Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 2. maí 1949 FRÁSKILIN eftir Anonymous 0 36. FramhaMssaga Jæja hann hefur verið að líeka inn sitt forðum fríða andlit öðru hverju síðustu klukkustundirnar og spyrja um þig. Hann er mjög drukk- inn. Veslings Ken, hann lítur út eins og Gyðingurinn gang- andi í norrænni útgáfu. Hann er samt farinn fyrir nokkru. Ég heyrði hann detta niður stigann. Áttir þú að borða með honum?” „Nei, með Hórazi”. „Hvað hugsarðu þér með því að vera prófa alla mestu kvennamenn New York — .- að eigin sögn — hvern á fæt- ur öðrum . . . eða langar þig til að fá mynd af þér? Hann málar þær aldrei fyrr en eftir á. Segir, að það sé ana- tomiskt ómögulegt . . . Ég býst samt við , að þú hafir fullt leyfi til að skemmta þér — og þú hefur verið að minnka við þig ævintýrin upp á síðkastið, er ekki svo?” i Hún settist í hornið við 6tigann, þar sem eitt sinn býst ég við, áður en húsið var' endurbyggt, stóð mynd af helgum manni eða brjóst- mynd af stjórnmálamanni eða jafnvel mynd af Maríu mey. ..Pat, ég hef eina mínútu til að tala.. Ertu mjög óham- ingjusöm út af skilnaðinum?” _ -,Ég hugsa ekki um það. ■^Ég HEF minnkað það, sem þú kallar ævintýri — þau koma mér ekki að neinu gagni. í fyrstunni hélt ég, að ég gæti valið þau sem skjótustu leiðina til að að gleyma Pétri, enþað hefur ekki hjálpað. Ég er ef til vill ekki sköpuð til að vera ástmey neins” "Láttu þér á sama standa — ég stóðst ekki heldur þá raun. Ég skal finna mann handa bér.. Ég kem til að hafa nógan tíma afgangs, þegar ég er gift. Þangað til skaltu skemmta þér með miklum kvennamönnum”. „Horaz er ekki mikill kvennamaður, svo ég viti til — og hann er of gamall, Lúsía”. ‘ En Lúsía lagði af stað nið- ur. Loftið bar rödd hennar tilbaka ásamt angandi ilm- vatnslyktinni. ,/Miklir kvenna menn — menn, sem hafa þekkt „hundrað konur” og státa af því — þeir minna mig á manninn, sem langaði til að verða músikant og tók svo eina kennslustund á hvert hljóðfæri í hljómsveit- inni”. Ég kallaði niður. „Hvað varð um hann, Zúsía?” Hún lagði andlitið fram að handriðinu fyrir neðan. „Að lokum gat hann ekki spilað eitt einast lag á nokk- urt þeirra, Pat”. Átta um kvöldið. Hóraz var næstum eins mikill á þverveginn eins og hann var hár. Ég hitti hann í vinnustofunni hans, eins og hann hafði beðið mig um. Mig hafði langað til að sjá það, sem hann var að vinna að, af því að það væri áreið- anlegt þess virði og svo mundi Nat hafa gaman af að heyra um það. Horaz var búinn að blanda hálfa flösku fulla af Martinis þegar ég kom. Hann kyssti mig á höndina hellti í glas handa mér og byrjaði að tala. Hann dáðist að kjólnum — ég var í safir - bláum taffetkjól — af því að það var kjóll, „sem hægt væri að mála”, og þó að ég hefði ekki í hyggju að leggja mig í framkróka til þess að fá Hóraz til að mála af mér mynd, þá var aldrei gott að vita. Ef hann langaði til, þá gat málverkið hangið á einhverju safni, þar sem Pétur gæti farið að sjá það, þegar hann væri gamall, og það gæti gert honum hægara að muna, hvernig ég hefði litið út. (Ég gat ekki fengið mig til að leggja trúnað á þessa fallegu hugsun með neinni sannfæringu. Ég var vissum að er Pétur yfirleitt myndi eftir mér, þá væri það sem einum af æskubrekum sín- um) Hóraz var skemmtileg- ur. Hann hafði kysst og mál- að og málað og kysst allt frá Soho í London til Mainila og endurminningar hans um málverk þau og kvenfólk sem hann hafði handfjallað um dagana voru nærri því