Vikublaðið


Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 1
" . -..-..,: Lífskjör og velferð Á fjölmennum fundi ABR með forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar var aðalmálið spurningin um hvort hækka eigi kaupið í næstu samningum. Bls. 5 Power Rangers og barnaofbeldið Power Rangers og Skjaldböku- þættir eru m.a. sjónvarpsemi barna sem hafa beitt óskiljan- legu ofbeldi. Power Rangers eru til skoðunar á bls. 9 Ögmundur er póli- tísk vekjaraklukka Eftir helgina hefst 37. þing BSRB og af því tilefni er rætt við Ögmundjónasson formann þess um lífskjör, velferð, Jóhönnumál og fleira. Bls. 3 S E M 41. tbl. 3. árg. 21. október 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Hrafti keyrði Memiingarsjód í þrot Hrafn Gunnlaugsson borgaði ekki hlut Menningarsjóðs útvarpsstöðva í rekstri Sinfóníunar þegar hann var formaður sjóðsins. Embættismenn reyna að bjarga andliti menntamálaráðherra. Hrafti úthlutaði ríflega til vina sinna. Ekkert út- hlutað eftir að Hrafh hætti með sjóðinn. Kvikmyndagerðarmenn óttast um framtíð kvikmyndaiðnaðarins. Síðustu daga hafa embættis- menn fjármálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis reynt að komast til botns í fjár- reiðum Menningarsjóðs útvarps- stöðva sem gegnir því tvíþaetta hlutverki að greiða hluta af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og styrkja innlenda dagskrárgerð. Hrafh Gunnlaugsson kvikmynda- leiksqóri var formaður sjóðsins frá árinu 1991 til vors árið 1993. Hrafn greiddi ekki hlut sjóðins í rekstri Sin- fóníunnar og skildi þannig við að ekkert hefur verið úthlutað úr sjóðn- um eftír að hann hætti sem formað- ur. Menningarjóðurinn hefur tekjur af gjaldi sem leggst á allar útvarps- auglýsingar og í sjóðinn renna um 70 til 90 milljónir króna á ári. Kvikmyndagerðarmenn hafa not- ið góðs af Menningarsjóðnum og þeir segja Olaf' G. Einarsson menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að mörg verkefni þeirra hafi siglt í strand vegna fjársveltis. - Hafi stjórn Menningarsjóðs út- hlutað fé umfram heimildir á síðustu árum þá teljum við að það sé á á- byrgð menntamálaráðherra og að hann geti ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð að koma sjóðnum á réttan kjöl, segir Eiríkur Thorsteinsson formaður Félags kvikmyndagerðar- manna. Þótt kvikmyndargerðar- menn fái ekki háar upphæðir úr Menningarsjóðnum er innlendur styrkur iðulega forsenda fyrir er- lendri fjármögnun. Nú, þegar fram- lög til Kvikmyndasjóðs eru verulega skert, skiptir enn meira máli en áður Féló borgar útför tíunda hvern dag Tíunda hvern dag fer fram út- for á kostnað Félagsmála- stofhunar Reykjavíkur og þar með borgarsjóðs. Með öðrum orðum liggur fyrir að á síðasta ári var leit- að til Félagsmálastofhunar hátt í fjörutíu sinnum um aðstoð, þar sem aðstandendur látins einstak- lings áttu ekki fyrir útförinni. Vikublaðið fékk staðfest að Fé- lagsmálastofnun veitti fjárhagsað- stoð í slíkum tilfellum, að hámarki 120 til 125 þúsund krónur á útför. Ekki lá fyrir nákvæm tala um fjölda útfara, en á opnum fundi Regnbog- ans í vikunni kom fram hjá Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa að borgarsjóður greiddi kostnað vegna útfara tíunda hvern dag. Ekki náðist í Sigrúnu en samkvæmt þessu eru út- farirnar um 35 á árinu og kostoaður borgarinnar þá í námunda við 4,2 milljónir króna að hámarki. Svo sem ítrekað hefur komið fram í Vikublaðinu hefur fjárhagsleg að- stoð Félagsmálastofnunar Reykja- víkur vaxið mikið síðustu árin vegna aukinnar fátæktar. I ár veitir FR um 3.500 einstaklingum fjárhagsaðstoð. Héfur kostnaður borgarsjóðs vegna þessa nærfellt tvöföldast frá því árið 1992, en þrefaldast frá því fyrir um áratug. Að baki þessum nálægt 3.500 ein- staklingum eru vitaskuld fjölskyldur og miðað við stærð vísitölufjölskyld- unnar þýða þessar tölur að nálægt 12.700 borgarbúar þurfi á fjárhags- aðstoð F.R. að halda, en það er um 12,4 prósent borgarbúa. Því blasir við að áttundi hver borgarbúi er í þeirri aðstöðu að vera undir fátækt- armörkum í framfærslu. að styrldr úr Menningarsjóðnum skili sér. Eiríkur segir að ef ekkert verði að gert sjái kvikmyndagerðar- menn fyrir sér að iðnaðurinn verði fyrir mjög alvarlegum