Vikublaðið


Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2
2 ¥íðh©rf VIKUBLAÐIÐ 21. OKTOBER 1994 i BLAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91 )-813200 — Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Hrædd og mædd ríkisstjórn Strútar með hausinn grafinn í sand og endann uppí loft munu ekki þykja virðuleg sjón, enda líkingin notuð um þá hræddu sem eru á flótta frá veruleikanum og reyna að fela staðreyndimar fyrir sér og öðrum. Svona er ríkisstjórninni farið um þessar mundir þegar staðan í vaxtamálum er til um- ræðu. Ríkisstjómin gerði það að höfuðatriði þegar hún reyndi að telja landsmönnun trú um föst tök sín á efnahagsmálum að henni hafi tekist að koma vöxtum niður í 5%. Davíð Oddsson forsætisráðherra hreykti sér af árangrinum í stefnuræðu sinni í haust og sami boðskapur er á ferðinni í fjárlagafrumvarpi Friðriks Sófussonar. Nú em að hrannast upp vísbendingar um að þessi árangur er mestur í munninum á þeim tveim. Húsnæðisstofnun hefur reynt að taka ríkisstjómína á orð- inu með það að 5 % markið væri raunhæft og hefur í allt sum- ar boðið verðbréf á þeim kjömm. Enginn hefur viljað kaupa. Þess vegna hefur ríkissjóður þurft að leggja stofhtminni til heila 7 milljarða eins og Friðrik Sófusson hefur nú lagt fyrir alþingi að samþykkja í formi fjáraukalaga. Húsbréfin gengu heldur ekki út á þeim kjömm sem í boði vom með þeim afleiðingum að Seðlabankinn hljóp undir bagga og safhaði að sér húsbréfum fyrir 4 milljarða. Nú þeg- ar bankinn hinsvegar er búinn að kippa að sér höndum og „markaðurinn“ sem ríkisstjómin annars leggur ofurást á tek- inn við þá hækka vextir óðfluga í viku hverri og era nú komn- iruppí 5,6%. Seðlabankinn hefur tif viðbótar þessu þurft að að safha til sín gífurlega miklu magni af þeim ríkisverðbréfum sem fjár- málaráðherra hefur sett í sölu á þessu ári af þeirri einföldu á- stæðu að markaðurinn hefur ekki viljað líta við þeim. Samtals nema kaup Seðlabankans um 9 milljörðum króna. Þessa stað- reynd hefur Friðrik Sófusson reynt að fela með því að dylja það að aðalkaupandinn er Seðlabankinn en ekki einhverjir aðrir aðilar á hinum svokallaða frjálsa markaði. Með öðmm orðum, á meðan fjámiálaráðherra reynir að halda þeirri blekkingu á lofti að ríkisstjómin hafi náð árangri í vaxtamál- um með því m.a. að hætta handstýringu og láta markaðslög- málin gilda, þá blasir hið gagnstæða við; Seðlabankinn hefur verið í óða önn við að bjarga heiðri ríkisstjómarinnar á laun. Viðskiptaráðherra hefur nú orðið að hætta þessum látalát- um með samráðhermm sínum. Astæðan er sú að fjánnagnið streymir úr landi sem aldrei fyrr. Gjaldeyrisvarasjóður lands- manna hefur þorrið um fjórðung það sem af er árinu af þess- um sökum. Spáir ráðherrann því að þessi þróun muni halda áffam þangað til vextir verða hækkaðir að nýju. Af ofangreindu er ljóst að 5% vaxtamark ríkisstjómarinnar er ekkert annað en leiktjöld utan um ekki neitt nema það að sminka afleiðingar efhahagsstefnu ríkisstjómarinnar og dylja skipbrot hennar. En nú er geta Seðlabankans uppurin og engir á markaðn- um trúa því að það takist að halda uppi blekldngarleiknum öllu lengur. Það vita það allir sem vilja að árangur ríkisstjóm- arinnar í vaxtamálum er byggður á sandi. Hvað verður þá um efnahagsstefnu rikisstjómarinnar? Spurt er í ljósi þess að bæði í stefhuræðu forsætisráðherra og fjárlagaffumvarpi fjármálaráðherra er 5% vaxtamarkið talið forsenda þess að hægt verði að tryggja aukna atvinnu og auka umsvif. Hvemig æda þeir nú að sannfæra þrautpíndan al- menning um að Davíð hafi leitt þjóðina út úr kreppunni? Upp á hvaða bellibrögðum á nú að taka til að halda blekking- arleiknum gangandi ffamyfir kosningar? Glansmyndin sem kynnt var fyrir örfáum vikum er hmnin - og október rétt hálfnaður. NÆSIZJR 'A 'þAty&Á mÞfNVí^f^f^RHA YFIF . Sjónarhorn Tvenns konar sjónarmið Iyfirlýsingu Félags íslenskra heimilislækna í tilefni af árí fjöl- skyldunnar segir m.a.: „Meðal- vinnuvikan verður að styttast og launin að hækka.