Vikublaðið - 22.07.1994, Side 10
10
VIKUBLAÐIÐ 22. JULI 1994
Á tlaldngi
Það er ýmislegt greipt í minnið
eftir heimsmeistarkeppnina í
fótbolta, þar sem allir milljóna-
mæringarnir voru að leika sér. Sá sem
þetta skrifar fylgdist með hverjum
einasta leik sem sýndur var. Hann
hefur líka stdgið á stokk og strengt
nokkur heit. Hér eru nokkur þeirra:
1. Hann ædar aldrei að drekka Pepsi
Max.
2. Hann ædar aldrei að panta sér
pepperoni pizzu frá Pizza Hut.
3. Hann ædar aldrei að kaupa máln-
ingu frá Sjöfn eða Málningu.
4. Hann ætlar aldrei að fá sér
Motorola farsíma.
5. Hann ædar aldrei að kaupa Reach
munnskol.
6. Hann ædar aldrei að kaupa
Dubbel Dusch.
7. Hann ædar aldrei að kaupa John-
sons P.H. 5.5
8. Hann ædar aldrei að kaupa Sega
tölvuleik.
9. Hann ædar aldrei að fá sér Trópí,
Snickers, Gillette rakdót, Steni
húsaklæðningu, Timotei sjampó,
MacFranskar, Pál Oskar og Millj-
ónamæringana.
lO.Einkum ædar hann aldrei að
kaupa Kodak vegna auglýsingar-
innar um hugljúfar minningar þar
sem Björgvin Halldórsson setur
heimsmet í ömurlegu væli.
Hann var einnig hálfnaður með að
heita því að kaupa aldrei bensín og
olíu ffá Olís, Esso og Skeljungi, en
mundi þá eftír því að séríslenskur kap-
ítalismi gerir eldd ráð fýrir því að þú
getir keypt bensín og olíu frá öðrum
aðilum. Olíufélögin þrjú eiga markað-
inn og skipta kökunni bróðurlega á
milli sín. Essó fær rúm 40 prósent,
Skeljungur um 30 prósent og Olís
rúm 25 prósent. Svona er það og
svona verður það. Gildir einu hvað
þér finnst um samspil skógrækt-
ar/náttúruverndar og mengunarvald-
andi afurða olíufélaga.
Og það þýddi lítið að heita því að
fara aldrei vestur til Bandaríkjanna
eða austur tíl Evrópu með Flugleið-
um. Séríslenskur kapítalismi sér fýrir
því að í fæstum tilfellum getur maður
valið um flugfélag. Nokkrir áfanga-
staðir bjóðast hjá SAS, en eins og allir
vita stendur það í lögum og reglu-
gerðum að landsmenn eigi að versla
við Flugleiðir.
í hálfleik úrslitaleiksins voru met
slegin og 37 auglýsingar sýndar, sem
flestar virðast hafa tílheyrt „HM-
pakka“, sem tryggði sýningu á auglýs-
ingu í hverjum einasta leik. Þegar
maður sest niður og hugsar málið
svona eftir á þá uppgötvar maður að
nokkrar auglýsingar sárvantaði í pakk-
ann.
1. Það vantaði alveg dömubindaaug-
lýsingarnar ffábæru.
2. Það sárvantaði hinar yndislegu
Ariel Ultra auglýsingar.
Sjálf heimsmeistarakeppnin var
svona la la. Urslitaleikurinn olli tölu-
verðum vonbrigðum, það lá við að
maðtðLsofnaði á köflum. Það sem
mestilíkiptir er að álögunum var létt
af Brásilíumönnum, sem voru búnir
að bíða eftír meistaratigninni í aldar-
fjórðung. Hér á Islandi er tíl fótbolta-
félag sem hefur verið í álögum í aldar-
fjórðung eins og Brassararnir. Það er
KR. Brasilíumenn unnu úrslitalcikinn
fýrst og fremst vegna þess að allir þeir
liðsmenn sem ekki tóku vítaspyrnur
hópuðu sig saman á hliðarlínunni og
fóru með galdraþuiu. KR-ingar ættu
að taka upp á því að signa sig. Eða fá
ásatrúarsöfhuðinn á hliðarlínuna.
f
lins önn
Rithöndin
Mannelskur og
gj öfull fagurkeri
Góð sjálfstjórn og öguð framkoma
sést í skriftínni þinni. Þú munt
vera fagurkeri og hafa góðan smekk.
