Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005
L
itlu hefði mátt muna að bandaríska
byltingin færi út um þúfur, eða
jafnvel að af henni hefði ekki orðið
yfir höfuð. Án hennar hefði franska
byltingin aldrei getað orðið, í fyrsta
lagi var hin bandaríska fyrirmynd
hinnar mun róttækari frönsku bylt-
ingar, og í öðru lagi leiddi þátttaka
Frakklands í bandarísku byltingunni af sér gjaldþrot
franska ríkisins, sem svo aftur var beinn aðdragandi
byltingar þar í landi. Þó að Maó formaður hafi sagt að
enn væri of snemmt að segja fyrir um áhrif frönsku bylt-
ingarinnar átti hún þó stóran þátt í að breiða út hug-
myndina um mannréttindi og lýðræði um alla Evrópu og
þaðan um allan heim. Hvernig tekist hefur að framfylgja
þeim hugmyndum er svo annað mál. En hvernig hefði
heimurinn orðið án byltinganna tveggja sem sett hafa
mark sitt á alla söguna síðan?
Franska Norður-Ameríka
Frakkar töpuðu Frakka- og indíánastríðinu, sem stóð ár-
in 1756 til 1763 og var nefnt sjö ára stríðið í Evrópu. Með
ósigrinum misstu þeir nýlendur sínar bæði á Indlandi og
í Norður-Ameríku. Eftir stóð
Bretland sem langöflugasta ný-
lenduveldið. Þetta opnaði reyndar
einnig leiðina að sjálfstæði Banda-
ríkjanna, því þegar búið var að ýta
Frökkum út úr Norður-Ameríku töldu enskumælandi
nýlendubúar þar sig minna þurfa á móðurlandinu að
halda sér til verndar. Það er svo kaldhæðni örlaganna að
það voru Frakkar sem snerust á sveif með Bandaríkja-
mönnum í frelsisstríði þeirra og tryggðu þeim sigurinn.
Almennt er talið að ástæðan fyrir því að Bretar komu
sér upp meira nýlenduveldi en Frakkar hafi fyrst og
fremst verið landfræðileg. Bretar búa á eylandi og gátu
því einbeitt sér að því að byggja upp flota sinn, en
Frakkar eru meginlandsríki með langri strandlínu og
þurftu því að keppa við Breta um flotastyrk jafnt sem við
meginlandsveldi Evrópu um herstyrk. Þeir hafi því orðið
undir í samkeppninni þar sem þeir gátu ekki sigrað bæði
á landi og á sjó í einu. Hefur átökum Napóleons við
Breta til dæmis verið líkt við bardaga hvals og fíls, þar
sem hvorugur aðilinn gat komið höggi á hinn.
En svo þurfti þó ekki endilega að fara. Þegar Frakkar
lögðu undir sig Kanada á 17. öld eignuðust þeir stærstu
nýlendu Evrópubúa utan Evrópu síðan Spánn hafði lagt
undir sig Suður-Ameríku öld áður. Þeir höfðu því tals-
vert forskot á Breta. Árið 1663 voru ráðamenn í París
meira að segja búnir að koma sér upp heildaráætlun, þar
sem Kanada varð eign krúnunnar og stjórnað eins og
frönsku héraði. Vestur-Indíafélag (eyjur karabíska hafs-
ins voru enn kallaðar Vestur-Indíur vegna misskilnings
Kólumbusar) var stofnað til að stjórna verslun við ný-
lendur Frakka í karabíska hafinu. Áttu svo nýlendur
þeirra í Norður-Ameríku að sjá hver annarri fyrir vist-
um jafnt sem að versla við móðurlandið. Var ætlunin að
þær myndu vaxa og teygja sig til Kyrrahafs í austri og
Mexíkó í suðri.
En hvorki þeir loðfeldskaupmenn né Jesúítar sem
byggðu Kanada sáu hag sinn í að breiða út heimsveldið.
ir í að verða tollabandalag og
Bretland fyrir utan. Og að sjá
stutt herferðir Bandaríkjann
an Bretland og Ástralía hefðu
gangi Galla.
