Vikublaðið


Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 21. OKTOBER 1994 11 The Mask ★★1A> Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: Charles Russell Aðalhlutverk: Jim Carrey, Peter Riegert, Peter Greene, Amy Yas- beck Tex Avery nefiiist maður sem varð frægur fyrir að gera stuttar teiknimyndir fyrir MGM fyrirtækið í kringum iniðbik aldarinnar. Myndir hans þóttu framúrstefhukenndar og jafnvel djarfar (ffarn að því hafði lítið þekkst að teikniinyndafígúrur hefðu kynhviit') og. markaði Aver\' djúp spor bæði í sögu teiknimyndanna svo og í siðferðisvitund fólks á þessum tíma. Áratugum síðar ber ennþá á áhrif- um frá honunr í hinum og þessum teiknimyndum og nú er meira að segja búið að gera leikna bíómynd sem er gegnsósa af stílbrögðum hans. Fyrir nokkrum árurn síðan hefði þótt hreint ómögulegt að festa sjón- rænt grín Avery's á filmu en svo er tölvutækninni fi’rir að þakka að flest- ir vegir eru færir í þeim efnum nú til dags. Tölvubrellumar spila því óhjá- kvæinilega stóran þátt í myndinni „The Mask“ og em þær það eina við myndina sem er svo að segja óað- finnanlegt. Þær ná að endurskapa á stórkostlegan hátt þessar ffábæra grettur og ýktu viðbrögð sem ein- kenndu persónur Avery's og eiga stærstan þátt í því að gera myndina að þeirri skemmtun sem hún er. Oðrum liðum myndarinnar er ábótavant að mörgu leyti. Umgjörð handritsins nálgast það að vera hryðjuverk, persónumar em hrika- lega ótrúverðugar og innihaldsrýrar upp til hópa og dramatísk uppbygg- ingin á ekki nokkurt hrós skilið. Myndin hefði því verið í meira Iagi sorgleg ef ekki kæmu til áðumefndar brellur og manískur leikur Carrey's f titilhlutverkinu, sem fer hamfömm þegar best lætur. Fyrir utan Carrey er leikhópurinn í daufari kantinum enda reiðir hand- ritið sig algjörlega á hann og auka- persónur eru bara til staðar svo að Carrey hafi eitthvað að gera. Yas- beck Ieikur ljóshærða kynbombu, sem er eins konar holdgervingur Rauðhettu úr Avery myndunum, og líður persóna hennar helst fyrir það hversu hrikalega yfirborðskennt og ótrúlegt samband hennar og Carrey er í myndinni. En þrátt fyrir aragrúa af göllum í uppbyggingu er Mask vel heppnaður virðingarvottur til Tex Avery og uppfúl) af góðurn sjónrænum brönd- umm sem sverja sig mjög í ætt við teiknimyndir meistarans. Pulp Fiction ★★★★ Sýnd í Regnboganum Leikstjóri: Quentin Tarantino Aðalhlutverk: John Travolta, Saniuel L. Jackson, Uma Thur- man að er engum blöðum um það að fletta að Quentin Tarantino er búinn að koma sér þægilega fyrir í Hollywoodkerfinu, hvort sem það vill nokkuð með hann hafa eður ei. Þó svo að umdeilanlegt sé hversu ffumsaminn söguþráðurinn í ffum- raun hans, Reservoir Dogs, hafi ver- ið þá hafði hún til branns að bera ffábærar samræður og skemmtilega uppbyggingu sem fyrimiynd hennar, City of Fire, hefur vafalaust skort. Það skal þó gert ljóst að myndir Tarantinos em ekki allra tebolli, þær em hrottalegar í meira lagi og talsmátinn í þeim er engin sunnu- dagsskólaenska. Sjálfskipaðir siða- postular ættu því að halda sig fjarri en þeir sem em opnir fyrir örlítið groddalegri listsköpun ættu ekki að vera í neinum vandræðum með yfir- bragð myndarinnar. Líkt og í Reservoir Dogs er frá- sagnarmáti Pulp Fiction ekki jafii straumlínulagaður og gengur og gerist í hinni almennu Hollywood- mynd. Það er mikið um að atriði séu skilin eftir í lausu lofti og klámð þeg- ar líða tekur á myndina, tímaröðin er skemmtilega óregluleg ogTarantino kippir sér lítið upp við að kála aðal- söguhetjum þegar myndin er vart hálfiiuð. Þessi kaótíska uppbygging blæs fersku andrúinslofti í myndina og hnyttnar samræðurnar em hnit- miðaðar og heilsteyptar. Handritið hefur það fram yfir fyrri ritsmíðar Tarantino’s (Reservoir Dogs, Tme Romance) að rnaður fær að kynnast persónunum betur og þær virka enn raunvemlegri fyrir vikið. John Travolta kemur á óvart í hlutverki sem er á töluvert hærra plani en innlegg hans í Pottormaser- íuna. Hann fær meira að segja að dusta rykið af dansskónum og tel ég það mikið gleðiefni fyrir gamla Sat- urday Night Fever aðdáendur vítt og breitt, þó svo að sitt kunni hverjum að sýnast um dansfimi hans í mynd þessari. Samuel L. Jackson fær að líkindum stærstu rósina í hnappagat- ið af leikhópnum enda fær karakter- inn hans allar besm línurnar. Svo fer Christopher Walken á kosmm í pínkulidu aukaatriði þar sem Tar- antino beitir fyrir sig rómantísku háði með ffábæmm árangri. Það er alveg ótrúlegt hvernig Tarantino tekst að líta á spaugilegu hliðarnar á sora mannkynsins en atriði sem und- ir venjuleguin kringumstæðum þætm hneykslanleg virka bara hreint stórsniðug í meðfömm hans. Sumum kann að þykja þessi mynd tilefiiislaus lofsöngur til hrotta og misyndisinanna en mér finnst mynd- in alls ekki eiga þann stimpil skilið, hún tekur á málunum af kómísku innsæi og reynir hvorki að gera hetj- ur né bófa úr þeim þegar þær fremja hvert blóðugt illvirkið á fæmr öðm. Miþið væm bíómyndir Iíka leiðin- legar ef þær fjölluðu allar urn mis- kunnsama tryggingasöluinenn. M FLOKKSSTARFIÐ I Æskulýðsfylking ABR Félagsfundur Æskulýðsfylkingar ABR verður haldinn mánudaginn 24. október n.k. kl. 20:30 að Laugavegi 3. Dagskrá: Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Önnur mál Almennar umræður Alþýðubandalagið á Suðurlandi Fundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldinn í félagsheimili Ölfusinga í Hveragerði (við hliðina á Eden) laugardaginn 22. október kl. 10:30 Dagskrá: Kosning í kjörbréfa- og uppstillinganefndir. Skýrslur stjórnar Framboðsmál. Hvernig verður staðið að vali á framboðslista flokksins. Kosningaundirbúning- urinn. Stjórnmálaviðhorf: Margrét Frímannsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson Önnur mál. Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar fundinn kl. 13:30 Þátttökugjald er 1000 krónur. Þar er innifalinn hádegisverður og mið- degiskaffi á staðnum. Áætlað er að Ijúka fundarstörfum á tímabilinu 18-19. Um kvöldið verður haldin skemmtun á sama stað og hefst hún meðj mynd. Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.