Vikublaðið - 22.07.1994, Qupperneq 11
VIKUBLAÐIÐ 22.JÚLI 1994
11
Greedy ★★ V2
Sýnd í Háskólabíó
Leikstjóri: Jonathan Lynn
Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Kirk
Douglas, Olivia D'Abo, Nancy
Travis
Heiðursmennirnir Lowell Ganz
og Babaloo Mandel (Parent-
hood, City Slickers) eru handritshöf-
undar sem hvað mest hafa stundað að
skrifa mannlegar grínmymdir sem eru
þeim eiginleikum gæddar að sannfæra
jafnvel þá þunglyndustu um ágæti lífs-
ins og tilverunnar.
Það kann því að stinga í stúf þegar
félagarnir senda ífá sér farsa sem íjall-
ar um einn af breyskleikum mann-
kyns, græðgina. Þessari frumhvöt
mannsins eru gerð ágæt skil í mynd-
inni, enda túlkar leikhópurinn ein-
hvern gráðugasta flokk af persónum
sem prýtt hefur hvíta tjaldið. Reyndar
eru margar af persónunum það
gráðugar að það kemst ekkert annað
að og eru þær því einnar víddar en
íyrst um farsa er að ræða sleppur það
svosem fyrir horn.
Michael J. Fox er orðin ansi vanur
því að leika miskunnsama Samverjann
(sbr. Casualties of War) og til að byrja
ineð er eins og hlutverk hans í þessari
mynd sé að stemina stigu við
græðginni í hinum persónunum. Sem
betur fer kernur fljótt í ljós að hann er
sami gróðapúkinn inn við beinið og
allir hinir. Myndin hefði orðið all
óbærileg ef hann hefði lent í hlutverki
einhvers sáttasemjara.
Leikstjórinn Jonathan Lynn kemst
skammlaust frá sínum hluta þó svo að
síðasta mynd hans, My Cousin Vinny,
hafi verið betur heppnuð. Leik-
hópurinn ofleikur af kappi eins og
vaninn er í försum sem þessum og
þjónar sínum tilgangi bara vel. Þó svo
að yrkisefhi Mandel og Ganz Sé ill-
skilgreinanlegt seni mannlegar
dyggðir hafa þeir greinilega ekki
getað slitið sig ffá góðmennskunni.
Þau atriði þar sem þeir reyna að höfða
til hjartarótanna í fólki eru einmitt
veikustu hlekkir myndarinnar. Betra
hefði verið að halda sig alfarið við
græðgina og sjálfselskuna sem er
skemmtilega túlkuð á köflum og
sleppa allri annarri tilfinningasemi.
Myndin flýgur best áffam þegar per-
sónurnar eru sem gráðugastar og
skrikar bara fætur þegar einhverjir
aðrir straumar eru í gangi. Eins og
Ganz og Mandel er von og vísa endar
myndin á farsælan hátt og verður þar
hálfgerð kúvending á persónu Fox
sem virkar frekar ótrúverðugt.
En ffarn að sykursætum endinum er
myndin ágæt skemmtun og ágætt að
horfa á hrægamma og skíthæla á hvíta
tjaldinu svona til tilbreytingar.
Reality Bites ★★ V2
Sýnd í Bíóborginni
Leikstjóri: Ben Stiller
Aðalhlutverk: Winona Ryder,
Ethan Hawke, Ben Stiller
að er augljóst að ffá upphafi er
myndinni „Reality Bites“ ætlað að
ná einhvers konar „kúltmyndastaðli",
þ.e. henni er miðað á þann hóp sem
sækir myndir á borð við „Heathers"
og „Trust“. Það er auðvitað svo sein
ágætt út af fyrir sig en í þessu tilviki er
inyndin svolítið meðvituð um það og
verður því helst til útreiknanleg og
augljós þótt vissulega sé sniðuga hluti
að finna í henni.
Eins og nafhið bendir til fjallar
myndin um blákaldan raunveruleik-
ann og gerir það á þokkalega raunsæj-
an hátt jafnvel þótt hún taki sig ekki
alvarlegar en nauðsyn krefur. I flesta
staði eru persónurnar frekar heil-
steyptar en þó er einn kynhverfur
karakter á vappi sem gerð eru lítil skil
og virðist eiginlega bara vera til
skrauts, annað hvort það eða þá að
myndin er að gera sér helst til augljóst
far um að höfða til vissra minnihluta-
hópa. Þetta hálfkák í persónusköpun
er einnig að finna í persónunni sent
leikstjórinn, Ben Stiller, leikur.
Persóna hans er trúverðug til að byrja
með en umhverfist svo í einhvers kon-
ar trúð og fjarar loks út og hverfur.
Aðalpersónurnar sem Winona og
Ethan leika eru sem betur fer fremur
steinsteyptar, þó vantar nokkuð á að
þær séu sjálfum sér samkvæmar. Þessi
tvö koma einnig áberandi best út hvað
leik varðar, þau eru vaxandi leikarar
og vís til að gera stóra hluti í fram-
tíðinni.
Myndin inniheldur allt sem mynd
sem þessa skal prýða: Eilítið svart-
sýnar vangaveltur um lífið og tilver-
una, smá kjaftshögg á MT\’-kyn-
slóðina og annað sem fellur hinum
kröfuharða markhóp í geð. En þessi
ákveðni markhópur er gjarn á að láta
það fara í taúgarnar á sér ef reynt er að
höfða til þeirra á of augljósann hátt og
er því uindeilanlegt hvort myndin
hittir í mark á þeini grundvelli sem
hún setur sér.
En víst er að fáum ætti að leiðast.
Myndin inniheldur dágóðan skammt
af skondnum atriðum og hnyttyrðum,
þó svo að stundum séu þau dýrt keypt
á kostnað heilsteypingar. En þrátt fyr-
ir hnökra í uppbyggingu og almennri
heimspeki verður myndin aldrei
hreint og beint leiðinleg, maður á
bara ekki að búast við of miklu.
Gráðugur
frændsystkinahópurinn
sem fer á kostum við að reyna
að hafa fé út úr
ríka gamla frændanum.
Sagt mei mytid
Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir