Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Page 2

Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Page 2
ÞJÓÐVAKI 2 ÞJÓÐVAKI rödd fólksins 1. árgangur • 11. tölublað • 9. júní 1995 Sími ritstjórnar 552 81 00 • Aðalstræti 9 • Fax 562 7060 Útgáfustj.: Marías Sveinsson, Jonas Ástráðsson Umsjón: Einar Örn Stefánsson • Ábm.: Katrín Theódórsdóttir Hönnun og umbrot: Leturval • Prentun: ísafoldarprentsmiðja • Upplag: 10 þúsund elntök Samtrygging sérhagsmuna Ríkisstjórnin leggur til að stofnaður verði sjóður í vörslu Byggðastofnunar, sem úthluta á veiðiheimildum. Þannig er pólitískt kjörinni stjórn, sem m.a. er skipuð alþingismönnum með Egil Jónsson í broddi fylkingar, falið úthlutunarvaldið á þessum veiðiheimildum, enda eru gárungar farnir að nefna sjóðinn Seljavallasjóðinn. Hér er á subbulegan hátt verið að blanda saman verkefnum framkvæmda- og löggjafarvalds. Þetta er enn ein staðfestingin á því sem Þjóðvaki hefur hctld- ið fram að gera þarf skýrari skil milli löggjafar- og fram- kvæmdavalds og að þingmenn eigi ekki að sitja í stjórnum, nefndum og ráðum sem hafa úthlutunarvald með höndum, sem er vís leið til spillingar og hagsmunaárekstra í pólitík. Fæddist lítil mús Margir þingmenn stjórnarflokkanna höfðu uppi stór orð um það að breyta þyrfti stefnunni í sjávarútvegsmálum. Hinir tveir risar íslenskra stjórnmálaflokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn, gerðu þó ekki meira en að fæða litla mús, þegar þeir sýndu andlit sitt í sjávarútvegsmálum á Al- þingi nú eftir kosningar. Auk þess sem efnt er í sukksjóð með úthlutunarvaldi Byggðastofnunar á veiðiheimildum er meg- inefni tillagna þeirra að gefa eigendum krókabáta val um hvort þeir velja viðbótar banndaga eða aflahámark frá og með næsta fiskveiðiári. Síðan eru uppi einhver óljós loforð um að þegar sjávarútvegsráðherra telur það henta verði teknir upp róðradagar, þannig að sjómenn hafi sjálfir val um hvenær þeir róa í stað ákveðinna banndaga. Satt best að segja hafa sjómenn nú á sjómannadaginn yfir litlu að gleðjast með þessar tillögur. Sjávarútvegsstefna Þjóðvaka er skýr og mun birtast við meðferð þessa máls á Alþingi. Þjóðvaki telur forkastanlegt að setja úthlutarvald á einhverjum veiðiheimildum til pólitískt kjörinna fulltrúa í Byggðastofnun, jafnframt því að það er fyr- irsláttur sem haldið er fram að það sé tæknilega ókleift að taka þegar í stað upp róðradagakerfi. Trúr sinni stefnu mun Þjóðvaki líka fylgja eftir sinni stefnu um að allur afli fciri í gegnum fiskmcu'kað, sem er réttlátasta verðlagning sjávarafl- ans og kemur í veg fyrir kvótabrask, jafnframt því sem Þjóð- vaki mun leggja áherslu á að tekið verði upp veiðileyfagjald, sem staðfestir að auðlindir sjávar séu ótvírætt þjóðareign. Um leið og Þjóðvaki óskar sjómönnum um land allt til ham- ingju með sjómannadaginn, tekur blaðið undir þá skoðun for- manns Sjómannasambands íslands, Sævars Gunnarssonar, að ekki sé hægt að treysta ríkisstjórninni eða binda vonir við aðgerðir hennar í sjávarútvegsmálum. Réttur okkar til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum Það má útaf fyrir sig deila um þann tonnafjölda sem samið var um við Færeyinga og hvort niðurstaðan 250 þúsund tonn hafi í raun fordæmisgildi varðandi frcimtíðcirskipan þessara mála. Hvað sem því líður er rétt og eðlilegt, miðað við okkar verndarstefnu í fiskveiðimálum, að gera þessa samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum, því það er