Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 1
Laugardagur 5.2. | 2005
[ ]Minniskompa janúar | Ég kom til Íslands til að fá tilfinningu fyrir landslaginu | 4–5Hvað ef? | Hvernig hefði farið ef bandaríska byltingin hefði ekki orðið? | 8–9Heyrt að handan | Howard Hughes og Alexander mikli eiga tal saman hinum megin | 12
LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005
Þ
etta er í fjórða sinn sem
Þórður Ben vekur athygli á
sérstæðum hugmyndum
sínum um skipulag Vatns-
mýrarinnar, en 1982 lagði
hann allan vestursal Kjar-
valsstaða undir áætlun sína
um nýja miðborg með
óvenjulegum húsum úr hlöðnum steini og
gleri, og ylstrætum, sem tryggja áttu borg-
arbúum jafnaðarveðráttu á við þá sem oftast
nær ríkir sunnar í álfunni. Eitt af því merki-
legasta við þá skipulagssýningu, í raunhæfum
skilningi, var sú uppástunga hans að hafa brú
yfir Skerjafjörðinn og tengja þannig Naut-
hólsvíkina við Kársnesið svo hægt væri að
mynda eðlilega hringrás um kjarna höfuð-
borgarsvæðisins. Þannig gekk hann í berhögg
við þá nauðhyggju sem dæmdi Reykjavík til að
vaxa einvörðungu frá vestri til austurs eins og
langan orm, aðþrengdan og skilyrtan af flug-
vellinum.
Garðhús og ylstræti
Fæstir muna að Þórður var enn á ferðinni á
Kjarvalsstöðum, tveim árum síðar, á þeirri
ágætu sýningu Listahátíðar, 1984, sem nefnd-
ist 10 gestir, og var helguð tug íslenskra lista-
manna sem bjuggu erlendis. Þar sýndi hann
stórar teikningar af garðhúsum þeim og yl-
strætum, frá 1980, sem verið höfðu uppistaðan
í fyrstu sýningunni en jafnframt hafði hann
bætt við nokkrum nýrri verkum. Garðhúsin sá
hann fyrir sér sem tvílyft fjölbýlishús sem
kæmu í stað blokka og væru fyllilega sam-
keppnisfær við þær. Enginn kjallari var fyr-
irhugaður í þessum húsum Þórðar, enginn
stigagangur og engar lyftur, sem dró úr
grunnkostnaði þeirra. Húsgrindin sjálf átti að
vera stöðluð en ytra byrðið klætt sérkennum
landsins, hlöðnu náttúrugrjóti og pressuðum,
brenndum steini með sytrandi vatni niður
veggi. Þannig voru garðhúsin nær viðhaldsfrí
því ekki þarf að mála þau.
Í stað græna svæðisins umhverfis blokk-
irnar, með sínu takmarkaða nýtingargildi, sá
Þórður fyrir sér fagran skrúðgarð umhverfis
húsin og glerhvolf í stað þaks, undir hverju
væri innigarður. Hann fullyrti að þau hefðu
sem raðhús sama þéttleik og blokkarhverfi
upp á þrjár til fjórar hæðir. Þó var hann ekki
alls kostar afhuga blokkum því ylstrætin væru
götur með blokkum hvoru megin, tengdum
með hálftunnulöguðu glerhvolfi. Þar sem
blokkirnar voru skáhallandi eins og hálfgerðir
pýramíðar mátti hafa garða víðsvegar í aflíð-
andi stöllum þeirra. Stígar, garðflatir, gos-
brunnar og trjágróður áttu að umvefja versl-
anir, verkstæði, fyrirtæki og stofnanir en
íbúðir áttu að vera á efri hæðum. Á mótum yl-
strætanna áttu að vera torg, ýmist einföld og
björt, eða prýdd vatnslækjum eða klettum.
Auðvelt átti að vera að komast undir ylstrætin
til að gera við lagnir.
Til höfuðs hagnýtisstefnunni
Tveim árum síðar var Þórður enn á ferðinni, á
Listahátíð 1986, með framhaldssýningu í
Hlaðvarpanum. Frá upphafi var ljóst að stíll-
inn sem einkenndi byggingar hans var all-
flúraður; eins konar nýstíll; Jugend eða Art
Nouveau; sem einkenndi alþjóðlegan arkitekt-
úr áratugina fyrir og eftir aldamótin 1900. Það
er þetta einkenni sem gagnrýnendur Þórðar
staldra við þegar þeir draga raunhæfni skipu-
lagshugmynda hans í efa. Þeim finnst orka tví-
mælis að hægt sé að endurvekja liðna stílteg-
und. Í fyrstu sór Þórður af sér þörfina fyrir
afturhvarf til eldri stíltegunda, en núna, nær
tuttugu árum síðar, hefur hann sagt hagnýt-
isstefnunni – fúnksjónalismanum – stríð á
hendur fyrir að hún skuli hafa gengið af hefð-
inni dauðri með afgerandi hætti, ekki einasta
evrópskri hefð heldur hefð allra annarra
menningarsvæða. Á Netinu birtir hann yfir
tuttugu blaðsíðna yfirlýsingu sem fylgiskjal
með Borg náttúrunnar.
Þórði Ben er greinilega mikið niðri fyrir og
ástæðan er einkum sú að hann telur Reykjavík
vera komna allnærri óafturkræfu skipulags-
slysi. Þar er hann ekki að fjalla um eitt eða tvö
atriði í lagfæringu helstu umferðaræða heldur
alla umgjörðina eins og hún leggur sig. Hann
telur reyndar að heimsbyggðin öll verði að
sporna við stöðugri útþenslu borga og umferð-
ar, en einhliða áherslu hagnýtisstefnunnar á
nauðsyn bílsins telur Þórður vera draum mód-
ernismans um að yfirvinna náttúruna í krafti
tækni og vísinda, í staðinn fyrir að laga sig að
henni. Hann telur manninn vera að súpa seyð-
ið af endalausum tilraunum sínum til að hefja
sig upp yfir náttúruna.
Hvað sem segja má um einstök útfærslu-
atriði í skipulagshugmyndum hans þá lætur
Þórður brýnt málefni til sín taka með eft-
irminnilegum hætti. Hann bendir okkur á and-
varaleysið sem einkennir almenna um-
ræðu um okkar nánasta umhverfi með
þeim afleiðingum að æ erfiðara reynist 3
Er borginni við bjargandi?
Fram til loka febrúar verður hægt að sjá sýningu Þórðar Ben Sveinssonar, Borg náttúrunnar, í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar setur hann fram hugmyndir sínar um nýstárlegan
miðborgarkjarna í Vatnsmýrinni, þar sem Reykjavíkurflugvöllur breiðir nú úr sér og skilur
milli Skerjafjarðar og núverandi miðborgar Reykjavíkur. Sunnudaginn 6. febrúar verður svo
haldið málþing eftir hádegi í Hafnarhúsinu undir heitinu Borgin – Minnisvarði menningar.
Þar verður fjallað um borgina og skipulag hennar út frá menningarlegu sjónarmiði og stendur
Reykjavíkurakademían að þinginu ásamt safninu.
Eftir Halldór Björn Runólfsson | hbr@simnet.is