Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 6

Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 6
6 Þ J Ó Ð V A K I Reglur um af- mælishald opin- berra stofhana í fyrirspumatíma á Alþingi beindi Asta R. Jóhannesdóttir þeirri fyrirspum til forsætis- ráðherra, hvort einhveijar reglur væm til um afmælis- hald opinberra stofnana og ef ekki, hvort ekki væri rétt að setja slíkar reglur. Hún visaði til þess að nú fyrir skömmu hefði verið haldið upp á 40 ára afmæli Húsnæðisstofnunar ríkisins með veisluhöldum í Borgarleikhúsinu. Ásta sagði ekkert við það að athuga að opinberar stofnanir gerðu sér dagamun á tímamót- um, gerðu t.d. á einhvern hátt vel við starfsfólk sitt. „Ég teldi það auðvelda stjórnendum op- inberra stofnana að hafa ein- hverjar reglur um afmælishald, t.d. hvort halda beri hátíð á 10 ára eða 25 ára fresti," sagði Ásta. „Þær ættu einnig að minnka líkur á bruðli. Á niðurskurðar- og sparnaðartímum, eins og nú eru, teldi ég rétt að setja slíkar reglur, sbr. reglur sem settar voru á síðasta kjörtímabili um tækifærisgjcifir hins opinbera." Forsætisráðherra sagðist telja svona reglur óþarfar. Menn notuðu oft tækifærið á tímamótum í fyrirtækjum og stofnunum til að kynna starf- semi sína. Hann lét þess getið að ríkisstjórnin hefði átt mán- aðar afmæli fyrir skömmu og svaraði framíkalli úr salnum um hvort þá hefði verið terta á borðum, að svo hefði ekki verið þar sem einn ráðherra í ríkis- stjórninni væri enn í megrun. „Ég hefði haldið að forsætis- ráðherra tæki undir þörfina fyr- ir slíkar reglur, því að þær ættu að auka ráðdeild í ríkisrekstrin- um, en dagana áður vorum við einmitt að ræða á þinginu um hið alvarlega ástand sem sparn- aður á sjúkrahúsum gæti leitt til,“ sagði Ásta. „Hann sagði í stefnuræðu sinni að reka þyrfti velferðarþjónustuna með ráð- deild og skilvirkni. Eg vona að það gildi einnig um aðra þjón- ustu og rekstur hins opinbera." S C ® ® ÚTBOÐ F.h. Borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í fram- leiðslu á 250.000 skógarplöntum. Um er að ræða 150.000 plöntur af birki, 75.000 plöntur af stafafuru og 25.000 plönt- ur af sitkagreni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. júní 1995, kl.14:00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar Borgarverkfræðings er óskað eft- irtilboðum í 177m2 viðbyggingu við leikskólann Kvistaborg við Kvistaland. Verkið nefnist „Útboð no: 558, leikskólinn Kvistaborg - viðbygging". Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 8. júní, gegn 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 27. júní 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Vaki, vaki... Sjaldan er hægt að segja að röksemdafærsla og málatilbún- aður flestra þeirra sem til for- ystu hafa valist í stjórnmála- flokkum og hagsmunasamtök- um ýmiskonar ríði feitum hesti. Þeir birtast okkur landsföður- legir í sjónvarpinu. Nær kom- umst við ekki guðdómnum. Þar vaða þeir moðreykinn af stakri snilld án þess að blikna. Auðvit- að vitum við að þeir eru bara að plata. Vandinn er bara sá að þeir eru svo fjandi sannfær- andi. í álverinu í Straumsvík geysar vinnudeila. Ég má ekki opna sjónvarp án þess að þar séu ekki snillingar af ýmsu tagi að tala um það hvað svona tiltæki hjá starfsfólkinu hafi slæm áhrif á alla þá peningamenn útí heimi sem bíða í röðum eftir því að fá að stækka álverið. Ég man ekki betur en að óskasonur þjóðar- innar, fyrrum iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hafi staðið á haus í milljón kokkteilboðum (á minn kostnað) útum allan heim til að lokka sömu peningamenn til að koma og stækka sama ál- ver. En ó, allt kom fyrir ekki. Það hafði einfaldlega enginn á- huga. Samt voru engir leiðinda- skarfar í starfsmannaskaranum sem voru að hræða og pirra peningamennina. Og ég segi bara fyrir mig, að ef þeim sem núna eru að vinna þarna líkar ekki aðbúnaðurinn - og fá hann ekki bættan, þá ætla ég ekki að sækja um vinnu þarna - þó það yrði stækkað. Það virðist vera að nöldur- seggjunum í álverinu hafi tekist það ómögulega, a.m.k. það sem Jóni Sigurðssyni var alls ó- mögulegt, að fá útlendinga til að stækka álverið. Fyrir það ættu álversáhugamenn að veita þeim verulegan bónus (úr eigin vasa). Þór Öm Víkingsson Krossgátu- gerðin S: 5527911 Kvenna bósa h-| i R>'k Búk- hljóð Starf- rækti Geisla- H bjúp I Til Yfir- gefa Slef Borin Eins 2 Nef Værð Ryk Teikning Halldór Andri eftirprentun bönnuð 1 Berg- mála ♦ Kasta Sevtlar Kropp- aðar Tugthús limimir 1 Mynni Staka Eftir Ryk Ouml 4 Emir Skálmai Huggar Kona Einnig Sker Brölta Sefi Maður Saumar 5 Hita- gjafar Nisti Gylling Fóstra Álasa Háð Skól- aðar Út- vega 7 Titill Væl Guðir Erði Marr t Áttund Lausri 9 Vaft Stafur Ekki neinum And- aðist Doka 10 Tottar Varðandi 8 -► 3 J 52 vikur Fugl Nafn- bót Utan Eima Blásir Slæmir Blót £ielt Mann ílát Ríki- dæmi Harmijr Ruml Skálin 6 T Röð Púki t Hljóm íþr.fél Pískum Núi 1 Skóli Æði Sæl- gætið Tamdir Fugl Tætt- ar 1 Biti 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 VERÐLAUNAKROSSGÁTA NR. 10 Þrenn glæsileg bókaverðlaun Skrifið lausnarorð í númeruðu reitina neðst í krossgátunni. Færið vandlega inn nafn, heimili og póstfang og skilið lausnarseðli til Þjóðvaka, Aðalstræti 9,101 Reykjavík, fyrir 5 júní nk. Nöfn vinn- ingshafa verða birt í 12 tölublaði. Vinningshafar fyrir krossgátu nr. 6. Lausnarorðið var ÁRANGURSLÍTILL 1. verðlaun: Jón Atli Játvarðsson, Hellisbraut 8 b Rhól, 380 Króksfjarðarnes. 2. verðlaun: Jóna Margrét Júliusdóttir, Hásteinsvegi 56a, 900 Vestmannaeyjar. 3. verðlaun: Kristinn Hraunfjörð, Tjarnarmýri 4, 170 Seltjarnarnes.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.