Breska Norður-Ameríka
Mun fleiri vangaveltur um hv
hefði ekki misst nýlendur sín
verið festar á blað en þær hu
ur-Ameríku sem ég set fram
erkiheimsvaldasinninn Cecil
takmarki, þegar búið væri að
stjórn, að koma Bandaríkjun
heimsvaldasinninn Churchill
ur, vildi öllu til tjalda, jafnt í s
bandalagi við Bandaríkjamen
þótt margir hafi velt því fyrir
þessar tvær þjóðir, sem unni
anfarnar tvær aldir, hefðu áf
Og, þegar Bandaríkin á annað borð voru kominn í stríðið
hefði þeim að öllum líkindum legið meira á að frelsa
bræður sína í Frakklandi en að ráðast á nýlendur þeirra
í Norður-Afríku. Má þannig reikna með að stríðinu hefði
lokið 1943 eða 1944.
Og Bandaríkjamenn hefðu verið duglegri við að hjálpa
Frökkum í nýlendustríðum sínum að heimsstyrjöld lok-
inni. Í raun byrjuðu þeir að aðstoða Frakka í Víetnam ár-
ið 1950, en hefðu þeir verið frönskumælandi má reikna
með að stuðningur þeirra hefði verið mun meiri. Hefði
því Víetnamstríð Bandaríkjanna byrjað áratug fyrr. Út-
koman hefði kannski orðið sú sama, en allar þær þjóð-
félagsbreytingar sem það leiddi af sér hefðu mögulega
orðið fyrr á ferðinni. Kannski hefði Elvis verið sendur
sem hermaður og drepinn í Víetnam, og Johnny Cash
orðið fyrsti hippinn og mótmælt stríðinu?
De Gaulle hefði ekki dregið sig úr hernaðarstarfsemi
NATO árið 1965, né heldur hefðu Frakkar reynt að
stofna Evrópusamband sem andsvar við ofríki Eng-
ilsaxa. Þvert á móti hefði Frakkland líklega orðið dygg-
asti vinur Bandaríkjanna, og áhrif þeirra í Evrópu orðið
enn meiri en raunin varð. NATO væri því líklega eina
bandalagið í Evrópu í dag, sem myndi ef til vill þróast yf-
Og það sem verra var, konungur Frakka, Sólkonung-
urinn Loðvík 14., hafði mun meiri áhuga á að berjast við
nágranna sína um smáspildur lands í Evrópu en að
leggja undir sig heimsálfu vestanhafs. Með friðinum í
Utrecht árið 1713 lét hann Breta fá landsvæðið í kring-
um Hudsonflóa og Nýfundnaland í skiptum fyrir að fá
barnabarn sitt lýst konung Spánar. Kanada töpuðu
Frakkar hálfri öld síðar sem fyrr segir, en síðustu
nýlendu Frakka í Norður-Ameríku seldi Napóleon
Bandaríkjunum árið 1803, enn til að fjármagna
stríðsrekstur í Evrópu.
Suður-Íslendingar og stórveldið Ástralía
En hvernig hefði farið ef Loðvík 14. hefði ver-
ið víðsýnni? Hvað ef Frakkar hefðu verið á
undan Bretum til að leggja undir sig Norð-
ur-Ameríku? Hefði samt sem áður orðið
bylting á síðasta fjórðungi 18. aldar? Ef til
vill, þar sem franska ríkið var enn miðstýrð-
ara en hið breska, og enn líklegra til að slá
ekki af skattakröfum. Auðvelt er þá að
ímynda sér öfuga sögu. Bretland skerst í leik-
inn með Bandaríkjunum í frelsisstríði gegn
Frakklandi. Frakkland hefði tapað stríðinu, og
ef til vill hefði það leitt af sér byltingu þar rétt
eins og sigurinn gerði. En nýlendustefna Frakka
hefði kannski gert það að verkum að þeir hefðu
lagt meiri áherslu á flotauppbyggingu, sem hefði
mögulega gert Napóleon kleift að sigrast á Bret-
um. En reiknum með að svo hefði ekki farið, og sag-
an hefði snúið í kunnuglegan farveg með ósigri
Napóleons. Afstaða Bandaríkjanna til hans hefði litlu
máli skipt, í raun börðust þeir við Breta árin 1812–15 án
þess að það hefði áhrif á stríðið í Evrópu. En 20. öldin
hefði litið talsvert öðruvísi út.
