Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
Meet the Fockers
The Aviator (HJ)
Elektra (SV)
Sjóræningjar á Saltkráku
Háskólabíó
Meet the Fockers
Million dollar baby
The Aviator (HJ)
Alexander (HJ)
Ocean’s Twelve (SV)
Laugarásbíó
Meet the fockers
The Aviator (HJ)
Sjóræningjar á Saltkráku
Regnboginn
The sea inside
Assault on Precinct 13
Sideways (SV)
Finding Neverland (SV)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Meet the Fockers
Million dollar Baby
Assault on Precinct 13
Alexander (HJ)
Team America World Police
A series of unfortunate
events (SV)
National Treasure (HJ)
Alfie (HL)
The Polar Express (HJ)
The Incredibles (HL)
Smárabíó
Assault on Presinct 13
Elektra (SV)
Sideways (SV)
Finding Neverland (SV)
TAXI (SV)
Í takt við tímann (SV)
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar
4: Rafn Sigurbjörnsson –
Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli
– stefnumót lista og minja. Til
5. júní
Gallerí Dvergur: Efrat
Zehavi – Fireland. Stendur
til 13. febrúar
Gallerí Humar eða frægð!:
Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir
myndbandsverk. Stendur til
18. febrúar.
Gallerí i8: Finnur Arnar sýn-
ir til 26. febr.
Gallerí Sævars Karls: Hulda
Vilhjálmsdóttir – Hver bank-
ar á hurðina? Kannski barnið
í landslaginu?
Gerðuberg: Þýska listakonan
Rosemary Trockel sýnir til
27. febr. Sigríður Salvars-
dóttir í Vigur sýnir listaverk
úr mannshári í Boganum.
Stendur til 13. mars.
Grafíksafn Íslands: Rut
Rebekka sýnir vatnslita- og
olíumálverk.
Hafnarborg: Rafmagn í 100
ár – sýning í tilefni af 100 ára
afmæli fyrstu almenningsraf-
veitunnar. Bjarni Sigur-
björnsson og Haraldur Karls-
son – Innsetning. Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson er
myndhöggvari febr-
úarmánaðar.
Hallgrímskirkja: Jón Reyk-
dal – 6 ný olíumálverk í
forkirkju.
Hólmaröst: Jón Ingi Sigur-
mundsson – olíu- og vatns-
litamyndir.
Hrafnista Hafnarfirði:
Tryggvi Ingvarsson, raf-
virkjameistari og heimilis-
maður á Hrafnistu, sýnir út-
saum og málaða dúka í Menn-
ingarsalnum á fyrstu hæð.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Sænskt listgler,
þjóðargjöf.
Iðntæknistofnun: Nýsköpun í
ný sköpun. Átta listamenn úr
Klink og Bank.
Kaffi Espresso: Guðrún Egg-
ertsdóttir – skúlptúrar og
myndir.
Kaffi Sólon: Óli G. Jóhanns-
son sýnir óhlutbundin lista-
verk. Stendur til 5. mars.
Kubburinn – LHÍ: Þóra
Gunnarsdóttir sýnir verk sín.
Listasafn Akureyrar: Ashk-
an Sahihi – Stríðsmenn hjart-
ans. Stendur til 6. mars.
Listasafn ASÍ: Valgerður
Guðlaugsdóttir – Á skurðar-
borði Augans. Lýkur um
helgina.
Listasafn Kópavogs – Gerð-
arsafn: Birgir Snæbjörn
Birgisson – verk úr tveimur
myndröðum, Snertingar og
Ljóshærðar starfstéttir.
Elías B. Halldórsson – Olíu-
ljós. Verk úr einkasafni Þor-
valdar Guðmundssonar og
Ingibjargar Guðmundsdóttur
á neðri hæð.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Kristín Gunnlaugsdóttir –
mátturinn og dýrðin, að ei-
lífu.
Listasafn Reykjavíkur –
Jónssonar.
Slunkaríki: Ívar Brynjólfs-
son – Bardagavellir.
