Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Síða 3

Þjóðvakablaðið - 09.06.1995, Síða 3
ÞJÓÐVAKI 3 SjávarútvegsráÖherra: Kaldar kveðjur til krókabáta - stefnt að því að krókabátum fœkki Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr sjávarútvegs- ráðuneytinu. Yfiriýst markmið þess er „að króka- bátunum fækki“. Þetta skal gert með því að þrengja að krókabátum og færa afla þeirra niður um 12.000 lestir frá fyrra ári. Auk þess verða regl- ur hertar um endurnýjun báta undir 6 tonnum og banndögum íjölgað enn. Þykja þessar tillögur sjávarútvegsráðherra ganga gegn verkefnaskrá eigin ráðuneytis. Þar segir að staða krókabáta skuli tryggð. Undangengin ár hefur þorsk- afli krókabáta vaxið nokkuð. Óslægður þorskafli þeirra hefur farið úr 8.000 lestum árið 1989 í 34.000 lestir á síðastliðnu ári. Er þetta mikill þyrnir í augum ríkisstjórnarinnar sem vill held- ur sjá þessa fiska í trollum sannra sægreifa en á krókum trillukarla. A.m.k. liggur Þor- steini Pálssyni ráðherra útvegs- mála mikið við að draga sem mest úr afla og fjölda króka- báta. Fleiri banndagar Frumvarpið gefur smábátaút- gerðinni tækifæri til að velja milli tveggja kosta. Henni gefst aðeins einu sinni kostur á þessu vali og verður það eins og segir í frumvarpinu bindandi fyrir öll ókomin fiskveiðiár. Annars vegar geta trillukarlar valið milli þorskaflahámarks sem miðast við veiði þeirra á árunum 1992-1994 og hinsvegar banndagakerfis. Hug sinn verða þeir að hafa gert upp fyrir 1. júlí nk. Að öðrum kosti verður þeim úthlutað þorskaflahámarki. Sóknarmarkið verður þannig útbúið að veiðar verða bannað- 1 samtali við blaðið sagði Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Þjóðvaka á Norður- landi eystra, að samtökin teldu að frumvarp sjávarút- vegsráðherra svaraði því miður ekki þörfum smábáta- útgerðarinnar. Svanfríður sagði að Þjóðvaki teldi skynsamlegra að í stað banndagakerfis kæmi kerfi sem veitti útgerðarmönnum ar í desember og janúar, í sjö daga um páska, um verslunar- mannahelgina, auk annarrar og fjórðu helgi hvers mánaðar að viðbættum föstudeginum á undan. Fiskveiðiárinu verður á- fram skipt á sama hátt og nú er. Sé fyrirsjáanlegt að heildar- þorskafli banndagakerfisbáta auk þeirra báta sem valið hafa þorskaflahámarkið fari fram úr 21.500 tonnum verður viðbót- arbanndögum skellt á að á- kvörðun sjávarútvegsráðherra. Fyrirsjáanlegt er að fjöldi bann- daga muni aukast stórkostlega frá því sem nú er. Verði frumvarpið að lögum, gilda mun strangari reglur um endurnýjun krókabáta en um krókabáta frelsi til að ákveða sjálfir hvenær þeir réru til fiskjar. Krókabátum yrði úthlutað tilteknum fjölda róðrardaga á veiðitímabilinu og væri í sjálfs vald sett hvenær þeir nýttu þá. Stýritæki og eftirlit slíks fyrir- komulags fælust í stærð bát- anna og fjölda róðrardaga sem mældir yrðu með sjálfvirku fjareftirliti. endurnýjun annarra fiskiskipa. Þessar reglur felast í þvi að af- kastageta nýs báts má aldrei verða meiri en sem nemur 50% af afköstum úrelts báts. Þó má flytja veiðileyfi fleiri en eins báts á þann nýja. Ráðherra á tímaflakki Frumvarp þetta mun vera lið- ur í þeirri endurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem lofað var til að friðþægja kjósendur þing- manna Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og Framsóknar- flokksins á Reykjanesi og víðar. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvort þeir kjósendur sem kusu þá frambjóðendur sem mestum breytingum lofuðu á Því miður tíðkaðist það nú að stórir bátar, allt að 20 tonn- um, væru mældir niður til að falla undir 6 tonna mark króka- bátanna. Slíkt ylli úlfuð meðal útgerð- armanna og græfi undan at- vinnugreininni. Svanfríður sagði að útgerðarmenn ættu að ganga heiðarlega um sam- eiginlega náttúruauðlind okk- ar. Svanfríður Jónasdóttir: Róðrardagar ekki banndagar sjávarútvegsstefnunni telji að atkvæði sínu hafi verið vel var- ið þegar þingmenn þeirra gera frumvarp þetta að lögum með samþykki sínu. Undanfarin tvö ár hefur verið horft fram hjá því að afli króka- báta hefur farið framúr þeim lögbundnu 21.500 lestum sem þeim hefur verið úthlutað. Nú, að nýloknum kosningum, sér sjávarútvegsráðherra sér fært að beita lagaákvæði þessu. Klukkan skal færð aftur um tvö ár, til ársins 1993. Hinsveg- ar færast nýliðnar kosningar ekki með í þeim flutningum. Sem betur fer fyrir sjávarút- vegsráðherra - þvl miður fyrir trillukarla. Vorkoma og landbúnaður Góður vinur minn og