Mánudagsblaðið - 21.03.1949, Page 8
Department ot' fuller
explanation
„Kom eldur upp í birgða-
skemmu smíðaverkstæðis Sveins
og Gísla, en hús þetta stóð fyr-
ir utan Bakka, eða utan Bakka,
eða utanvert við kaupstaðinn
sjálfan".
(Vísir, 16. marz.)
Atvinnuræningjar í
bæjarstjórn
„Kettir hér í Reykjavík munu
vera atvinnulitlir, því sjálf drep
ur bæjarstjórnin allar rottur —
■og líklega mýsnar Hka.“
(Víkverji, 15. marz).
Flestum þótti orðið nóg um
um afskipti islenzku klerkanna
af stjórnmálum. Þeir höfðu
Kvað eftir annað orðið sér til
minnkunar og misnotað virðingu
embættis síns með fánýtu hjali
um mál, sem þeir hvorki skildu
né höfðu ástæðu til að blanda
sér í.
í stað þess að leiðbeina sókn-
arböritum sínum og gæta þess,
að opinber rit styddu ekki sið-
ferðisleysi, þá deildu þeir um
mál, sem ekki snertu þeirra
verkahring hið minnsta. í stóln
uc standa þessir andans menn
•og átelja menn fyrir syndsam-
legtjíf og hvetja þá til betrun-
ar, en blöðin auglýsa, að 25
ára stúlkur eða yngri vanti
mann „til reynslu“ eða nokkra
léttlynda karlmenn vanti þrjár
atúlkur, til þess að skemmta sér
með í sumarfríinu fyrir norð-
an — að vísu séu þeir fjórir,
en slíkt kom ekki að sök, þegar
um aðeins hálfsmánaðar-vin-
áttu sé að ræða. Dæmi: „Happa
drætti — 25 ára gömul stúlka
óskar eftir góðum félaga eða
’vini. Hefi litla en þægilega íbúð.
Tilboð með fullkomnum upplýs
ingum, ásamt mynd, sendist
. . blaðinu, merkt „vinningur —
466“. Þagmælska sjálfsögð og
myndinni skilað." Það kann að
vera, að blessaðir saklausu
Tderkarnir okkar haldi, að þessa
stúlku vanti einhvern til þess
að spila Marjas við, en þó mun
almenningur vera á annarri
skoðun. Einstaklingsfrelsinu
lil að athafna sig verður
■ekki mótmælt á þessum vett-
vangi, en eru ekki einhver tak-
mörk fvrir því, hverskonar aug
iýsingar blöðin taka -— og sér
klerkastéttin engin missmíði á
Jessum auglýsingum’
Tvö mál voru aðallega á dag-
skrá í vikunni, bandalagsmálið
•og togaradeilan. Alþýðublaðið
•og Mbl. lögðu fram krafta sína
með bandalaginu, en Þjóðvilj-
y.m á móti. Baráttan hafði verið
hörð, og þóttust hvorirtveggja
hafa rétt fyrir sér. I fyrri vilcu
3ok mátti telja, að Þjóðviljinn
hefði allan almenning með sér,
aðallega vegna þess, að mál-
flutningur Mbl.-manna var svo
ósannfærandi, að fáir lögðu
trúnað á fagurgala ritstjóra
þeirra. . • ^
En þó fór svo að lokum, að
málflutningur Þjóðviljans fékk
herfilegt áfall. Togliatti, Thorez
og aðrir leiðtogar skoðana-
bræðra þeirra lýstu yfir skilyrð
islausri hollustu við félaga
Stalín og hlutu fyrir það al-
menna andúð frelsisunnandi
samborgara sinna. Almenning
ur bjóst nú við, að kommúnist
ar hér myndu fordæma þessa
afstöðu „leiðtoganna" úti í
löndum, en sú von varð að engu
þegar leiðtogarnir hér sýndu
sig reiðubúna til þess að fagna
hingað'komu „hermanna öreig-
anna“. 'Þar sýndu kommúnistar
enn einu sinni ósjálfstæði sitt
gagnvart alþjóðakommúnisma
og misstu um leið þá miklu sam
úð, sem þeir höfðu í þessu máli.
Öllum varð nú ljóst, að skrif
þeirra um bandalagið var ekki
annað en auðvirðlegur áróður
gegn því landinu, sem við eig-
um einna nánasta samleið með
— en viljum ekki, að sendi okk
ur her til þess að vernda okkur
á friðartímum.
(T
Um síðustu helgi fóru þrír
ráðherrar okkar til þess að at-
huga kvaðir bandalagsins. I
fylkingarbrjósti var Bjarni
Benediktsson, utanríkisráð-
herra, maðurinn, sem er ómiss-
andi Sjálfstæðisflokknum í bar-
áttunni gegn kommúnistum
— til þess að semja við Banda-
ríkjamenn.
En með æðstu stjórn landsins
fór skrítinn hópur. Fjármálaráð
herrann, sem um þessar mundir
stendur í málaferlum vegna
þess að hann þykir sannur að
„kynlegu bókhaldi" í fyrirtækj-
um, sem hann á aðallega. Land
búnaðarráðherrann, sem legið
hefur undir gagnrýni almenn-
ings, þingmanna, blaða og yfir-
leitt alls þess, sem getur gagn
rýnt, fyrir kynlega sölu höf-
uðbóls í hendur manni, sem þeg
ar hefur lagt í eyði eitt fræg-
asta höfuðból Islands og for-
sætisráðherrann, sem ekkert
hefur sér til frægðar unnið ann-
að en að vekja furðu almenn-
ings með því að hlaupa til út-
landa, þegar líf þjóðarinnar,
lausn togaradeilunnar, var í
veði.