grund- vallaratriði að við séum sjálfum okkur samkvæm í þessum efnum, og að við verðum aldrei með rökum sökuð um rányrkju. Segja má því að vísindalegar forsendur um veiðar úr þessum stofni liggi að baki þessum Scimningi, en þær kveða á um að stofninn þoli milli 960-970 þúsund tonn, en sameiginlegar veiðar íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Rússa úr stofninum er um 900 þúsund tonn. Hitt er svo ann- að mál hvort þessi 250 þúsund tonn skapi fordæmisgildi varðandi framtíðarskipan um veiði úr stofninum, en miðað við sögulegan rétt okkar má með fullum rökum halda því fram að við eigum rétt á því að veiða helminginn úr þessum stofni, eða 450-470 þúsund tonn. Sú spurning er líka áleitin hvort Norðmenn sjálfir umgang- ist stofninn af þeirri ábyrgð sem þeim ber og hvort þeir með einhverjum hætti reyni að hindra að síidin tciki upp sitt fyrra hegðunarmynstur í okkar lögsögu, eins og var áður en ofveiði hafði nær útrýmt þessum stofni fyrir 30 árum, sem var ekki hvað síst um að kenna miklum veiðum Norðmanna sjálfra. Sögulegur réttur okkar til veiða úr þessum stofni er þvf í reynd mun meiri en Norðmanna. Sjávarútvegur er grundvölliiriim Tengsl íslendinga við sjóinn hafa eðli málsins samkvæmt ætíð verið mjög mikil. Lega landsins sem eylands, langt frá öðrum þjóðum, hefur vita- skuld mótað sögu okkar fram- ar öðrum þáttum. Það er þó umhugsunarvert að íslending- ar urðu ekki sjávarútvegsþjóð fyrr en á þessari öld. Þjóðveldistíminn Þótt sjávarfang hafi ávallt skipt verulegu máli í fæðuöflun landsmanna þá var landbúnað- ur aðalatvinnuvegur okkar frá landnámi í eitt þúsund ár. Flestir landsmenn höfðu lífs- viðurværi af landbúnaði. Þótt oft sé getið um fiskveið- cir í fornum sögum voru þetta ætíð róðrar á litlum kænum stutt frá landi og stundaðar af fólki sem hafði landbúnað að aðalstarfi. Allir bæir lands- manna voru einangraðir í þeim skilningi að engin þéttbýlis- myndun átti sér stað. Innan- landsverslun var stunduð á þingum og við tilfcdlandi skipa- komur frá útlöndum. Talið var að íslendingar hafi verið um 50.000 í lok þjóðveldisaldar árið 1264. Þjóðveldistíminn einkennd- ist af miklum viðskiptum við útlönd eins og lesa má í Islend- ingasögunum. Útflutningur okkar hefur oftast verið fiskur í einu eða öðru formi, fyrst hert- ur og síðan saltaður. Jafnframt voru ýmsar landbúnaðarafurð- ir, svo sem húðir, fluttar út. Stöðnun í fimm aldir Eftir þjóðveldistímann varð mikil hnignun í þjóðlífi okkar. Verslun við útlönd dróst sam- an og mannfjöldi var óbreyttur eða um 50.000 manns í fimm aldir eða fram til 1750. Þetta var hörmungartími í sögu okk- ar. Landið framfleytti einfald- lega ekki fleiri íbúum. Tíminn frá um 900 til 1500 var einnig að mörgu leyti hnignunarskeið í Evrópu. Það er ekki fyrr en upp úr landa- fundunum miklu árið 1494 að líf fór að færast í Evrópu. Þessi auknu umsvif einkenndust fyrst og fremst af aukinni versl- un, t.d. við Ameríku og Asíu. Veruleg umskipti urðu í ná- grannalöndunum í kjölfar iðn- byltingarinnar í lok 18. aldar. Franska stjórnarþyltingin árið 1789 og umbrotatímarnir í kjöl- far Napóleonsstyrjaldanna ger- breyttu Evrópu. Borgarcistéttin tók smátt og smátt öll völd af aðalsmönnum, klerkum og kóngum og borgir byggðust hratt upp. Þessi þróun fór fram hjá íslendingum langt fram á 19. öld. Sjálfstæðisbarátta okk- cir á 19. öld tók mjög mið af Ágúst Einarsson alþingismaður skrifar þeim straumum sem þá ríktu í Evrópu. Þéttbýlismyndun varð