Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005
!
EITT sinn var ég staddur einn
míns liðs norður á Akureyri og
gekk þá inn á kaffihús í gili
einu þar í bæ. Þetta er auðvit-
að ekki í frásögur færandi, en
ég ætla mér samt að klæða
þennan atburð í kápu frásagn-
ar, svo aðrir geti dregið lær-
dóm og jafnvel haft gaman af henni.
Þegar ég gekk inn um dyr kaffihússins
þögnuðu viðstaddir og litu undrandi,
rannsakandi, allt að því
ásakandi á mig, bæði
gestirnir og afgreiðslu-
stúlkan. Það var eins og
ég hefði stigið inn í lif-
andi skáldsögu þar sem sögupersón-
urnar þekktu hver aðra og samhengið
sín á milli, vissu upp á hár hvað myndi
gerast næst og svo framvegis og urðu
því skiljanlega hissa þegar aðskota-
hlutur í líki óboðins gests gengur eins
og ekkert sé inn á sögusviðið og truflar
söguna og samtalið, setur allt úr sam-
hengi. Ástæða þess að nærvera mín
truflaði gesti kaffihússins á Akureyri er
einföld. Það þekktust allir þar inni og
áttu það sameiginlegt að þekkja mig
ekki. Ég – eins og geimfarinn á Apa-
plánetunni – passaði ekki inn í myndina.
Þetta var í raun ekki alvöru kaffihús,
svona eins og á götuhorni í Soho eða 5.
hverfi Parísar, heldur meira svona
heimili þar sem kaffibollinn kostar.
Menning (rótgróinn háttur, siður),
eins og hún birtist mér í fjölmiðlum, er
afmarkaður staður þar sem fyrirfram
ákveðinn hópur fólks kemur saman af
einhverju ákveðnu tilefni og skálar í
léttvíni og spjallar saman á léttum nót-
um. Svona viðburðir kallast alla jafna
„opnanir“ eða „frumsýningar“. Þar snýr
fólk baki í listina og snýr andlitum sam-
an, fylgist með innganginum.
Fókuspunktur svona viðburða er oft
áberandi maður úr listalífinu. Einn slík-
ur er uppi á hverjum tíma, rétt eins og
páfinn í Róm. Og eins og páfinn hverf-
ist tilvera menningarvitans um ímynd
frekar en innihald, um táknmynd í stað
lifandi trúar. Sumir segja hann trúð,
aðrir kalla hann snilling. Hann er auð-
vitað hvorugt. Bara fókuspunktur sem
brosir stöðluðu brosi í hverri viku á
mynd í blaði af enn einni opnuninni sem
er í raun alltaf sama opnunin, bara ör-
lítið mismunandi „hverjir eru hvar“.
Menningarvitinn er samt ekki menn-
ingin holdi klædd, til þess er hann of
meðvitaður um það hlutverk sitt. Slík
menning væri bara hold og því dauðleg.
Menningarvitinn er líka svo þekktur að
hann er sama sem ósýnilegur. Ímynd-
aður veruleiki.
Ef allt í einu birtist aðskotahlutur í
dyragætt svona viðburðar, t.d. róni,
bóndi eða sjómaður, færi öll samkoman
úr jafnvægi. Það væri eins og óboðinn
gestur stigi inn í þekkta skáldsögu.
Svona maður væri augljóslega ekki „á
réttum stað“, það sæju það allir inn-
vígðir. Í óhreinum fötum og lyktandi af
eigin hlandi, af skepnuhlandi eða fiski-
slori. Ef til vill héldi fólk að um grín
eða gjörning væri að ræða, og svipast
um eftir sjónvarpstökuvélum, blaða-
mönnum og þekktu fólki úr fjölmiðlum.
En af sakleysinu í augum boðflenn-
unnar að dæma, sem og af sama hissa-
svipnum á öllum viðstöddum, kæmist
hinn þögli og vandræðalegi fjöldi fljótt
að því að hér væri um eitthvert klúður
að ræða. Svona manni yrði vísað á dyr,
og hann yrði því eflaust feginn. En á
meðan hann stæði í gættinni og truflaði
skynjun, líðan og meðvitund allra við-
staddra væri um listrænan viðburð að
ræða sem slægi algerlega út þá list sem
væri verið að „opna“ eða „frumsýna“
það skiptið.
Slíkur maður, á slíku augnabliki, væri
menningin holdi klædd. Svo óvæntur að
hann yrði ógleymanlegur, sama sem
ódauðlegur. Raunveruleg ímyndun.
Ómeðvitaður hryðjuverkamaður af
póstmódernískum uppruna.
Íslensk menning er kaffihús á Ak-
ureyri. Ég fékk mér latte til að taka
með.