Fíngerð list hrífur huga þinn. Þú ert
mannvinur og tilfinningamaður og á-
kaflega gjöfull. Þrátt fýrir þetta eða
kannski vegna þess virðistu láta smá-
muni hafa óþarflega sterk áhrif á þig.
Aðalatriðin geta týnst í aukaatriðun-
um.
Þú hefur yndi af söng og rómantík.
Það mun liggja í ættum þínum. Þér
fellur vel að umgangast margt fólk,
hefur áhuga á öllum og umgengst alla
eins. Þú heldur ekki hlutum tíl streitu
ef það kostar illindi. Þá brosir þú bara,
minnugur þess að „vægir sá sem vitið
hefúr meira.“
Verkefni þín mega ekki taka of
langan tírna, þá finnst þér ekld varið í
þau lengur. Þú lýlcur þeim þó, en ekki
með glöðu geði. Þú berð virðingu fýr-
ir fortíðinni, gerir þér ljóst að hún er
undirstaða nútímans og vitnar oft í
hana.
Þú ert líklegur tíl að ná góðum ár-
angri og koma miklu í verk. Þú vinnur
skipulega og markvisst. Helst ættirðu
að vinna að listum, menningarmálum
eða skipulagsmálum að öðrum kosti.
Ef þú átt böm muntu láta þau að
mestu sjálfráð.
r,
Gangi þér vel.
R.S.E.
Arni isleifsson, tónlistarkennari og
jazzari.
A Clockwork Orange frumsýnt
í Sumarleikhúsinu í kvöld
Sumarleikhúsið við Hlemm frumsýnir í kvöld, 22. júlí, A
Clockwork Orange/Vélgengt Glóaldin eftir Anthony
Burgess.
Verldð fjallar í stuttu máli um bemskubrek, barsmíðar
og Beethoven. Leikritið segir frá Alex, fimmtán ára ung-
lingi sem hlustar á Beethoven og talar rússneskuskotið
unglingaslangur milli þess sem hann nauðgar og misþyrm-
ir samborgurum sínum. Hann lendir í fangelsi eftir að hafa
verið svikinn af vinum sínum. Þar undirgengst hann með-
ferð sem gerir honum ókleift að beita nokkurn ofbeldi.
Höfundurinn varpar ffam hugleiðingum um eðli manns-
ins, hvort það sé ekki einmitt ófullkomleikinn sem gerir
mann að skyni borinni'veru.
Hann spyr spurninga um firelsi mannsins og rétt hans til
að velja og lætur áhorfendum eftír að hugsa um að svara
þeim. Leikritið drepur á mörgum málefnum sem brenna á
fólki, svo sem ofbeldi, atvinnuleysi og auknu rótleysi í
þjóðfélaginu.
Leikstjóri er Þór Tulinius og þýðandi verksins er Vetur-
liði Guðnason. Ljósahönnuður er Sigurður Guðmunds-
son, Linda Björg Amadóttir hannar búninga og Ólafúr
Ami Olafsson og Auður Jónsdóttir sjá um leikmynd. Aðal-
hlutverk er í höndum Gottskálks Dags Sigurðarsonar og
Atriði úr verkinu, sem Sumarleikhúsið frumsýnir í kvöld. F.v.
Sigurður Guðmundsson, Soffia Bjarnadóttir, Gottskálk Dagur
Sigurðarson og Guðmundur Andrós Erlingsson.
Þorláks Lúðvíkssonar.
Forsaga Sumarleikhússins er að Sigurður Guðmundsson
og Gotsskálk Dagur Sigurðarson sóttu um styrk tíl Borgar-
ráðs tíl leiklistarstarfs fýrir ungt atvinnulaust skólafólk í
Reykjavík og em nú um 30 manns starfandi á vegum Sum-
arleikhússins.
Hjar Setjið rét síðasta bl tagá ta stafi aði er A itan reitina tómstöf neðan við krossgátuna. Þeir mvnda þá nafn á veðurathugunarstöð. Lausnarorð krosseátunnar í ðin.
Tm 2 5 (ú 7- 2 S 2 lo )o 6L"
I/ /3 ¥ /¥ /8 5 7- llo 17 13 T~
18 /9 ‘10 f n ¥— 22— ¥ 7T~ 2V 4
V 3 20 7T T~ 25 23 3 JT~ 9 V /¥ ? ¥ 10
<3 3 Zí 8 15 l'é V 22 27 27 3 8 5 W~
15 ■77 17- lf * ÍÉ 17 15 15 V 3 12 20- 7
T L J(ú 3 17 8 T~ T~ s^ 24 ?z— 10 10 S? 21
/7 )5 % JT~ w~ l'i T~~ 8 6" 7¥— W~~ 3 S?
w 7 |7J II 73 ¥ 1J W~ 13 JT~ 7¥— T~ 7— 2T~ JS~
5 7 77" 13 /■ 7’ 'Í 3 ¥ 8 10 13 12— 7¥ 10 25
25 /3 23 3 12 JO ir~ 3 V 7T~ 2f 8 s?
