Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Blaðsíða 1
2. árgangur. Mánudagur 2. naaí 1949. 16. tölublað. ¥ið að secýa ® Miklar umræður hafa ver- ið útaf grein þeirri, sem hér birtist í sambandi við ólifnaðinn á Keflavikurvell- inum. Margir eru þeir, sem enn ekki trúa að slíkt skuli geta átt sér stað þar sem hið opinbera hefur verði til þess að gæta þess að erindislausir menn og konur ferðist ekki um þar. Fleiri eru þó þeir foreldrar, sem lostnir eru skelfingu yfir því að börn þeirra kunni að vera meðal þessara afvegaleiddu ung- linga, sem í ævintýraskyni heimsækja flugstöðina og menn þá er þar starfa. En allt það, sem blaðið hefur birt um þessi mál er satt. Því miður er nú svo komið að hér á íslandi hefur j myndast sú stétt kvenna,; sem selur ástir sínar mönn-| um þessum fyrir peninga, fyggigúmmí og nylonsokka og aðrar þær vörur, sem lítt eða ekki eru fáanlegar hér heima. Og samfara þessari stétt forhertra vændis- kvenna hefur sú önnur stétt myndast, sem samanstendur af stúlkum, sumum frá ágæt- um 'heimilum, sem vilja vera með jafnvel þótt ekki sé um endurgjald að raeða. Þær hrífast af enskunni, sem yfirleitt er þó 3ja flokks, þær hrífast af klaufalegu borðsmannasiðunum, sem yfirborðssiðunum, sem cocktailunum, sem eru vel blandaoir og umfram allt hrífast þær af sögunum, sem þessir menn segja um fyrir- heitnu heimilin í Bandaríkj- unum, partýin og nætur- klúbbana í allri þeirra dýrð. Allt þetta minnir þessa ung-i linga á bíólúxusinn og þeim finnst eins og þær séu nú komnar að dyrum drauma- lands síns. Samtölin eru fjör- leg og jafnvel þær, sem ekki skilja mikið 1 ensku, geta fylgzt með sumum bröndur- unum og sagt einstaka .,yes“ og ,no“, mestmegnis „yes“, þegar á þær er yrt. Enskan býr yfir óþrjótandi orða- fjölda og á engu máli er hægt að bjóða dömu upp á vín á eins heillandi hátt og þeirri tungu. Samtölin krefj- ast ekki mikilla heilabrota, því aðallega er talað um leikara, bíómyndir og síðustu partý. En vínið hrífur og eftir Við borðið sStur Dcan Aclieson, utamríkisráðherra Bandaríkjanna, og er að undirrita Atlanzhafsbandalagið. Við hlið hans stendur Truman forseti og ræðir við einn ráðherrann. frv * T’ " stutta stund eru skítugu braggarnir orðnir að dýrleg- um höllum og kunningjarnir að prinsum, sem ætla sér ekkert annað hlutverk í fram tíðinni en að verja og gæta þessara ungu fórnarlamba sinna. Orðum er hvíslað í eyru — fallegum orðum — og loforð gefin. Mótstöðuafl- ið minnkar og vitundinj sljóvgast, en yfir þessumj hálfsljóvu unglingum klingjaj glösin og hlátrasköllin auk-j ast. „Mannasiðirnir“ hverfa,! en í stað þeirra koma klúrir brandarar um stúlkurnar sjálfar og okkur íslendinga. Þegar líður á nóttina gerast þessir „gentlemen“ fjöl- þreifnir og er þá ekki að sökum að spyrja. — Mynda- vélar koma í ljós og myndir eru teknar í ýms- um stellingum. Um fleiri at-1 burði verður ekki skrifað hér en þó má benda á að oftast eru stúlkurnar færri en karl- mennirnir og „allir verða þeir að komast í geimið“. Eins og mæður þessara stúlkna böðuðu þær og lögðu þær í vöggu fyrir 16 til 20 árum baða þessir menn þær nú að innan með víni, en leggja þær síðan í sínar eig- in „vöggur“. Efalaust eru þær margar stúlkurnar, sem þar hafa týnt sóma sínum. Þér kann að finnast les- andi góður, hvort sem þú ert foreldri eða ekki, að þetta sé óhrjáleg lýsing og ef til vill finnst þér þetta sorp- blaðamennska. Okkur finnst það : aftur á móti ekki. Hitt segjum við fullum fetum, að það er ótækt hjá opinberuim ótækt gagnvart þjóðinni í heild — það er ótækt gagnvart foreldrunum og það er glæpur gagnvart þeim óhamingjusömu ung- lingum, sem þarna eyði- leggja framtið sína. Spill- ing sú og ólifnaður, sem þarna hefur skapast á flug- vellinum er stór blettur á þjóð vorri. Eins og skemmt epli, sem eitrar hin eplin, sem eru í skálinni, breiðist þessi siðspilling til Reykj a- víkur og annarra þorpa og bæja hér í nágrenninu. Hún étur um sig þar til hún er orðin hér landföst og þá er orðið um seinan að ætla sér að breyta um stefnu. Ef íslenzk blaðamennska á að byggjast á því einu, sem fólkið vill heyra, þá á hún sér ekki langt líf fyrir hönd- um sem blaðamennska. Ef einhver blöð eru of fín til þess að skrifa um þessar staðreyndir, þá hafa þau brugðizt hiutverki blaða- mannsins og sett blett á stétt hans. Okkur finnst eins leitt að birta þetta eins og hugsandi fólki finnst að lesa það, en bót fæst ekki á þessum mál- um fyrr en hætt er að taka á þeim með silkihönzkum eða leiða þau hjá sér, Að stinga höfðinu 1 sandinn og halda að maður sé falinn, hefur aldrei verið haldgóð regla. íslendingar hafa að nafn- inu til eftirlit með Keflavík- Framhald á 2. síðu.. —---- -------- -- Afíiir í kjöri , ’í* Svehm Björnsson, forseti ís- lands, hefur fallizt á að geí'a kost á sér til forsetakosninga, seni fram fara 26. júní í surnar. Káðgaðist forsetinn um þetta við lækna sína eftir að leiðtog- ar Alþýðuflokksins, Framsókn- arflokksins og SjálfstæCisflckks ir.s fóru þess á leit við haiui a3 hann yrði í framboði. Víst teija að hann verði endurkjör- inn.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.