Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Side 5
MÁ NUÐAGSBL AÐIÐ ;f /, & r" 5
Mitiiiiii>iii!iiiiiiiiiiiiiiiiRuiiiii>anai!ii!iiiiiiiiiiiiiitiiiiHiuiuBiiiiiiiiiiiiitiiiiitiiiiiiii>iiiaiiii>iiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiinBi'
j MÁNUDAGSBLAÐIÐ
| BLAÐ FYRIR ALLA
| Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
| Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausasölu, en
| árganguriim, 52 blöð, 48 krónur.
Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. haeð, opin á mánudögum.
= Sími ritstjóra: 3975.
| Prentsmiðja: Prentfell h.f.
MánudSgur 12. sep't. 1949- i
Kosningarabb
2. grein
Við skulum nú athuga dá-
lítið framboðin og kosninga-
horfur í nokkrum þeirra kjör-
dæma, þar sem búið er að
ákveða helztu framboðin.
Hajnarfjörður.
Lítill vafi er á, að Emil
Jónsson verður endurkosinn
þar, en kosningabaráttan
verður án éfa harðari en síð-
ast, og búast má við, að meiri-
hluti Emils verði ekki ýkja
mikill. Ingólfur Flygenring
er langglæsilegastur af hin-
um nýju frambjóðendum
Sjálfstæðisflokksins, vinsæll
og valinkunnur heiðursmað-
ur. Stingur hann mjög í stúf
við spjátrungsstráklinga þá,
sem flokkurinn býður nú
kjósendum upp á í ýmsum
öðrum kjördæmum. Talið er
víst, að kommúnistar tapi
fylgi í Hafnarfirði, og fá þeir
nú að líkindum enga uppbót-
arþingmenn þaðan. Bjóða
þeir Magnús Kjartansson
fram í stað Hermanns Guð-
mundssonar. Hermann féll í
ónáð hjá Moskvuklíkunni á
síðasta hausti, er hann neitaði
að reyna að halda völdunum
í Alþýðusambandinu með of-
beldi, þegar kommúnistar
voru komnir í minnihluta
þar. Hermann er fremur vin-
sæll í Hafnarfirði og fékk
talsvert af atkvæðum frá
kjósendum, sem eru ekki
kommúnistar. Magnús mun á
hinn bóginn ekki fá atkvæði
annarra en starblindra
Moskvumanna. Kommúnist-
ar vona, að hann græði
eitthvað á vinsældum föður
síns, en það munu reynast
tálvonir.
Mýrasýsla.
Þar verður kosningin ekki
spennandi fremur en fyrri
daginn. Bjarni Ásgeirsson
nær kosningu með miklum
yfirburðum, enda mun hann
eiga meiri hluta atkvæða í
öllum hreppum sýslunnar,
nema í Borgarnesi og í tveim-
ur vestustu hreppunum næst-
um hvert atkvæði, enda er
Bjarni frændmargur á þeim
slóðum. Frambjóðandi Sjálf-
stæðisflokksins, Pétur Gunn-
arsson, er Skagfirðingur og
flestum ókunnugur í Mýra-
sýslu. Auk þess er það mikið
áfall fyrir Sjálfstæðismenn,
að merkasti maður flokksins
í Mýrasýslu, Sigurður Snorra-
son á Gilsbakka, hefur yfir-
gefið flokkinn og mun nú
standa nærri Framsóknar-
mönnum.
Kommúnistar hafa að und-
anförnu átt talsvert fylgi í
Mýrasýslu, aðallega í Borg-
arnesi. Nú logar allt í illdeil-
um og klíkuskap meðal Borg-
arnesskommúnistanna inn-
byrðis, og í sambandi við þær
deilur hefur flokkurinn skipt
um frambjóðanda og býður
nú fram Guðmund Hjartar-
son í stað Jóhanns Kúlds. Er
talið, að fylgi kommúnista
muni minnka eitthvað. Fram-
bjóðandi Alþýðuflokksins í
Mýrasýslu, Aðalsteinn Hall-
dórsson, er frambærilegur
maður, en fylgi flokksins í
sýslunni er sáralítið.
Dalasýsla.
Þar mun kosningabaráttan
verða hörð, en fullvíst má
telja, að Þorsteinn Þorsteins-
son, sýslumaður, beri sigur af
hólmi, þó með litlum at-
kvæðamun (kunnugir gizka
á um 40 atkvæða meirihluta).
Frambjóðandi Framsóknar-
manna, Ásgeir Bjarnason í
Ásgarði, kvað vera efnilegur
maður, og vera má, að hann
njóti að einhverju leyti hinna
miklu vinsælda föður síns og
Ásgarðsheimilisins. Það mun
þó ekki nægja honum til að
fella Þorstein sýslumann.
