Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Page 1

Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Page 1
Samstarfjafnaöarmanna Verðum að fyrirgefa Alþýðubandalagsforystunni Upphaf samstarfsvettvangsins í undirbúningi. „Dagur jafnaöarmanna “ á Hótel Borg 28. september I Menn verða að fyrirgefa flokks- forystu Alþýðubandalagsins hastarleg viðbrögð, því þetta kom henni á óvart, segir Einar Karl Haraldsson um yfírlýsing- ar ýmissa leiðtoga Alþýðu- bandalagsins eftir stofnun Þingflokks jafnaðarmanna í byrjun mánaðar. í viðtali við Þjóðvakablaðið í dag segir Einar Karl að hvað sem flokksbroddum líður sé vilji kjós- enda ljós gagnvart hugmyndum um breiða samfylkingu jafnaðar- manna. „Kjósendur eru meiri vits- munaverur en margur stjómmála- maður hyggur og ég sannfærist æ betur um það eftir því sem ég starfa lengur í stjómmálum að kjósendur vita hvað þeir vifja.“ Einar segir að hann sé nú ásamt samverkamönnum úr nýja þing- flokknum og fleira fólki að undir- búa upphaf þess samstarfsvett- vangs sem honum var falið að hafa forystu um. - Ég nota tímann til viðræðna við fólk, meðal annars úr verka- lýðshreyfmgunni, um næstu skref. Ahugi er hvarvetna vemlega mikill á þeim möguleikum sem em í þessari stöðu. Og þegar em ákveðin næstu praktísku skref á okkar vegferð. Á næstu vikum verða svokallaðar Morgunstu'ndir jafnaðannanna, sem vísar til þess að hér er á ferðinni upphaf að nýju ferli. Þar munu mæta á opna fundi sveitarstjómarmenn og þing- menn, menn úr verkalýðshreyf- ingu auk annars áhugafólks. Fyrstu morgunstundimar verða í Hótel Borgamesi í Borgamesi og í Deiglunni á Akureyri föstudag- inn 21. september kl.10 til 12. - Þann 28. september er svo fyrirhugaður Dagur jafnaðar- manna á Hótel Borg. Byrjað verður að halda fundi snemma morguns og haldið áfram fram á nótt. Um morguninn verða full- trúar úr verkalýðshreyfingu með fund, í hádeginu þingmenn, síð- degis verða ungliðar með fund og um kvöldið verður jafnaðar- mannaball. Þetta verða allt opnir fundir og sömuleiðis samkvæmið um kvöldið. - Þess utan em ýmsar hug- myndir sem við erum að skoða, til - dæmis hugmyndaþing um sameiningar- og samfylkingar- mál, hópafundir og raðstefnur um stefnumótunaráætlun - framtíð- arsýn jafnaðarmanna, stofnun fræðslumiðstöðvar jafnaðar- manna, síðsumarvika með aka- demískum undirtóni, spástefna um efnahagsmál út frá sjónarhóli jafnaðarmanna, og margt fleira í þessum dúmum. Sjá viðtal við Einar Karlábls. 3 Einar Karl: Starfið að hefjast Rannveig: Verulega jákvcett Svanfríður: Rökrétt og eðlilegt Rannveig Guðmundsdóttirformaður nýja þingflokksins Svanfríður Jónasdóttir varaformaðurþingjlokksins Eigum að vera bjartsýn Almenn ánægja með á framtíðina sameininguna Auðvelt að ganga saman til verka. Margir vona aðþetta sé vísir að því að ná jafnaðarmönnum saman Hugsa gott til vinnunnar í stórum sameinuðum þingflokki. Á von á góðu samstarfi við aðra þingflokka í stjórnarandstöðu Þessi sameining þingflokkanna er að mínum dómi verulega jákvæð, segir Rannveig Guðmundsdóttir formaður Þingflokks jafnaðarmanna og jafnframt einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar á þingi. - Því er auðvitað ekki að leyna að með stofnun Þjóðvaka komu upp ýmis sárindi, og þau ættu nú að vera að baki. Ég hef hinsvegar átt mjög góða samvinnu við þingmenn Þjóðvaka og er sannfærð um það að okkur sem ekki höfum áður starfað saman í flokki eða þingflokki á eftir að verða vel til vina. - Við Jóhanna Sigurðardóttir höfum átt náið samstarf til margra ára. Við þekkjum hvor aðra út og inn, segir Rannveig, og það verður að mínu mati auðvelt að ganga saman til verka á ný. - í Alþýðuflokknum er auðvitað að finna margvísleg blæbrigði í viðbrögðum fólks, frá bjartsýni yfir í varkámi. Þau við- brögð eru eðlileg, en í öllum stofnunum flokksins hefur verið eining um þetta mál og það er mjög dýrmætt. Það fólk sem ég hef hitt hefur mismunandi sterkar vænting- ar en flestir teija þetta gott skref, og mjög margir vona að nú sé verið að hrinda úr vör einhverju því sem að lokum geti náð jafn- aðarmönnum saman. - Mér finnst að við eigum að ganga til verka bjartsýn á framtíðina, en vera stað- ráðin í að stíga hvert skref af festu, og vera alltaf meðvituð um það hvert við höldum, sagði formaður Þingflokks jafnaðarmanna að lokum samtals síns við Þjóðvakablaðið. Flestir sem ég hitti eða heyri í eru ánægð- ir með það skref sem við stigum þegar við sameinuðum þingflokkanna og efnd- um til nýs samstarfsvettvangs fyrir jafn- aðarmenn, segir Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður hins nýja Þingflokks jafn- aðarmanna. - Menn telja þetta skref inni á þinginu rökrétt og eðlilegt, segir Svanfríður. - Það segir mér ákveðna sögu að enginn hefur spurt: Af hverju Alþýðuflokkinn, af hverju efnduð þið ekki frekar til svona samstarfs við Alþýðubandalagið? Við eigum hins- vegar von á að samstarf þingflokkanna í stjómarandstöðu verði náið og gott í þeim málum sem við emm samferða í, eins og raunin varð á síðasta þingi. - Við hugsum gott til vinnunnar í stómm þingflokki. Auðvitað verður þetta nokkur breyting frá því sem verið hefur fyrir okk- ur öll. En það er staðreynd að þótt lítill þingflokkur eða duglegur þingmaður geti látið að sér kveða verður málflutningurinn þyngri ef hann er hluti af stefnu stærra afls, ef viðkomandi stjómmálamaður tilheyrir stjómmálaafli sem líklegt er til að eiga að- ild að landstjóminni. - Samstarfið inni á þinginu er mikils- vert, en þó bind ég enn meiri vonir við þann opna samstarfsvettvang sem við ætl- um að stofna til. Þar liggja möguleikar sem ég vona að sem allra flestir jafnaðarmenn sameinist um að nýta, segir Svanfríður: Það hefur hinsvegar ekki komið mér á óvart hvemig ýmsir meintir vinir samein- ingar hafa tekið þessum tíðindum.

x

Þjóðvakablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.