Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Side 5

Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Side 5
ÞJÓÐVAKI 5 Hræðslan við fiskmarkaði er óskilj anleg - segir Logi Þormóðsson, stjórnarformaður Fiskmarkaðar Suðurnesja Logi Þormóðsson rekur fiskvinnsluna Tros hf. í Sandgerði og er stjómar- formaður Fiskmarkaðar Suð- umesja. Á Suðumesjum fer yfir 50% af bolfiski á markað. „Vegna kvótabrasks og fram- sals fiskvinnslustöðva á kvóta til báta hefur þorskurinn minnkað tiltölulega á mörkuð- um,“ segir Logi. „Það væri kominn miklu stærri hluti afl- ans á markaði ef kvótakerfið væri ekki þess eðlis, að fisk- vinnslur úti um allt land eiga þorskkvóta, en hafa nýtt skip- in til annarra veiða. Þessar fiskvinnslur hafa notað þorsk- heimildir til að láta veiða fyrir sig gegn vægu gjaldi. Sá fiskur fer ekki gegnum fiskmarkaði. Það er margt sem hefur valdið þvi að fiskmarkaðimir hafa ekki þróast hraðar en raun ber vitni." Allan fisk á markað Logi segist þeirrar skoðunar að allur fiskur eigi að fara á markað. „Það á kannski ekki að gerast á einni nóttu, en það á að vinna að því. Ég tel það hag- kvæmast fyrir alla aðila og það verða alltaf deilur og stríð í kringum þetta, á meðan allur fiskur fer ekki á fiskmarkaði.“ „Stundum þarf að lækka fisk- verð og stundum er hægt að borga hærra verð,“ segir hann. “Fiskverðið kemur fram um leið með þessum hætti. Auk þess felst aðgangur að auðlindinni ekki fyrst og fremst í því að veiða - það geta ekki allir farið og veitt. Eigendurnir komast frekar að auðlindinni ef fiskur- inn er til sölu. Þjóðarbúsverðið á fiski er að mínu viti of lágt. Þjóðarbúið er að fá lægra verð fyrir fiskinn en það gæti fengið. Þeir sem hafa yfirráð yfir afla- heimildum og líka yfir fisk- vinnslustöð eru ekkert endilega að framleiða í dýrustu pakkn- ingarnar. Þeir eru jafnvel að framleiða alltof ferskan fisk í frystingu eða salt, fisk sem hægt væri að selja á mun hærra verði í sérpakkningum eða sem ferskan fisk á fiskmörkuðum.“ Logi segir að forsvarsmenn sjómannasamtakanna hafi farið fram á það við Samtök fisk- vinnslustöðva án útgerðar, að þau byðu í afla í fiskiskipum sem væru í föstum viðskiptum. Það var gert í nokkrum tilfellum í vetur og engu tilboðanna var tekið. „Sjómannasamtökin hljóta að eiga þessar tölur, - verðið sem boðið var í aflann en var hafnað. Þessar tölur ætla menn e.t.v. að nota til að styðja kröfur um hærri laun.“ „Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, hefur sagt að það myndi valda mikilli byggða- röskun, ef allur fiskur færi á markað. Þetta er náttúrulega út í hött. Ef fiskvinnslufyrirtæki á einum stað gerir út togara þá ræður það að sjálfsögðu hvar landað er úr honum. Aflanum verður alltaf landað í næstu höfn, ef allur fiskur fer á fis- markað hér á landi.“ Logi segir að kominn sé á- kveðinn tollur á fiskinn, þ.e. flutningsgjald. „Það kostar mig 10 kr. á kílóið að flytja fisk frá ísafirði til Suðurnesja. Þar af leiðandi þarf ég að borga 10 kr. hærra verð á kíló en fiskverk- andi á ísafirði. Hann er því kom- inn með sjálfkrafa og réttláta samkeppnismismunun, sem er flutningsgjaldið. Þótt einn vinni fisk fyrir 10 kr. lægra verð en annar þá verður engin byggða- röskun. Það hlýtur líka að vera auðveldara að skipuleggja fisk- vinnsluna með aðgang að allri auðlindinni heldur en með að- gangi að kvóta tveggja skipa." Kostar lítið að koma upp fiskmarkaði „Útgerðarmenn hafa líka sagt í þessari deilu, að það sé ekki hægt að