Suðsuðvestur, Reykjanesbæ:
Magnús Pálsson sýnir inn-
setningu.
Thorvaldsen: Kristín
Tryggvadóttir – Leikur að
steinum. Til 19. feb.
Tjarnarsalur Ráðhúss
Reykjavíkur: Sören Solsker
Starbird – Er sálin sýnileg?
Ljósmyndasýning.
Þjóðminjasafnið: Hér stóð
bær … og Átján vóru synir
mínir í Álfheimum. – Ljós-
myndasýningar.
Leiklist
Borgarleikhúsið: Ausa og
stólarnir, Sun. Belgíska
Kongó, Lau. Híbýli vindanna,
lau, sun. Lína Langsokkur,
sun. Saumastofan, 30 árum
síðar, lau. Við erum öll
Marlene Dietrich FOR, Sun.
Iðnó: Faðir vor, sun.
Leikfélag Akureyrar: Óliver,
lau, sun.
Loftkastalinn: Ég er ekki
hommi, lau.
Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsa-
skógi, sun. Öxin og jörðin,
lau.
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Erró, Víðáttur.
Þórður Ben Sveinsson – Borg
náttúrunnar. Bjargey Ólafs-
dóttir – Láttu viðkvæmt útlit
mitt ekki blekkja þig. Brian
Griffin – Áhrifavaldar.
Til 27. febr.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Hörður Ágústsson
– Yfirlitssýning í Vestursal.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og
Pétur Örn Friðriksson –
Markmið XI í miðrými. Kjar-
val í Kjarvalssal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Fyrir og eftir. Lýkur um
helgina.
Náttúrugripasafnið Hlemmi:
Tuttugu og sex mynd-
listarnemar sýna.
Safn: Stephan Stephensen –
AirCondition. Jóhann Jó-
hannsson – Innsetning tengd
tónverkinu Virðulegu forset-
ar. Á hæðunum þremur eru
að auki ýmis verk úr safn-
eigninni, þ. á m. ný verk eftir
Roni Horn, Pipilotti Rist og
Karin Sander.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
TÓNLEIKAR Lúðrasveitar Reykjavíkur voru
haldnir í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið.
Lárus Grímsson stjórnaði og
var efnisskráin fjölbreytt.
Frammistaða Báru Sig-
urjónsdóttur (f. 1979) var at-
hyglisverð, bæði tónsmíð eft-
ir hana sem bar nafnið Hver
tók ostinn minn, og einnig
saxófóneinleikur hennar í
Concerto del Simún eftir
spænska tónskáldið Ferrer
Ferran. Leiktæknin var að
vísu af skornum skammti en
hún sýndi víða ágætis tilþrif í
túlkuninni og er auðheyri-
lega efnilegur nemandi.
Verkið hennar bar líka vott
um tónsmíðahæfileika, tíðar
endurtekningarnar voru
reyndar dálítið ómarkvissar
en heildarsvipurinn var engu
að síður litríkur; það var
kraftur í tónlistinni og hann
lofar góðu um framtíð Báru á
tónlistarsviðinu.
Eins og málglaður kynnir
tónleikanna, Friðrik Teó-
dórsson, benti á þá er sjaldan
ein báran stök og á efnis-
skránni var tónsmíð eftir
aðra Báru, í þetta sinn
Grímsdóttur. Það var Skinn-
pilsa, ekki pylsa eins og ein-
hverjir hafa væntanlega tal-
ið, heldur fjallaði tónlistin um
draug, afturgengna stúlku í
skinnklæðum. Eftir því var músíkin myrk og
með spennuþrunginni undiröldu; satt best að
segja minnti hún mig eilítið á tónlist Johns Barry
í gömlum James Bond myndum – og það er hrós!
Verkið er ágætlega skrifað, sannkölluð drauga-
saga í tónum; greinilegt er að Bára kann að
semja myndræna tónlist.
