Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005
3. janúar
E
itt fyrsta þrívíddarverk Roni Horn, sem er
samþætt texta, vekur kenndir um marg-
slungið eðli skynjunarinnar. Thicket No. 1
[Hekk nr. 1] (1989–90) er kubbur úr áli en
eftir tveimur hliðum hans er grafin setningin
„To see a landscape as it is when I’m not
there“ [„Að sjá landslag eins og það er þegar ég er ekki þar“].
Thicket er geómetrískt, vélunnið, ber ekki vott um að vera
ályktun af náttúrulegu umhverfi; eina vísun verksins í lands-
lag er orðið sjálft. Andstæðan sem fólgin er í formi verksins
og staðhæfingarinnar sem sett er fram í orðum speglast í
sögu hugtaksins „landslag“, hugtaks sem upprunalega vísaði
til málverks af náttúrulegu umhverfi. Af því
leiðir að það að sjá landslag er að sjá nátt-
úrulega umhverfið í myndrænum skilningi.
Verk Horn tjáir löngun til að þekkja heiminn
án íhlutunar sjálfsins; að sjá heiminn í stað þess að lesa heim-
inn. Það felst þó auðvitað kaldhæðni í því að ekki skuli vera
hægt að sjá Thicket sem verk án þess að lesa það.
Bandaríska nítjándu aldar skáldið Emily Dickinson skrifar
að „Perception of an object costs / Precise the Object’s loss“
[Kostnaður við skynjun hlutar / samsvarar missi þess sama
hlutar]. Við að horfa á eitthvað, horfa fast, sviptir maður hlut-
inn leyndardómi sínum og launhelgi, gerir kunnuglegan þann
framandleika sem fékk mann til að horfa, til að horfa fast, til
að byrja með. Dickinson staðhæfir að „Perception [is] in itself
a Gain / Replying to its Price“ [„Skynjun [er] í sjálfu sér gróði
/ sem svarar til síns verðmætis]. Listgagnrýni er svar; hún
svarar til þess kostnaðar er felst í að horfa. Svarið eyðir fjar-
lægðinni frá hlutnum á sama tíma og það kortleggur fjarlægð-
ina. Áhættan við að skrifa um list er sú að fjarlægðin sem er
kortlögð er ýmist tæmd, eða skreytt líkt og miðaldakort.
Það var sérviska nítjándu aldar skáldsins Emily Dickinson
og strangur einfaldleiki póstmínimalíska myndhöggvarans
Roni Horn sem dró mig til Íslands. Í lok níunda áratugarins
varð ég heilluð af fjórum bálkum verka sem byggðust á lestri
Horn á Dickinson. Línur úr tuttugu og þremur ljóðum Dick-
inson og einu bréfi eru sýndar í formi álstanga og ferhyrn-
inga. Sumir áhorfendur álitu þessa umbreytingu á gáska-
fullum ljóðmælum Dickinson yfir í hárnákvæma vélunna hluti
vanhelgun á vífilengjum og tætingslegum línum Dickinson.
Mér fannst þessir hlutir næmir gagnvart setningarfræðileg-
um skringilegheitum skrifa Dickinson um leið og þeir voru
þvermóðskulega þrívíðir. Þetta vakti forvitni mína; þótt verk
grundvölluð á texta hafi verið algeng í listum síðan á þriðja
áratugnum, þá voru Dickinson-verk Horn tilkomumikil í rann-
sókn sinni á því hver upplifunin af skúlptúr er og hver upplif-
unin af ljóðrænum texta er. Meðvituð um að Ísland var lista-
manninum mikilvægt kom ég til þessa lands á Fulbright-styrk
haustið 1997, til að auðga skrif mín um Dickinson-verk Horn.
Ég kom til Íslands til að fá tilfinningu fyrir landslaginu, til að
sitja í jarðfræði- og tungumálatímum, og til að fylgja þræði
sem tengdist notkun Horn á textum og hugsanlegum
tengslum við reynslu hennar af landslagi á Íslandi.
Þessa fyrstu mánuði á Íslandi hafði ég lítinn áhuga á list-
sýningum; það var ljósið og landslagið sem athygli mín beind-
ist að. Á ferðalögum, yfirleitt með öðrum útlendingum, gaum-
gæfði ég samviskusamlega bláu skiltin sem vísuðu á
„áhugaverða staði“. Skiltin voru fyrirheit um að þarna væri
eitthvað – foss, hraun, útsýni – og ég leitaði þessa einhvers-
staðar sem var ekki nokkursstaðar, gleymdi að það var skiltið
sem kom mér þangað jafnvel á meðan ég meðtók það sem
skiltið lofaði. Veturinn 1998, er ég ráfaði inn á sýningu á Ný-
listasafninu, rakst ég á röð af þessum bláu skiltum í formi
landslagsmálverka Einars Garibalda Eiríkssonar. Hvert skilti
bar titil þess staðar sem því var hnuplað á. Ég þekkti stað-
arnöfnin. Ég gat kinkað kolli, já, ég hef komið þangað, og
þangað. Skiltin voru merki á veginum; á galleríveggnum voru
þau þó áminning um allar þær leiðir sem ég gat ekki séð. Ég
kunni að horfa, en kunni ekki að sjá án þess að horfa. Það tók
mig nokkur ár í viðbót að átta mig á því að titlar Einars eru
ekki bara staðarnöfn, heldur vísa til titla á vel þekktum ís-
lenskum landslagsmálverkum. Stolin skiltin stóðu fyrir
ákveðnar myndir sem mótað hafa reynslu Íslendinga af lands-
lagi, þessi nafntoguðu málverk höfðu sjálf hlutverk vegaskilta.
Ég man ekki hvenær mér varð fyrst ljóst að mikið var búið til
af áhugaverðri list á Íslandi. Tilfinning mín fyrir þeirri starf-
semi var vissulega vakin er ég kynntist safni Péturs Arason-
ar, en ég rek upphaf þess sem er nú orðið að alvarlegum
áhuga á samtímalist íslenskra listamanna til stefnumótsins við
„landslagsverk“ Einars Garibalda; með því að gera mig sjálfs-
meðvitaða sem áhorfanda að íslensku landslagi varð ég áhorf-
andi að íslenskri list.
7. janúar
Fyrsta minning mín tengd lestri er reyndar af því að ég þótt-
ist lesa. Ég hef ekki verið meira en fjögurra ára, sat í stól
með opna bók sem faðir minn átti og hermdi eftir lestri. Það
fólst í því að horfa á blaðsíðu í ákveðinn tíma, bíða, og fletta
síðan blaðsíðunni. Það sem mér finnst áhugavert við þessa
minningu er að frumskynjun mín á því hvað lestur er fólst
ekki einungis í kyrrðinni, heldur í tilteknum hraða á auganu
og blaðsíðunni. Næsta minning mín tengd lestri var reynslan
af því að ljúka í fyrsta sinn við kaflaskipta bók, sjö ára að
aldri. Ég byrjaði á The Middle Sister [Miðsysturinni] eftir há-
degi og þegar ég lauk henni nokkrum klukkustundum síðar
var ég furðu lostin yfir því að svo mikill tími skyldi hafa liðið
án þess að ég fyndi fyrir honum. Þetta var fyrsta reynsla mín
af því að „koma úr kafi“ eftir að hafa verið niðursokkin í bók.
Ég man eftir orðum sem hlutum, svörtum merkjum á blaðsíðu
sem létu ekki undan tilliti mínu; og ég man eftir því augna-
bliki þegar svarta merkið hvarf og tilfinning fyrir líkama mín-
um með því. Það sem ég man ekki er þetta millibilsástand,
ferlið þar sem maður lærir að sjá orðin með því að sjá ekki
stafina. Launhelgar lestrarins eru fangaðar í verki Birgis
Andréssonar frá 1993 er heitir Small Poem – House Poem
[Lítið ljóð – Húsaljóð], sem er til sýnis í Safni. Ljóð Birgis
samanstendur af fjórum röðum af formum myndleturs, sem
búið er að skera út í svartan pappa og líma á A4-arkir. Hvert
form fyllir og hólfar blaðsíðuna niður; lögun dularfulls mynd-
leturs Birgis er innblásin af grunnteikningum torfbæja –
áminning um að orðið „stanza“ [erindi] er dregið af ítalska
orðinu yfir „herbergi“. Torf var um aldir helsta bygging-
arefnið, og þar sem torf skýldi samfélaginu kom bókmennta-
málið fram á sjónarsviðið í formi skjóls. Maður sveiflast á
milli þess að lesa formin á myndrænan hátt (eins og stafi) og
þess að lesa þau eins og form úr byggingarlistinni sem hörfa
inn í hið þrívíða rúm.
Fyrir nokkrum árum sá ég stærri útfærslu af þessu verki í
Listasafni Reykjavíkur; þar voru yfir sjötíu og fimm grunn-
teikningar í fjórum röðum, dreift yfir einn vegg. Einkenni
ljóðlistar módernistanna er að þar eru rýmishugsanir í for-
grunni; á borð við þær að blaðsíðan sé leikvöllur, að hægt er á
lestrinum með því að láta samhengi setningar flæða á milli
ljóðlína, auk þess sem þeir einbeittu sér að líkingum í stað
frásagnar – en allt þetta virðist hafa verið kallað fram af þess-
um svörtu táknum sem birtast bæði sem strúktúr og uppbrot
á formi. Birgir sagði mér þó að grunnteikningarnar væru end-
urteknar sem sjónræn eftirlíking af bragfræði ferskeytlunnar
– forms sem er jafn ólíkt tvístrun Stéphane Mallarmé og
hugsast getur. Lestur minn er í biðstöðu; þetta verk kallar
ekki fram hið ljóðræna heldur bundið mál, kveðskap sem
Bjarti í Sumarhúsum hefði líkað.
Í nýlegum flokki verka eftir Birgi, Build [Byggja] (2004), er
tungumálið dregið fram sem bæði skjól og afhjúpun. Um er
að ræða pappakassa og í yfirborð þeirra er búið að skera rétt-
hyrninga og ferhyrninga: hver pappakassi er flókin útfærsla á
opum; pappinn sjálfur ekkert nema vinnupallar. Mynstrið í
skurðinum ákvarðast af því hvaða stafir voru á kössunum;
formin eru „byggð“ með því að fjarlægja stafina, svo eftir
stendur ekkert nema ómerktur kassinn. Þetta er sjónræn út-
færsla á gátu tungumálsins, en eðli þess, sem táknkerfis, er
að vísa til þess sem ekki er til staðar. Tungumálið markar
fjarveru; á pappakössum Birgis koma götin (lögun fjarver-
unnar) samt sem áður í stað tungumálsins. Orðin sem merki
fjarverunnar eru sjálf fjarverandi, og hvert hver kassi fyrir
sig hefur glatað getu sinni til að geyma innihald. Upp í hug-
ann kemur staðhæfing átjándu aldar heimspekingsins Gott-
holds Lessing, þegar hann færði rök fyrir grundvallargrein-
armun á málaralist og ljóðlist: „Hjá skáldinu er kjóll ekki
kjóll; hann hylur ekkert; ímyndunarafl okkar sér alltaf í gegn-
um hann.“
16. janúar
Other Parts [Aðrir hlutar], nýlegt myndbandsverk eftir Heimi
Björgúlfsson, hefst þar sem listamaðurinn, klæddur í felulita-
búning, bindur um það bil sjö metra langt reipi, sem fest er
við tré, við mittið. Hann heldur síðan áfram og vefur viska-
stykkjum um reipið áður en hann festir með vír hausa og
vængi af rjúpum eftir því endilöngu. Reipið er síðan vætt með
kveikjaragasi og kveikt í því. Eldur blossar upp um leið og
listamaðurinn hallar sér eins mikið aftur og reipið leyfir þar
til eldurinn slítur reipið og hann dettur. Verk Heimis var sýnt
í Kling og Bang-galleríinu á sama tíma og textílfélagið var
með sýninguna Northern Fibre V [Textíllist] í Listasafni
Reykjavíkur. Á þeirri sýningu var reynt að varpa fram spurn-
ingum um hugmyndafræðileg og efnisleg mörk einhvers sem
kallast „textíllist“. Þar sem ég skrifaði grein í sýningarskrá
sýningarinnar hafði ég eytt miklum tíma í að hugsa um vinnu-
aðferðir textílsins í samtímalist. Þegar ég horfði á Other
Parts lék ég mér að því að setja þetta myndband í samhengi
textíllistar. Af hverju ekki? Tæknin var til staðar: vafið og of-
ið. Efnið var til staðar: reipi, vír, þráður, lín. Höfðað var til
hins heimilislega. Þótt listamaðurinn hafi verið í felulitabún-
ingi voru þessir fuglshlutar afskurður frá undirbúningi jóla-
máltíðarinnar, með öllu því sem hún gefur til kynna um fjöl-
skyldu, bæði sem hreiður og gildra. Greinarmunurinn á
myndbandi Heimis og flestum textílverkum felst þó í leið-
anum. Menningargagnrýnandinn Rick Poynor lýsir leiða sem
„tilvistarlegri afleiðingu ofgnógtar“. Hann er eins konar ör-
mögnun. Textíllist, eins endurtekningarsöm og óhófleg og
Svörður atkvæðanna,
Næstu mánuði mun Lesbók birta eins konar dagbókarfærslur
Evu Heisler þar sem hún hugleiðir myndlist í íslensku menn-
ingarlandslagi. Í þessari fyrstu grein fjallar hún um verk eftir
Roni Horn, Birgi Andrésson, Einar Garibalda Eiríksson,
Heimi Björgúlfsson og Hlyn Helgason.
Eftir Evu Heisler
evaheisler@
yahoo.com.
Small Poem — House Poem eftir Birgi Andrésson Ljóð Birgis samanstendur af fjórum röðum af formum myndleturs, sem búið er að skera út
í svartan pappa og líma á A4-arkir. Myndin er tekin á sýningu Birgis í Safni sem lauk fyrir skömmu.
MINNISKOMPA
Janúar