Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Page 5

Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Page 5
þJOðVAKABLAðlð 5 miðum. Annar partur slíkrar uppstokk- unar væri heilbrigt kvótakerfi þar sem útgerðarmenn borga afnota- gjald til eigenda auðlindarinnar, fólksins í landinu, með greiðslum til sameiginlegra sjóða sem gæti létt almenna skattbyrði eða með einhverjum öðrum hætti, - til dæmis tékka til sérhvers íslend- ings, í stað kvótabrasks og alls- kyns feluleikja. Þriðji þátturinn í slfkri upp- stokkun kynni að felast í því að aflétta áttahagafjötrum af fyrir- tækjum í sjávarútvegi, að minnsta kosti í vinnslunni, með því að leyfa eðlilegt samstarf við erlend fyrirtæki, að sjálfsögðu undir fullu eftirliti og með sjálfsagðri upplýs- ingaskyldu - í stað þeirra undar- legu krókaleiða sem nú eru famar til að afla alþjóðafjármagns til helstu atvinnugreinar Islendinga. Byggðavandi og vanatregða Breytingar sem þessar verða sí- fellt nauðsynlegri til að tryggja grundvöll og framþróun í sjávar- útvegi, einkum hinum hefð- bundnustu greinum hans. Þær geta hinsvegar valdið verulegum skammtímavanda. Það er einfald- lega vafamál að frystihúsin um landið hafi bolmagn til að blómg- ast í atvinnuumhverfi framtíðar- innar, og þessvegna þarf líka að tryggja með stjómvaldsaðgerð- um í samvinnu við atvinnurek- endur og launafólk að þær byggð- ir sem tæpast standa í þessu efni fái stuðning til aðlögunar og breytinga. Það er vont að segja það en er betur sagt en falið: Þær breytingar gætu líka varðað bú- setu í ýmsum byggðum. Og það vill enginn. En þá stöndum við frammi fyrir hinum kostinum, leið hins óbreytta ástands í atvinnulífinu. Hún virð- ist að lokum munu leiða okkur til stórfelldra styrkveitinga til at- vinnurekstrar sem ekki stenst kröfur tímans, styrkveitinga sem ekki verða gripnar upp annarstað- ar en úr þeim rekstri sem betur gengur og úr almannasjóðum gegnum skattheimtu - sem aftur knýr á um að láglaunin séu hinn almenna viðmiðun í kjarasáttmál- anum sem bindur allan þorra al- mennings. Og Gróttukvömin malar salt... Fyrst er að vilja Þær breytingar sem hér eru reif- aðar í tilefni kjarasamninga munu P^Sundlaug ^ Garðabæjar Sundlaugin er opin virka daga kl. 7:00-21:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 8:00-17:00 Opnunartími gufubaðs og sólarlampa: Karlar: Þriðjudaga.... Föstudaga..., Sunnudaga.. Konur: Mánudaga... Þriðjudaga.... Miðvikudaga. Fimmtudaga Laugardaga. kl. 16:00-21:00 kl. 8:00-21:00 kl. 9:00-17:00 kl. 8:00-21:00 kl. 8:00-15:00 kl. 8:00-21:00 kl. 8:00-21:00 kl. 9:00-17:00 Upplýsingar og tímapantanir í afgreiðslu í síma 565 8066. Hætt er að selja aðgang hálftíma fyrir lokun. Börnum yngri en 8 ára er ekki heimill aðganmgur nema í fylgd með 14 ára eða eldri syndum einstaklingi. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins (Atvinnuleysistryggingasjóður og Ábyrgðarsjóður launa) er flutt í Hafnarhúsið v/Tryggvagötu á 3. hæð Nýtt símanúmer verður 511 2500 og nýr bréfasími 511 2520 Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins Tango jalousie! Halldór vill líka sjást við þingsetninguna eiga sér erfiða fæðingu innan samtaka launafólks með allri sinni blöndu af hópahagsmunum og byggðasjónarmiðum. Þær munu líka eiga erfitt uppdráttar hjá ríkisstjóm hins óbreytta ástands - og hjá ýmsum deildum stjómarandstöðunnar. Ef til vill mundu ýmis skynsemisöfl innan samtaka atvinnurekenda þó taka þeim vel, og hreyfing jafnaðar- manna sem nú hefur eignast kím- blað í hinum nýja þingflokki gæti orðið þeim verðugur bakhjarl. Því miður valda veikleikamir til vinstri við miðju því að samtök launafólks og forystumenn þeirra verða enn um sinn að treysta fyrst og fremst á sjálfa sig. Af þeim er nú krafist þess hugrekkis