Vikublaðið


Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 6
6 Útlönd VTKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994 Bandaríkin Ek ! i kkert gerist fyrr en Kastró fer eða fellur ffrá. A meðan hann heldur heilsu og völdum breytist ekki neitt. Hann er alvaldur á eynni og hefur verið í háifan fjórða áratug, ffá því hann var sjálfur rétt rúmlega þrítugur. Vart er hægt að lá honum að vilja ekki á gamals aldri verða vitni að miklum breyting- um, hvað þá annarri bylt- ingu. Annað mál er hins vegar hvort ekki væri skyn- samlegra og göfugra af honum að láta aðra taka við stjómartaumunum smám saman og auðvelda alþýðu landsins að bæta sinn hag og lifa hfinu. Hann yrði meiri maður fyrir vikið. Landflótti Ljóst er að tugir og jafn- vel hundmð þúsunda íbúa á Kúbu em reiðubúnar til að hætta lífi sínu í því skyni að komast burt úr land- lægri eymd og fátækt, með skömmtun á helstu nauð- synjum, svo sem hrísgrjón- um, rafmagni og vatni. Kjöt er ekki fáaniegt, kannski þó helst fyrir doll- ara. Efnahagsástand virðist versna dag ffá degi og er svo komið að þorri lands- manna hefur vart í sig og á, en minnihlun forréttindafólks hefur allt sem hann þarf. Kúbustjórn naut mjög inikils stuðnings ffá Sovétríkjun- um, en ffá árinu 1990 hafa viðskipti við Rússland minnkað hröðum skref- um og gerst æ óhagstæðari fyrir Kúbu. Utflutningur ifá Kúbu einskorðast orðið við sykur, nákvæmlega eins og var fyrir byltinguna árið 1959. Upp- gangur í lyfjarannsóknum og fleim sem gaf góðar tekjur er í hættu vegna skorts á tækjum og efnivið. Úreltur tækjakostur og lágt verð hjálpast því að við að halda útflutningstekjum niðri. Erlendar fjárfestingar hafa reyndar verið þónokkrar allra síðustu árin, en fyrst og fremst í ferðaþjónustu, og duga ekki til þess að halda í horfinu, enn síður til að endurreisa skólakerfi og heilsugæslu í landinu. Það er því úr vöndu að ráða og lausnir fáar í sjón- máh. Einar öfgamar væm að Kúbu- stjórn gerði alls ekki neitt í málinu, en aðrar væm að hún fetaði í fótspor aust- antjaldsríkja og hreinlega gæfist upp. Hvort tveggja er slæmur kostur fyrir hana og alla hugsandi menn. Bandarískir stjórnmálaskýrendur úr öllum áttum em á einu máli um að Kastró kæri sig ekki um að fara á eftir- laun heima fyrir eða setjast í helgan stein í Galisíu-héraði á Spáni, þar sem faðir hans ólst upp, en boð um það hefúr hann fengið ffá einkavini sínum, spænska hægrimanninum og fyllds- stjóranum Manuel Fraga. Það sem Kastró þylrir líklegastur til að vilja er eins óbreytt ástand og hægt er að hugsa sér og halda við. Hann veit að hann hefur lítið sem ekkert að óttast af hálfu almennings í landinu, því þeir sem vettlingi geta valdið vilja ffekar yfirgefa landið en bjóða honum byrg- inn. Með því að leyfa álidegum fjölda fólks að fara, líkt og nú í sumar, gefúr hann þeirri hugmynd undir fótinn að hægt sé að komast burt í stað þess að ffeista þess að breyta einhverju innan- lands. Þar að auki era býsna margir í- búar Kúbu, einkum þeir fátækustu sem mikið til era þeldökkir, Iítt spenntir að fá nýja valdhafa inn í land- ið, sem allir yrðu hvítir, ríkir og síðast en ekki síst undirgefnir stjóminni í Washington. Jafnffamt er afar ólíklegt að ráðamenn í hernum taki mark á til- og Kúba lögum kúbverskra áhrifamanna í Florida um að steypa Kastró og stjórna landinu þangað til hægt verður að efna til þingkosninga. Kastró veit líka að hvað sem öðra líður berast frá Florida peningar og varningur fyrir andvirði 30 milljarða íslenskra króna árlega ffá údögum og afkomendum þeirra til ættingja og vina á Kúbu. Þetta fé skipt- ir sköpum, enda gerðist það um leið og slíkar sendingar vora bannaðar síðla sumars að lögregla tók við sér og hótaði að meina svonefndum balseros eða flekafólki að leggja frá landi. Vítahringur í samskiptum Snemma á 19. öld vildu ýmsir á- hrifamenn á Kúbu sjálfstæði ffá Spáni og boðuðu nánari tengsl við Bandarík- in. Bandarískum stjórnmálamönnum gast ekki að hugmyndinni og þótti ó- tækt að taka við