Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 ! Ég gapi og eitthvað deyr innra með mér. Hef ég lent í tíma- beyglu? Er ekki árið 2005? Ég píri augun og reyni að fókusera á millifyrirsögnina: „Samkvæmt nýju deiliskipu- lagi er heimilað að rífa 25 hús sem byggð voru fyrir 1918 við Laugaveg í Reykjavík. Hefur steinbærinn Laugavegur 22A frá árinu 1892 þegar ver- ið rifinn.“ Kaldur sviti sprettur út, ég finn hjartað herpast saman og hendurnar titra. Ég verð að gera eitthvað! Get ég hlaupið nið- ur eftir og hlekkjað mig við … nei. Það væri fáránlegt. Höldum sönsum. Ókei, kalt mat; hvað þýðir „heimilað“? Það „má“… – býst ég við. Það er sem- sagt eitthvert fólk sem segir að það „megi“ rífa þessi hús. Það má tæta í sund- ur hryggsúlu Reykjavíkurborgar …! Ekki að það „eigi“, heldur „megi“. Maður „á“ ekki að rífa úr sér framtenn- urnar, en maður „má“ það. Hvað er að mér? hugsa ég og fletti áfram. Þetta verður stöðvað. Við lifum á upplýstum tímum velmegunar og vænt- umþykju. Ég hef ekki tíma til að pæla í þessu. Þetta er sennilega einhvers konar hrelli-pólítík. Það eru kynnt til sögunnar hræðileg áform, þannig að fólki finnist það hálfa vera nóg. Og málamiðlunin verður að rífa örfá hús og allir eru sáttir. Auðvit- að á ekki að fara að rífa öll þessi hús. Þetta er bara til að stuða okkur. Til að fá við- brögð. Guði sé lof. Það eru nefnilega stundum uppi alls konar áform á pappírunum sem ekki verða að veruleika. Til dæmis eru til teikningar af umhverfi Tjarnarinnar, með háhýsum allan hringinn. Í þá daga vildi einhver athafnamaðurinn láta rífa alla trékumbaldana umhverfis Tjörnina og gera þetta almennilegt. Eins og í útlönd- um. Eins voru uppi hugmyndir um að gera almennilega breiðgötu frá Túngötu og upp á Snorrabraut. Það fól að vísu í sér að það hefði þurft að rífa öll hús öðru hvoru megin við Grettisgötu og Amtmannsstíg, fyrir utan öll önnur hús sem voru í veg- inum … En nú eru liðnir nokkrir dagar frá því að ég las þessa frétt – og enn er ég ekki farinn að sjá nein viðbrögð. Ég glugga aft- ur í greinina: „Mikið átaksverkefni varð- andi deiliskipulag á Laugavegi sem tryggi nauðsynlegt jafnvægi verndunar og upp- byggingar.“ Ég skrifa niður númer húsanna sem má rífa og geng niður Laugaveginn. Stendur heima; öll gömlu fallegu húsin mega fjúka – og ljótu nýju húsin eiga að fá að standa. Eins og hörmungin sem var byggð á nr. 53b (Kúnígúnd, Hereford Steakhouse). En bíðum nú við! Einu verslunarhúsin sem ég sé standa auð eru nýleg …?! Í gömlu húsunum blómstra huggulegar litl- ar búðir, kaffihús og veitingahús, eins og maður vonast til að finna í miðbæ. Í stóru nýju húsnæðunum eru útibú frá alþjóð- legum verslanakeðjum. Eitt verð ég þó að viðurkenna; sum af þessum gömlu húsum eru ekkert augna- yndi lengur. Það er búið að augnstinga þau, klæða í fáránlegan búning og hengja utan á þau asnaleg skilti. En það er bara ytra byrðið, sem má auðveldlega færa í upprunalegt horf. Flest eru þau vel byggð og rammgerð. Nýlega var rifið hús í Að- alstræti, á þeirri forsendu að það væri orðið gamalt og lélegt. En það haggaðist ekki undan stálkúlunni. Það þurfti að saga það niður í rólegheitunum. „Jafnvægi verndunar og uppbygg- ingar?