Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Side 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 U m þessar mundir er mikið rætt um þann línudans sem fræðimenn þurfa að stíga ef þeir vilja ekki eiga á hættu að vera sakaðir um að hafa sölsað undir sig það sem aðrir áttu. Ég gæti vel trúað að flestir grúskarar hafi einhvern tíma lent í því að eigna sér hugmyndir annarra, og þá jafnvel án þess að átta sig fyllilega á því. Ég minn- ist þess að í drögum að ritgerð sem ég skrifaði einu sinni sagði ég að Sonatorrek Egils Skalla- grímssonar væri í raun og veru önnur Höfuðlausn hans. Mér fannst ég eiga þessa hugmynd. Ég not- aði hana sem eina af röksemdunum fyrir því hvað Egils saga væri hugvitsamlega byggð: hún lyfti höfuðlausnarminninu upp á æðra plan með því að láta það birtast í duldu formi í Sonatorreki og frásögninni kringum það. Egill bjargaði semsagt lífi sínu með kveðskap, ekki bara í Jórvík, heldur einnig heima á Borg á Mýrum þar sem hann hafði ætlað að svelta sig í hel. Sem betur fer sá ég, áður en ritgerðin fór í prentun, að ég hafði lesið þessa athugasemd um höf- uðlausnirnar tvær í grein eftir Harald Bessason, grein sem ég hafði vitnað til í öðru samhengi og þekkti því vel. Ég gat þannig leiðrétt sjálfan mig og eignað hug- myndina réttum manni með því að vísa í grein hans. Með þessu vil ég alls ekki full- yrða að ég hafi alltaf sloppið svona vel frá því að geta talist vera þjófur hugmynda. Skemmtilegt dæmi um meinlokur af þessu tagi kemur fram í grein eftir Hollend- inginn R.C. Boer frá 1892. Þar varpar sá merki fræðimaður fram snjallri hugmynd um uppruna hetjunnar Örvar-Odds. Hann segir sem svo að líklega komi Oddur til- tölulega seint fram á sjónarsviðið í munn- legri frásagnarhefð, e.t.v. ekki fyrr en eftir miðja 12. öld, og að rekja megi upphaf hans til Ohthere sem Alfreð Englakonungur lýsir á 9. öld í veraldarsögu Orosiusar. Ohthere þessi bjó norðarlega í Noregi en fór að eigin sögn til Bjarmalands því að hann hafði vilj- að kanna hve langt landið teygði sig til norðurs; og þarna komst hann í kynni við Finna en einnig voru þar menn af norræn- um stofni. Ohthere gerðist síðan mjög víð- förull (eins og Örvar-Oddur) og kom m.a. til hirðar Alfreðs konungs sem skráði þær upp- lýsingar sem um hann eru til. Boer sér sem- sagt í Ohthere Bjarmalandsfarann sem í síðari munnmælasögnum hét Oddur og var sagður sonur Gríms loðinkinna; þannig varð hann þriðji nafnkunni ættliður Hrafnistu- manna en af þeim eru sagðar miklar sögur, sbr. Ketils sögu hængs, Gríms sögu loðin- kinna og Örvar-Odds sögu. Ekki skal farið hér nánar út í þetta fræðilega atriði um uppruna Örvar-Odds,en þess má geta til gamans að áhrif frá aðalhetjum fyrrnefndra þriggja sagna af Hrafnistumönnum birtast í ótal myndum í Egils sögu Skallagrímssonar og hef ég bent á það á öðrum vettvangi. En þegar R.C. Boer sendi grein sína til birtingar í Arkiv för nordisk filologi og einn ritstjóranna, Gustav Storm, las handritið yf- ir hefur sá síðarnefndi strax séð hvaðan hugmyndin um sambandið milli Ohthere og Örvar-Odds var upphaflega komin: Storm hafði nefnilega sjálfur bent Boer á þetta nokkrum árum áður á heimili sínu í Krist- janíu þar sem Boer var gestkomandi. Öll at- vik í kringum þetta tiltekna mál benda til að Boer hafi verið búinn að steingleyma þessu atriði úr samtali þeirra; það hafi sigið niður í undirmeðvitundina og komið svo upp úr djúpunum löngu síðar sem hans eigin hug- mynd. Annars hefði hann varla vogað sér að senda greinina til tímarits þar sem einn rit- stjóranna var einmitt sá sem raunverulega átti hugmyndina um