Vikublaðið


Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 12
FOSTUDAGURINN 30. SEPTEMBER 1994 Læknar segja atvinmi- leysi heilsuspillandi Aaðalfundi Fclags íslenskra heimilislækna (FIH) sem nýlega var haldinn í Reykja- vík var samþykkt afar athyglisverð og sérstæð yfirlýsing um málefni fjölskyldunnar, en í yfirlýsingunni er því haldið fram af þessum óháðu samtökum fagfólks að atvinnuleysi sé heilsuspillandi. Einnig leggja heimilislæknamir til að vinnuvikan verði stytt og laun hækkuð. I yfirlýsingunni segir berum orð- um: >rA.tvinnuleysi er heilsuspillandi og styttir líf þeirra, sem við það búa. FIH getur aldrei sætt sig við efna- hagsstjórn, sem krefst atvinnuleysis í einhverjum mæli“. Heimilislæknarnir segja ennffemur í yfirlýsingunni að atvinna sé hluti af grunnþörfum mannanna, hluti af sjálfsímynd og sjálfsvirðingu þeirra. En jafnframt vara heimilislæknar við áhrifum of mikillar vinnu á fjölskyldur og segja að meðalvinnuvikuna þurfi að stytta og laun að hækka. Þeir leggja og þunga áherslu á að frumþörfinni um húsnæði sé fullnægt. „Oflun hentugs húsnæðis á ekki að í- þyngja svo forráðamönnum fjöl- skyldna, að hún skerði andlega og lík- amlega velferð þeirra og takmarki eða komi í veg fyrir þann tíma, sem fjöl- skyldunni er nauðsynlegur til að njóta samvista“. FÍH ályktar einnig um skólamál og telur að skóladaginn eigi að lengja fremur en skólaárið. Skóladagurinn „þarf að verða samfelldur alls staðar á landinu og skólar einsetnir. Börn og unglingar eiga að fá máltíðir í skólun- um. Niðurskurður til skólamála á ári fjölskyldunnar eða í annan tíma þjón- ar ekki hagsmunum barna hvorki í bráð né lengd“. Þetta er um leið harð- ur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni, sem skorið hefur niður ríldsútgjöld til menntamála um 3,7 milljarða frá því 1991. Þar af er niðurskurður til grunnskólans minnst 400 milljónir. Heimilislæknar gagnrýna einnig að þátttaka í ffístundastörfum sé orðin fjárhagslega ofviða allt of mörgum fjölskyldum. Þeir kalla og á bætt kjör námsmanna. Læknarnir vara sérstak- lega við því að sjúkdómar og heilsu- leysi skerði möguleika fjárvana og/eða barnmargra fjölskyldna til að koma einstaklingunum, sem þær mynda, til þroska. „Ungir foreldrar með börn eiga fullt í fangi með að afla sér hús- næðis og menntunar fyrir sig og börn sín. Þessi þjóðfélagshópur þarf að njóta lægstu greiðslna fyrir heilbrigð- isþjónustu, sem völ er á hverju sinni“, segir í yfirlýsingu heimilislækna. Spurt um áhrif EESá Qárlaga- gerðina Fjárlaganefhd Alþingis vinnur nú hörðum hönd- um við að fara yfir fjárlaga- frumvarp næsta árs. Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur beint þeirri fyrirspum til fjármálaráðuneytisins hver talin séu áhrif EES samnings- ins á fjárlagagerð ríkisins. „Eg vil einfaldlega fá að vita hvort einhverjar tekjur hafi kom- ið af samningnum og er auðvitað sem fjárlaganefndarmaður að hugsa um tekjuforsendur fjár- lagafrumvarpsins. Við vitum um niðurfellingu tolla og alls kyns lagasetningar sem hafa komið ffam vegna EES. Það er ffáleitt að fá ekki að vita um þessi mál við þessa vinnu“, segir Guðrún. Hún sagði að á yfirstandandi fjárlagaári hefðu tekjur ríkisins verið vanætlaðar um tvo og hálf- an milljarð króna og því fróðlegt að vita út ffá hverju væri gengið við fjárlagagerð vegna 1995. „Menn hljóta að vilja vita allar forsendur, en það er ekki að sjá að það sé stafkrókur um þetta í ffumvarpinu", segir Guðrún. Úttektir á fjármálum og stjórn sýslu borgarinnar kynntar Efitir aukalegan borgarráðsfund í dag, föstudag, mun