Ekki síðri var Óður II eftir fyrrnefndan Lárus
Grímsson, en hann var skemmtilega poppaður á
köflum, afar þróttmikill og líflegur. Berglind
María Tómasdóttir lék þar einleik og gerði það af
glæsibrag; flutningur hennar einkenndist af
hrynrænni skerpu, tæknilegu öryggi, djúpri inn-
lifun og næmri tilfinningu fyrir fíngerðari blæ-
brigðum tónsmíðarinnar. Ljóst er að Berglind
María er frábær flautuleikari.
Að lokum verður að nefna Eldljóð I og II eftir
Idu Gotkovsky, en þar var lúðrasveitin í bana-
stuði. Þó tæknilegar hliðar flutningsins væru
ekki alltaf eins og best verður á kosið var flutn-
ingurinn einlægur, með magnaðri stígandi og
ofsafenginn á köflum, en þannig átti hann einmitt
að vera.
Stúlka
afturgengin
TÓNLIST
Borgarleikhúsið
Tónlist eftir Elizabeth Raum, Ferrer Ferran, Báru Sig-
urjónsdóttur, Báru Grímsdóttur, Idu Gotkovsky og Lár-
us Grímsson. Einleikarar: Berglind María Tómasdóttir
flautuleikari og Bára Sigurjónsdóttir saxófónleikari.
Stjórnandi: Lárus Grímsson. Miðvikudagur 2. febrúar.
Myrkir músíkdagar
Jónas Sen
Bára Sigurjónsdóttir
Lárus Grímsson
Berglind María
Tómasdóttir
NÚ stendur yfir sýning ísraelsku listakon-
unnar Efrat Zehavi í gallerí Dvergi. Zehavi,
sem er rétt um þrítugt, á að baki myndlist-
arnám og nám í leikmyndagerð, í heimalandi
sínu og í Hollandi. Hún hefur sýnt verk sín í
ýmsum löndum og mun brátt sýna á virtum
sýningarstað í Hollandi, Witte de With í Rott-
erdam. Í sýningarrými Gallerí Dvergs sýnir
hún ljósmyndir og litlar leirmyndir undir gleri.
Zehavi segir verkið innblásið af afdrifum borg-
arinnar Pompei, en nýlega var einmitt sýnd
áhrifamikil heimildarmynd um hana í RÚV. Í
texta með sýningunni veltir Efrat fyrir sér við-
brögðum mannsins við náttúruhamförum,
vissulega efni sem er ofarlega á baugi eftir at-
burðina í desember sem skóku jörðina alla.
Verk Efrat er þó að öllum líkindum unnið áður
en flóðbylgjan skall á. Efrat vinnur í leir og
ljósmyndir af leirskúlptúr eru miðja sýningar
hennar. Myndirnar fylgja formi skúlptúrsins
og ná upp undir loft í rýminu, enda þarf ekki
mikið til. Það er samræmi í litlu fígúrunum
sem hún sýnir undir gleri og ljósmyndaskúlpt-
úrnum sem sýnir bæði sköpunarkraftinn við
mótun leirsins og vísar til krafta náttúrunnar.
Litlu fígúrurnar bera einnig fingrum skapara
síns merki. Að mínu mati eru þær öllu áhrifa-
ríkari en ljósmyndaverkið þó að litlar séu en
framsetning þeirra vakti eiginlega fleiri spurn-
ingar en hún svaraði, hér er um eins konar tví-
tekningu á ringulreið að ræða sem eykur ekki
á innri áhrifamátt verkanna. Sýning Efrat er
eftirminnileg engu að síður og vinnuaðferð
hennar og efniviður ná að miðla hugmyndum
listakonunnar til áhorfandans vandræðalaust.
Nú þegar tæknin er orðin svo góð og býður
upp á marga möguleika er það hressandi að sjá
verk sem unnin eru með berum höndum – án
þess að hugmyndin að baki gleymist. Það er
ekki laust við að fígúrur Efrat minni mig á
deigfígúrur Gabríelu Friðriksdóttur, ef til vill
liggur þetta í loftinu. Stórar siðferðilegar
spurningar eru einnig afar kærkomnar í dag.
Eins og jafnan í Gallerí Dvergi skapar hús-
næðið sérstakt andrúmsloft á sýningunni og
ég gæti trúað að hér kæmust þegar færri sýn-
endur að en vildu, þrátt fyrir að Galleríið hafi
ekki starfað mjög lengi samfleytt.
Varðveisla þjáningarinnar
MYNDLIST
Gallerí Dvergur
Til 13. febrúar. Gallerí Dvergur er opið
fimmtudaga til sunnudaga kl. 17–19.
Fireland.
Blönduð tækni, Efrat Zehavi
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Golli
Með berum höndum „Nú þegar tæknin er orðin svo góð og býður upp á marga möguleika er það hress-
andi að sjá verk sem unnin eru með berum höndum – án þess að hugmyndin að baki gleymist.“
HELDUR var dræm aðsókn að hádegistón-
leikum Háskólans á miðvikudag, og ekki bætti
hryssingslegur hraglandi veðurguða úr, þrátt
fyrir næsta óvenjulega áhöfn í boði. Kónískur
reyrlúður Adolphes Sax, er upphaflega var
hannaður fyrir herlúðrasveitir og átti eftir að
reynast ómissandi í djassi, heyrist mun sjaldn-
ar í svokallaðri fagurtónlist; sumpart eflaust
vegna verkaskorts. Fannst mér sá hörgull
hins vegar ekki réttlæta nægilega spilun söng-
raddar í ljóðasöngvum Mahlers, og varla held-
ur þýzku söngtextarnir, er fylgdu tónleika-
skránni líkt og í yfirbótarskyni.
Þótti manni öllu líklegra að ljóðrænir Rück-
ert-söngvar Mahlers og Der Tambourgesell’
(úr Des Knaben Wunderhorn) hafi einkum
gegnt upphitunarhlutverki fyrir lokaátökin í
Denisov-sónötunni, enda málmhvass tónn
Bäumers t.d. talsvert ólíkur dúnmjúkum
djassblæstri Pauls Desmonds heitins. Þó mátti
víða hafa ánægju af óvefengjanlegri lagasnilld
Mahlers í téðri umritun, þökk sé ekki sízt
litríkum píanóleik Aladárs er málaði trú-
verðugt marcia funèbre „trommuþyrl“ með
bassanótum píanósins í síðastnefnda lagi.
Dúóið frumflutti á Íslandi þríþætta Sónötu
eftir síberska tónskáldið Edison Denisov
(1929–96) við þetta tækifæri. Um 13 mín. löng
sónatan var samin 1970 og gerði óvægnar
kröfur í hröðu útþáttunum, einkum til hryn-
skerpu og samstillingar. Sá fyrri mótaðist af
ertnislega dyntóttu stakkatói er minnti stund-
um á ofbeldisgrikki Tomma og Jenna. Líðandi
miðþátturinn var nánast undirleikslaust sax-
sóló, nema hvað látið var enduróma úr flygl-
inum með forte-fetilinn niðri. Fínallinn, er
byggði á tilbrugðnu þrábassastefi, spannaði
allt frá krassandi impressjónisma til be-bops
og þaðan yfir í frjálsa djassinn, þar sem gefið
var hressilega í undir lokin. Hér fór ærslafull
músík þar sem hamslaus spilagleði flytjenda
fleytti marga skondna kerlingu í kostulegum
samleik. Funheitar undirtektir áheyrenda
kölluðu óhjákvæmilega á aukalag, og lauk tón-
leikunum með þjóskvettandi latneskri sveiflu
Brazileirunnar úr Scaramouche Milhauds.
Alt-sax á útopnu
TÓNLIST
Norræna húsið
Mahler: 4 sönglög. Denisov: Sónata. Guido Bäumer
altsaxófónn, Aladár Racz píanó. Miðvikudaginn 2.
febrúar kl. 12:30.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Aladár Rácz Guido Bäumer