spænskumælandi fólki. Undir lok aldarinnar öðlaðist Kúba sjálfstæði og var frelsistríðið að miklu leyti íjármagnað af kúbverskum údögum í Florida, en bandarískir her- menn tóku virkan þátt í bardögum. Kúba varð þó ekki nýlenda Bandaríkj- anna líkt og Puerto Rico og Filippseyj- ar, en á fyrstu áram þessarar aldar neyddu Bandaríkin samt Kúbustjórn til að fallast á óskoraðan rétt þeirra til afskipta af innanrílrismálum Kúbu. Þann rétt nýttu þau tvívegis næsm þrjá áratugina. Einnig kvörmðu kúbversldr athafnamenn sáran undan því að Bandaríkin hækkuðu tolla á sykri að vild, en gátu ekki unnt Kúbu þess að vernda sinn iðnað með svipuðum að- gerðum. Eftir síðari heimsstyrjöld varð umkvörtunarefnið ffekar á þá leið að Kúba hefði gleymst og athygli Bandaríkjanna beindist einungis að því að byggja upp í Evrópu og verjast heimskommúnismanum, sem reyndar var ædast til að Kúba legði lið við á al- þjóðavettvangi. Þannig mótaðist sú af- staða að Bandaríkin æduðust til að Kúba gerði það sem hún var beðin um eftír því hvernig stefinur lágu og straumar í Bandaríkjunum. Kúba affur á móti dáði allt sem bandarískt var og vildi þóknast, en gramdist um leið meðferðin á sér og virðingarleysi fyrir eigin sjónarmiðum. Effir byltinguna þróaðist þetta upp í gagnkvæmt hatur, sem ekkert fær sef- að og enginn virðist beinlínis vilja draga úr. A Kúbu urðu Bandaríkin upphaf alls ills, en í Bandaríkjunum taldist Kúba ekki eiga neitt gott slrilið. Kúbustjórn lagði hald á eignir Banda- ríkjamanna á eynni og árið 1962 bann- aði Bandaríkjastjórn þegnum sínum að skipta við Kúbu. Þetta viðsldptabann er enn í gildi og telst raunar horn- steinn bandarískrar stefnu gagnvart Kúbu. Það hefur haft gríðarleg áhrif á efhahagsstefnu Kúbustjórnar, kannski ekki endilega vegna þess eins að bein viðskipti við Bandarílrin era bönnuð, heldur vegna þess að fyrirtækjum um allan heim er meinað að selja til Kúbu vörar og tæki sem að einhverjum hluta eru bandarísk ffamleiðsla. Má sem dæmi um það nefna tölvubúnað. Þar að auld mega fyrirtæki sem komast í eigu Bandaríkjamanna ekki skipta við Kúbu og má sem dæmi nefna innflutn- ing á bókum í læknisffæði ffá Spáni, sem tekið var fyrir þegar bandarískt útgáfufyrirtæki keypti hið spænska. Viðskiptabannið er því lykillinn að lausn þessarar deilu - eða kannski ffekar lásinn sem kemur í veg fyrir að hægt sé að leysa hana. Kastró notar bannið sem allsherjar útskýringu á ó- ffemdarástandi í efnahagsmálum Kúbu. Afnám þess er að hans mati for- senda og skilyrði þess að stjórnarhátt- um verði breytt. A hinn bóginn segja Clinton Bandaríkjaforseti og aðrir bandarískir ráðhafar að ekki komi til greina að afnema það eða draga úr því nema efht verði til lýðræðislegra kosn- inga fyrst. Við það situr og ekki er enn vitað hvað geti hugsanlega orðið til þess að höggva á hnútinn. Affur á móti þyldr víst að ólíklegt er að það verði í bráð. Innanríkismál eða utan- ríkismál? Ein milljón manna hefur flúið Kúbu til Bandaríkjanna frá því Kastró komst til valda og var álitlegur hópur Kúbverja fyrir í landinu. I Bandaríkj- unum teljast nú tæpar tvær milljónir vera það sem nefnt er „Cuban-Amer- icans“. Meirihluti þessa fólks býr á suðurodda Florida-skaga og ræður mjög miklu í borginni Miami og næsta Már Jónsson nágrenni. Afkoman er yfirleitt góð, enda dugnaður annálaður. Meirihluti kúbverskra Bandaríkjamanna tilheyrir því millistétt, ólíkt innflytjendum ffá öðram löndum Latnesku Ameríku, sem flestir eru fátækir. Kúbverskir Bandaríkjamenn hafa ekki aðlagast bandarísku samfélagi nema að litlu leyti og halda vitund sinni við sem samherjar gegn Kastró, þótt eitthvað sé hún farin að dofna meðal yngra fólks. Flesta dreymir um að Kastró hverfi frá völdum, þótt aðeins fjórð- ungur segist mundu vilja flytjast aftur til Kúbu yrði komið á lýðræði og ffjáls viðskipti við umheiminn tryggð. Áhrif þessa fólks á bandarísk þjóðmál era töluverð í gegnum báða stjómamála- flokkana og er helsta baráttumálið að hvika ekki ffá viðslriptabanninu, sem talið