setja allan fisk á fisk- markaði, því að markaðirnir séu ekki tilbúnir til þess. Þetta er fjarstæða. Úti um allt land eru fiskmarkaðir. Norðurtang- inn á ísafirði er með fiskmót- töku, - sömuleiðis Útgerðarfé- lag Akureyringa. Þeir geta ein- faldlega sett upp fiskmarkað og það kostar sama sem ekkert. Allir þessir aðilar eiga tölvur og síma. Og annað eins fjárfesting- arbruðl hefur nú átt sér stað í þessu þjóðfélagi og að fá sér mótald til að geta samtengt síma og tölvukerfi, þannig að menn geti keypt og selt fisk.“ „Um leið og einhver höfn eða bær úti á landi hefur tengst fisk- markaðskerfunum, þá eru komnir 2-300 kaupendur. Þeir láta það ekki viðgangast að fisk- ur sé seldur á 50 kall á Grenivík á meðan hann er seldur á 100 kall á Suðurnesjum. Öll þessi rök gegn fiskmarkaðskerfinu ganga einfaldlega ekki upp.“ „Ég skil ekki þessa tregðu út- gerðarmanna nema á einn veg, að þeir sem hafa völdin láta þau ekki af hendi, alveg sama hvað á gengur, fyrr en í lengstu lög, þó að nýtt kerfi sé miklu gáfu- legra en hið gamla. Og þetta gerist líka þó að þeir séu að tapa á þessu kerfi, eins og þeir eru að gera í dag. Og sérstak- lega er þjóðarbúið að tapa.“ „Menn hafa fullyrt, að ef allur fiskur færi á fiskmarkaði myndi fiskverð lækka. Þetta er bull, enginn getur fullyrt svona.“ Logi telur hugmyndina um úr- skurðarnefndina, sem nú er rætt um, lykta mjög af hræðslupólitík. „Það er ekki verið að semja, það er ekki ver- ið að taka á málinu. Jú, það verður friður, flotinn kemst á sjó, en það verður enginn friður strax. Málið er ekki nærri því leyst. Þetta er þó kannski fyrsta skrefið í einhverri þróun.“ „Þessi hræðsla við að kaupa og selja á fiskmarkaði er hreint óskiljanleg. Þetta hefur ekki í för með sér neinar breytingar á útgerðarháttum, það er hægt að stjórna skipunum alveg eins og áður. Samtök fiskvinnslu- stöðva án útgerðar settu fram mjög góðar tillögur, sem fyrsta skref í þróuninni, þannig að menn mættu semja um fast verð til lengri tíma. Það væri þá opinbert verð, þannig að báðir aðilar kæmu að málinu.“ Skiptakjörin úr takt við timann „Það hefur ekkert vitrænt ver- ið að gerast í þessum málum allar götur síðan síðasta sjó- mannaverkfall var. Útvegs- menn og sjómenn vita ósköp vel, að skiptakjörin eru ekki í samræmi við nútímann. Þau voru tekin upp fyrir mörgum tugum ára, en henta ekki í dag. Þessu þarf að taka á. Meðan fiskverð er ekki komið upp á borðið, þá gengur þetta ekki. Áður en fiskmarkaðir komu til sögu var samið við netabáta um ákveðið verð. Síðan fékk út- gerðin frí net, jafnvel fría fell- ingu á netum. Á línunni voru veiðarfærin sköffuð, jafnvel beita og beitning. Þetta kom ekki fram í fiskverðinu og kom ekki til skipta, öðru vísi var ekki hægt að gera þessa báta út á þessum tíma. Ég get ekki séð annað en það þurfi að endur- skoða þetta allt, en til þess þurfa þeir sem standa í samn- ingagerðinni að geta talað sam- an, náð trausti og trúnaði um að það þurfi að laga þetta. Hlut- irnir þurfa bæði að vera í lagi hjá útgerðinni og sjómönnun- um.“ - En er launakerfi sjómanna ekki orðið allt of flókið? „Jú, jú. Það eru t.d. samningar um það að á mörgum tegund- um útgerðar, eins og rækju og humri, er samið um sex menn um borð, en svo eru bara fimm, og þá þarf að skipta því ein- hvern veginn. Eins er þetta á línunni. í gamla línusamningn- um var þessu skipt í ellefu, sex á sjó og fimm í landi. Alls konar svona hlutir eru enn í gangi og þetta þarf allt saman að laga. Það kemst enginn friður á fyrr en aftur myndast trúnaður milli útgerðarmanna og sjómanna svo þeir geti unnið af heilindum í þessum málum og fært þau til betri vegar.