Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Side 1
Flotinn verður bundinn við
bryggju á sjómannadaginn,
hvort sem samkomulag
hefur tekist í sjómanna-
deilunni eða ekki. Tíminn er
orðinn of naumur vegna
helgarfrís sem hefst á há-
degi á morgun, laugardag.
Það var þungt hljóðið í
Sævari Gunnarssyni, for-
manni Sjómannasam-
bandsins, þegar Þjóðvaki
ræddi við hann í gærkvöldi.
Hann sagði ekkert hafa
þokast í ágreiningsmálum
t.d. varðandi hafnarfrí, upp-
sagnarákvæði undirmanna
og starfsaldursálag.
„Vinnuveitendur drógu lapp-
irnar og höfðu í hótunum
þær þrjár vikur sem liðu frá
verkfallsboðun fram að verk-
falli,“ sagði Sævar.
„Dýrmætur tími fór þannig í
súginn og ég lýsi fulli ábyrgð
á hendur vinnuveitendum.“
Lækkum lágmarkstollana
Gatt-málið: Ríkisstjórnin bregst neytendum og ofverndar landbúnaðinn.
Þjóðvaki vill lœkka tollana á lágmarksinnflutningi
Rikisstjómarflokkamir hafa
með tollatíllögum sínum í
Gatt-málinu sýnt að stefna
þeirra snýst fyrst og síðast um
að tryggja óbreytt ástand á
sem flestum sviðum atvinnu-
og efnahagsmála. Samkvæmt
tíllögunum hafa neytendur
engan hag af þeim breytingum
sem leiða af nýja Gatt-sam-
komulaginu, og ekki er nýtt
það tækifæri til samkeppni
sem hér skapaðist fyrir ís-
lenskan landbúnað.
í Gatt-samkomulaginu um
landbúnaðarvörur er kveðið á
um að aðildarríkin afnemi inn-
flutningsbann og setji í staðinn
tolla sem síðan séu lækkaðir á
samningstímanum. Þannig er í
raun reiknað með að ríkin
minnki smám saman vernd við
eigin landbúnað og gefi færi á
vissri samkeppni á búvöru-
markaði, þó án þess að um koll-
steypur verði að ræða í at-
vinnugreininni.
Með nýrri tollastefnu í kjölfar
Gatt-samkomulagsins gefst því
færi á að móta til frambúðar
landbúnaðarstefnu sem stefni
bæði að því að styrkja þann
hluta landbúnaðarins sem stað-
ist getur samkeppni að utan og
einnig að því að lækka búvöru-
verð í landinu. í frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar örlar ekki á slíkri
stefnumótun, heldur eru toll-
arnir settir svo háir að varla
verður um nokkurn innflutning
að ræða á gildistíma samnings-
ins til 2002.
í samningnum er í grófum
dráttum gert ráð fyrir tvenns-
konar tollakerfi. Annarsvegar
eru almennir tollar, sem víðast
verða hafðir nokkuð háir til að
verja innlendan landbúnað.
Hinsvegar er svo tiltekið að
hafðir skuli lægri tollar á inn-
fluttri vöru sem nemi ákveðinni
markaðshlutdeild í einstökum
vöruflokkum, 3%-5% í lok
samningstímans. Hugsunin er
sú að þessi 3-5% verði sam-
keppnishæf við innlendar bú-
vörur í hverju ríki.
I tillögum ríkisstjórnarinnar
eru tollarnir á þessi 3-5% svo
háir að varla verður um
nokkurn mnflutning að ræða.
Þannig er brotið gegn anda
Gatt-samkomulagsins og um
leið tekið fyrir að íslenskir neyt-
endur hafi nokkurn hag af af-
námi innflutningsbannsins.
Þingmenn Þjóðvaka hafa í
málflutningi sínum um Gatt-
frumvarpið lagt mesta áherslu
á að lækka tollana á 3-5%-in. í
raun er landbúnaðinum enginn
greiði gerður með ofvernd af
því tagi sem frumvarpið gerir
ráð fyrir. Þessi ofvernd seinkar
nauðsynlegum breytingum í
landbúnaði og minnkar getu
hans til að laga sig að nýjum að-
stæðum.
Framtíðarstefnu fyrir land-
búnaðinn
Þingmenn Þjóðvaka telja að
samfara tollaákvörðunum sé
eðlilegt að móta landbúnaðar-
stefnu til framtíðar þannig að
íslenskur landbúnaður geti
keppt við innfluttar búvörur
með lágmarksstuðningi af opin-
berri hálfu. í samráði við bænd-
ur og neytendur þarf einkum að
athuga þessa þætti:
• Að endurskoða núverandi
beingreiðslur til bænda og
ná sátt um að afnema þær í
áföngum. I staðinn komi í á-
kveðinn tíma „grænar"
greiðslur sem ekki tengjast
framleiðslumagni en miðist
m.a. við búháttabreytingar.
• Að gera viðunandi verk-
lokasamninga við bændur
sem vilja hætta störfum.
• Að afnema í áföngum nú-
verandi kvótakerfi í helstu
greinum landbúnaðar
þannig að markaðurinn taki
í framtíðinni við því eðli-
lega hlutverki sínu að á-
kveða verð og framleiðslu-
magn.
• Að tryggja að bændur og
sölusamtök þeirra búi ekki
við fákeppni eða einokun í
versluninni.
• Að stuðla að einfaldari og
skilvirkari skipan í vinnslu
og milliliðakerfi.
• Að hefja öfluga markaðs-
sókn fyrir útflutning þeirrar
landbúnaðarvöru sem á
raunhæfa möguleika á
gæðamarkaði erlendis.
• Að nýta tollaheimildir á
innflutta búvöru þannig að
íslenskur landbúnaður þró-
ist við hæfilega samkeppni
á aðlögunartímanum og bú-
vöruverð lækki.
Með ákvörðunum í þessa
veru er hægt að ná fram lægra
matarverði til neytenda og eðli-
legri framtíðarskipan í landbún-
aði.
Verði látið sitja við óbreytt á-
stand er hinsvegar hætt við að
landbúnaðarkerfið hrynji á
næstu áratugum með alvarleg-
um afleiðingum fyrir bændur,
búsetuþróun og þjóðarhag.
Sendum sjómönnum
bestu hamingjuóskir í tilefni
sjómannadagsins!