Vikublaðið


Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 3
VTKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994 og þorskhausa. Þetta er auðvitað ekk- ert annað en rányrkja. Og við höfum umgengist okkar stofna eins og sannir villimenn eða víkingar“. Einar Valur sagði ffamgöngu Islendinga í málinu oldcur ekki til sóma og spurði Stein- grírn hvort það gæti verið að utanrík- is- og umhverfisstefna Islands rækist á við hagsmuni útgerðarinnar á Þórs- höfn? Guðrún Helgadóttir sagðist vera ó- ánægð með hvernig haldið hefur verið á þessum málum, að togarar hefðu verið sendir fyrirvaralaust og þeir byrjað að moka eftirlitslaust. „Við megum ekki hegða okkur svona. Og við megum ekki líta á inálið stranglögffæðilega. Þetta er líka sið- ferðilegt vandamál. Eg tel að við höf- uin tapað góðri málefnastöðu eftir gerð hafféttarsáttmálans". Páll Bergþórsson sagðist vera sam- mála því að við ættuin að sækja .okkar rétt, en vildi gera greinarmun á Smugunni og Svalbarðasvæðinu. Hann færði síðan umræðuna yfir á nýtt svið: „A næstu tíu, tuttugu, þrjá- tíu árum gætum við staðið ffammi fyrir ískyggilegri stöðu. Mannkyninu fjölgar ískyggilega og það þarf mat, ekki síst fisk. Og baráttan um fiskinn getur orðið aðal deilumál þjóðanna í framtíðinni. Það verður barist urn sjó- inn. Líklega verður þetta næsta styrj- aldartilefnið. Við gætum þurft að horfa upp á að Reykjaneshryggurinn verði eyðilagður fyrir okkur“. Hví á Þorsteinn að elta uppi hagsmuni Smugu- manna? Páll vék einnig að meðferð okkar á eigin miðum og vildi sjá eftirlitsmenn á skipum. Miðað við 100 togara yrði kostnaður við það 300 milljónir. Skiptar áfundi úthafsv s Uthafsveiðar Islendinga voru til umræðu á laugardagsfúndi ABR um síðustu helgi og urðu umræður um þetta efhi nijög líf- legar eftir ffamsöguræðu Steingríins J. Sigfússonar varaformanns Alþýðu- bandalagsins. Ljóst er af því sem ffam kom á fúndinum að nokkur áherslu- munur er á viðhorfi flokksmanna til umfjöllunarefnisins. Þó má segja að þorri fundarmanna hafi sameiginlega nálgast þá niðurstöðu að rétt hafi ver- ið að láta reyna á réttinn til veiða í Smugunni, en að það hafi verið gert á rangan hátt. Höfðu fúndarmenn ekki síst áhyggjur af meintri rányrkju á svæðinu. Þá voru fundarmenn sam- mála um nauðsyn þess að halda rnynd- arlega ráðstefnu um málið. Það skal strax tekið ffam að þegar fundurinn fór ffam var sú ff étt ekki orðin heyrin- kunn að búið væri að taka togarana Björgúlf og Óttar Birting. Þess má geta að á sama tíma og fundur ABR var haldinn hélt atvinnumálahópur Kvennalistans fund, þar sem sömu mál voru til umræðu. Þar, eins og á fúndi ABR, kom fram nokkur áherslu- munur inilli fulltrúa af landsbyggð- inni annars vegar og hins vegar þeirra sem hafa áhyggjur af umhverfisskað- anum af óheftum veiðum. Allt að sjö milljarða króna aflaverðmæti Steingrímur J. Sigfússon rakti í upphafi máls síns aðdragandann og minnti menn á að það væri ekkert nýtt að Islendingar sæktu á fjarlæg mið og var það ekki fyrr en eftir útfærslu efnahagslögsögunnar að menn drógu sig til baka innfyrir lögsöguna. „En síðan kom svarta skýrslan 1983 og fleiri í kjölfarið, með upptöku kvóta. Viðbrögðin þá voru ekki að færa sig á fjarlægari mið, heldur að nýta betur aðrar tegundir, einkuin rækjuna. Fyrir fimm til átta árum komu til veiðar á Reykjaneshrygg þar sem aðrir voru brautryðjendur og í kjölfarið jókst sóknin stórlega með sókn í Barents- hafið, Flæmska hattinn og víðar. Afla- verðmæti af úthafsveiðum hefur stór- aukist, úr 200 til 500 milljónum árið 1990 í einn milljarð 1992, í tvo til þrjá milljarða á síðasta ári og í ár gæti afla- verðmætið numið allt að sjö millj- arða“. Steingrímur skipti veiðihafsvæðum í fernt, í fyrsta lagi 200 mílurnar um- frarn 12 mílna landhelgi. í öðru lagi svæði utanlsérefnahagslögsögu (úthöf, smugur). I þriðja lagi „grá svæði“, sem deilt er um hvort séu innan sérlög- sögu, t.d. Hatton-Rockall