3 S^ 'f 13 Z'i T~ 22 T~ 2É 3 s? 13
n 3 22 Y 5 T~ 20 kr~ T. 30 Tl '°K 2 32
% '3 r )*> ? 8 *>
/
Eg rakst á gamlan og góðan
kunningja í laugunum hér
um daginn. Hann lá afvelta í
heitum potti þegar ég kom að og lét
þotustrauma leika um hrygginn á
sér. Eg spurði hvort hann væri eitt-
hvað dasaður eftir sundið.
- Sundið! svaraði hann með fýrir-
litningu. Ég ætti nú ekki annað eftir
en fara að þvælast erindisleysu yfir
þessa laug.
- Jæja, þú verður að afsaka, þú
virtíst eitthvað dasaður.
- Dasaður er ekki rétta orðið. Ég
þurfti aðstoð til að komast hingað
og ég á von á að þurfa aðstoð til að
komast héðan ef ég þá á annað borð
þrauka mikið lengur í þessum tára-
dal.
- Hvaða dramatik er þetta eigin-
lega, varstu settur í að umstafla
pottaplöntum um helgina.
- Já, það er svo sem þér líkt að
gera gys að deyjandi vini þínum. En
svarið er nei, ég var ekki í potta-
plöntunum. Hins vegar ertu ekki
ýkja fjarri réttu lagi því konan dró
mig með í helgarheimsókn tíl nokk-
urra kexruglaðra ættíngja sinna sem
búa útí í sveit. Hún sagði að við
hefðum gott af því að breyta aðeins
til. Þú veist nú hvað ég er hrifinn af
því að fara út á meðal frumbyggj-
anna, ómögulegur maður ef ég sé
ekki blokk einhvers staðar, svo ég
svaraði boðinu kurteislega neitandi.
Ég sagðist ekki hafa hugsað mér að
nota mínar fáu ffístundir til að
þvælast í illalyktandi húsakynnum,
innan um torkennileg hljóð í verð-
andi umframframleiðslu. Auk þess
væri svo langt síðan ég hefði lesið
Tímann og Urval að ég væri ekki
samræðuhæfur á menningarbýlum
landsins.
Þetta fannst mér nú nokkuð gott
hjá mér en konan var á öðru máli.
Hún sagði að ég væri uppblásin
snobbari og ég hefði gott af að
kynnast fólki sem ynni fýrir sér á
heiðarlegan hátt. Og þetta jókst orð
ffá orði þar til ég var búinn að lofa
því að fara með. En þvílík martröð.
Vissirðu að þetta lið er byrjað að
heyja? Ég hélt að það væri eitthvað
sem gert væri á haustin. En nei, nei,
bullandi heyskapur og hvað held-
urðu að þessir skrattakollar geri. Ég
ætlaði í rólegheitum að leggjast í
sólstól við íbúðarhúsið og „njóta
náttúrunnar" þegar mér er í mestu
vinsemd boðið að taka þátt í hey-
skapnum. Og andmæli mín voru
ekki tekin alvarlega, þau héldu að ég
væri feiminn þegar ég baðst undan
þátttöku.
Hvernig heldurðu að þínum gest-
um yrði við ef þeir væru varla
komnir inn fýrir dyr þegar þeir
væru settir í að þrífa klósettið eða
laga perustæðið eða spurðir hvort
þeir hefðu ekki nokkra skennntun af
því að bóna bílinn þinn? Ætli vin-
unum fækkaði ekki snarlega. En
þetta var greinilega siður þarna í
kýrlandi.
Ég held að ég hafi sjaldan komist
í hann jafn krappan. Við komum á
föstudagssíðdegi og fórum á sunnu-
dagskvöldi. Og það var stíf vinna
allan tímann. Nema rétt yfir
blánóttina, einn til tvo tíma. Og þá
var hvort eð er ekkert hægt að sofa
fýrir lóugargi. Eg gat ekki rnætt í
vinnu í morgun. Gott ef ég kemst
nokkurn tíma aftur til heilsu. Jón
Baldvin fær sko mitt atkvæði næst.
Þær eru þjóðhættulegar þessar
sveitir. _