er að muni verða til þess á endan- um að Kastró hrökklist ffá völdum. Frekar er stefnt að því að herða á banninu, sem tókst fyrir tveimur árarn og verður áreiðanlega reynt aftur fljót- lega. A meðan höfðingjar kúbverskra Bandaríkjamanna halda í þessa stefnu stinga bandarískir stjórnmálamenn ekki upp á breytingum, allra síst þegar kjörtímabil forsetans er hálfnað og milljón atkvæði að veði. Repúblikanar og Demókratar era því vísir til að styðja viðskiptabannið með ráðum og dáð næstu mánuði og ár. Að því leyti eru deilurnar við Kúbu miklu ffekar innanríkismál heldur en spuming um stefnu í utanríkismálum. Harkan í af- stöðu Bandaríkjastjórnar er líka í al- gjöra ósamræmi við ákafa hennar að ljúka kalda stríðinu og styðja breyting- ar í fyrrverandi ríkjum kommúnista, að ekki sé talað um linkind gagnvart Kína allra síðustu mánuði. Það er til að mynda með ólíkindum að Bandaríkja- stjórn skuli hafa vikið ffá stefhu sinni að hleypa öllum Kúbverjum inn í landið og þess í stað setja upp eins konar fangabúðir í herstöðinni í Guantánamo á Kúbu. Þær þúsundir sem hættu lífi sínu við að kom- ast úr landi eiga því á hættu að vera sendar heim eða dúsa þarna um aldur og ævi. Itrekaðar heræfingar Bandaríkjanna í Karíbahafi hafa líka ógnað Kúbu nokkrum sinnum á síðustu áram, eins hernaðarlegt myndmál bandarískra ráðamanna, þar á meðal Clintons, og stuðningur við áróðursútvarp kúbverskra Bandaríkja- manna á Florida, að ekki sé talað um sívaxandi umsvif bandarísku leyniþjónust- unnar á Kúbu. Kúba eftir Kastró Best væri auðvitað að sættir tækjust úm vinsam- legri samskipti Bandaríkj- anna og Kúbu og bættan hag Kúbverja. Viðskipta- bannið yrði þá afhumið og stjórnarfar á Kúbu fært í lýðræðisátt. Eins og sakir standa er það hins vegar sameiginlegur hagur allra þátttakanda í deilunni að ekkert róttækt verði gert, heldur verði deilan látin malla og hlutirnir látnir gerast af sjálfu sér. Kastró vill deyja sóttdauða í rúmi sínu í Havana og heldur áreiðanlega á- ffam að lofa hinu og þessu eða breyta einu og öðra til að halda leiknum gangandi, en hefur vonandi rænu á því að búa svo í haginn að eftirmenn hans verði fúsir til málamiðlana og vilji hefja samninga við stjórnarandstæð- inga á Kúbu og við Bandaríkjastjórn, en eklri síður við kúbverska íbúa í Mi- ami og nágrenni, því án þeirra verður ekki hægt að endurreisa hagkerfi Kúbu. Sá dugmikli hópur hefur líka hag af því að allt gerist í ró og næði, þótt margir innan hans boði innrás og vilji endurheimta eignir flóttafólks sem gerðar voru upptækar, því Kúbverjar sjálfir eru tortryggnir í garð þessa fólks og myndu aldrei láta sér líka skyndilega og algjöra yfirtöku þess á stjórnkerfi og hagkerfi landsins; þá væri eins gott að breyta engu. Síðast en ekki síst hefur Bandaríkjastjórn hag af því að Kastró haldi velli. Leggi hún of hart að honum gæti hann gripið til þess að einangra Kúbu algjörlega, svipað því sem var gert í Kambódíu. Yrði það enn til að auka á ánauð lands- manna, jafnffamt því sem stuðningur almennings við hann myndi aukast þegar landinu væri ógnað utan ffá enn eina ferðina. Hvernig eiga Kúbverjar hka að fullvissa sig um að kapítalískt kerfi sé nokkra betra, samanber ó- fremdarástand í ríkjum Austur-Evr- ópu? Of skyndilegar breytingar, til dæmis vegna innrásar Bandaríkjahers eða borgarastríðs á Kúbu, myndu líka leiða til óviðráðanlegs flóttamanna- straums til Bandaríkjanna og jafhffamt gjörspilla valdajafnvægi í Karíbahafi, og er það nógu viðkvæmt nú þegar vegna ástandsins á Haiti. Suðurhluti Florida gæti meira að segja breyst í vígvöll, þvf þar era nú þegar vopnaðar sveitir útlaga sem Kúbuher gæti ekki látið óáreittar ef til átaka kæmi. Til- hugsunin um slík ósköp verður til þess að Clinton og aðrir, jafnvel æstustu andstæðingar Kastrós, hljóta að halda að sér höndum og ákveða að vænlegra sé að viðhalda hóflegri spennu og nokkurri óvissu um ffamvindu mála - og láta hverjum degi nægja sína þján- ingu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.