Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 | 13 Nýjustu fréttir af Elvis Costello eru þærað hann sé að semja óperu um H.C.Andersen, „The Secret Arias“. Þettakemur ekki svo mjög á óvart. Ég er hins vegar nokkuð viss um að fáir hafa haft ímyndunarafl til að sjá fyrir að ferill Costello í tónlistinni yrði með þeim hætti sem orðið hefur, þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1977, og á næstu árunum þar á eftir. Á þeim tíma sem liðinn er hefur hann komið víða við og er ópera eitt af því fáa sem hann á eftir. Costello varð fljótt eins konar költ-fígúra í tón- listarbransanum. Buddy Holly-gleraugun, hráa röddin en jafnframt hæfileikinn til að semja gríp- andi lög, gerðu að verkum að það var ekki annað hægt en taka eftir honum. Eins konar pönkað rokk eða rokkað pönk, með raggí-ívafi og skír- skotun til rokksins á sjötta áratug síðustu aldar, einkenndi fyrstu plötur hans. Eftir 1980 kom hann við í ýmsum tónlistarstefnum, sálartónlist og sveitatónlist með þekktum Nashville-tónlist- armönnum. Svo kom hreint popp, samstarf við Paul McCartney, klassík, m.a. með Brodsky- kvartettinum, og samstarf við Burt Bacharach, svo það helsta sé nefnt. En þá er að snúa sér að tilefninu. Það gerist ekki oft þegar maður heyrir lag í fyrsta skipti með nýjum tónlistarmanni, að ekkert annað kemst að en drífa sig út í búð og kaupa plötu til að geta heyrt meira. Það gerðist hjá mér þegar ég heyrði í fyrsta skipti í Elvis Costello. Þetta var lagið „No Action“ af annarri plötu hans, This Years Model, sem kom út vorið 1978. Og hvílík upplifun. Þetta var svo ferskt, kraftmikið og einfalt, akkúrat það sem vantaði. Auðvitað var margt gott að gerast á þessum tíma. Til að mynda var Clash að komast á flug og Dire Straits sendi frá sér Sultans of Swing með meiru. En það var eitthvað alveg sérstakt við Costello. Það var eins og honum tækist að grípa tíðarandann og blanda honum saman við and- rúmsloftið frá upphafsárum rokksins, sérstaklega frá þeim tíma er nafni hans, Presley sjálfur, var upp á sitt besta. (Reyndar er Elvis Costello ekki upprunalegt nafn hans því honum var gefið nafnið Declan og rétt efnirnafn hans er McManus.) „No Action“ er fyrsta lagið á This Years Model. Hraður rokkari með grípandi laglínu, sem minnir nokkuð á Bítlana. Einungis tvö lög á plötunni eru í rólegri kantinum. Undirspilið er einfalt; gítar, sem Costello sér sjálfur um, orgel, bassi og trommur, sem eru í höndum hljómsveitarinnar The Attractions, sem var með honum á fyrstu ár- unum og aftur síðar. Ef eitthvað er þá er seinni hlið plötunnar betri, þó erfitt sé að gera upp á milli. Platan rennur einfaldlega ljúflega í gegn, og hún gerir það enn í dag, hátt í þremur áratugum eftir að hún kom fyrst út. Þannig eru auðvitað þær plötur sem eru ómissandi í safninu. Ómissandi módel í safninu Poppklassík Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is A ndrea Troolin kom í afdrifaríka ferð til Íslands sumarið 1994. Hún var í jarðfræðinámi í háskóla og þetta sumar fóru nemendurnir í vett- vangskönnun til Íslands. „Við vor- um þar í einn mánuð; ferðuðumst um allt landið og skoðuðum þetta frábæra land. Dag einn fengum við frí frá akademískum æfing- um og þá ákváðum við nokkur að heimsækja Grímsey, svo við gætum sagst hafa verið á norð- urheimskautsbaugnum. Við fórum þangað á lítilli flugvél og eyddum deginum í að rölta um eyjuna og skoða okkur um,“ segir Andrea og segist sérstaklega muna eftir stóru, gulu og afar fallegu vita- húsi á eyjunni. Hópurinn settist niður nærri vitanum og fékk sér nesti. „Þá ákvað ég að ég vildi ekki gera jarð- fræði að ævistarfi mínu, heldur tónlistarútgáfu. Í sjálfu sér hafði það lítið með Grímsey að gera, nema hvað ég var stödd þar þegar ég tók þessa ákvörðun,“ segir Andrea. Þessi stund markaði því tímamót í lífi hennar. „Ferðin öll var yndisleg og ég skemmti mér frá- bærlega. Ísland og íslensk menning veittu mér mikinn innblástur,“ segir Andrea, en aðspurð seg- ist hún því miður ekki hafa komið hingað síðan. „Nei, rekstur plötufyrirtækis krefst allra fjár- muna manns og þess vegna gefst lítið tækifæri til ferðalaga. Mér þætti alveg meiriháttar að koma þangað aftur og raunar dreymir mig oft um Ísland. Það festist sannarlega í vitundinni,“ segir hún. „Ég mun koma aftur þangað einhvern daginn, það er alveg öruggt.