Vikublaðið


Vikublaðið - 22.07.1994, Síða 7

Vikublaðið - 22.07.1994, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 22. JÚLÍ 1994 Kapítalisminn 7 kvæmdastjóri Skífunnar tók í sama streng og báðir töluðu þeir um að með þessu verði hægt að koma á meiri hagræðingu í rekstri beggja fyrirtækj- anna. Pétur Kristjánsson sem hefur starf- að bæði hjá Skífunni og Steinari og vann einnig um stundarsakir hjá Spori segir að vissulega sé um samkeppni að ræða. Hann viti til þess að það hafi verið samkeppni milli fyrirtækjanna um að ná til sín til listamönnum og einnig sé samkeppni milli búðanna. Pémr bætir því við að fyrirtækin séu með aðskilið fjárhaldsbókhald og að auðvitað ákveði Steinar sjálfúr hvað hann gefi út. „Maður verður að gefa honuin það að hann ráði einhverju." Pétur segir einnig að Steinar hafi ýinislegt það til að bera sem geri það að verkuin að Jóni Olafssyni sé aklcur í því að vinna með honum. „Steinar er mun meiri markaðsmaður, hann er al- ger „pro“ í útgáfu og innflutningi. Jón er meiri fjármálaspekúlant og svona „big boss“. Við þetta bætist að þau sambönd sem Steinar hefur aflað sér við erlend útgáfufyrirtæki byggja mik- ið á persónulegum kynnum.“ Vill Pét- ur þá meina að Jón Olafsson þarfnist Steinars? ,Já, ef hann ætlar að halda á- fram í þessum útgáfubransa." Maður sem um langan aldur stóð að útgáfu og innflutningi segir við okkur að víst sé Steinar Berg titlaður framkvæmdastjóri, en hann fái aðal- lega að sjá um listrænu hliðina og ráði engu í peningamálunum. Þetta passar vel við þá skoðun Péturs að Steinar sé markaðsmaðurinn en Jón fjármála- maðurinn. Þessi heimildarmaður okk- ar heldur áfram og segist vel geta í- myndað sér að Steinar hverfi smám saman í skuggann. ,JVlér heyrist á starfsmönnum í kringum Jón að bein- Iínis sé gert ráð fyrir því. Hann sé bara þarna til þess að byrja með.“ „Þetta þjóðfélag snýst um peninga" Bubbi Morthens hefur verið á samningi hjá Gramminu og Steinari og er nú hjá Skífunni. Hann segir um stöðu Steinars Berg í þessarri nýju samsteypu að víst megi segja að hann sé orðinn Iaunaður starfsmaður hjá Jóni Olafssyni. Eftir því sem ffam hefur komið í blöðum þá á Jón Olafsson helming í Sporinu. Heimildarmenn okkar telja líklegt að hann eigi meira. Að minnsta kosti er augljóst að það. er honum í hag að Sporið græði - hann fær a.m.k. 50% af hagnaðinum - og þess vegna muni hann aldrei gera neitt sem geti komið því illa. Líklegra er að um sam- starf sé að ræða þannig að bæði fyrir- tækin græði sem mest og það er lykil- atriðið. Minna má á umrnæli hans í Heimsmynd 1987: „Þetta þjóðfélag snýst um peninga. Tengsl við valda- kjarnann eru í gegnum peninga. Því meiri peninga þvf meiri tengsl." Þessi ummæli koma mjög vel heim og sam- an við það sem Jón er nú að gera í Stöð 2/Bylgjunni. Helsti samkeppnisaðili Spors/Skíf- unnar á sviði sölu, innflutnings og dreifingar á tónlist er Japis. Fram- kvæmdastjóri Japis sagðist í viðtali við DV í vor vera sannfærður uin að Steinar og Skífan hafi lengi haft sam- ráð uin verð og að yfirtaka Jóns á Steinari komi þeini hjá Japis ekkert á óvart. Hann segir einnig að aldrei inuni verði samkeppni á milli þessarra fyrir- tækja. Allt sé nú á hendi Jóns Ólafs- sonar. Hvað segir Samkeppnis- stofnun? Ilefðu þessi tvö fyrirtæki verið al- veg sameinuð þá hefði það brotið í bága við ný samkeppnislög. Þar stendur m.a. í 18. grein að ef Sam- keppnisráð telji að sainruni fyrirtækja eða yfirtaka fyrirtækis á öðru leiði til markaðsyfirráða þess, dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð mark- miði laganna, geti ráðið ógilt sainruna eða yfirtöku sem þegar hefur átt sér stað. I sömu grein segir einnig: „Akvörðun um ógildingu skal taka eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöldum varð kunn- ugt um samrunann eða yfirtökuna.“ Okkur er kunnugt um að Sam- keppnisstofnun átti ffumkvæði að því að skoða málið og leitaði meðal ann- ars álits Japis á því. Mánuðirnir tveir liðu og ljóst að Samkeppnisstofnun gaf þar með grænt ljós. Samkeppnis- stofhun starfar eftir samkeppnisregl- um EES-samningsins. Sú skilgreining sem viðurkennd er hjá Evrópu- sambandinu segir að 60% markaðs- hlutdeild sé nægileg sönnun fyrir markaðsráðandi stöðu og að 40% hlutdeild í markaði geti yfirleitt leitt til hins sama, sérstaklega ef afgangur markaðarins skiptdst á mörg smærri fyrirtæki. I ljósi þessa hlýtur hið græna ljós Samkeppnisstofnunar að vekja furðu og virðist Sainkeppnis- stofnun hafa stungið þessu máli end- anlega í skúffú. Kannski sýnir þetta aðeins hve klár Jón Olafsson er og hve góðan aðgang hann hefur að lögfræð- ingum. Jón Olafsson virðist hafa fúndið stórt gat á samkeppnislögunum. Flestir viðmælenda okkar vona - rétt- lætisins og tónlistarinnar vegna - að bráðum verði saumað í það gat. Þá hafa menn ekki síst í huga ummæli Jóns sjálfs: „Að auki held ég að það sé ekki hollt fyrir neinn að verða alráður á markaðinum...“ 1S Nesjavallavirkjun Nesjavallavirkjun er opin til skoðunar alla daga frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-17:00 fram til 1. septem- ber. Tímapantanir fyrir hópa í síma 98-22604 eða 985- 41473. Vetrartími auglýstur síðar. Hitaveita Reykjavíkur Laxárstöbvar Kröflustöð 'auneyjafossstöð ( Sigöldustö ■ ■ u A LAUGARDAG Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að skoða virkjanir Landsvirkjunar. Laugardaginn 23. júlí kl. 13-17 verða eftirtaldar stöðvar til sýnis: Búrfellsstöð, Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð, Laxárstöðvar og Kröflustöð. L LANDSVIRKJUN úifellsstöð Tæplega 2 klst. akstur fra Reykjavik

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.