eins góðar og málverkin sjálf og sennilega miklu betri en kvenfólkið. Hann sagði mér söguna af konu, sem hafði sent eftir honum (frá St. Louis til Honolulu) til þess að feðra son sinn. Barnið reyndist samt dóttir — og þar að auki var fæðingardagur þess ekki nema sex mánuðum eftir að Hóraz kom til Honolulu. En íburt séð frá þessu var sagan rómantisk. Þegar hann úr þessari sögu fór yfir í langa tölu um það, hve ungar konur gætu lært mikið um heims- ins háttu af gömlum heims- mönnum, þá andvarpaði ég, því að ég sá, að hann hugsaði um mig sem svefn- herbergis en ekki málverka- safnsskihut. Pétur yrði að láta sér nægja ljósmynd, ef hann geymdi eina. Undankoma mín, eins og á stóð, var auðveld. Hún er það alltaf við menn, sem eru gagnteknir af fegurðardýrk- un; ef konan er nógu auð- mjúk til þess að gera sér ljóst, að þeir líta á hana sem lítið eitt spennandi en sólarlag, og ekkert sem jafna megi við vel unnið skraut. Hóraz átti í vinnustofunni hið alfallegast skrifborð úr hlyni, sem ég hafði nokkurn tíma séð. Hlutföllin voru dásamleg í því og ellin hafði ljáð því þetta sambland af flauelsmýkt og silkigljá, sem ekki er hægt að eftir- líkja. Eg byrjaði að dást að borðinu. Eg talaði eins skipu samlega um það og ég gat. Brátt var Hóraz niðursokk- inn að skoða. það og strjúka því af sömu ást og augu hans höfðu áður dvalið á herðun- um á mér. Þegar mér 'hafði tekizt að beina' allri athygli hans að skrifborðinu, sagði ég, að ég væri sársvöng. Maðurinn kunni sig. Hann fór með mig að borða, en staðnæmdist lit- ið eitt til að bölva hinni ó- fullgerðu mynd sinni af spönsku stúlkunni um leið og við fórum út. Klukkan eitt um morgun. Eg hafði skemmt mér prýðilega hingað til. Hóraz var geni, og ég hafði hitt svo fá geni meðal liinna hálf- frægu. Hann hafði talað í fimm klukkustundir óslitið, en þó mátt vera að að sporð- renna tröllauknum kvöldverði og heilli ámu af víni — um málverk og konur og list og konur og líf og konur, sem ætlaðar voru manninum tii huggunar. Eg var að reyna að muna allt, sem hann sagði um mál- aralist, handa Nat, ég gat tæplega haldið höfðinu upp- réttu. Hann var þrjátíu árum eldri en ég en hafði fjórum sinnum meiri lífsþrótt. Samt sem áður, fannst mér að ofboðlítið meira að éta mundi áreiðanlega senda hann inn á draumalöndin, það sem eftir væri nætur, svo að ég dröslaði honum til Childs, undir því yfirskin, að mig sárlangaði í einn bolla af Childs kaffi. Ef Hóraz kæmist heim til mín og væri enn sjálfbjarga, þá gat ég ekki reitt mig á aðstoð Lús- íu. Það var ekki víst hún kæmi fyrir dögun. Svo að ég reyndi að biðja um eggja- köku og grænmetissalat handa honum. Hann innbyrti það hvorttveggja án sýni- legra erfiðismuna. Tíu manneskjur köstuðu k\'3ðju á mig en ekki einn slóst í félag með okkur. Og Hóraz var búinn að finna það út, að ég væri hreint og beint lostug. (Enginn annar hafði nokkum tímann sagt það og ég efaðist um dóm- greind hans. Eg vó aðeins Í125 pund núna, og það er jekki lostugt á neinn mæli- i kvarða). Eg leit í kringum mig, en það var ekkert skrifborð úr hlyni handa Horaz í Childs, sem hann gæti rannsakað í stað þess að rannsaka mig. Svo að ég lét hann ná í bíl og stakk upp á bílferð, en komst að því innan fimm mínútna, að það væri eins gott að lofa honum að fara með mig heim, og sagði: „Við skulum fara heim.