svæðið. I fjórða lagi vildi Steingrímur flokka sér Svalbarðasvæðið, svo kallað „fisk- verndarsvæði". Auk mismunandi svæða nefndi Steingrímur mismunandi stöðu skipa. Tók hann dæmi af færeyskum skipum snúðuðum í Kanada, sem flagga dó- mímskum fána og landa t.d. á Islandi. A Svalbarðasvæðinu hefði blasað við að allar aðrar þjóðir en Island væru með kvóta frá Norðmönnum og Rússum og menn hefðu einfaldlega spurt sig: Hvers vegna ekki við? Og ís- lenskar útgerðir sendu skip, fyrst í Smuguna og síðan á Svalbarðasvæðið. Vantaði samráð og að takmarka veiðarnar fyrir- fram „Eg hef oft gagnrýnt hversu klaufa- lega var að þessu staðið af hálfu yfir- valda og útgerða. Ég vil halda því fram að það hefði átt að tilkynna Norðmönnum fyrirffam að við vær- urn að fara þangað“, sagði Steingrím- ur. Steingrímur minnti á að deila ís- lands og Noregs væri ekki einangruð og tvær alþjóðlegar ráðstefnur væru í gangi, annars vegar þriðja lota ráð- stefiiu SÞ í New York í kjölfar Ríó- ráðstefnunnar og hins vegar funda- höld á vegum FAO um útgerð henti- fánaskipa. „Gagnvart þessu eru flest ríki nú með blandaða hagsmuni en ekki annað hvort úthafsveiðiríki eða strandríki. Ef ísland ætlar að vera áfram strandríki einvörðungu mun landið fljótlega einangrast". En hann sagði að það mættí ekki gleyma nýt- ingu auðlindanna og það yrði að huga að flökkustofnunum. „Það þýðir ekki að stjórna veiðunum nema með heild- arsamkomulagi“. Steingrímur bentí á hafféttarsátt- málann. Þar sé lítið fjallað um út- hafsveiðar, öðru vísi en að tilgreina að þær séu ffjálsar á alþjóðlegum haf- svæðum, en tekið fram að þar verði að ástunda hófsamlega auðlindanýtingu og ástunda samráð við önnur ríki. „O- umdeilt er að við eigum réttínn, en hins vegar er óverjandi að stunda rányrkju og heppilegra hefði verið að viðhafa samráð um þessar veiðar. Það var rétt að senda skip til veiðar á þess- um svæðum, en stjórnvöld eða þá út- gerðarmenn sjálfir hefðu átt að stinga upp á takmörkunum strax í byrjun. Margir eru með samviskubit út af þessunt veiðum og ég skil það vel. En höfum við efni á öðru en að standa á réttindum okkar? Það getur verið að við séum á síðustu árunum áður en skuldbindandi sáttmálar ganga í gildi og þá erum við á síðasta snúningi með að vera þátttakendur í þessu um aldur og ævi“, sagði Steingríinur. Þeir síðustu fá bara bein- garða og þorskhausa Margir fundarmanna tóku til máls er mælendaskráin hafði verið opnuð og verður hér stiklað á stóru. Einar Valur Ingimundarson vildi að opin ráðstefna yrði haldin um rnálið. „Við höfum nú fengið glögga sýn á þær vinnuaðferðir sem tíðkast við ffjálsar veiðar. Við horfum upp á svokallað togararall, þar sem 40 togarar toga hver á eftir öðrum við línuna milli Smugunnar og Svalbarðasvæðisins. Þeir sem aftast toga fá bara beingarða Mun minn tíma koma? Það er svo mikið að gerast þessa dagana að það hálfa væri nóg. Það er nær fullt starf að fylgjast með atburðarásinni og velta fyrir sér öllum möguleikunum í stöðunni. Jó- hanna hefur loksins yfirgefið Alþýðu- flokkinn og spurning hvort þau geti lifað án hvors annars. Eða hvort komi skriðan á eftir henni af óánægðum konum úr öllum flokkum. Menn velta líka fyrir sér hvort nýtt tímabil sé að hefjast í íslandssögunni með gagnrýn- inni á Guðmund Arna. Hvert verður framhaldið? Er þetta upphafið að sið- bót í íslenskri pólitík eða sættast menn á að hann einn hafi e.t.v. misstigið sig lítíllega og með því að refsa honum sé Ragnhildur Vigfúsdóttir réttlætínu fullnægt og þar með sleppi allir hinir sem eru ekld hótinu skárri? Regnboginn er að líta dagsins ljós og ýmsir eygja nýja von meðan aðrir sjá blikur á loffi. Sölustríði Pressunnar og Eintaks er lokið með dauða beggja, og töluverð hreyfing er á blaðamarkaðin- um, ritstjórar að koma og fara. Flokk- arnir eru famir að huga að alþingis- kosningum og komin prófkjörsstemn- ing víðar en þar sem viðurkennd próf- kjör fara