“ Það stendur til að framlengja Hlemm-stemninguna alla leið niður að Bankastræti. Þriggja til fjögurra hæða steinkassamartröð. Menn byggðu svona á árunum eftir stríð. Í borgunum sem höfðu verið jafnaðar við jörðu. En það er nefnilega einmitt stríð í upp- siglingu. Ég ætla að verða fyrstur á stað- inn þegar þeir mæta með vélarnar. Ég ætla að hlekkja mig berrassaðan við stál- kúluna og leyfa þeim að slengja mér utan í vegginn. Ég kæri mig ekki um að lifa í þessari borg ef það „má“ fara svona með hana. Eftir Óskar Jónasson oj@internet.is Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Það er athyglisvert hversu viðtekin hug-tökin „liberal bias“ og jafnvel „liberalpropaganda“ eða „frjálslyndisslag-síða“ og „frjálslyndisáróður“ eru orð- in í bandarískri fjölmiðlaumræðu um þessar mundir, ekki síst ef litið er til þess hvers konar umræða eða málflutningur það er sem vísað er til í því samhengi. Viðhorf sem maður hefði talið fremur sanngjörn og langt frá því að teljast áróður, jafnvel þótt fast sé að þeim kveðið, s.s. almenn kynfræðsla í skólum, þróunarkenningin og ýmis sjónarmið er tryggja fólki mannréttindi óháð t.d. kynferði eða kynhneigð, eru orðin um- deild í Bandaríkjunum, umfram það sem þekk- ist í flestum öðrum vestrænum löndum. Þannig er teiknimyndafígúra að nafni SpongeBob (Svamp-Robbi) t.d. orðin að nokkurs konar táknmynd hins meinta frjáls- lyndisáróðurs en svampur þessi hefur sér það helst til saka unnið að hafa sungið um gildi umburð- arlyndis og menningarlegrar fjölhyggju í tón- listarmyndbandi sem framleitt var sem fræðsluefni fyrir grunnskóla, en mætti mikilli gagnrýni frá talsmönnum samtaka er bera nöfn á borð við Focus on the Family og American Family Association. Umræddur svampur hefur reyndar lengi legið undir grun fyrir að vera leyndur boðberi samkynhneigðra viðhorfa af óljósum ástæðum, og þótti viðvera hans í mynd- bandinu, þar sem kynhneigð var meðal þess sem fólk er hvatt til að sýna umburðarlyndi gagnvart, staðfesting á áðurnefndum grun. Og þessar raddir virðast ná sínu fram líkt og sást nú á dögunum þegar teiknimyndakanínan Bust- er bættist í hóp teiknaðra pólitískra samvisku- fanga er sjónvarpsþáttur, sem lýsti því er kan- ínan heimsótti stelpu sem átti tvær mömmur, var tekinn af vordagskrá CBS-sjónvarpsstöðv- arinnar eftir átölur frá menntamálaráðuneytinu um að með þættinum væri börnum kynntur vafasamur „lífsstíll“. Þeir sem staðsettir eru kirfilega á vinstri vængnum svara auðvitað í sömu mynt og vara við áróðri kristinna hægrihreyfinga og er ljóst að meiri harka og öfgar eru að færast í skoð- anaskipti á opinberum vettvangi í Bandaríkj- unum. Í stað yfirvegaðar og málefnalegar um- ræðu er fjölmiðlaumræðan að verða undirlögð af nokkurs konar mælskufræðilegu reiptogi andstæðra fylkinga, þar sem keppikeflið er það að draga miðju kaðalsins, þ.e. normið í sam- félagsumræðunni, nær sínum enda pólitíska lit- rófsins. Og boltinn er kominn ansi langt í kristna-hægra öfgahornið þegar opinber við- urkenning á réttindum samkynhneigðra er álit- in umdeilanleg jaðarskoðun og úthrópuð sem enn eitt dæmið um bíræfinn áróður frjálslynda vængsins. Nú er svo komið að sjálfur harðjaxlinn og (fyrrum repúblikaninn) Clint Eastwood er orð- inn að skotmarki ötulla reiptogara af hægri vængnum, s.s. útvarpsmannsins Rush Lim- baugh og kristilega siðferðispostulans Michaels Medveds sem fjallað hafa af mikilli hneykslan og fyrirlitningu um kvikmynd Eastwoods, Millj- ón dollara stelpan (Million Dollar