“ „Auðvitað er alltaf hægt að gagnrýna ýmsa hluti,“ segir Logi þegar hann er spurður um galla og misjafna reynslu af fisk- mörkuðum. „En menn eru oft mjög ósanngjarnir. Það þýðir ekkert fyrir framkvæmdastjóra á fiskmarkaði að fara um borð í bát og skamma skipshöfnina fyrir það hvernig gengið er um aflann. Þá fer báturinn annað hvort á næsta fiskmarkað eða í föst viðskipti og viðskiptum er lokið á þessum stað. Hér vantar klárt viðskiptaumhverfi." „Við sem verslum bara á fisk- mörkuðum göngum inn á mark- að og þar eru kannski 10 tonn af ákveðinni tegund. Og þetta er akkúrat fiskur sem ég þarf að kaupa, vegna þess að ég á við- skipti við Þjóðverja. En þá er bara mættur einhver frá fisk- vinnslustöð sem er með afla- heimildir og lætur ekki fiskinn sinn á fiskmarkaði. Hann kaupir allan fiskinn, hvað sem hann kostar, vegna þess að hann vantar fisk til vinnslu á þessu augnabliki. Honum finnst ekki mikið að taka 10 tonn, en þau eru aftur á móti mitt lifibrauð." Viðskiptasiðferðið er ekkert „Viðskiptasiðferði þeirra sem eiga aflaheimildir er ekkert. Þeir ætlast til þess að fá að halda algerlega utan um allar sínar aflaheimildir, en koma svo inn á fiskmarkaði og kaupa þegar þeim sýnist. Það er ekki hægt að þróa neitt við þessar aðstæður, þetta er þvílík mis- munun. Svo senda þeir fisk í gámum þegar þeim hentar, þó að aðra vanti fisk. Þeir sigla með fiskinn þegar þeim hentar. Þetta viðskiptaumhverfi er því engu líkt.“ „Það er verið að selja óveidd- an fisk á rúmlega 90 krónar, yfir meðalverði á veiddum fiski. Á- stæðan er einfaldlega sú, að meðan fiskurinn fer ekki á fisk- markaði, þá er kvótavirðið sama og fiskvinnsluvirðið. En ef allur fiskur færi á markað, þá gæti engin útgerð keypt kvót- ann á 90 krónur til þess að selja hann á fiskmarkaði á 80 krónur. Þá hryndi kvótaverðið niður í útgerðarvirði. Arið 1984, þegar kvótakerfið var sett á, var þetta aldrei inni í myndinni. Nú er óveiddur fisk- ur allt í einu orðin verðmæti. Hann á ekki að vera nokkurs virði. Veiðileyfið, þ.e. heimildin til að róa til fiskjar, ætti frekar að vera einhvers virði. - Á þá að taka upp veiðileyfa- gjald? „Já, veiðileyfagjald á að nota til þess að stýra sókninni. Ef við þurfum að vernda einhvern stofn sérstaklega, eins og þorskinn, þá á að reyna að beina sókninni frá honum, og beita veiðileyfagjaldi þegar við erum að nálgast hámark veiði- þolsins. Við sáum það á netavertíð- inni í vetur, að sjómenn gátu ekki sótt í ýsuna og ufsann vegna „þorskmengunar," eins og einn ágætur skipstjóri orð- aði það. Það var svo mikill þorskur í netunum, miklu meiri en verið hafði undanfarin ár, og þar af leiðandi sat ýsustofninn eftir óveiddur og stór hluti ufsastofnsins." Logi segist aldrei hafa verið hrifinn af kvótakerfinu, hann segist vilja sóknarstýringu á alla veiði. „Ég tel að mikið af fiski sé staðbundinn og veiðist bara á ákveðnu svæði. Það þarf að kanna þessi mál vel og vand- lega. Þetta fer miklu meira eftir átuskilyrðum, hitastigi og straumum í sjónum heldur en nokkur gerir sér grein fyrir. Við sjáum það bara á hegðun síld- arinnar núna, hún kemur ekki vegna kuldastrengsins. Þetta hefur áreiðanlega oft verið skýringin hér áður fyrr á afla- bresti á Íslandssíld, sem menn vissu ekki þá.“

x

Þjóðvakablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.