“ Ekki stórt fyrirtæki Andrea segist hafa heyrt um Iceland Airwaves- tónlistarhátíðina, sem haldin er í októbermánuði ár hvert. „Orðspor hennar hefur vaxið mikið. Hver veit nema ég kíki á hátíðina á næstunni?“ Spurð segist Andrea ekki þekkja mikið til ís- lenskrar tónlistar, fyrir utan allra þekktustu lista- mennina, eins og Björk og Sigur Rós. „Mér finnast þau vera stórkostlegir tónlistarmenn. En ég þekki ekki mikið til íslenskra „indie“-hljómsveita, því miður,“ segir hún. Grimsey Records er ekki stórt útgáfufyrirtæki, segir Andrea. „Það er mjög smátt í sniðum. Við höfum gefið út á að giska tvær plötur á ári, að und- anskildu hléi sem ég tók mér fyrir nokkrum árum. En ég lít eiginlega á þetta sem hálfgert listrænt verkefni, frekar en fyrirtæki sem eigi að skila mér miklum tekjum. Ég hef alltaf sinnt öðru starfi meðfram plötuútgáfunni, en nota fyrirtækið til að koma góðri tónlist á framfæri; tónlist sem fær litla athygli en á sannanlega skilið að fá að heyrast sem víðast. Takmarkið mitt er að hjálpa þessari tónlist að fóta sig í veröldinni, en venjulega sel ég ekki meira en 1–2 þúsund eintök af hverri plötu sem ég gef út. Velgengnin felst í því að koma þessari tón- list á framfæri.“ Andlegt heimili í Minnesota Andrea starfrækir Grimsey Records í Minnesota- fylki í Bandaríkjunum. „Ég hef búið á mörgum stöðum á síðustu árum, en „andlegt heimili“ fyrir- tækisins, fyrir utan Grímsey á Íslandi, er Minne- sota. Þaðan er ég, þar bý ég núna og þar mun ég vafalaust búa lengi. Ætli helmingur listamanna á snærum fyrirtæk- isins sé ekki frá Minnesota, en að öðru leyti koma sveitirnar víða að; frá öðrum ríkjum Bandaríkj- anna, Spáni og Ástralíu,“ segir hún. Hvernig er tónlistarlífið í Minnesota? „Það er mjög líflegt um þessar mundir. Vet- urinn er langur, eins og á Íslandi, og fólk þarf á skemmtun að halda til að þreyja hann. Frægar hljómsveitir koma sjaldan hingað á veturna, af ótta við að veðurteppast, sem þýðir að við verðum að sjá sjálfum okkur fyrir góðri tónlist. Þetta leyti árs er sennilega besti tíminn fyrir listamenn héð- an; þá hafa þeir meiri möguleika en ella á að kom- ast að á stærri tónleikastöðum, því fólk vill fara út og skemmta sér, ekki síður en á sumrin. Núna var einmitt verið að opna stóran tónleikastað, sem hef- ur verið mjög vel sóttur. Gerjunin er mikil núna; margar svalar yngri hljómsveitir að kveðja sér hljóðs.“ Líkar ekki „lo-fi“ Andrea segir aðspurð að finna megi rauðan þráð í vali hennar á listamönnum til útgáfu. „Þeir þurfa einfaldlega að vera einstakir. Mér líkar ekki „lo-fi“ tónlist, sem tekin er upp við frumstæðar aðstæður og hljómar ekki sérstaklega vel. Ég er gefnari fyr- ir góðan hljóm og íburð. Mörg önnur „indie“- fyrirtæki einbeita sér að „lo-fi“, en að mínu mati verður tónlistin að vera pússuð og falleg. Í raun má segja að ég gefi út popptónlist, en skilgreiningin á henni er reyndar frekar erfið nú til dags. Popp getur verið Destiny’s Child, eða þessi venjulega útvarpstónlist, en auðvitað er Grimsey ekki í þeim bransa. Kannski frekar í þess- ari sígildu skilgreiningu á poppmúsík; grípandi og fallegum lögum. Reyndar er ég að fara að gefa út fyrstu raftónlistarplötu Grimsey Records, með tónlistarmanni frá Minnesota, en nýjasta útgáfan er með Stephanie Says. Ég er mjög stolt af henni og platan hefur fengið afar góða dóma að und- anförnu.