sambandið milli hinna tveggja fornu norðurnorsku hetja. Boer við- urkennir mistök sín í snyrtilegri athuga- semd í lok greinar sinnar. Nú langar mig að nefna lítið dæmi úr ís- lenskum veruleika frá árunum 1936–1938. Þrír andans menn koma þar einkum við sögu, þeir Guðni Jónsson, síðar prófessor, Sigurður Nordal prófessor og Benedikt Sveinsson skjalavörður, fyrrverandi forseti neðri deildar alþingis. Árið 1936 kom Grett- is saga Ásmundarsonar út hjá Hinu íslenska fornritafélagi í umsjá Guðna Jónssonar. Benedikt Sveinsson skrifaði um þessa út- gáfu í blaðið Framsókn þann 3. og 10. apríl 1937. Benedikt var afar handgenginn forn- sögunum og hafði gefið margar þeirra út með skýringum og formálum, m.a. Sturl- ungu (ásamt Birni Bjarnasyni frá Viðfirði) 1908–15 (endurpr. 1945–46) og Grettis sögu sjálfa árið 1921 (endurpr. 1945), þar sem hann rakti í formála hugmyndir fyrri fræði- manna um tilurð hennar (fyrrnefndur R.C. Boer var einn þeirra). Í grein sinni í Framsókn árið 1937 dregur Benedikt í efa þá skoðun Guðna Jónssonar að Grettis saga sé verk eins manns (snemma á 14. öld) sem hafi þá ekki notfært sér ritað verk eftir Sturlu Þórðarson, heldur aðeins munnlega frásögn, sbr. tilvitnanir í orð Sturlu í sögunni. Benedikt heldur því fram að vissulega hafi verið til verk um Gretti eftir Sturlu og bendir á ýmis rök máli sínu til stuðnings. Meðal annars minnir Benedikt á lokakafla sögunnar, þar sem vitnað er í orð Sturlu lögmanns um hetjuna Gretti; hann segir að þau geti af ýmsum ástæðum ekki vísað til „orðræðna hans“, þ.e. til munnlegrar frásagnar, heldur sé lík- legra að þar sé vikið að „bókföstum orðum Sturlu“, „enda var hann þá látinn fyrir all- löngu, ef þetta er ritað öndverðlega á 14. öld, sem ætla má“. Benedikt vekur athygli á „sundurliðuðum dómi“ Sturlu með bóklegu orðalagi; hann vitnar síðan beint í kaflann um orð Sturlu og segir svo: „Hér er umsögn Sturlu lögsögumanns tekin upp með nútíð- armynd sagnorða nokkurum áratugum eftir lát hans: „þykkir honum“, „finnr hann“, o.s.frv. Svo skírskotar engi til munnlegra ummæla löngu liðins manns. Hér virðist, sem beint sé upp tekin nær orðrétt nið- urlagsorð úr bók Sturlu Þórðarsonar um Gretti. Þarf mjög litlu við að víkja orðalagi í upphafi til þess að fram komi alveg eðlileg og sennileg ummæli Sturlu.“ Margt fleira tínir Benedikt til sem gæti stutt þá hugmynd að Sturla hefði skrifað sögu af Gretti sem síðan hefði verið aukin nokkrum áratugum síðar. Einnig bendir Benedikt á atriði sem hann telur sýna að „umfegrandi sögunnar“ á 14. öld hafi „viljað draga úr því, er honum þótti Gretti heldur niðrað“ og því sagt að Grettir Ásmundarson hafi verið „fríðr maðr sýnum“ þar sem upp- haflega hafi að öllum líkindum staðið „eigi fríðr“. Þetta og fleira í grein Benedikts er skemmtilega og skarplega athugað og ber vott um innsæi hans. Hann bendir síðan á hvað margt í lífi Sturlu megi tengja við Grettis sögu; því sé ástæðulaust að leita frumhöfundar hennar í 14. aldar manninum Hafliða presti Steinssyni á Breiðabólstað í Vesturhópi eins og Guðni gerði (Benedikt talar um „endur-höfund“ sögunnar á 14. öld). Nú gerist það árið 1938 að Sigurður Nor- dal skrifar stórmerka ritgerð um Sturlu Þórðarson og Grettis sögu. Þar kemur fram að hann (þ.e. Sigurður Nordal) hafi fylgst náið með útgáfu Guðna Jónssonar á sögunni (enda þakkar Guðni honum margháttaða að- stoð í formála sínum); Nordal var útgáfu- stjóri Íslenskra fornrita. En ástæðan fyrir því að hann skrifar grein sína er sú að hann hefur komist að nýrri niðurstöðu um Grettis sögu og Sturlu. Hann segist ekki hafa gert það fyrr en búið