“ Er þetta rökstutt með því að annars sé ekki fyrir hendi nægur tími til samveru barna og for- eldra eða annarra fjölskyldumeð- Iima, en foreldrar séu „mikilvægasti hlekkur barnanna við landið, upp- runann og íslenska menningu" og að þessar samvistir séu heilsufarsleg nauðsyn og forsenda fyrir eðlilegum þroska barnanna. Og fleira er talið upp þessu til stuðnings. Þegar ég las þessar setningar kom upp í hugann annað sjónarmið sem sett hefur verið fram hvað eftir ann- að af hagffæðingum hér á landi og erlendis, að efriahagsvandann eigi að leysa með því að lækka launin, eink- um lægstu launin. Það á að víkja verkalýðsfélögum til hliðar og semja um það sem launagreiðandinn vill borga. Hið séða fer eftir sjónarhólnum Þarna koma fram tvenn sjónar- mið, tvær tillögur varðandi launakjör almennings, sem ganga í gagnstæðar áttir. Onnur leggur til kauphækkun, hin kauplækkun. í báðum tilvikum er átt við fólk í láglaunastéttum sem er reyndar orðinn býsna stór hópur. I báðum tilvikum er um að ræða yfir- Guðmundur Helgi Þórðarson lýsingar gefnar að yfirveguðu ráði og af þekkingu. Hvað kernur til að þess- ir tveir hópar hafa gagnstæða skoðun á þessu alvarlega máli? Eg held að þetta skýrist af mis- munandi staðsetoingu þessara hópa í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að þeir sem annast þjónustu við almenning verði að vera í nálægð við þann sem þeir eiga að þjóna til að gera sér grein fyrir stöðu skjólstæð- inga sinna, sjá vandamálin ffá þeirra sjónarhorni. Hagfræðingur sér kjör almenn- ings úr fjarlægð, þarf ekki að jafnaði að standa augliti til auglitis við af- leiðingar lágu launanna. Viðmæl- endur hans eru yfirleitt úr hópi há- launamanna. Hann gerir sér því ekki grein fyrir afleiðingum lágu laun- anna, fjarlægðin frá vandamálinu gerir hann blindan á það. Þarna er að vísu um einfalt reikningsdæmi að ræða og hagffæðingurinn reiknings- fróður og ræður yfir háþróuðum reiknivélum. En hann er bara ekki læs á þessa hluti af því að hann er ekki í nábýli við þá. Áhyggjur og ofálag Heimilislæknirinn lifir hins vegar og starfar í stöðugri nánd við allan almenning, ekki síst láglaunafólk. Hann er daglega að glíma við afleið- ingar lágu launanna, fátæktar og vanheilsu. Hvern dag þarf hann að glíma við streitueinkenni skjólstæð- inga sinna vegna of mikillar vinnu og öryggisleysis. Hann sér í návígi hvernig áhyggjur og ofálag sundrar heimilum, veldur vandamálum hjá börnum og unglingum og eitrar sainbúð hjóna svo fátt eitt sé nefht. Það er þessi stöðuga nálægð heirnil- islæknisins við afleiðingar umhverf- isþátta eins og lágra launa og ofþjök- unar sem gerir hann skyggnari á sambandið milli hins félagslega ástands í þjóðfélaginu og andlegs og líkainlegs heilsufars. Það er m.a. þessi sérstaða heimilis- lækninganna og raunar heilsugæsl- unnar í heild sem gerir það að verk- um að það ætti að vera forgangsverk- efni í heilbrigðismálum að ljúka við að byggja upp heilsugæslukerfið í landinu. Höfúndur er fyrrverandi heilsugæslulæknir. Aðalfundur Sellanna 1994 Sellurnar, hreyfing Alþýðubandalagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna heldpr aðalfund sinn laugardaginn 29. október nk. í veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti í Reykjavík. Hefst fundurinn kl. 11 og er áætlað að honum Ijúki kl. 14. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ákvörðun félagsgjalda. 3. Verkefni næsta starfsárs. 4. Konur og sveitarstjórnarstörf - ýmis sjónarhorn Framsögur flytja: Guðrún Ágústsdóttir, Reykjavík: Konur taka völdin Ingibjörg Sigmundsdóttir, Hveragerði: Konur missa meirihluta Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki: Konur auka fylgið Heiðrún Sverrisdóttir, Kópavogi: Konur innan Alþýðubandalagsins - völd eða valdaleysi • Stjómin Anna Kristín Heiörún

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.