“ Yfirþyrmandi snillingur Andrea er umboðsmaður eins listamannanna; hins hæfileikaríka Andrews Birds, en plata hans frá 2003, Weather Systems, hlaut mikið lof tónlistar- blaðamanna. Bird er menntaður fiðluleikari og lög hans bera sterkan keim af klassískri tónlist- arþjálfun. „Nýja platan hans, sem kemur út í næsta mánuði, er alveg stórfengleg,“ segir hún og tekur undir fullyrðingu blaðamanns, sem stillir sig ekki um að segja að maðurinn sé snillingur. „Stundum er það svolítið yfirþyrmandi, hve hann er klár. Hann hefur spilað á fiðlu síðan hann var fjögurra ára. En á nýju plötunni er hann að víkka sjóndeildarhringinn og færa út kvíarnar með hinum ýmsu stílbrögðum. Henni svipar nokkuð til Weather Systems, en er ekki jafnhljóðlát og fá- brotin í útsetningum. Ég held mér sé óhætt að full- yrða að þetta sé stórkostleg plata,“ segir Andrea að lokum og lofar að heimsækja Ísland innan tíðar, ásamt þessum frægasta skjólstæðingi sínum. Innblástur Grímseyjar Andrea Troolin starfrækir merkilegt útgáfufyr- irtæki í Minnesota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið heitir Grimsey Records en hugmyndina að því fékk hún á Íslandi sumarið 1994. Andrea með safnplötu sem Grimsey Records gaf út fyrir nokkrum misserum. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Nú styttist óðum í hina árleguCoachella-tónlistarhátíð, en hún verður haldin í Indio í Kali- forníu helgina 30. apríl til 1. maí. Í vikunni var tilkynnt hverjir halda upp fjörinu á hátíðinni, en á laug- ardeginum eru helstu sveitir og listamenn Coldplay, Bauhaus, Weezer, Coct- eau Twins, Chemical Brothers, Wilco, Keane og Snow Patrol. Á sunnudeginum eru það Nine Inch Nails, New Order, Bright Eyes, Gang of Four, Prodigy, Black Star, the Faint, Roni Size, the Arcade Fire, Fiery Furn- aces og Stereophonics sem reyna að kæla áhorfendur niður í hitanum í kalifornísku eyðimörkinni. Þetta er í sjötta skiptið sem hátíðin er haldin, en hún var fyrst haldin árið 1999 og hefur notið mikilla vinsælda meðal almennings jafnt sem tónlistar- manna. Í fyrra voru það sveitir á borð við Radiohead, Pixies, Flaming Lips og Cure sem heiðruðu hátíð- argesti. Upplýsingar um hátíðina má finna á coachella.com.    Bob Dylan ætlar í mánaðarlangttónleikaferðalag um Banda- ríkin og hefst það 7. mars. Reyndar fer hann ekki mjög víða, en spilar nokkrum sinnum á hverj- um stað. Áfanga- staðir eru Seattle, Oakland, Los Angeles, Portland, Las Vegas og Chicago. Dylan hefur leikinn í Seattle og spilar þrisvar sinnum þar, en hann mun koma fram fimm sinnum í Los Angeles og Chicago og þrisvar í Oakland. Þá mun hann spila einu sinni í Portland og Las Vegas. Forsala á tónleikamiðum hófst á miðvikudaginn í gegnum Ticket- master-miðasölufyrirtækið, en hægt er að nálgast allar upplýsingar á bobdylan.com. Merle Haggard and the Strangers og Amos Lee hita upp fyrir gamla manninn. Dylan hefur ekki haldið tónleika síðan í nóvember, en hefur þó verið í sviðsljósinu í tengslum við útgáfu sjálfsævisögunnar Chronicles: Vol- ume One, sem kom út í október. Bókagagnrýnendafélag Bandaríkj- anna hefur tilnefnt bókina til verð- launa sem besta ævisagan, en verð- launahátíðin verður í New York 18. mars. Dylan mun ekki sækja at- höfnina, vegna fyrrgreindrar tón- leikafarar.    Moby snýr aftur 14. mars, meðfimmtu hljóðversplötu sína, Hotel. Platan er að sögn bylting- arkennd miðað við fyrri plötur þessa þekkilega danstónlistarkappa. Moby spilar á öll hljóðfæri á plöt- unni, nema trommur, og syngur sjálfur í tíu lögum. Tvö laganna syngur hann með söngkonunni Laura Dawn og tvö eru án söngs. Þetta er fyrsta plata Moby sem ekki inniheldur söng sem hann hefur tek- ið af eldri upptökum annarra. Plat- an var tekin upp í Electric Lady- og Loho-hljóðverunum í New York og að sjálfsögðu stjórnaði Moby sjálfur upptökum. Erlend tónlist Bob Dylan Moby Wilco

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.