ekki á íslandi þar sem sjávarútvegur byggðist ekki upp við sjávar- síðuna. Sárafátækt ríkti í land- inu og einungis nokkrir stór- bændur og hið danska vald réðu öllu og áttu stærstan hluta eigna landsmanna. Ald- irnar fram að aldamótum 1800 einkenndust af hungursneyð- um og einhæfni í atvinnuhátt- um. Það varð einfaldlega nær engin þjðfélagsbreyting öldum saman. Það að sjávarútvegur var hagkvæm atvinnugrein sést best á því að erlendir aðil- ar, Englendingar, Þjóðverjar og Frakkar sóttu hingað sjó með ærnum tilkostnaði. Tækniþróun var á þessum tíma nær engin innan sjávarút- vegsins. Róið var á litlum ára- bátum, afli lítill og mannskaðar miklir. Einokunarverslunin dró jafnframt mátt úr okkur. Versluníu-frelsið sem við fengið árið 1855 fyrir forgöngu Jóns forseta lagði grundvöllinn að bættum lífskjörum. Sjávar- pláss hyggðust upp og sjávar- útvegur varð sjálfstæð at- vinnugrein, en ekki lengur hlið- argrein hefðbundins landbún- aðar. Almennri menntun fleygði fram á þessum árum og óþreytandi dugnaður bciráttu- mannanna fyrir sjálfstæðinu og vilji þeirra að auka menntun og þekkingu landsmanna bar smátt og smátt árangur. Það er einnig vert að hafa í huga að samgöngur hafa ætíð verið mjög erfiðar innanlands og milli landa. Það dró úr sam- skiptum manna og takmarkaði verslun. Vélbátabyltíngin Atvinnubyltingin varð ekki fyrr en í upphafi þesscu-ar aldar með vélbátunum. Þá jókst afli verulega og skipin stækkuðu ört. Fyrstu skref okkar í útgerð stórra skipa voru í samvinnu við útlendinga. Við höfðum um áratuga skeið horft upp á stór, útlend skip veiða hér við landsteinana en ekki aðhafst neitt sjálf. Hér munar mestu um að danskir kaupmenn, sem réðu lögum og Iofum f atvinnulífinu, höfðu ekki áhuga á þessum atvinnu- rekstri. Þegar togaratíminn hófst á fyrstu áratugum aldarinnar breyttist þjóðlífið mjög skyndi- lega. Útflutningur jókst, svo og velmegun, og heilbrigðiskerfið batnaði. Þetta leiddi til mikillar fjölgunar íbúa, en Islendingar voru um 50.000 árið 1820, 100.000 árið 1930, 200.000 árið 1970 og eru nú rúmlega 260.000. Þessi þróun sem hófst hér í upphafi þessarar aldar hafði þá staðið í Evrópu frá byrjun 19. aldar. Þetta var því mjög ó- venjuleg þróun miðað við ná- grannalöndin. Velmegun 20. aldarinnar hér- lendis má að hluta til rekja til heimsstyrjaldanna tveggja en ekki síst til sífellt meiri umsvifa í sjávarútvegi. Þetta leiddi m.a. til stórfelldrar fækkunar í sveit- um og þéttbýlismyndun varð mikil, ekki síst á höfuðborgar- svæðinu. Islenskar sjávarvörur urðu eftirsóttar á erlendum mörkuð- um, einkum saltfiskur. Frystar afurðir urðu markaðsvcLra upp úr stríðinu og stórfelldar síld- veiðar sköpuðu áður óþekkt lífskjör. Horfur á næstu öld ísland varð sjávarútvegsland í byrjun aldcu-innar en margt bendir til þess að strax í byrjun næstu aldar verði íslcmd þjón- ustuland í sama skilningi og önnur lönd í Evrópu hafa þegar þróast í átt til. Nú skilar alls konar þjónustu- starfsemi mun meiri verðmæt- um í þjóðarbúið en sjávarút- vegur, þótt sjávarútvegur gegni enn grundvallarhlutverki við gjaldeyrisöflun. Um helm- ingur gjaldeyristekna lands- manna kemur nú frá sjávarút- vegi. Breytingar á íslandi hafa ver- ið mestar á þessari öld. Það er þó einkennileg tilhugsun að e.t.v. mun ör tækniþróun og aukin áhersla á upplýsinga- tækni og þjónustu valda enn meiri breytingum á næstu öld en hafa verið á þessari.

x

Þjóðvakablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.