skakkaföllum. Eina heila árið sem Hrafh Gunn- laugsson var formaður Menningar- sjóðsins, árið 1992, greiddi hann ekki krónu til Sinfóníunar en átti að greiða rúmar 44 milljónir króna. Tekjur sjóðsins voru óvenju miklar þetta ár, fóru yfir 100 milljónir króna. Um þessar mundir fengu sumir ríflega úthlutaða styrki. Sá dagskrárgerðarmaður sem fékk mest úthlutað í formannstíð Hrafns er vinur hans og samstarfsmaður, Bald- ur Hermannsson. Baldur fékk tæp- lega 9 milljónir króna í þrem úthlut- unum tíl að gera sjónvarpsþættina Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. A fundi Bandalags íslenskra lista- manna í síðustu viku viðurkenndi Oiafur G. Einarsson menntamála- ráðherra að illa hefði verið staðið að rekstri Menningarsjóðs útvarps- stöðvanna. Núverandi formaður sjóðsins, Ólafur Stephensen, segir mikla óánægju meðal dagskrárgerð- armanna og annarra sem sjóðurinn hefur styrkt. Samkvæmt lögum á að úthluta úr Menningarsjóðnum tvisvar á ári en síðast var fé veitt úr sjóðnum í mars 1993, tveim mánuð- um áður en Hrafn hætti. Bjarni Þór Óskarsson fram- kvæmdastióri Menningarsjóðs út- varpsstöðva segir að engir styrkir verði veittir úr sjóðnum, hvorki í ár né það næsta, ef sjóðurinn verður látínn greiða upp skuldina að fullu við Sinfónínuna. Skuld Menningarsjóðs útvarps- stöðva við Sinfóníuna er um 150 milljónir króna og það er fjármála- ráðuneytið sem innheimtír. Málið er komið á mjög yiðkvæmt stig enda er ráðsmennska Olafs G. Einarssonar menntamálaráðherra gagnrýnd úr mörgum áttum. Ráðherra og ráðu- neytismenn reyna þess vegna að vinna að lausn málsins í kyrrþey. íslandsrútan lögð af stað um landið. Myndina tók Ólafur Þórðarson á ísafirði um síðustu helgi, en fleiri myndir eru á bls. 7. Mannréttindi kvenna Yfnis samtök kvenna hafa ákveðið að hleypa af stokkun- um undirskriftarsöfhun þar sem skorað er á Sameinuðu þjóðirnar að framfylgja yfirlýstum ásteningi sínum varðandi það að tryggja og vernda mannréttindi kvenna. Sérstakir alþjóðlegir aðgerðardag- ar kvenna verða skipulagðir á tíma- bilinu 25. nóvember tíl 10. desember og verður þá safhað undirskriftarlist- um sem lagðir verða fram á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking næsta haust. Allir þeir sem hafa hug á að standa að undirskriftasöfnuninni eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Stígamóta, Vesturgötu 3 og síminn er 626868. 375 milljóna kr. framkvæmdir án útboðs Veitustofhanir borgarinnar voru á síðasta ári með ná- lægt 375 milljóna króna framkvæmdir sem ekki höfðu ver- ið boðnar út. Þessum verkefnum hafði með öðrum orðum verið út- hlutað á öðrum forsendum en þeim að ná sem hagstæðustu verkkaupunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir staðfestír þetta í sam- tali við Vikublaðið og segir enn fremur að verið sé að smíða Ieik- reglur um hvernig hátta skuli vali á verkfræðingum og arkitektum vegna hönnunarvinnu og fram- kvæmda. Á síðasta ári framkvæmdi Hita- veita Reykjavíkur fyrir 276 milljónir króna án útboðs, Vatnsveita Reykja- víkur fyrir 68 milljónir og Raf- magnsveitan fyrir um 30 milljónir. „Þetta eru allt of háar tölur", segir borgarstjóri. „Það er full ástæða til að fara ofan í saumana á útboðsmál- um, eins og reyndar var bent á í skýrslu Stefáns Jóns Hafsteins um forkönnun á stjórnkerfi borgarinnar. Það er verið að skoða þessi mál hjá Innkaupastofhun Reykjavíkur, sem m.a. hefur beðið Borgarendurskoð- un um upplýsingar um hversu mikið sé greitt fyrir aðkeypta vöru og þjón- ustu af borginni, auk verktöku. Það verður þó að hafa í huga að það er ekki alltaf hægt að beita útboðum og stundum orkar tvímælis að efiia til útboðs, t.d. við úthlutun á hönnun- arvinnu. En skýrar leikreglur verða að vera fyrir hendi. Ég hef óskað eft- ir upplýsingum um verkfræðivinnu og arkitektavinnu og á meðan svör hafa borist er ekki hægt að segja tíl um hvort tilteknir aðilar hafi setið fyrir um verkefni. Ef tilteknir aðilar hafa fengið mikið af verkefnum skapast sú hætta að alltaf sé verið að vitna í reynslu og þá sitji fáir og stór- ir aðilar að þessari vinnu, en erfitt fyrir nýja aðila að komast inn fyrir hringinn," segir Ingibjörg Sólrún.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.