Froðu-
kaffi
Höfundur er rithöfundur.
Eftir Stefán
Mána
stefan.mani@
simnet.is
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Myndlistarmaðurinn Heimir Björg-úlfsson komst í hann krappan ísíðustu viku þegar hann var sak-aður um að eigna sér 43 fugla-
myndir sem unnar höfðu verið af Sigurði Val
Sigurðssyni fyrir Fuglahandbók Arnar og Ör-
lygs. Heimir hafði búið til munstur úr teikn-
ingum Sigurðar og látið prenta á veggfóður sem
var stór hluti af sýningunni
„Alca torda vs. rest“ í gall-
eríi Kling og Bang á Lauga-
veginum.
Sigurður, sem sá fuglamyndirnar sínar aug-
lýstar í sjónvarpsþættinum Mósaík sem hluta af
sýningu Heimis, fór rakleiðis á fund listamanns-
ins og spurði hvort hann hefði leyfi til að
skreyta veggfóður sýningarsalarins með teikn-
ingunum og að auki sjálfa sýningarskrána, en
fjórtán fuglamyndir eftir Sigurð prýddu forsíð-
una samkvæmt frétt DV um málið. Segir Heim-
ir svo sjálfur frá að hann hafi gert þau mistök að
svara spurningunni „óskýrt játandi“, enda ekki
stemmdur í rökræður við „einhvern furðufugl“.
Þegar Sigurður lýsti því yfir að hann væri höf-
undur fuglateikninganna baðst Heimir afsök-
unar og viðurkenndi „að þetta hafi nú verið lé-
leg framkoma sem hann ætti ekki skilið og
vonandi hafi hann ekki móðgast um of“.
Heimir telur berlega að sókn sé besta vörnin
því að í yfirlýsingu sem hann sendir DV um
málið segist hann hafa þegið myndir Sigurðar
að láni rétt eins og Marcel Duchamp gerði með
undirskrift sinni á hlandskál snemma á síðustu
öld. Myndir Sigurðar hafi nú einnig tekið veiga-
miklum breytingum því að í handbók Arnar og
Örlygs séu þær einungis útskýringarteikn-
ingar, en nú útgefin myndlist. „Frekar vonaðist
ég til að Sigurður fylltist stolti af litlu fjöðr-
unum sínum á þeirra nýja flugi“ segir Heimir í
yfirlýsingu sinni.
Samanburðurinn við Duchamp er athygl-
isverður, en til þess að fuglateikningar Sigurðar
öðlist þá virkni í sýningarrýminu sem hlandskál
Duchamps hafði, verða sýningargestir að vita
að myndirnar á veggfóðrinu eru ekki eftir
Heimi og að sjálf lántakan búi yfir einhvers
konar merkingu. Hið sama má segja um álkuna
sem sat á stöpli í miðjum sýningarsalnum (sýn-
ingin dregur nafn sitt af henni), því gera má ráð
fyrir að Heimir hafi ekki heldur stoppað hana
upp. Mér er reyndar til efs að hann hafi límt
upp veggfóðrið umdeilda sem umlykur sýning-
arsvæðið. Enda lítur Heimir á sig sem lista-
mann, en ekki sem teiknara, veggfóðrara eða
uppstoppara. Ólíkt litlu gulu hænunni sem
þurfti að gera allt sjálf, takmarkast hugarflug
nútímalistamannsins ekki af kunnáttu- eða
getuleysi hans, alltaf er hægt að ráða fólk í að
vinna verkin, eða bara þiggja þau að láni.
Vart er hægt að ímynda sér þá agndofa undr-
un sem greip sýningargesti frammi fyrir „Gos-
brunni“ Marcels Duchamps árið 1917, sér-
staklega þegar haft er í huga að nú hefur
undrunin löngu vikið fyrir sjálfumglaðri örygg-
iskennd. Í áttatíu og átta ár hefur notaleg
keytulyktin úr hlandskál snillingsins nært list-
fræðina og djúpt niðri í brunninum hafa heilar
kynslóðir listamanna lifað og hrærst, án þess að
nokkru sinni hafi vaknað með þeim löngun til að
gægjast upp fyrir emaléraðan barminn.
Gnóttaskál Duchamps hefur enn ekki verið
tæmd og litlar horfur eru á því að það verði gert
í bráð.
Þó hefur það margsinnis verið reynt. Árið
1961 skeit ítalski listamaðurinn Piero Manzoni í
90 niðursuðudósir og innsiglaði þær síðan eftir
kúnstarinnar reglum. Hver númeruð dós hefur
að geyma 30 grömm af listamannssaur og á
prentuðum merkimiða stendur á ítölsku og
ensku: „Merda d’artista“ og „Artist’s Shit“.
