Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Side 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005
Núna þegar Will Smith er á nýorðinn heitasti leikarinn í
Hollywood með velgengni gam-
anmyndarinnar Hitch hefur Col-
umbia Pictures haft snarar hendur
og hraðað fram-
leiðslu á næstu
mynd hans. Er
þar um að ræða
ofurhetjumynd
sem á að heita
Tonight, He
Comes. Þar mun
Smith leika ofur-
hetju sem brot-
lendir í bænum
Sheepshead Bay
og veldur usla í bænum þegar hann
fellur fyrir venjulegri húsmóður og
reynir með því að endurnæra sig.
Sagan segir að hér sé á ferð eitt af
betri handritum sem verið hafa á
vafri í Hollywood síðustu árin. Samt
hefur það gengið manna á milli.
Michael Mann ætlaði fyrst að gera
mynd eftir því en nú ætlar hann að
framleiða og hefur fengið Jonathan
Mostow
(Terminator
3) til að leik-
stýra. Gert er
ráð fyrir að myndin verði tilbúin fyr-
ir vorið 2006.
Mostow er einnig að undirbúa
fjórðu Terminator-myndina.
Næsta mynd Robin Williamsverður kvikmyndagerð á
skáldsögunni The Night Listener
eftir Armistead Maupin. Mótleik-
arar Williams í myndinni verða ástr-
alska leikkonan
Toni Collette
(Muriel’s Wedd-
ing, Sixth Sense,
About A Boy) og
Rory Culkin.
Fjallar sagan
um vinsælan út-
varpsmann sem á
í erfiðleikum í
einkalífinu. Hann
myndar sterkt
samband við einn dyggasta hlust-
anda sinn, ungan dreng, sem hringir
reglulega í þáttinn. Tilvera útvarps-
mannsins fer hinsvegar í rækilegan
kollhnís þegar uppúr kafinu kemur
hver þessi ungi aðdáendi er.
Leikstjóri myndarinnar verður
Patrick Stettner (The Business of
Strangers) en handritið skrifaði höf-
undurinn Maupin, sem hefur einnig
getið sér gott orð fyrir að hafa skrif-
að Tales of the City-sögurnar.
Söguna byggði Maupin á sannri
lífsreynslu vinar síns.
Framleiðslu var skyndilega hætt ívikunni á ástralskri mynd sem
átti að skarta þeim góðvinum Russ-
ell Crowe og Nicole Kidman í aðal-
hlutverkum. Myndin átti að heita
Eucalyptus en nú er alls óljóst hvort
nokkuð verði úr gerð hennar.
Ástæðan fyrir
þessari óvæntu u-
beygju er ágrein-
ingur milli Crowe
og leikstjórans
ástralska Jocelyn
Moorehouse
(How to Make an
American Quilt)
sem einnig skrif-
aði handritið að
myndinni. Þótt
Crowe þyki erfiður maður með af-
briguðum vilja framleiðendur meina
að sökudólgurinn sé að þessu sinni
leikstjórinn Moorehouse og „príma-
donnu-stælar“ hennar og sam-
skiptaörðugleikar. Þessi ágrein-
ingur þeirra þykir merkilegri fyrir
þær sakir að þau eiga langt og gott
samband að baki og hún átti stóran
þátt í að vekja athygli á Crowe með
því að gefa honum bitastætt hlut-
verk í myndinni Proof frá 1991.
Nýjustu fregnir herma að Crowe
sé svo mikið í mun að verkið verði
klárað að hann hafi boðist til að leik-
stýra myndinni sjálfur. Annars stað-
ar er fullyrt að Crowe sé að vona að
hinir gamalreyndu áströlsku leik-
stjórar Bruce Beresford eða Fred
Schepisi taki við. Fái Crowe sínu
fram þykir hinsvegar fullljóst að
Kidman verði ekki með, bæði vegna
annarra skuldbindinga og vináttu
hennar við Moorehouse.
Erlendar
kvikmyndir
Will Smith
Robin Williams
Russell Crowe
Mitt starf er að meiða fólk,“ sagði sögu-frægur amerískur hnefaleikakappi,Sugar Ray Robinson. Er þetta ekkikjarni málsins, beint úr munni
hestsins, eins og kanar segja? Hvað sem öllu tali
líður um hina göfugu sjálfsvarnarlist og bla-
blabla? Ég hneigist að því – þið fyrirgefið, Bubbi
Morthens, Ómar Ragnarsson og aðrir góðir aðdá-
endur boxins: Ef menn stunda box eru þeir að
stytta sér og fleirum leiðina
í annað box, líkkistuna.
Nýjasta Óskarstilnefnd
mynd Clints Eastwoods,
sem af einhverjum fárán-
legum ástæðum kallast Million Dollar Baby og er
verið að sýna hérlendis núna, fjallar lengi vel,
jafnvel of lengi, um draum ungrar konu um að
verða hnefaleikakappi. Uppstillingin er ekki
frumleg: Tveir gamlir jaxlar í bransanum taka
ungu konuna, sem er afburða vel túlkuð af Hilary
Swank, upp á sína arma og þjálfa hana smám
saman upp í heimsmeistaraflokk. Þessi fyrri hluti
myndarinnar er gallaður, þrátt fyrir góðan leik
og prýðilega skrifuð samtöl, að því leyti að per-
sónusköpunin er of strípuð, skortir undirbygg-
ingu í handriti fyrir hlutskipti þessara þriggja
persóna og engu líkara en þær eigi sér ekkert
einkalíf, hugsanir og tilfinningar, utan þessarar
vafasömu íþróttar.
Þegar kemur svo að straumhvörfum í sögunni
verður þessi fyrri hluti dálítið ankannalegur.
Ekki verður betur séð en hann dásami eða veg-
sami þessa íþrótt, hnefaleikana, sem líf persón-
anna snýst um. Seinni hlutinn – og nú mega þeir
lesendur sem ekki hafa séð myndina en hyggjast
gera það líta undan – fjallar hins vegar um afleið-
ingar hnefaleikaiðkunarinnar fyrir ungu konuna
og félaga hennar, og, að lokum, um rétt hennar
til að ákveða eigin dauðdaga. Þegar upp er staðið
er Million Dollar Baby um líknardauða, rétt okk-
ar til að kveðja lífið þegar okkur sjálfum finnst
því í raun lokið vegna þess að það er og verður
ógerlegt að lifa því með mannlegri reisn, burtséð
frá afstöðu lækna, presta eða annarra utan-
aðkomandi.
Nú er það mín skoðun, sem er óviðkomandi
meginefni þessa pistils, að þessi réttur sé ótví-
ræður og ætti að fá lagalega staðfestingu, ekki
síður en réttur kvenna til að ákveða um annað líf
í eigin líkama; barátta fyrir réttinum til líkn-
ardauða ætti að komast hispurslaust á dagskrá
hérlendis sem mannréttindamál því enginn hefur
eðlilega hagsmuni af því að ráða yfir lífi eða
dauða manneskjunnar nema hún sjálf. En þótt
Million Dollar Baby sé á ýmsan hátt sterk mynd
og ekki alveg eins höll undir ódýrar lausnir og
einfaldanir og flestar Hollywoodmyndir, þá eru
heildaráhrifin blendin. Það er eins og myndin
hafi ekki getað gert upp hug sinn um hvað hún
vill segja áhorfendum; hún sveiflast á milli yfir-
borðslegrar umfjöllunar um „mikilvæg málefni“
og tilfinningadrama um samskipti þriggja mann-
eskja.
Þetta fer hins vegar ekki milli mála í mun
merkilegri mynd um réttinn til líknardauða, sem
nú er sýnd hérlendis og hefur verið tilnefnd til
Óskarsins sem besta erlenda myndin, Mar
adento eða Innri ólgusjór eftir spænska leikstjór-
ann Alejandro Amenábar. Hér er þetta alvöru-
mál sett upp á skýrum dramatískum forsendum,
með heilsteyptri persónusköpun og framvindu.
Sú gagnrýni, eins og hér í Morgunblaðinu, er að
mínu mati á villigötum sem kallar eftir meiri
krafti, meiri hreyfanleika myndvinnslu í sögu af
manni sem liggur kraftlaus í kör og getur sig
hvergi hreyft. Þegar hugur hans losnar úr viðjum
líkamans, í svefni og dagdraumum, fer myndin á
flug með honum. Þetta myndmál er einfalt en
áhrifaríkt; í Mar adento haldast efni og form í
hendur á tjaldinu. Það er svo áhorfandans að
leyfa því samspili að efla kraft í huganum og
koma hreyfingu á tilfinningarnar.
Stjórnmálamenn virðast hliðra sér hjá að vekja
máls á rétti þeirra til líknardauða sem ekki eiga
von um lækningu. Hér eru tvær ólíkar kvikmynd-
ir sem gera það. Sjáið þær.
Öfugt við hnefaleika meiða þær engan, heldur
bæta.
Að velja eigin kveðjustund
’Í mynd Amenábars er rétturinn til líknardauða setturfram á skýrum dramatískum forsendum.‘
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
Þ
að telst víst ekki lengur til tíðinda
að líkja kvikmyndagerð við iðn-
vædda verksmiðjuframleiðslu.
Hefðbundin verkaskipting og efna-
hagsleg undirbygging starfsem-
innar gerir samanburðinn freist-
andi og bandaríska draumaverksmiðjan stendur
þar einkanlega berskjölduð fyrir gagnrýnni um-
fjöllun sem beinir kastljósinu að listamannsfjand-
samlegum eiginleikum slíkra framleiðsluhátta.
En um leið og takmarkanir fjárfreks listforms
eru augljósar vakna aðrar spurningar. Er kvik-
myndaframleiðsla ekki einmitt samstarfsvett-
vangur og tilhneiging okkar til að leita alltaf að
„höfundi“ kvikmynda, lista-
manninum sem berst gegn
„kerfinu“, óeðlileg í því
ljósi? Önnur hlýtur að vera
hvaðan þeir einstaklingar komi sem treyst er fyr-
ir þeim umtalsverðu fjármunum sem jafnan eru
nauðsynlegir til að framleiða verk sem eðlis síns
vegna þurfa að vega salt milli listræns metnaðar
aðstandenda og fjárhagslegs veruleika eigin
framleiðsluferlis.
Vitanlega er erfitt að alhæfa um nokkuð í
þessu samhengi en þekktust er væntanlega sú
aðferð að fólk vinni sig upp, sanni sig með einum
eða öðrum hætti. Stuttmynd sem lokaverkefni í
háskóla er algeng aðferð til að gera sig gjald-
gengan, sömuleiðis auglýsinga- og mynd-
bandagerð. Enda þótt framleiðslukerfið sem
kennt er við Hollywood hafi náð þeim óvenjulega
árangri að gera hrollvekjandi framleiðslukostnað
að nánast eðlilegum hlut er vafalaust sjálfsagt að
milljarðafjárfestingu fylgi ákveðnar kröfur um
ábyrga meðhöndlun.
Tarantino-draumar
Engu síður er eitthvað sérlega heillandi við æv-
intýri á borð við velgengnissögu Quentins Tar-
antino, en hún getur nú talist heimsþekkt. Al-
máttug hönd Miramax-bræðra, þeirra Harvey og
Bob, lyfti ofurnördinu Quentin úr vonlitlu starfi í
myndbandaleigu upp í undursamlegar hæðir al-
þjóðlegrar frægðar og velgengni, líkt og guðinn í
vélinni sem í grískum harmleikjum sveif alltaf til
jarðar á réttum tíma. Quentin slapp þannig við
lýjandi klifur upp metorðastiga; í sögum sem
þessum er prílinu sleppt, einn daginn ertu nörd,
daginn eftir ertu á hvers manns vörum.
Grunnfrásögn óteljandi kvikmynda er þannig
framreidd sem hluti af veruleikanum, ferðalagið
frá engu til allsnægta á sér ekki aðeins stað á
hvíta tjaldinu heldur líka í grámóskulegum
hvunndeginum. Og sú staðreynd að saga þessi
var marg- og ofnýtt í fjölmiðlum af Weinstein-
bræðrum er engin tilviljun. Auglýsingagildi
hennar er augljóst og hugmyndafræðin er ein-
föld: þetta gæti komið fyrir þig líka. Ameríski
draumurinn hefur uppi á þér, jafnvel þótt lítið
fari fyrir þér bakvið afgreiðsluborð í vídeóleigu.