Baby), sem m.a. hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þau sterku viðbrögð sem myndin vekur urðu Frank Rich, blaðamanni New York Times, m.a. tilefni mikilla vangaveltna yfir því hvers vegna hægripostularnir hafi keppst hver um annan þveran við að úthrópa myndina sem „frjálslynd- isáróður“. Mynd sem, líkt og Eastwood bendir sjálfur á í viðtali við Rich, er einföld saga mann- eskju sem tilbúin er að leggja mikið á sig til að láta drauma sína um að hefja sig upp úr fátækt rætast. „Við erum að tala um mynd þar sem vondu kallarnir eru fólk sem misnotar velferð- arkerfið,“ segir Eastwood í viðtalinu og klykkir út með orðunum: „Hvað þarf maður eiginlega að gera til að þetta fólk verði ánægt?“ Að vísu á umræða um líknardráp sér stað í myndinni, sem jú er einn af helstu ásteytingarsteinum strangtrúaðra hægrimanna. En það er fleira sem kemur til, og ef til vill afhjúpast það sem raunverulega fer fyrir brjóstið á postulunum í hugleiðingum Michaels Medveds, sem gagn- rýndi myndina fyrir að lofa því að vera sig- ursaga í anda Rocky, en svíkja síðan öll slík fyr- irheit. Það sem er kannski „illmeltanlegast“ við kvikmyndina Milljón dollara stelpan er það hversu slæma útreið ameríski draumurinn fær í myndinni. Þar er brugðið upp mynd af stétt- skiptu og misskiptu samfélagi, og misheppnaðri tilraun lánleysingja til þess að sprengja af sér fjötra samfélagslegra aðstæðna sinna. Kvik- mynd Eastwoods er einmitt athyglisverð sem Hollywood meginstraumsmynd, bæði vegna þess hversu myrk hún er og fyrir það hvernig þar er leikið með forskilning áhorfandans sem vanur er því að horfa aðeins á sigurvegarana, og sjá goðsöguna um ameríska drauminn spilaða aftur og aftur með örlitlum tilbrigðum. Í hægra öfgahorninu Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ’Og boltinn er kominn ansi langt í kristna-hægra öfga-hornið þegar opinber viðurkenning á réttindum sam- kynhneigðra er álitin umdeilanleg jaðarskoðun og út- hrópuð sem enn eitt dæmið um bíræfinn áróður frjálslynda vængsins.‘ Mikið fár virðist vera í uppsiglingu vegna niðurrifs húsa við Laugaveginn.Guðmundur Magnússon skrifar leiðara í Fréttablaðið og líkir þessu viðmenningarsögulegt slys – það hljómar eins og herhvöt þegar hann nefnir baráttuna fyrir varðveislu Bernhöftstorfunnar í þessu sambandi. Menn verða samt að kynna sér málið áður en þeir vaða fram. Ég mæli með gönguferð upp og niður Laugaveginn. Í gær fékk ég bréf frá æstum manni sem sagði að ekki mætti rífa Laugaveg 11 vegna þess að Halldór Laxness hefði drukkið kaffi þar. Ójá. Það er betra að hafa staðreyndir á hreinu. Ef menn eru að varðveita minjar um kaffihúsið á Laugavegi 11, þá er það um Jökul, Dag Sigurðarson, Elías Mar og hommaborðið sem þar var í einu horninu. Á blómaskeiði Laugavegar 11 lýsti Halldór hins vegar fyrirlitningu á kaffi- húsahangsi – skrifaði eitthvað á þá leið í Íslendíngaspjalli að íslenskum rithöfundum liði betur við kaffidrykkju heima hjá sér en að kúldrast á kaffihúsum eins og „lítil- lækkaðir smáborgarar í París“. Seinna tók ég viðtal við Jóhann Hjálmarsson skáld þar sem hann lýsti Laugavegi 11 sem einstaklega óyndislegum stað. Hann minnti að alltaf hefði verið rigning, kaffið var vont – gestirnir voru stundum að bauka við að blanda brennivíni úti í gos- flöskur undir borðinu. Staðreyndin er sú að af þeim húsum sem kemur til