Manzoni lést árið 1963 aðeins þrítugur að aldri
og lifði því ekki að sjá þessa róttækustu lista-
furð sína hljóta verðugan sess á listasöfnum um
allan heim. Dósakúkurinn þykir slíkt fágæti og
fagurfræðilegt hnoss að verðið á honum hefur
rokið upp úr öllu valdi. Þannig var ein dós slegin
á rúmar 4 milljónir króna á uppboði hjá Sothe-
bys árið 1991. Manzoni-saurinn er merking-
arbær afurð í augum fagurkeranna vegna þess
að hann færir listunnandann nær listamann-
inum. Kúkurinn vekur með honum ferska upp-
runatilfinningu, um leið og hann lyftir hinu lága
í himinhæðir á íróníska vísu. Þó er list-
spekúlöntum sjaldan hlátur í huga.
Manzoni tók líkt og Duchamp hluti úr um-
hverfi sínu eignarhaldi. Hann gekk svo langt að
skrifa nafn sitt á nakta líkama og skapa með
undirskrift sinni skúlptúr úr því sem áður var
einstaklingur af holdi og blóði. Nærvera lista-
mannsins nægði þannig til að tryggja að hinn
listræni merkingarauki kæmist til skila. Annað
þurfti hann ekki að gera.
Nú halda eflaust ýmsir að ég hafi í hyggju að
setja fram ósköp gamaldags hugmyndir þar
sem farið sé fram á að listamenn hætti að þvo
sér (og öðrum) upp úr aldargömlu hlandi Du-
champs og að þeir brjóti vinsamlegast koppa
sína í eitt skipti fyrir öll. Því fer fjarri. Niður-
staðan af þessum vangaveltum mínum er líka
langt í frá sú að eingöngu vondir listamenn kúki
í dós. Slíkt væri ósmekklegt, úr takti við tíð-
arandann og bæri vott um listrænan vanþroska
undirritaðs.
Þó læðist stundum að mér skelfilegur grun-
ur. Hvað ef Manzoni kúkaði ekki sjálfur í dós-
irnar? Hvað ef hreini listamannssaurinn reynist
vera eitthvað allt annað? Jafnvel kúkur af óæðri
sort, t.d. eitthundraðprósent kúkur úr teiknara,
uppstoppara eða veggfóðrara? Hugsum þá
hugsun ekki til enda.
Litla gula hænan
’Nú halda eflaust ýmsir að ég hafi í hyggju að setjafram ósköp gamaldags hugmyndir þar sem farið sé fram
á að listamenn hætti að þvo sér (og öðrum) upp úr ald-
argömlu hlandi Duchamps og að þeir brjóti vinsamleg-
ast koppa sína í eitt skipti fyrir öll.‘FjölmiðlarEftir Guðna Elísson
gudnieli@hi.is
ÉG HEF það á tilfinningunni að sótthreinsaðar bókmenntir séu að verða vinsælli og vinsælli
– „A masterpiece of craftsmanship“ segir í dómi um nýjustu bók Ishiguro. „Send a copy to
the Swedish Academy“ – handbragðið nýtur svo mikillar virðingar að menn hugsa til þess
með hjartað í buxunum að bækur þeirra verði óvart prentaðar með einni einustu bögu. En
það gerist ekki, því eftir yfirlestra frá 40 manns situr ekki einn einasti agnúi eftir. Sem er að
einhverju leyti miður, því agnúar eru þrátt fyrir allt snertifletir. „Kaldranalegur fagur-
fræðifasisti“ sagði vinur minn í dag um Paul Auster. Þessi fagurfræði yfirpródúksjónar á
texta og uppbyggingu er dálítið þreytt, og ég er hreinlega farinn að fá höfuðverk af henni.
Þetta þarf auðvitað ekki að þýða að bækurnar séu vondar, ekki frekar en Rolling Stones
hafa versnað við að fá betri græjur – en það breytir mjög litlu um að mér þykir meira gaman
að hlusta á upprunalegu upptökurnar af Let it bleed en mér þótti að hlusta á lagið með brjál-
æðislega dýrum reverb-gítareffekt, nýjasta yamaha-rafmagnspíanóinu og dýpri og fyllri
bassa á Parken ’98. Lagið var enn gott, en það er svo lítið attitúd í því sem er hreint, svo lítið
blóð, svo lítið líf. Mér finnst The White Stripes vera betri hljómsveit en The Hives, The
Strokes og The Queens of the Stone Age samanlagt. Ekki það ég geti ekki tjúttað við þær all-
ar – ég er svo líbó.
Æi, þetta er samt léleg samlíking. Ég er að reyna að segja eitthvað, en það smýgur ekki al-
veg í gegn. Ég finn lyktina af tilgerð og rembingi í annars góðum bókum, jafnvel mjög góð-
um. Hemingway sagðist ekki skilja hvernig jafn slæmur höfundur og Dostójevskí gæti haft
jafn mikil áhrif á lesendur sína og raun bar vitni (ef einhver kannast við þessa tilvitnun og
man hvar hana er að finna, nennir jafnvel að fletta því upp og segja mér hana, yrði ég mjög
þakklátur). Mig grunar að ástæðuna sé ekki síst að finna í því að Dostójevskí skrifaði eins og
manneskja, frekar en „rithöfundur“ – hann sýndi sögunni meiri virðingu en textanum. „Málið
er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir,“ sagði Einar Örn og hafði víst eftir Braga Ólafs-
syni – sem svo aftur virðist mjög umhugað um að sýna hvað hann getur þegar það kemur að
bókmenntum – á meðan mér virðist Dostó hafa verið umhugaðra um hvað hann gerði.
Eiríkur Örn Norðdahl
www.blog.central.is/amen/
Sótthreinsaðar bókmenntir
Morgunblaðið/Ásdís
Borg ljósanna.
I Nú er myrkur í Reykjavík. Það hangir yfirhenni eins og dómsdagur. Ljósin kvikna
seint og illa. Það getur varla nokkur maður
vitað hvert hann stefnir. Myrkrið er bara klof-
ið og látið skeika að sköpuðu um hvað fyrir
verður. Og þetta myrkur hvílir ekki aðeins yfir
götum borgarinnar – lýstar af ljóskerum sem
hanga úti á enda heljarlangra staura sem slúta
framyfir sig einn og einn á stangli vítt og
breitt um bæinn – þetta myrkur hvílir yfir öll-
um leiðum í skipulagi
hennar. Allar liggja þær
til fjalla, upp á heiðar og út í móa, einkum út í
móa, hraðbrautir inn í myrkrið. Fólk er líklega
löngu búið að gefa upp alla von um að það finn-
ist nokkurn tímann leið út úr þessum fjára,
borgin verður á endanum úti á heiðinni, kalin á
sál og líkama.
II Enn einn borgarstjórinn er kominn tilsögunnar í Reykjavík. Hann er ungur, af
alveg nýrri kynslóð borgarstjóra. Hann hefur
áhuga á skipulagi og er menntaður í sagn-
fræði, veit um myrkur miðaldanna, tíma grút-
artýrunnar í borginni, steinolíubyltinguna og
gasstöðvarundrið sem kveikti 207 ljósker á
götum bæjarins snemma hausts 1910 og svo
auðvitað rafvæðingu borgarinnar. En samt
talar hann um nauðsyn þess að hafa flugvöll í
Vatnsmýrinni eins og fyrirrennarar hans.
Nauðir níu. Hvenær lýkur þessari sögu? Hver
stígur hjól hringekjunnar af svo miklum
krafti? Hver er sá vondi maður sem stendur á
bak við þetta plott? Hver er flækjan? Hvenær
kemur lausnin? Deus, hvar ertu nú?
III Það hefur lengi verið myrkur í Reykja-vík. Í lok nítjándu aldar skrifaði Gestur
Pálsson skáld svona um þennan stað: „…í
flestum húsum einhverjar ljóstýrur fyrir
heimilisfólkið, ætíð það minnsta, sem komist
verður af með, og fyrir utan þennan fátæklega
ljóshring, sem þessar „familíu“-týrur gera,
ekkert nema kolsvart myrkur, niðdimm nótt,
sem ekki veit af því, að nokkurt ljós eða nokk-
ur himinn sé til.“
Nú er ljósið í Reykjavík ofan í jörðinni. Þar
hleypur það eftir leiðslum frá Orkuveitunni
sem hirðir hins vegar ekki um að lýsa okkur
veginn ofanjarðar. Þar er einna helst ljós frá
bílamergðinni sem rennur eftir hraðbraut-
unum stystu leið upp á heiði. Líklega endum
við neðanjarðar, þar er framtíðin og skynsem-
in, er okkur sagt, ljósglæta undir moldum sem
mun leiða okkur inn í nýja tíma, inn í ofbirtu
viskunnar, upplýsingu á ljóshraða – við bíðum
eftir ofurveru í neðraveldi þar sem myrkrið
hefur vikið að eilífu.
IV Hvenær tekur þessi vitleysa enda?Hvenær lýkur þessu hernámi Vatns-
mýrarinnar? Það eru sextíu ár síðan stríðinu
lauk! Hvaða ósköp eru þetta? Hvenær í ósköp-
unum ætlar myrkrið að víkja úr þessari borg?
Við bíðum. Og við bíðum. Við bíðum. Enn
blaktir ekki á skarinu í Ráðhúsinu.
Neðanmáls