Á vellinum fyrir utan Alþing
ishúsið stendur stytta Jóns Sig
urðssonar og minnir óþyrmilega
á hið velkunna „Vér mótmæl-
um allir“.
Framhald á 3. síðu.
Eyja sekkur
Lítil eyja í Tongaeyjahópn-
um hjá Falklandseyjum hefur
sokkið í sjó. Eyjá þessi var
mannlaus, en á þessum svæðum
hafa verið jarðskjálftar undan-
farið, og benda líkur til þess að
mikil eldsumbrot hafi átt sér
stað á hafsbotninum þar í
grennd.
Leiðbsiningar
fyrir Brynjólf
MÁNUDAGSBLÁÐI9
Ognaröld: Þetta orð skal
nota um ástandið í lönd-
um, sem hafa leynilegar
kosningar, en leyfa ekki
ríkislögreglunni að „spila
með“.
Svívirðilegur rógur: Hver
sanngjörn og ofstopalaus
tilraun til að skýra hugs-
unarhátt Rússa.
Stríðsæsingamaður: Hver sá
sem hefur andstyggð á
stríði.
Lýðræði: Stjórnarfyrirkomu
Jag með austrænu sniði,
þar sem einstaklingar
njóta. engra réttinda.
Hýena: Vestur-Evrópumað-
ur eða Ameríkumaður.
Sjakali: ditto.
Skriðdýr: ditto.
Skemmdarstarfsemi: Mars-
halláætiunin.
Friðelskandi þjóðir: Sovét-
rússland og leppriki þess.
Friðarspiilar: Fyrrverandi
bandamenn Rússa.
(Úr ,,Scotsman“).
Billjard
í skólum
Skólanefnd New York borgar
fann á dögunum upp einfalt og
haldgott ráð til þess að fá nem
endur til að halda sig burt frá
billjard-stofum.
Á fundi, sem nefndin hélt.
var ákveðið að kaupa 135 billj-
ardborð og setja þau upp í hin
um ýmsu skólum borgarinnar
Verzlunar-
samningur
Verzlunarsamningar milli
Breta og Þjóðverja hafa styrkzt
mjög síðustu vikur, og hafa full
trúar beggja haldið mavga
fundi með sér undanfarið.
Heimsækja
„meistarana4”
Moskvaútvarpið hefur til-
kynnt, að hópur fulltrúa komm
únistaflokks Norður-Kóreu sé
nú kominn til Moskva. Ekki hef
ur verið skýrt frá hvaða erinda,
en þó má telja líklegt, að þeir
ætli að fullnuma sig í einræðis-
venjum Moskvaklíkunnar.
Axis-Sally
„Axis-Sally eða Mi’dred
Gillars, sú sem talaði í þýzka
útvarpið gegn Bandaríkjunum
á stríðsárunum, liefur nú verið
dæmd sek fj'rir stríðsglæpi og
landráð. Gillars er bandarískur
borgari, og dvaldist í Þýzka-
landi í mörg ár og hjálpaði naz-
I istum.
Eftir styrjöldina var hún
flutt til Bandaríkjanna, og hafa
málaferli gegn henni staðið í
nokkrar vikur. Nýlega féll dóm
ur og verður hann birtur inn-
an skamms.
„Mnsica;i
komið ut
Blaðinu hefur borizt mánaðar
ritið MOSICA, sem Drangeyjar
útgáfan gefur út.
í blaðinu eru margar ágætar
greinar, m. a. 100 ára dánar-
minning Fréderic Chopin, frétt
ir úr íslenzku tónlistarlífi,
Miklir tónsnillingar (um Arturo
Toscanini), viðtal við Kristinn
Ingvarsson, orgelleikara.
Þá eru og greinar um jazz-
kosningar í Bandaríkjunum og
margt fleira. MUSICA er prýdd
' fjölda mynda.
JLa vio morði
Fréttir bei'ast frá Opelusas,
Lousiana, U.S.A. að hvítur
skríll hafi ætlað að taka negra
af lífi, en meðan þeir voru að
varpa hlutkesti, til þess að á-
hveða, hver þeirra ætti að hafa
heiðurinn af böðulstarfinu, hafi
negrinn stungið sér í Atchafa-
laya-ána og sloppið.
Honeycutt, en svo heitir negr
inn .liafði nýlega játað á sig að
I hafa gert líkamsárás á hvíta
! konu, og þótti þá nokkur ástæða
til að myrða hann. (Ur New
| York Times, endursagt og
i stytt).
Blaðamaður
rekinn lir
Finnska stjómi’n rak fyrir
skömmu fréttaritara Associat-
ed Press úr landi fyrir skrif,
sem hún telur að muni verða
skaðleg utanríkisstefnu stjórn-
arinnar. Gustav Svensson,
fréttaritari A.P., hafði fyrir
nokkru skrifað grein og sagt
þar að allt benti til þess, að
Rússar myndu fara fram á
fleiri flota- og herstöðvar í
Finnlandi.
Svensson kom til Finnlands
fyrir tveim vikurn, til þess að
starfa fyrir fréttastofu sína
þar, en nú er hann kominn til
Stokkhólms. Hann hefur skýrt
svo frá, að hvert orð, sem hann
hafi skrifað, sé rétt, og hafi
háttsettur maður innan finnsku
stjórnarinnar gefið sér upplýst-
ingarnar.
William P. Odom, sem árið 1947 flaug tvisv ar í kringum hnöttinn á methraða, hefur nú
sett met í langflugi. Hann flaug 2307 mílu r á 13 klukkustundum og 55 mínútum ár,
þess að stoppa. Hann flaug frá Honolulu til Kaliforníu.