greina að rífa eru ekki nema tvö til þrjú sem hafa eitthvert gildi – mörg eru ekki annað en örgustu kofaskrifli. Það er út í hött að líkja þessu við Bernhöftstorfuna þar sem eru mun eldri hús – dæmi um eldri stíl í húsagerð sem lítið er eftir af í bænum. Egill Helgason Silfur Egils www.visir.is Laugavegur 11 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bílabærinn. I Jeríkó í Jórdandal er talin vera „elsta borgí heimi“ segir í bókinni Hugmyndir sem breyttu heiminum eftir spánska rithöfundinn Felipe Fernández-Armesto sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu. Jeríkó er talin vera elsta borgin „vegna múrsteinahíbýla frá 10.000 f.Kr. sem byggð eru með 60 sentímetra þykkum veggjum á grjótpúkki“. Fólkið sem bjó í Jeríkó borðaði ræktað hveiti og bygg en borgin náði í fyrstu aðeins yfir fjóra hektara lands. Fyrir meira en 7000 árum var byggð borgin Catal Hüyük þar sem nú er Tyrkland en hún var meira en þrisvar sinnum stærri en Jeríkó: „götur lágu ekki á milli vaxkökulaga vistarveranna eins og við þekkjum þær heldur voru göngustígar uppi á flötum þökunum. Húsin voru öll eins í laginu: dyragættirnar, eldstæðin, ofnarnir og jafnvel múrsteinarnir voru af ákveðinni stærð og lögun. Máluð yfirlitsmynd svipaðrar borg- ar er varðveitt á einum veggnum,“ segir í bók Fernández-Armestos. II Í bókinni segir að borgurum slíkra staðahafi ef til vill þá þegar fundist borgin hið fullkomna umhverfi til að búa í en það var að minnsta kosti ríkjandi viðhorf í Mesópótamíu á þriðja árþúsundi f.Kr. „Best þekkta sköp- unargoðsögnin frá því svæði skilgreinir óreiðu sem þann tíma þegar „múrsteinar höfðu ekki verið ... borg hafði ekki verið byggð“,“ segir í bókinni og enn fremur: „Við lok árþúsundsins bjuggu 90% íbúanna í suðurhluta Mesópótam- íu í borgum. Fjórum árþúsundum síðar erum við hin farin að nálgast þetta og maðurinn er að verða borgardýr. Það hefur tekið okkur þetta langan tíma að yfirstíga ýmis vandamál, eins og heilsufars- og öryggisvandamál, sem koma til af gríðarlegum umbreytingum á hinu náttúrulega umhverfi. Sumar afleiðinganna eru enn óljósar og við vitum ekki enn hvort við getum forðast þau áföll sem hafa gert út af við sérhverja siðmenningu hingað til.“ III Með borgum breytum við hinu nátt-úrulega umhverfi með þær væntingar að búa til annað og betra, umhverfi þar sem við teljum okkur geta starfað betur, lifað betra lífi, hugsað meira, talað meira saman, æxlast hraðar. Til þess að ná fram þessum áhrifum borga höfum við lagt megináherslu á tvennt, hagnýtt gildi skipulagsins og fegurð, bygg- ingar hafa ekki aðeins átt að vera nytsam- legar heldur einnig fagrar á að líta; ef hvort tveggja heppnast teljum við okkur geta upp- fyllt væntingar okkar um góða borg. Þetta hefur auðvitað gengið misjafnlega vel. Það eru til góðar borgir, eða að minnsta kosti borgir sem eru betri en margar aðrar. Reykjavík er að mörgu leyti góð borg. Meg- inkostur hennar er smæðin. Megingalli henn- ar er hvað hún er dreifð. Hvers vegna er svona lítil og fámenn borg svona dreifð? Kannski er eitt aðaleinkenni Reykjavíkur það hversu hratt hún fór inn í nútímann, hversu hratt hún stækkaði. Vaxtarverkirnir hafa ver- ið miklir. Um nokkra þeirra verður fjallað í greinaflokki Lesbókar sem nefnist Húsin í bænum. Neðanmáls Lauga- vegurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.