Ef Norður-Ameríka hefði verið frösk nýlenda hefðu
Bandaríkin að öllum líkindum haldið franskri tungu
sinni. Þær milljónir sem fluttu til Bandaríkjana á 19. öld
hefðu þá lært frönsku í hinu nýja heimalandi. Ef til vill
hefði þetta einnig leitt af sér öðruvísi uppbyggingu þjóð-
arbrota í Nýja heiminum. Líklega hefðu mun fleiri
Frakkar flutt vestur um haf, sem hefði veikt stöðu þeirra
gagnvart Þjóðverjum enn meir í Evrópu. Og mögulega
hefðu aðrar latneskumælandi þjóðir Evrópu, Spánverj-
ar, Ítalir og Portúgalar, séð Bandaríkin sem vænni kost,
en þessar þjóðir fluttu annars í stórum straumum til
Suður-Ameríku, þótt Ítalir hafi seinna orðið fjölmennir í
Bandaríkjunum.
Á hinn bóginn hefði frönskumælandi Norður-Ameríka
orðið minna aðlaðandi kostur fyrir milljónir Breta, Íra
og aðra Norður-Evrópubúa svo sem Þjóðverja og Norð-
urlandabúa, jafnvel Íslendinga. Má gera ráð fyrir að
þessar þjóðir hefðu frekar kosið að flytjast til Ástralíu og
Nýja-Sjálands, og kannski Suður-Afríku. Vestur-
Íslendingar í dag væru því Suður-Íslendingar eða and-
fætlinga-Íslendingar. Í stað þess að nýlendurnar gátu af
sér eitt risaveldi, Bandaríkin, væru þau kannski tvö;
frönskumælandi Norður-Ameríka og enskumælandi
Ástralía.
Elvis í Víetnam
Á tuttugustu öld má svo gera ráð fyrir mun nánari
tengslum frönskumælandi Bandaríkja og Frakklands en
ella. Það hefði ekki leitt af sér stóran mun á útkomu fyrri
heimsstyrjaldar, þótt mögulega hefðu Bandaríkjamenn
verið fljótari að koma til aðstoðar þar sem stríðið hefði
staðið á jörðu bróðurþjóðarinnar. En seinni heimsstyrj-
öldin hefði orðið öðruvísi. Má vera að Bandaríkin hefðu
lýst Hitler stríð á hendur þegar þau sáu hann þramma
um París, jafnvel hefði Hitler veigrað sér við að ráðast á
Frakkland ef hann ætti von á afskiptum Bandaríkjanna.
Fyrir þá sem hafa alist upp á árunum eftir seinni
heimsstyrjöld, sem eru líklega flestir núlifandi Ís-
lendingar, virðist hugmyndin um Bandaríkin sem
mesta efnahags- og hernaðarveldi í heimi sjálfgefin
og hafa þau kannski aldrei verið öflugri. En þótt það
hafi farið svo þýðir það ekki endilega að svo hafi þurft
að fara.
Eftir Val
Gunnarsson
wickedvalur@
yahoo.co.uk
Hvað ef bandaríska byl
Franska Norður-Ameríka „Ef Norður-Ameríka hefði verið
frönsk nýlenda hefðu Bandaríkin að öllum líkindum
haldið franskri tungu sinni. Þær milljónir sem fluttu til
Bandaríkjanna á 19. öld hefðu þá lært frönsku í hinu
nýja heimalandi. Ef til vill hefði þetta einnig leitt af sér
öðruvísi uppbyggingu þjóðarbrota í Nýja heiminum.“
I
Á undanförnum tíu árum eða svo hefur það
færst í vöxt að sagnfræðingar skemmti sér við
að setja saman svonefndar „Hvað ef?“-
ritsmíðar. Þess háttar skrif munu vera algeng-
ust í hinum enskumælandi heimi og á ensku
er fræðimennska af þessu tagi ýmist kölluð
einfaldlega „What if?“-sagnfræði eða „counter-
factual history“, sem mætti þýða sem „stað-
leysusagnfræði“ en einn-
ig kalla „sagnfræði í
viðtengingarhætti“.
Kjarninn í aðferðafræði og hugsun þeirra
sem dunda sér við þessa tegund söguritunar
er sá, að oft hafi óvæntir atburðir ráðið úrslit-
um um gang eða lok mála og þar með haft af-
gerandi áhrif á framvindu sögunnar. Ekkert
sé fyrirfram ákveðið og þess vegna hafi
skyndiákvarðanir eða óvæntar athafnir ein-
staklinga eða hópa, óvæntar breytingar á ytri
aðstæðum, t.d. ófyrirséð veðrabrigði, oft haft
örlagaríkar afleiðingar. Síðan spyrja þeir er
við þessi fræði fást: „Hvað ef“ þetta eða hitt
hefði ekki gerst (eða gerst)? Hver hefði fram-
vinda sögunnar þá orðið, væri heimurinn
kannski allt annar en hann er í dag?