Útkjálkadýrlingar barþjónsins
Þannig átti sagan af Troy Duffy að vera. Það að
öðruvísi fór en ætlað var er efniviður nýrrar
heimildarmyndar Tony Montana og Marks Smith
sem nefnist Á einni nóttu (Overnight) og lýsir því
sem í fyrstu virðist ætla að verða velgengnissaga
samkvæmt Tarantino-forminu. Hún hefst á of-
anverðum tíunda áratugnum þar sem Duffy situr
á tilbúnu kvikmyndahandriti, en þar sem hann
starfar sem barþjónn á heldur skuggalegu öld-
urhúsi á Melrose-götu í Los Angeles mátti gera
því skóna að hann hafi átt langt í land með að
koma sér og handritinu, sem heitir Útkjálka-
dýrlingarnir (The Boondock Saints), á framfæri.
En einhvernveginn fær Harvey Weinstein veður
af kauða, og á einu augnabliki tekur líf Duffy
stakkaskiptum. Harvey kaupir handritið, hann
ræður Troy til að leikstýra ásamt því að útbúa
tónlist fyrir myndina með sinni gömlu hljómsveit,
The Brood. Harvey kaupir líka barinn og gefur
Troy. Fyrir skemmstu var Duffy húðflúraður og
drykkfelldur barþjónn, núna er hann ríkur, á
samningi við flottasta fyrirtækið í Hollywood og
á forsíðu Variety og USA Today. Næst heyrum
við af honum suður í Mexíkó þar sem hann og
gamla vinagengið fagna plötusamningi við út-
gáfufyrirtækið Maverick en eigandi þess er Ma-
donna, leikstjóri, handritshöfundur og rokk-
stjarna. Ævintýrin gerast enn.
Troy langar til að fá DeNiro til að leika í
myndinni. Að lokum þarf hann að sætta sig við
William Defoe. Ásamt vinum sínum undirbýr
hann heimsyfirráð, kvikmynda- og músíkbrans-
inn eru ágætis byrjun og ef það tekst er sann-
arlega allt hægt. Framtíðin er svo björt að Troy
gengur með sólgleraugu innanhúss.
Hið óháða er nýja gamla
Á einni nóttu lýsir þessum dramatísku umbreyt-
ingum á högum Troy og vina hans á afar nær-
göngulan hátt. Á sínum tíma fékk hann félaga
sinn til að mynda daglegt líf vinahópsins, eigin
frægðarför, en efnið sem náðist á filmu næstu
fjögur árin lýsir ekki aðeins ótrúlegum tækifær-
um heldur líka falli og niðurlægingu. Nægir í því
sambandi að benda á að fimm árum eftir útgáfu
Útkjálkadýrlinganna, sem á endanum var ekki
framleidd af Miramax, fyrirtæki Weinstein-
bræðra, hefur Duffy ekki gert aðra mynd.
Frægðarför hans lýkur í raun áður en hún hefst,
eitt átakanlegasta atriði myndarinnar er sam-
klippt röð af senum þar sem Troy, sem sífellt
verður örvæntingarfyllri, stendur í einhliða sam-
ræðum við símsvara Harveys.
Á einni nóttu er stórmerkileg innsýn í það
hvernig hin „nýja Hollywood“ sem sögunni sam-
kvæmt tók svo miklum breytingum á öndverðum
tíunda áratugnum með innkomu „óháðra kvik-
myndagerðarmanna“, svipar ansi mikið til gömlu
Hollywood, það eru bara nöfnin á mógúlunum
sem öllu ráða sem hafa breyst.
Á einni nóttu
Troy nokkur Duffy virtist hafa allt til að bera til
að verða næsti Tarantino og renndi fyrsta mynd
hans The Boondock Saints stoðum undir þær
getgátur. En öðruvísi fór en ætlað var eins og
sýnt er fram á í nýrri heimildarmynd sem heitir
Á einni nóttu (Overnight).
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Útkjálkadýrlingur Hverjum eða hverju er um að kenna að nafnið Troy Duffy hringir engum bjöllum, ekki
einu sinni hjá gallhörðum kvikmyndaunnendum? Hollywood-mógúlunum eða honum sjálfum?