og framsýnar sem kann að greina milli feigs og ófeigs í kjaramál- um langt fram á hina nýju öld. Vilji er allt sem þarf, sagði Ein- ar Ben um síðustu aldamót. Svo einfalt sýnist okkur í aldarlokin þetta kannski ekki vera. En við höfum síðan eignast raunsæja umorðun á þessari hugsun í Kristnihaldi Nóbelsskáldsins: Fyrst er að vilja; afgangurinn er tækni. Líkur eru á að Ólafí G. Einars- syni þingforseta verði trauðla að óskum sínum um nýjan og ferskari svip við næstui þing- setningu, og eru nýjum og nýj- um tillögum um þingsetning- una hafnað sitt á hvað í þing- flokkum stjórnarinnar. Stjórn- arandstaðan á þingi glottir hinsvegar við tönn mneðan óróinn eykst á æðstu stöðum í stjórnarráðinu. Hugmyndir Ólafs gengu upp- haflega út á að færa stefnuræðu forsætisráðherra fram á þingsetn- ingardaginn. Hann flytti þá sína ræðu á eftir setningarræðu for- seta, sem nú má búast við að verði hlustað grannt eftir; - og sjá sumir í þessu tilraun til að skyggja á hinn nýkjöma forseta. Samkvæmt upphafstillögum Ól- afs áttu fulltrúar annarra þing- flokka að tala sama kvöldið um stefnuræðuna, en forsætisráð- herrann hinsvegar að fá tækifæri til andsvara eftir hverja ræðu. Til- gangur Ólafs var meðal annars að gera stefnuumræðuna líflegri og laga hana betur að sjónvarpsút- sendingum, en vart mundi Davíð Oddssyni falla illa standa í slíku kastljósi strax á fyrsta degi þings- ins. Aðrir efast um tákngildi at- hafnar af þessu tagi þar sem full- trúi framkvæmdavaldsins gín yfir setningu löggjafarsamkomunnar. Hjá Framsóknarflokknum stendur hnífurinn þó ekki þar í kúnni, heldur telja þeir að hinn leiðtoginn í ríkisstjórninni eigi líka að fá að tala lengi við þing- setninguna. Á tímabili voru áætl- anirnar orðnar þær að Halldór Ásgrímsson fengi líka að svara sérhverri ræðu stjórnarandstæð- inga í stefnuumræðunni. Ólafur G. og Sjálfstæðisflokkurinn spurðu þá hvort í landið væru komnir tveir forsætisráðherrar. Framsóknarmenn sögðu þá að best væri að hafa þingsetninguna með hefðbundnu sniði. Þegar síð- ast fréttist vom stjómarflokkarnir ennþá að dansa Tango jalousie ... Hver er sta&a íslands í alþjóblegri samkeppni? Hvab eru nágrannaþjó&ir að gera? Hvert stefnum við? Er nóg að gert? Atvinnulífið á 21. ölainni. Lítil og meðalstór fyrirtæki. ,Einkavæðing. Einföldun laga og reglugerða. Stuðningskerfi atvinnulífsins. Áhættufjármagn. Upplýsingatækni. Rannsóknir. Þróun. Menntun. Verðmætasköpun. Atvinna. Ný tækifæri. Ráðstefna á Scandic Hótel Loftleiöum fimmtudaginn 26. september kl. 9:00-16:00 Fyrirlesarar Frá Bretlandi Frá OECD Frá Kanada Frá Danmörku Frá Noregi Frá Islandi Í|j 4 _JL' JT, Dr. R.C. Dobbie, framkvæmdastjóri samkeppnis- hæfnisdeildarforsætisráðuneytisins Hans Peter Gassmann, framkvæmdastjóri iðnaðarsviðs OECD Jerry Beausoleil, framkvæmdastjóri stefnumörkunardeildar iðnaðarráðuneytisins Christian Motzfeldt, forstöðumaður efnahagsdeildar iðnaðarráðuneytisins Tor Hernæs, forstöðumaður stefnumótunardeildar iðnaðar- og orkumálaráðuneytisins Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Davíð Scneving Thorsteinsson, formaður nefndar um lítil og meðalstór fyrirtæki og samkeppnishæfni atvinnulífsins Þórður Friðjónsson, forstjóri Þióðhagsstofnunar Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ Vigdís Wangchao Bóasson, MBA, viðskiptaráðgjafi Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ Skráning er hjá ibnabar- og vibskiptarábuneytinu, sími 560 9420. Abgangseyrir kr. 8.500 - nádegisverbur innifalinn. Fyrirlestrar erlendra gesta á ensku, en jafnóbum snúib á íslensku. Iðnaðar- og \iðskiptamðuiieyti / Fjámiálaráðuneytíð Nefiid um lítil og meðalstór fyrirt.vki og samkeppnishæfiii atvinnulífsins.

x

Þjóðvakablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.