“ Klukkan tvö um nótt: Eg beið, meðan Horaz borgaði bilstjóranum, og lét hreint og svalt næturloftið blása um andlit mér, meðan vetrar tunglið, fjarlægt og eyðilegt skein á háar, dimm- ar byggingar og mannautt, grátt svæðið og Horaz og bílstjórann og mig. Og það kom yfir mig enn einu sinni eitt augnablik sú tilfinning, að New York væri yfir leitt fallegur dvalarstaður, hvað sem kæmi fyrir mig, sem! byggi í henni — huggandij tilfinning, sem hafði komið yfir ínig nokkrum sinnum upp á síðkastið, þegar ég hætti að líta til fólks eftir huggun. Horaz þrammaði rösklega á eftir mér upp stigann. Mér leið verr með hverju þrepi sem ofar dró. Eg vildi ekki, að hann dveldist þar, gat ekki fundið neina góða af- sökun á því að ég bæði hann að fara og opnaði dyrnar. Eg settist í lítinn stól, svo að Horaz yrði að setjast á dívaninn andspænis; kveikti í sígarettu og óskaði, að ég gæti farið eitthvað og sofið í heilan mánuð. Hóraz settist þunglama- lega. Eg beið eftir að hann byrj- aði á hverju, þvi, sem hann hugðist byrja. „Unga kona,“ sagði hann (Líkast til var hann nú sem næst því að vera drukkinn, svo hann myndi ei hvað ég hét).“ Þegar ég hitti yður, hélt ég að þér væruð greind- ar, af því að þér hafið hið rétta höfuðlag.“ Eg brosti. Hann ætlaði að verða frumlegur — jæja, ég hafði mátt búazt við því af honum. „Þér eruð samt ekki greind ar, annars mundu þér kunna betur að meta en vér virðist. gera aðdáun manns, sem er eins mikill kvenþekkjari og ég. Ef til viil kjósið þér held- ur óreynda, fallega drengi -“ (Ó, honum sárnaði að vera gamall, var það? Nú gat ég ekki sent hann heim. Honum mundi finnast hann svo — búinn að vera. Það var ekki sanngjarnt af aðstoðar skrif- stofustýru að láta miltinn málara finnast hann vera — búinn að vera). „Mér finnst þér hafa gert mér mikinn heiður að helga mér heilt kvoíd, Horaz.“ Jón Reykvíkingur Framhald af 3. síðu. skiptir í því sambandi ekki mestu niá!i, þó nokkru skipti það, að sögumaður var niarg sektaður gestur lögreglunn- ar og ofurölvi um það leyti, sem sagan átti að gerast. Enn fæðast Gunnarar Lambasynir meðal vor, en nokkur huggun er þó, að þetta nýja manndæmi slíkr- ar tegundar skyldi vera úr Þjóðvarnarflokknum. Hann íóe ekki réitlættnr heim Þess er engin þörf að rekja lengur aursporin, sem liggja eftir endilöngum dálkum Þjóðvarnar, mánudaginn 25. apríl. Það munu allir sjá, sem sjáandi eru, og allir lieyra, sem heyrandi eru og skilja, að ritnefnd Þjóðvarn- ar hefur sízt af öllu ástæðu til að þakka guði fyrir, að þeir séu ekki eins og aðrir menn, þegar komið er á vett vang bfaðanna. 1 blaði þeirra er að finna ef til vill ennþá Iúalegri og smáskítlegri sparðatíning, þegar um er að ræða að mannskemma. andstæðinginn, en venjulegast gerist í öðr- um blöðum. Það er greinileg- ast, að þessir menn svífast ekki margs. Og einmitt þetta að bera það á borð, að það skipti í tvö horn um þeirra málflutning og annarra, er ákaflega algengt í öllum blöðum. Hvert blað þykist bezt, Iieiðarlegast og sann- gjarnast, eins og Þjóðvarnar menn eru jafnvel að orð- bragði og baráttuaðferðum enn lítilsigklari en sumir aðr ir, svo eru þeir líkir öðrum um að þykjast sjálfir beztir. Það þýðir ekki að ganga upp í helgidóminn með slíkar ávirðingar á baki til annars en þess að gera hið sama og tollheimíumaðurinn, að biðja sér Iíknar. En séra Sigur- björn vill heldur feta í fót- spor hinns mannsins, sem geið er um í dæmisögunni. Hann velur sér að „treysta sjálfum sér, að hann sé rétt látur og fyrirlítur aðra.“ Og þessi maður fór ekki réttlættur heim.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.