var að prenta söguna að mestu leyti og hafi því ekki getað komið at- hugasemdum sínum í útgáfu Guðna. Ein veigamesta röksemd Nordals fyrir því að hann telur nú að í Grettis sögu sé vitnað í ritaðan texta Sturlu er einmitt samhljóða röksemdum Benedikts Sveinssonar. Nordal segir: „Mér finnst það nú furðulegt, að nokkur maður skuli hafa látið sér til hugar koma, að hér sé vitnað í munnleg ummæli Sturlu látins, þó að hann hefði haft þau við sögurit- arann sjálfan. Gegn því mælir hin lærdóms- lega sundurgreining dómsins (pro primo, pro secundo, pro tertio) og ekki síður nútíð- in: finnr, þykkir. Berum saman við þetta til- vitnanir í rit Ara: „segir Ari“, „svá sem hann hefir sjálfr sagt í sínum bókum“, „en Ari... telr hana eigi með hans börnum“, „svá segir Ari“, „svá sagði Ari“ o.s.frv. Það er líka fyrirfram sennilegra, að til svo mik- ilvirks rithöfundar sem Sturlu sé fremur vitnað sem sagnaritara en munnlegs heim- ildarmanns“ (308). Í Sturlugrein sinni nefnir Nordal ekki umsögn Benedikts Sveinssonar sem hann hlýtur þó að hafa þekkt því að þar var um að ræða ritdóm um verk sem hann (þ.e. Nordal) átti mikinn þátt í. Nordal nefnir fleiri atriði sem ekki eru ósvipuð rökum Benedikts en bætir síðan ýmsu við, einkum atriðum sem snerta misræmi í tímatali og frásögnum um ævialdur Grettis. Þetta mis- ræmi rekur Nordal einmitt til þess að orð- réttar klausur, t.d. um ævialdur Grettis, hafi ratað úr riti Sturlu inn í sum síðari handrit sögunnar, atriði sem stangist á við það sem „höfundur núverandi Grettis sögu“ hafði að segja (en hann hafi m.a. tekið sér fyrir hendur að stytta ævi Grettis um níu ár). Í ljósprentaðri endurútgáfu Fornritafélag- ins á Grettis sögu árið 1956 rekur Guðni við lok upphaflegs formála skoðanir Sigurðar Nordals frá 1938 og segir að sumt í formála sínum og einstök atriði í texta og skýringum hefðu orðið á aðra lund ef hann hefði getað stuðst við rök Nordals þá. Guðni vísar ekki í rök Benedikts Sveinssonar úr ritdóminum frá 1937, hvorki þau sem fram koma í grein Nordals né önnur rök sem bentu til ósam- ræmis sem rekja mætti til þess að e.k. sam- bræðsla texta hefði átt sér stað. Það er ekki aðeins að þögn ríki um grein Benedikts Sveinssonar hjá þeim Nordal og Guðna Jónssyni; greinin hefur mér vit- anlega hvergi verið nefnd í fræðilegri um- ræðu um Grettis sögu. Ég fletti að gamni mínu upp í Gegni á vef Landsbókasafnsins og þar var ekkert að finna heldur. Þetta sýnir okkur væntanlega að greinar, sem birtast í pólitískum fréttablöðum, eru ekki líklegar til að komast inn í heimildaskrár fræðimanna ef enginn er til að koma þeim á framfæri, t.d. með því að endurprenta þær í tímaritum eða greinasöfnum. – Þeir sem í þessu tilviki voru líklegastir til að vekja at- hygli á umræddri grein gerðu það ekki og þess vegna féll hún í gleymsku. Það er eiginlega utan við ramma þessarar litlu hugvekju að ræða nánar um þá stóru spurningu hvort fyrri skoðun Guðna Jóns- sonar eða hugmynd Sigurðar Nordals frá 1938 hafi orðið ofan á í fræðunum. Ég vil þó geta þess að sumir yngri fræðimenn hafa snúið sér meira að hugmynd Guðna frá 1936 en Nordals frá 1938, sbr. hið mikla rit Örn- ólfs Thorssonar um Grettis sögu þar sem greint er af mikilli alúð frá seinni tíma rannsóknum á henni. Örnólfur talar um að líta megi á klausuna um Sturlu í lok Grettis sögu sem „ritklif“, þ.e. að söguhöfundur hafi viljað gefa verki sínu nokkurs konar gæða- stimpil með því að vísa í lærðan sagnaritara enda hafi slíkt verið algengt stílbragð. Ég vil þó í þessu sambandi gera þá athugasemd að margt af því sem Nordal segir um tíma- tal og fleira í