Fyrst í stað brugðust margir illa við þessari
endur hans á að Bandaríkjamenn hefðu hæg-
lega getað tekið Berlín í apríl 1945. Hitler
hafði þá skipað nánast öllum þeim herafla,
sem Þjóðverjar áttu yfir að ráða, til að verjast
framsókn Rauða hersins úr austri og allir
vissu að þýsku hermennirnir og Berlínarbúar
almennt vildu miklu frekar gefast upp fyrir
herjum vesturveldanna en fyrir Sovétmönn-
um.
En Stalín lagði mikla áherslu á að vest-
urveldin létu Rússum Berlín eftir og lét sig
ekki muna um að blekkja bandamenn sína til
að ná því markmiði. Bar þó öllum saman um
að hernaðarleg þýðing þýsku höfuðborg-
skrifa allir um einn tiltekinn atburð og reyna
að gera sér í hugarlund, hver áhrif það hefði
haft á framvindu sögunnar, ef mál hefðu ráð-
ist með öðrum hætti en raun bar vitni. Flestar
fjalla greinarnar um atburði úr sögu 19. og 20.
aldar, en nokkrar taka þó til eldri tíma.
Hér er þess enginn kostur að ræða efni
allra greinanna. Af þeim sökum verður látið
nægja að greina allýtarlega frá einni og verð-
ur það að nægja til að varpa ljósi á aðferðir og
vinnubrögð höfundanna, en þeir styðjast allir
við sömu eða svipaða aðferðafræði.
Greinin, sem hér verður rædd, er eftir
breska hernaðarsögufræðinginn Anthony
Beevor, en meðal þekktustu rita hans eru
Stalíngrad og Fall Berlínar 1945. Grein
Beevors ber yfirskriftina „Ef Eisenhower
hefði farið til Berlínar“ („If Eisenhower Had
Gone to Berlin“) og fjallar um það hver áhrif
það hefði haft á lok síðari heimsstyrjald-
arinnar og fyrstu árin eftir hana, ef Eisen-
hower hershöfðingi hefði leitt bandaríska her-
inn alla leið til Berlínar og tekið borgina vorið
1945 í stað þess að nema staðar við Saxelfi og
láta Rauða hernum eftir að hertaka höfuðborg
Þriðja ríkisins.
Eisenhower hefur löngum verið gagnrýndur
fyrir þessa ákvörðun sína og bentu gagnrýn-
tegund sagnfræði, töldu nánast ósvinnu að
virtir fræðimenn „misþyrmdu“ fræðigreininni
með þessum hætti. Þeim væri nær að fjalla
um það sem raunverulega gerðist, draga af
því skynsamlegar ályktanir o.s.frv. „Hvað
ef?“-sagnfræði væri í besta falli ódýr skemmt-
un örfárra sérvitringa og gæti seint orðið að
gagni. Hér fór þó, sem svo oft endranær, að
orð úrtölumanna máttu sín lítils og á síðustu
árum hafa vinsældir „Hvað ef?“ farið vaxandi
og ýmsir vel metnir fræðimenn orðið til þess
að ástunda slík fræði og benda á gildi þeirra.
II
Tilefni þessara skrifa er það, að á næstliðnu
ári kom út í Bandaríkjunum bókin What if?
America. Ritstjóri hennar er Robert Cowley,
vel metinn og afkastamikill sagnfræðingur
vestan hafs og einn af guðfeðrum „Hvað ef?“-
sagnfræðinnar. Hann hefur áður ritstýrt
tveimur bókum í þessum dúr, What if? og
More What if?, og hlutu báðar góðar viðtökur.
Þessi nýja bók hefur að geyma sextán rit-
gerðir eftir jafn marga höfunda. Þær eru allar
fremur stuttar, 10–25 blaðsíður, og fjalla allar
um bandaríska sögu með einum eða öðrum
hætti. Höfundarnir eru allir úr hópi virtra
fræðimanna, breskra og bandarískra. Þeir
„Hvað ef?“ – fræðimennska eða hugarórar?
Eftir
Jón Þ. Þór
’Að minni hyggju getur þessiumtalsvert gildi, ekki síst men
ekkert gefið og sagnfræðingum
hollt að velta því fyrir sér hve
orðið, ef eitt og annað hefði g
raun bar vitni.‘