Vikublaðið


Vikublaðið - 22.07.1994, Qupperneq 1

Vikublaðið - 22.07.1994, Qupperneq 1
Trúnaður fjölmiðla Tímarit selur auglýsendum þann trúnað sem það hefur hjá lesendum. Ljósvakamiðlar brjóta lög í samkeppninni um auglýsingafé. Bls. 5 13.000 fá aðstoð Um 12.700 borgarbúar munu í ár þurfa á fjárhagsaðstoð „Féló“ að halda. Það er um 12,4% borgarbúa eða áttundi hver Reykvíkingur. Bls. 3 Angst um den áob > J 5 ' m£ lÉi HagfraBðingaþræta Umræða hagffæðinga um ástæður atvinnuleysis hefur leitt til endurskoðunar á hugmynd- inni um samkeppni milli þjóða og að hún ráði afkomu þeirra. Bls. 9 28. tbl. 3. árg. 22. júlí 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Embættismenn borgarinnar klekkja á námsmönnum Borgarhagfræðingur dylgjar um óeðlilegan kostnað og segir óánægju ríkja með starf Nýsköpunarsjoðs. Borgarfulltrúar kannast ekki við neina óánægju. Fiyrr í sumar neitaði Eggert Jónsson borgarhagífæðingur að taka við erindi Stúdenta- ráðs til atvinnumálanefndar borg- arinnar og er hann þó starfsmaður nefndarinnar. Borgarhagfraeðingur hefur sagt Stúdentaráði að óánægja sé með störf Nýsköpunarsjóðs námsmanna en borgarfulltrúar í at- vinnumálanefnd kannast ekki við það að borgaryfirvöld séu óánægð með starf sjóðsins. Eggert og und- irmenn hans hafa undanfamar vik- ur gert sér far um að leggja stein í götu Nýsköpunarsjóðs námsmanna en fram að borgarstjómarkosning- um var samstarfið hnökralaust milli Reykjavíkurborgar og náms- manna. Um miðjan júní sendi starfsmaður Nýsköpunarsjóðs atvinnumálanelhd Reykjavíkurborgar erindi þar sem óskað var eftir aukafjárveitingu fyrir sjóðinn sem stofhaður var til að veita námsmönnum sumarvinnu. Eggert Jónsson borgarhagffæðingur er starfsmaður atvinnumálanefndar og sem slíkur neitaði hann að taka við er- indinu. Rök Eggerts vom þau að at- vinnumálanefnd hefði enn ekki verið skipuð og þar af leiðandi væri engin á- stæða til þess að taka á móti erindum til hennar. Þetta segir Nikulás Einars- son deildarhagfræðingur, en Eggert lætur hann svara fyrir embættíð. Pétur Jónsson borgarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar furðar sig á afgreiðslu borgarhagfræðings og segir hana slæma embættisfærslu. Erindi Nýsköpunarsjóðs fór fyrir borgarráð sem vísaði því til atvinnu- málanefhdar. Þar tóku borgarhag- ffæðingur og hans undirmenn við er- indinu og fettu fingur út í ýmis atriði þess. I kjölfarið komu bréfaskipti og símtöl milli borgarhagfræðings og starfsmanns Nýsköpunarsjóðs þar sem embættið lýstí yfir óánægju borg- aryfirvalda með starf sjóðsins. Oánægja embættismanna kom flatt upp á námsmenn sém höfðu staðið í þeirri trú að sátt ríkti um sjóðinn sem var stofnaður fyrir þrem árum. Engin formleg kvörtun hafði borist frá borg- aryfirvöldum vegna fyrri styrkja en borgin lagði fram til sjóðsins 6 millj- ónir króna vorið 1993 og aðrar 6 milljónir í apríl í vor. Nikulás Einarsson deildarhagfræð- ingur segir að embættið hafi ekki ver- ið ánægt með þær upplýsingar sem námsmenn gáfu um það hvernig styrkfé borgarinnar hefði verið notað á liðnu ári en ekkert gert í rnálinu fyrr en í sumar. Nikulás hefur engar skýr- ingar á því hvers vegna embættíð hafi ekki gripið í taumana fyrr og krafið Nýsköpunarsjóðinn um skýringar. - Það þýðir ekki að láta vitleysuna halda áffam endalaust, segir Nikulás og telur hugsunarleysi og vankunn-. áttu þeirra sem fara með sjóðinn vera ástæðu þess að upplýsingar um starf- semi hans séu ógreinilegar og mis- vísandi. Pétur Jónsson, formaður atvinnu- Hæstaréttarhúsi mótmælt I „Það er ekki of seint að stöðva bygginguna þótt byrjað sé að grafa. Ég minni á I* kirkjuna í Kópavogi. Það sem máli skiptir er að það verður að koma í veg fyrir menningar- og skipulagsslys og leita fyrir alvöru að nýjum stað fyrir Hæstarétt. Við erum mjög óánægð með framgöngu dómsmálaráðherra í þessu máli. Hann hunsaði viðræðunefnd borgarinnar og hunsar vilja mikils meirihluta Reykvík- inga. Það er óþolandi", segir Kristín Ástgeirsdóttir. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur farið offari í Evrópumálum og þverbrotið gegn samþykktri stefhu Alþingis og rík- isstjómarinnar. Talsmenn Alþýðu- bandalagsins krefjast þess að Al- þingi verði kallað saman til að fá úr því skorið hvort sú stefha sé ekki lengur í gildi sem mörkuð var fyrir rúmu ári um tvíhliða viðræður við Evrópusambandið. Jón Baldvin Hannibalsson hefur síðustu daga og vikur boðað aðildar- umsókn Islendinga að Evrópusam- bandinu í erlendum fjölmiðlum. Hér heima hefur Jón Baldvin heldur dreg- ið úr og ekki viljað kannst við það sem effir honum er haft í evrópskum dag- blöðum. Þó sagði utanríkisráðherra í fréttatíma Stöðvar 2 á mánudag að hann teldi að íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu jafnvel þó að Norðmenn myndu fella aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu í nóv- ember. - Utanríkisráðherra í þingbundinni ríkisstjórn getur ekki hagað sér eins og Jón Baldvin hefur gert án þess að Alþingi bregðist við. Það er nauðsyn- legt að þingið verði kallað saman til að fá það á hreint hvort stefnan sem var mörkuð vorið 1993 sé áffam í gildi. Þá var samþykkt að ef Norðurlönd myndu ganga inn í Evrópusambandið rnyndu íslensk stjórnvöld leita eftír tvíhliða samningum við sambandið, segir Steingrímur J. Sigfússon vara- formaður Alþýðubandalagsins. Iljörleifur Guttormsson þingmað- ur segir framgöngu utanríkisráðherra vera feigðarflan og málflutning hans illa undirbyggðan. - Jón Baldvin vísar tíl fiskveiði- samnings Evrópusambandsins við Norðmenn en hann er ekki gott for- dæmi fyrir Islendinga. Við gætum aldrei samþykkt viðlíka samning og raunar er það svo að Jón Baldvin er orðinn skeleggri talsmaður samnings- ins en norskir ráðherrar, segir Hjör- leifur Guttormsson. I norskum sjávarútvegi er bullandi óánægja með fiskveiðisamninginn enda eru ákvæði um yfirráð Norð- manna yfir fiskimiðum sínum aðeins tímabundin. Um aldamót gætu Norð- menn staðið ffammi fyrir því að evr- ópsk fiskiskip geri út á hefðbundin mið norskra sjómanna. Hjörleifur Guttormsson: Feigðarflan hjá utanrikisráðherra. Alþingi komi böndum á Jón Baldvin málanefhdar, kannst ekki við að borg- aryfirvöld séu óánægð með starfsenii Nýsköpunarsjóðs. Annar nefndar- maður, Arthur Morthens, kannst heldur ekki við neina óánægju. I bréfi sem Eggert Jónsson skrifaði borgarráði lætur hann að því liggja að kostnaður við sumarstörf námsmanna sé óeðlilega hár. Frá Nýsköpunarsjóði fást hinsvegar þær upplýsingar að tæp 98 próserit af því fé sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar renni tíl náms- manna í formi launa. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur fengið styrki frá ráðuneytum og öðrum sveitarfélögum. Engar athuga- semdir hafa borist frá þessum aðilum. Eftir tafir og óþægindi fékk Ný- sköpunarsjóður fyrir nokkrum dögum 800 þúsund króna aukafjárveitingu frá Reykjavíkurborg og gat notað fjár- hæðina til að styrkja sumarverkefhi námsmanna. Samkvæmt upplýsingum frá Stúd- entaráði munu um 100 námsmenn fá sumarvinnu á vegum Nýsköpunar- sjóðs. Talsmenn námsmanna vildu ekki ræða samskiptí sín við embætti borgarhagfræðings. Friðrik gegn íþróttahúsi „Ég vil ekki tala um óánægju og það hefur lítið upp á sig að kalla ráðherrana í ríkisstjóm- inni vonda karla. Þetta er mikið hagsmunamál og spuming um að finna lausn með góðu sam- komulagi“. Þetta segir Þor- bergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari í handbolta, HSÍ-maður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, aðspurður um nei- kvæða afstöðu fjármálaráðherra gagnvart því að leggja fjármagn á móti borgarsjóði í byggingu nýs íþróttahúss. Borgarráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti að leggja allt að 270 millj- ónir króna í nýtt íþróttahús sem yrði tílbúið fyrir heimsmeistara- keppnina í handbolta hér á landi á næsta ári, en Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir ríkissjóð lausan allra rnála og segir einfald- lega að borgin hafi samþykkt að byggja hálft hús. Þorbergur bendir á að nýtt til- boð um vel viðsættanlegt hús sé væntanlegt og að kostnaðurinn yrði innan ranuna þess sem borg- arsjóður hefur samþykkt. „Þá þurfúm við ekki á ríkinu að halda“.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.