starfsfé- lagi í rúm 30 ár brá sér til Dan- merkur í fyrrasumar með konu sinni, sem er kennari í ársorlofi og stundar endurmenntun við kennaraháskóla í Óðinsvéum. Þau hjón hafa dvalið í Dan- mörku í vetur. Vinur minn er mikill náttúrudýrkandi, unnandi útiveru, veiðimennsku, íþrótta og heilbrigðs lífs. Hann hefur verið duglegur að senda mér línu og gerir skil þeim málum sem efst eru á baugi í því flata landi Danmörku. Eg vona að hann verði mér ekki reiður þó að ég grípi niður í bréf hans, þar sem hann fjallar um vorkomuna og landbúnaðinn. „Hér er komið sumar með 15 - 20 stiga hita. Vorið er ákaflega fagurt. Tré og runnar blómgast í ótrúlega fjölbreyttu litaskrúði. Blómin oft og tíðum mjög stór, ilmandi og formfögur. Samt sem áður sækir heimþráin á mig. Mér datt í hug er ég heyrði af raunum íslensks landbúnaðar, einkum sauðfjárbænda, að ég hefði eygt lausnina á vandanum og leiðina út úr ógöngunum.“ Með bréfinu fékk ég úrklippu úr BT, sem skýrir frá því að ullin og gæði lambakjötsins skipti ekki lengur máli í Danmörku, sé Magnús Aðalbjömsson. raunar einskis virði, heldur sé lengd garnanna heila málið, því að úr þeim séu búnar til vist- vænar verjur sem eyðast hundr- að sinnum fljótar í náttúrunni en þetta gúmmídót. Eini gallinn við þær sé raunar að þær hindri ekki eyðnismitun. Einhvern veginn finnst mér persónulega að svona hégómleg umræða hjá BT sé guðlasti næst þegar við hugsum til þess að milljónir jarðarbúa svelta heilu hungri og hafa ekki til hnífs og skeiðar og yfirgefin börn ráfa um götur fátækrahverfa stór- borganna leitandi matar í sorp- tunnum góðbúanna. Ég er hræddur um að hún amma mín hefði orðið hneyklsluð hefði hún lifað og lesið þvílíka grein í dönsku blaði, en hún hélt mikið upp á Hjemmet og vitnaði oft í það. Hún var vön því að allur skrokkurinn væri gjörnýttur, jafnt innmatur sem ull, allt þar á milli og ekki var fúlsað við heila- stöppunni þegar hart var í ári. Þvílíkir tímar! En vinur minn hélt áfram: „Nú er ég hættur að borða kjöt hérna í hinu mikla kjötfram- leiðslulandi. Mikil umræða hef- ur farið fram um lyfjagjöfina sem hér á sér stað. Tíu tegundir ým- issa lyfja eru settar saman við fóðrið með þeim afleiðingum að ýmsir sýklar í dýrunum eru orðnir ónæmir fyrir fúkkalyfjum og verst af öllu er, að þessir lyfjaþolnu sýklar flytjast yfir til manna, að vísu ekki í miklum mæli, en að einhverju marki þó. Það er vandlifað, fóstri. Danskur hagyrðingur hefur orð- að lyfjamálið á mjög snjallan hátt: Det er medicin i grise, det er sminke i vor mad. Der er ting, man godt kan spise, men vi ved blot ikke hvad. Hvad det er, der fremmer vœksten, fremgár ikke klart afteksten, kunden bliver holdt for nar. Skönt det nok er uansvarligt, lever dansken livet farligt, han bli'r aldrig vegetar. “ Dönskudeildin í skólanum mínum hjálpaði til við að snara kveðskapnum á frjálslegan hátt yfir á ylhýra málið: Grísum eru gefin lyf, gróðrarstía matur vor. Þó eta megi ull og svif ersitthvað verra en drullufor. Hollusta erhuglæg vexti heilsa! eða glataður! Notaður er naumur texti erneytandinn erplataður. Hvemigsvo sem landinn lifir lætur í sig kœst og soðið. „Svissa" mun hann aldreiyfir og eta bara grœnt og loðið. Vinur minn bíður með óþreyju eftir að flytjast heim til ísalandsins og hverfa á vit ó- spilltrar náttúru, þótt svöl sé hér norðanlands, teyga tært og svalandi lindarvatnið og anda að sér hreinu fjallalofti. Hann ætlar einnig að taka upp fyrri háttu og hefja kjötneyslu þegar hann getur verið viss um hreinleika hráefnisins. Einnig er ég viss um að hann mun greiða glaður í bragði 1500 króna veiði- gjaldið hans Össurar, axla byssu sína 15. október og stefna á veiðilendur íslenskrar náttúru. Þessar hugleiðingar geta hjálpað okkur til að trúa þvl að íslenskur landbúnaður geti vel átt framtíð fyrir sér ef rétt er á málum haldið. Vel stæðir út- lendingar verða reiðubúnir til að greiða hátt verð fyrir „hreina, vistvæna” vöru. Galdurinn er að komast í samband við réttu mennina á réttum stöðum og af- greiða vöruna á þann hátt sem kaupandinn óskar eftir. Nú verða markaðsfræðingarnir okk- ar að láta hendur standa fram úr ermum og selja til útlanda okkar hreina, ómengaða lqöt, og við sem heima sitjum eigum ekki að láta okkur detta í hug að kaupa innfluttar hormónaðar landbún- aðarafurðir. Tökum undir með Fjölnismönnum: íslandi allt! Með norðlenskri sumarkveðju Magnús Aðalbjömsson.

x

Þjóðvakablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.