Hins vegar ber öllum, sem til
þekkja, saman um, að énginn
Sjálfstæðismaður annar en
Þorsteinn mundi geta haldið
Dalasýslu, enda er margt vel
um Þorstein. Kommúnistar
og kratar eiga svo lítið fylgi
í sýslunni, að þeir munu eiga
fullt í fangi með að fá með-
mælendur með frambjóðend-
um sínum.
Vestur-ísafjarðarsýsla.
Þar verður einhver harð-
asta baráttan í þessum kosn-
i geirsson aldrei hafa verið í
| jeins mikilli hættu og nú, en
I hann hefur nú verið þing-
| maður kjördæmisins síðan
| 1923. Telja margir, að séra
1 Eiríkur Eiríksson á Núpi geti
| orðið honum skeinuhættur.
§ Séra Eiríkur er vinsæll í
| sýslunni, mælskur vel og
| harðvítugur fundamaður.
| Fjöldi hinna yngri kjósenda
eru nemendur hans úr Núps-
skóla, en hann þykir frábær
skólastjóri og kennari. Vitað
er, að forráðamenn Sjálf-
stæðisflokksins vilja mikið
til vinna að halda Ásgeiri á
þingi, enda hefur hann verið
sýnu íhaldssamari en þeir í
flestum málum, en þó framar
öllu öðru borið eiginn hag
fyrir brjósti. Sjálfstæðis-
nenn í Vestur-Isafjarðarsýslu
munu þó hafa tekið bending-
um flokksstjórnarinnar um,
að kjósa Ásgeir, fremur fá-
lega. Munu þeir flestir fylkja
sér um Axel Tulinius, sem
flokkstjórnin ætlaði að svíkja.
Þeir viðurkenna að vísu, að
Ásgeir sé svo sem nógu
íhaldssamur, en honum verði
í engu treyst. Það getur haft
sína kosti að vera alger tæki-
færissinni, en það getur líka
stundum haft sína ókosti.
Austur-H únavatnssýsla.
Þar mun Jón Pálmason
verða endurkosinn með tals-
verðum meirihluta, en þó
mun Framsókn að líkindum
vinna eitthvað á. Frambjóð-
andi Framsóknar, Hafsteinn
Pétursson á Gunnsteinsstöð-
um, er vel menntur bóndi og
fremur vinsæll, en við und-
anfarnar kosningar hefur
Framsóknarflokkurinn ekki
verið heppinn með val fram-
bjóðanda í sýslunni. Hannes
Pálsson á Undirfelli var
ákaflega óvinsæll í héraði
þrátt fyrir góðar gáfur, og
Gunnar Grímsson, sem síðast
bauð sig fram fyrir flokk-
inn, var utanhéraðsmaður
(Strandamaður) og lítt
þekktur í innsveitum sýsl-
unnar. Kommar og kratar
eiga lítið fylgi í Austur-
Húnavatnssýslu. Jón Pálma-
son hefur ýmsa góða kosti, en
flámæli hans í forsetastóli er
hörmulegt að heyra. Get ég
varla trúað öðru en að þeir
Jón Pálmason og Hermann
Guðmundsson séu hljóðvillt-
ustu menn, sem nokkurn tíma
hafa átt sæti á Alþingi. Gísli
Jónsson mundi líklega verða
sá þriðji í röðinni.
Austur-Skaftafellssýsla.
Þar verður líklega mjög
hörð kosningabarátta. Leggur
Sjálfstæðisflokkurinn mikið
kapp á að ná kjördæminu úr
höndum Framsóknar. Á hinu
leitinu eru svo kommúnistar,
sem höfðu uppbótarmann úr
sýslunni síðasta kjörtímabil.
Annars væri synd að segja,
að Austur-Skaftfellingar
hefðu mikið mannval um að
velja við þessar kosningar.
Páll Þorsteinsson er að vísu
vel þenkjandi meinleysismað-
ur, en hann er ekki skörung-
ur í einu né neinu. Gunnar
Bjarnason er fullur af remb-
ingi og spjátrungshætti.
Ásmundur Sigurðsson er
enginn kappi og algert
handbendi Moskvuklíkunnar.
Aumingja Austur-Skafta-
fellssýsla!
V estur-Skaftafellssýsla.
Talið er sennilegast, að
Sjálfstæðismenn vinni kjör-
dæmið aftur frá Framsókn
með litlum meirihluta þó.