meirihluti Reykjavíkurlistans efina tál blaða- mannafundar þar sem kynntar verða niðurstöður úttekta á stjóm- sýslu og fjármálum borgarinnar. Úttektir þessar ákvað Reykjavíkur- listinn að láta gera í kjölfar kosninga- sigursins í vor. Uttektin á stjórnsýslu borgarinnar er reyndar forathugun sem Stefán Jón Hafstein sá um og ger- ir hann einnig tillögur til úrbóta, en reikna má með ffekari úttekt í kjölfar- ið. Fyrir kosningar gagnrýndi Reykja- víkurlistinn mjög hvernig stjórnsýsl- unni í borginni væri háttað. Borgar- fulltrúar sem Vikublaðið ræddi við vildu ekki tjá sig um niðurstöðurnar af fjármálaúttektinni. Mátti þó sldlja að niðurstöðurnar staðfesm að mjög hefði sigið á ógæfuhliðina á síðasta kjörtímabili, en að skýrslan væri „eng- in Hafharfjarðarskýrsla", eins og einn viðmælenda blaðsins segir. Miðstöð borgarvaldsins: Úttekta á fjármálum og stjórnkerfi borgarinnar sem verða kynntar í dag er beðið með óþreyju, enda eru þegar komin fram mörg dæmi um hvílík tregða getur skapast ( borgarkerfinu vegna vinnubragða sem ýmist stjórnast af fyrnsku eða þægð við íhaldið. Mynd: ÓI.Þ. Steíngrímur talaðt mest en Salóme minnst Alþingi kemur saman á næst- unni og sem kunnugt er má búast við frekar stuttu og snörpu þinghaldi sem einkennist af því að kosningar eru framundan. An efa munu einstakir þingmenn finna hjá sér mikla þörf til að tjá sig um hin aðkiljanlegustu þingmál. A síðasta þingi var það Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðu- bandalagsins Norðurlandi-eystra sem fór oftast í pontu eða 343 sinn- um og talaði hann í alls 41 klukku- stund og 24 mínútur. Tveir þingmenn Alþýðubandalags koma í næstu sætum, Svavar Gestsson með 25 klukkustundir og 9 mínútur og Jóhann Ársælsson með 24 sléttar stundir. Þá loks kemur að fulltrúa annars flokks, Olafi Þ. Þórðarsyni Framsóknarflokld, sem talaði í 22 klukkustundir og 23 mínútur. Það eru aðallega nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem finna hjá sér minnstu þörfina til að tjá sig. Salóme Þorkelsdóttir tjáði sig nær eingöngu sem forseti þingsins. Sú staða setur þó engar hömlur á tjáningafrelsi hennar. Hún fór einungis fjórum sinnum í pontu sem þingmaður og talaði alls í rúmt kortér. Lára Margrét Ragnars- dóttir fór næst minnst af aðalþing- mönnum í pontu, 18 sinnum og talaði í eina klukkustund og þrjár mínútur. Annars átti Sjálfstæðisflokkurinn níu af þeim 10 aðalþingmönnum sem minnst höfðu til málanna að leggja, þ.e. fóru sjaldnast í pontu. I næstu sætum komu Árni R. Árnason, Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Guðjón Guð- mundsson, Árni Johnsen, Sigríður A. Þórðardóttir, Steingrímur Iler- inannsson, Matthías Bjarnason og Eggert Haukdal. ASÍ mót- mælir sjúklinga- gjaldi harðlega Miðstjóm Alþýðusam- bandsins mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Sig- hvats Björgvinssonar heil- brigðisráðherra að láta sjúk- Iinga greiða fýrir læknisvott- orð, sem eykur enn við gjald- töku á þeim. Bendir miðstjóm- in á í ályktun uin málið að spamaður vegna þessarar að- gerðar sé örlítill miðað við aðr- ar upphæðir í heilbrigðiskerf- inu, en aðgerðin skapi sjúk- lingum hins vegar kosmað og óþægindi. Miðstjórn ASI bendir á ósam- ræmi stjórnvalda varðandi slcatta og gjaldtökur. „Stefnt er að af- námi hátekjuskatts sem gefur rík- inu tuttugufaldan sparnaðinn af læknisvottorðagjaldinu. Loforð um upptöku fjármagnstekjuskatts hafa ekki verið efnd. Miðstjórn á- telur harðlega að sjúklingar séu með þessu látnir bera auknar byrðar."

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.