grein sinni virðist afar sann- færandi og ég tel að rökum hans þurfi að gefa náinn gaum áður en þeim er algerlega hafnað. Það sama á við um grein Benedikts Sveinssonar. Niðurstaða þessa spjalls er þá eitthvað á þessa leið með örlitlum viðbótum: 1. Sigurður Nordal getur ekki Benedikts Sveinssonar í snjallri ritsmíð sinni árið 1938 þar sem hann leitast við að kollvarpa hug- myndum Guðna Jónssonar frá 1936 um þátt Sturlu Þórðarsonar í sköpun Grettis sögu, hugmyndum sem hann (þ.e. S.N.) hafði skrifað undir en Benedikt mótmælt árið 1937 með sömu rökum og Sigurður Nordal ári síðar. Um var að ræða grundvallar- spurningar um tilurð sögunnar. 2. Benedikt bendir einnig á hluti sem ekki koma fram hjá Nordal. Sjálfur setur Nordal fram fleiri snjallar röksemdir máli sínu til stuðnings, rök sem einkum lúta að mótsögn- um í tímatali. 3. Benedikt minnist ekki sjálfur á um- rædd rök sín á öðrum vettvangi sem hann hefði þó getað gert, t.d. þegar útgáfa hans á Grettissögu var ljósprentuð árið 1945. En í formála þeirrar útgáfu (frá 1921) rekur hann m.a. hugmyndir fyrri fræðimanna, R.C. Boer, Guðbrands Vigfússonar og Finns Jónssonar um tilurð sögunnar. 4. Guðni Jónsson samþykkir rök Nordals í ljósprentaðri endurútgáfu Fornritafélagsins á Grettis sögu 1956 en minnist ekki á rit- dóm Benedikts. 5. Í formála 2. útgáfu á verki sínu um Snorra Sturluson árið 1973 fer Nordal vin- samlegum orðum um útgáfu Benedikts Sveinssonar og Björns Bjarnasonar frá Við- firði á Sturlungu, segir hana „prýðilega“ og kýs að vitna í hana fremur en vandaða Sturlunguútgáfu frá árinu 1946. Vildi hann með þessu votta minningu Benedikts síð- búna virðingu og þakklæti? 6. Helsti sérfræðingur samtímans um Grettis sögu, Örnólfur Thorsson, hallast að því að fyrri skoðun Guðna Jónssonar sé sennileg, þ.e. að Grettis saga sé verk eins manns og að Sturla Þórðarson hafi ekki átt þátt í sköpun hennar. Ályktun Örnólfs er þó auðvitað enginn hæstaréttardómur. 7. Þessi grein er ekki skrifuð til að varpa rýrð á öndvegismenn í fræðunum. Eingöngu var ætlunin að ræða tiltekinn vanda sem flestir fræðimenn hljóta að hafa staðið frammi fyrir; en jafnframt langaði mig að minnast stórmerks manns sem stuðlaði með útgáfum sínum á fornritunum mjög að því að glæða áhuga manna á bókmenntaarf- inum.  Heimildir Benedikt Sveinsson. „Bókarfregn“. „Grettis saga“. Fram- sókn. Bændablað. Samvinnublað. 3. og 4. tbl.; 3. og 10. apríl. Reykjavík 1937. R.C. Boer. „Über die Qrvar-Odds saga.“ Arkiv för nordisk filologi VIII 1892:97–139. Grettis saga Ásmundarsonar. Benedikt Sveinsson bjó til prentunar og ritaði formála. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Reykjavík 1921 (ljósprentað 1945). Grettis saga Ásmundarsonar. Guðni Jónsson annaðist út- gáfuna. Íslenzk fornrit VII. Reykjavík. 1936 (ljósprentað með viðbæti 1956). Sigurður Nordal. „Sturla Þórðarson og Grettis saga“. Fornar menntir II. Almenna bókafélagið. Kópavogi. 1993 (Studia Islandica 4. 1938). Sigurður Nordal. Snorri Stuluson. 2. útg. Helgafell. Reykjavík. 1973 (1920). Gleymda bókarfregnin Fræðimönnum getur orðið það á að eigna sér kenningar annarra óviljandi. Hér er rifjað upp dæmi þessa þar sem við sögu koma fræðimaðurinn Sigurður Nordal og leikmað- urinn Benedikt Sveinsson, skjalavörður og fyrrverandi forseti neðri deildar alþingis. Eftir Baldur Hafstað baldurh@khi.is Höfundur er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Benedikt Sveinsson Skrifaði ritdóm um Grettlu. Sigurður Nordal Vissi hann ekki af ritdóminum? Um gamlan ritdóm og þögn fræði- manna um hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.