fram. Eg heyrði ekki betur en að Davíð Oddsson endurtæki í fféttum nýverið ræðuna ffá því í fyrra urn hvað allt er á góðri leið undir stjórn hans. A sarna tíma er Halldór Asgrímsson sí- fellt að verða forsætisráðherralegri. Já, við lifúm svo sannarlega á spennandi tímum. Sjálf er ég eitthvað svo utangátta í allri þessari atburðarás. Mér skilst að það séu svo miklar væringar í gangi og haldnir leynifundir um eitt og annað út um allan bæ. Eg er ekki boðuð á neinn þeirra. Jóhanna hefur enn ekld hringt í mig og boðið mér ömggt sæti á lista sínum. Ef út í það er farið hefur enginn gert það. Ég sem hef þó ekki legið á því hvað ég væri tíl í að fara á þing. Ég er sannfærð um að ég yrði fyrirtaks þingmaður. Ég er lúsiðin, vel menntuð, ffemur þægileg í umgengni og fer vel í boðum. Auk þess er ég með nánast óflekkað mannorð - ég þori ekki að taka dýpra í árinni af því að Skatturinn hefur mig undir smásjá og ég vil ekki gefa þeim undir fótínn með eitt eða neitt. Vinir mínir spjara sig flestír á eigin spýtur og ég þyrffi því Steingrímur J. Sigfússon: „Margir eru með samviskubit út af þessum veiðum og ég skil það vel. En höfum við efni á öðru en að standa á réttindum okkar? Það getur verið að við séum á síðustu árunum áður en skuldbind- andi sáttmálar ganga í gildi og þá erum við á síðasta snúningi með að vera þátt- takendur í þessu um aldur og ævi“. Mynd: ÓI.Þ. „Auðvitað er andstaða gegn slíku hjá útgerðarmönnum, en við getum ekki horft aðgerðalaus upp á að stórum hluta aflans sé hent í sjóinn“. Svavar Gestsson sagði að hér væri fjölþætt vandamál á ferðinni; efna- hagsinál, uinhverfismál, siðferðismál og lagadeila. „Ég held að ef við eigurn að standa sæmilega þá þurfum við að standa okkur mun betur í umhverfis- málum á alþjóðlegum vettvangi en við höfúm gert. Við eigum af krafti að á- vinna okkur orð fyrir að vera haffétt- ar- og umhverfisverndarþjóð“. Svavar taldi að Alþýðubandalagið ætti að flytja þingmál um að ríkisstjórnin sýndi frumkvæði og forystu á alþjóð- legurn vettvangi. Þorvaldur Þorvaldsson sagðist ekki skilja gagnrýni á stjórnvöld í þessu máli, þ.e. að Þorsteinn Pálsson og aðrir ráðherrar skuli ekki elta uppi hagsmuni Smugumanna í einu og öllu. „Ég spyr. Hvað fáum við út úr þessu? Hvernig leikur allt þetta batt- erí fiskimiðin, almennt og yfirleitt? Mér finnst að þetta endurspegli þá staðreynd að að auðvaldskerfið sem slíkt er að ríða þessum auðlindum að fullu. Það eru allt aðrir hagsmunir en heildarhagsmunir sem ríkja“. Kraðakið nú er tóm vitleysa Steingrímur J. Sigfússon tók aftur tíl máls og fagnaði tíllögum um myndarlega ráðstefnu. Hann tók und- ir gagnrýni á ofveiði og fordæmdi þann gífurlega þrýsting sem lagður væri á skipstjórnarmenn, sem ættu að skila tveimur milljónum á sólarhring, annars mættu þeir búast við því að fjúka. Hann minntí á að hann hefði á sínum tíma ritað grein í Morgunblað- ið þar sem hann kallaði á að samtímis veiðunum yrðu sett takmörk á þær. Það hefðu stjórnvöld átt að gera og útgerðirnar hefðu viljað það. „Kraða- kið nú er tónt vitleysa. Ég minni þó á að við erum að slást um tilverugrund- völl okkar. Við höfunt 200 mílurnar og þær eru ekki í hætm. Allt sem við fáum umfram það er plús, en þá verð- um við að vera fullgildir þátttakendur í því sem er að gerast umhverfis okk- ur“ sagði Steingrímur. Friðrik Þór Guðmundsson ekki að rétta þeim hjálparhönd þótt ég kæmist í þær aðstæður að geta það. Mér finnst ég henta hvaða kjördæmi sem er og nú á tímum þegar sífellt erf- iðár verður að greina sérstöðu flokka gæti ég nánast passað hvar sem er. Mér finnst ég hafa allt til að bera, ég hef rneira að segja hugsjónir og ríka rétt- lætískennd, en sú samsetning hefur reyndar fremur verið mér tíl trafala en hitt. Ég er meira að segja hætt að sjást í dálkunum: Hverjirvoru hvarurn helg- ina. Er furða þótt ég efist smndum um að ég sé tíl?,

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.