Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005
viðbyggingar skæru sig frá upprunalega húsinu. Þessari kröfu hafa arki-
tektar svarað með ýmsum hætti. Góð dæmi, gömul og ný, er að finna í og
við Alþingishúsið við Austurvöll.
Fyrir nokkrum árum var efnt til samkeppni um skrifstofubyggingu fyrir
Alþingi. Gefin var sú forsenda að gömlu timburhúsin áðurnefndu við
Kirkjustræti ættu að víkja. Ein tillagan í keppninni gerði hins vegar ráð
fyrir að húsin stæðu áfram. Hún hlaut ekki verðlaun en segja má að hún
hafi unnið samkeppnina þegar upp var staðið því að það varð ofan á að gera
upp gömlu húsin og setja tengibyggingu á milli þeirra.
„Þessi tengibygging vakti óneitanlega athygli þegar hún var komin á
sinn stað,“ segir Pétur. „Hún sker sig ansi mikið frá gömlu húsunum og er
frek í umhverfinu en hún inniheldur að mestu inngang og stigahús.“
Að mati Péturs vekur þessi bygging margar áhugaverðar spurningar
um eðli byggingalistar og sérstaklega þess að byggja við.
„Hér hefði vissulega verið möguleiki að framlengja annað húsanna, ef
svo má segja, gera viðbyggingu sem hefði gluggaskipan og efnisáferð
gömlu húsanna. Mín afstaða er að sú leið sé í góðu lagi, einkum þegar um
minni viðbyggingar sé að ræða. Í svona tilvikum verður smekkvísi manna
og dómgreind að ráða því hvaða leið er valin.“
Alþingishúsið – sýnilegur arkitektúr eða ekki?
Pétur bendir einnig á sjónarmið sem franski arkitektinn Dominique
Perrault setti fram um að byggingarlist snerist fyrst og fremst um að
ákveða hvenær hún á að vera sýnileg og hvenær ekki.
„Stundum eru eldri hlutir eyðilagðir með því að búa til nýja,“ segir Pét-
ur.
Og líklega er þetta einmitt spurningin sem glímt var við þegar byggt var
við Alþingishúsið sjálft og tengja þurfti viðbygginguna og þá gömlu; átti að
gera það með sýnilegum hætti eða ekki? Niðurstaðan varð þessi ótrúlega
fyrirferðarmikli, tveggja hæða, grænleiti glerrani sem stendur á milli
húsanna og gerir, þrátt fyrir gagnsætt efnið, fátt til þess að láta lítið á sér
bera.
Hvað ætli hafi vakað fyrir mönnum?
„Í þessu tilviki stóðu yfirvöld húsafriðunar frammi fyrir ákveðnum
vanda,“ segir Pétur svolítið þungur á brún, „sem er sá að það er eitt af skil-
yrðum fyrir varðveislu bygginga að þær þjóni hlutverki. Í þessu tilviki var
spurningin sú hvort Alþingi gæti starfað áfram í gamla húsinu, haldið
áfram að vera táknrænn miðpunktur þessarar merku stofnunar nema með
því að auka húsrými. Einhvers konar viðbygging hlaut því að þurfa að
koma til. Í samkeppninni um viðbygginguna voru uppi hugmyndir um neð-
anjarðartengingu milli húsanna. Mér skilst hins vegar að það hafi verið
miklir praktískir annmarkar á þeirri lausn. Að auki hafi verið uppi óskir
um að hægt væri að ganga á milli húsanna á báðum hæðum. Það myndi fela
í sér mikið hagræði og í raun gera mönnum kleift að starfa áfram í gamla
húsinu um ófyrirséða framtíð.“
Burtséð frá tengibyggingunni hefur viðbyggingin tekist ágætlega. Pétur
Viðbygging við Alþingishúsið „Niðurstaðan varð þessi ótrúlega fyrirferðarmikli, tveggja hæða, grænleiti glerrani sem stendur á milli húsanna og gerir, þrátt fyrir gagnsætt efnið, fátt til þess að láta lítið á sér bera.“
Kringla Alþingishússins „Kiørboe sýnir að oft þarf ekki nema eitthvað pínulítið til þess að skapa sérstöðu og tjá mismunandi tíðaranda.“