Sigur Jóns Gíslasonar 1947
(en þá var hann kjörinn með
6 atkvæða meirihluta) byggð-
ist á því, að hann fékk at-
kvæði um 30 kommúnista og
10—20 Alþýðuflokksmanna,
því að við aukakosningar
urðu atkvæðin þessum flokk-
um að engu gagni, en við
aðalkosningar koma þau
flokkunum að notum við út-
hlutun uppbótarsæta. Má því
búast við, að Jón Gíslason
missi á þenna hátt 40—50 at-
kvæði, og við því má hann
ekki. Líklega verður því Jón
Kjartansson kosinn. Jón-
arnir eru annars báðir mjög
frambærilegir menn, svo að
Austur-Skaftfellingar mega
öfunda Vestur-Skaftfellinga
af mannvali þeirra.
Ajax.
Þjóðleikhús-
stjórinn og
„Gæstespil“
Þjóleikhússtjórinn er nú
nýkominn úr ferðalagi um
Norðurlönd. Eftir viðtal í
„Vísi“ virðist Þjóðleikhús-
stjórinn vera hættur því að
„ráða“ hingað til Þjóðleik-
hússins ýmsa óperu- og leik-
flokka, því eftir orðum han$
að dæma í „Vísi“ þá bjóðast
nú óperuflokkar frá Noregi
til þess að koma hingað —
hvílíkur heiður! Því vitað er
að í Noregi er ekki til ópera,
sem er starfandi, heldur að-
eins byrjunarflokkar, sem
upp og niður náungar starf-
rækja, og má í þessu sam-
bandi minna á það, að Einar
Sturluson hefur verið ráðinn
til þess að starfa með einum
þessum byrjenda-söngflokki
1 landi Guðlaugs, Noregi.
Væri annars ekki skyn-
samlegra fyrir Rósenkrans
að reyna til þess að hafa
friðsamlega samvinnu með
íslenzkum leikurum og setja
Kvöldskóli K.F.U.M.
Sú villa slæddist inn í frá-
sögn um skólann hér í blað-
inu á dögunum, að hann yrði
settur í húsi K.F.U.M. og K.
við Amtmannsstíg laugardag-
inn 1. okt. kl. 3% e. h„ en átti
að sjálfsögðu að véra: kl. 8
e. h. — Þetta eru hjptaðeig-
endur beðnir að athuga.
Ennþá geta örfáir nemend-
ur komizt í skólann og fer
innritun fram í nýlenduvöru-
verzluninni Vísi, Laugaveg 1.
Tímaritiö „Samtíðin“
Septemberhefti þessa vin-
sæla tímarits er komið, mjög
fjölbreytt að vanda. Benedikt
G. Waage skrifar um mál-
vöndun íþróttafólksins. Rit-
stjórinn, Sigurður Skúlason,
skrifar um námsafrek Rann-
veigar Þorsteinsdóttur lög-
fræðings, þörfina fyrir aukin
verzlunarviðskipti við Spán
og hina nýju listaverkabók
Ásgríms Jónssonar. Halldór
Stefánsson fyrrv. alþm. á
þarna þarfa grein, sem hann
nefnir: Heilsuvernd er betri
en lækning. Þá er hinn vin-
sæli tækniþáttur um geysi-
iegar framfarir á sviði plast-
iðnaðarins. Nýr þáttur um ísl.
iðnað hefst í þessu hefti, og
er fyrsta greinin um Veiðar-
færagerð íslands. Loftur Guð
mundsson skrifar í hinuin
bráðfyndna þætti sínum:
„Satt og logið“ grein, er nefn-
ist: Hvernig gleymdi nútíma-
maðurinn að tala? Þá er
kvæði eftir Gunnar Dal.
Framhaldssaga. Skopsögur og
skrítlur, myndasíða, bóka-
fregnir, krossgáta o. m. fl.
upp þjóðlega stofnun, bæði
söngleiki og leiki, — sem að'-
eins íslendingar störfuðu að,
— heldur en í tíma og ótíma
að vekja vonir hjá útlending-
um um „Gæstespil“ við hið ís-
lenzka „National Teater“ og
spila sig þannig stóran mann
í útlöndum, því vitanlega
„bjóðast“ hingað aðeins þeir
„flokkar“, sem lítið hafa að
gera í heimalandinu!
Lofum Guðlaugi Rósen-
krans að fá orður og titla frá
þessum Norðurlandaþjóðum,
en hann á .ekki að starfa ein-
göngu fyrir þær, því það væri
ef til vill hægt að koma mönn-
um í skilning um það, að með
þessu háttalagi þjóðleikhús-
stjóra sé um að rœðá nýja.
„Stef“-öldu, sem vill gera ís-
lendingum sjálfum ókleift að.
starfa hér.
Stígandi.
IIIII! 1111III lllllllll III illllllÍIIII III !!l III !ll IIIIIIIIIIII IIBIl4V
Útbreiðið |
Mánudagsblaðið i
fliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinaiiRut