögin sem hlutafélög samkvæmt nýjum reglum eða einkahlutafélög. Þurfa þeir einnig að huga að breytinaum á samþykktum félaga á næsta aðalfundi eða sérstökum hluthafafundi og jafnvel hækka hlutafé ef félag verður skráð hlutafélaa í framtíoinni ( lágmark fjórar milljónir króna) Verði skráð hlutafélag hins veaar umskráð sem einkahlutafélag þarf ekki að hækka hlutaféðfrá því sem er. Skráning eða umskráning eldri hlutafélaga á þessu ári samkvæmt nýjum lagaákvæðum verður á endurgjalds. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni henti hlutafélög einkum þar sem hluthafar eru margir, hlutafé hátt og sóst er eftir hlutafé frá almenningi,t.d. meo útboðum eða skráningu hlutabréfa á verðbréfaþinai. Einkahlutafélöa eru hins vegar talin henta betur fáum hfuthöfum þar sem ekki er leitað fil almennings eftir fé enda sé hlutafé lágt, minnst 500 þúsund krónur í nýjum einkahlutafélögum ( jafnvel læara í eldri hlutafélögum sem umskráð verða sem einkahlutafélög) Búast má við að langflest eldri hlutafélög verði umskráð sem einkahlutafélög, Nánari upplýsingar um helstu breytinaar á hlutafélagalöggjöf- inni og mun á hlutafélögum og einkahlutafélögum er að finna í sérprentunum laga um nlutafélög og laga um einkahlutafélög sem eru til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal og eru sendar þaðan í póstkröfu um land allt. Þar er einnig að finna sýnishorn samþykkta viðkomandi félaga o.fl. með upplýsinaum um nauðsynlegar breytingar en sýnishornin má einnig fá á tölvudisklinai. Búast má við að almennt þurfi menn á sérprentun laga um hlutafélöa að halda þar til viðkomandi eldri hlutafélög verða umskráo sem einkahlutafélög síðar á þessu ári. Viðskiptaráðuneytinu, 14 febrúar 1995. PÓSTUR OG SÍMI Ljósleiðara- og kóazstengir. Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilboði í Ijósleiðara og kóaxstrengi fyrir áriS 1995. Um er aÖ ræða 4 til 32 leiðara einþátta Ijósleiðarastrengi, samtals 235, og 150 km af kóaxstrengjum. Utboðsgögn verða efhent á skrifstofu fjarskiptasviðs Póst- og símamálastofnunar, Landssímahúsinu við Austurvöll, 4. hæð. TilboSin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. mars 1995 , kl,l 1,00. Deildarstjóri ökunámsdeildar Laus er til umsóknar staða deildarstjóra ökunámsdeildar. UmferSarráð mótar námskröfur fyrir allt ökunám í landinu, sinnir eftirliti með ökunámi og sér um ökupróf. Deiídarstjóri ber faglega ábyrgð á skipulagningu þessa starfs auk áætlanagerðar fyrir deildina motun í rannsókna á sviði ökunáms. Ætlast er til að deildarstjóri hafi háskólapróf í kennslu- eða sálarfræðum auk stjórnunarreynslu eða sambærilega menntun og starfsreynslu. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar veitir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, deildarstjóri ökunámsdeildar, simi 562 2000. Umsóknir berist Umferðarráði merktar Óla H. Þórðarsyni framkvæmdastjóra eigi síðar en 20. mars nk. UfylFERÐAR RAÐ Borgartúni 33, 150 Reykjavik

x

Þjóðvakablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.