Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 S tuttu eftir aldamótin 1900 með stofnun trésmíða- verkstæðis Jóns Halldórssonar & Co., vélvæðingu og reglulegri kennslu í húsgagnateikningu við Iðn- skólann í Reykjavík var grunnur lagður að nútíma- legri húsgagnagerð á Íslandi. Einn þeirra íslensku trésmiða sem lærðu að smíða húsgögn í Kaup- mannahöfn rétt fyrir aldamótin 1900 var Jón Halldórsson (1871– 1943), sem lauk sveinsprófi þar 1897 og leitaði sér síðar fram- haldsmenntunar í þrjá vetur við Der Erste Handwerkschule zu Berlin á árunum 1901–04 og vann við húsgagnasmíðar á sumrin. Skissubækur hans bera þess vitni að hann sótti sér fyrirmyndir á verkstæðum og listiðn- aðarsöfnum sem hann heimsótti í Berlín, Dresden og Vín á þessum árum. Telja má að menntun hans, starfsreynsla og færni í teikningu sé sambærileg við menntun húsgagna- arkitekts nokkrum áratug- um síðar. Fljótlega eftir heimkomu til Íslands stofnaði hann í félagi við aðra húsgagnasmiði sem lært höfðu í Kaupmanna- höfn trésmíðaverkstæðið Jón Halldórsson & Co (oft nefnt Kóið, síðar Gamla kompaníið og GKS). Fyrsta stóra verkefni þeirra var að smíða húsgögn og innviði í lestrarsal fyrir Safnahúsið í Reykjavík (1907–09) eftir teikningum danska arkitektsins Fre- derik Kjørboe sem gegndi starfi byggingastjóra hússins. Á tré- smíðaverkstæði Jóns Halldórssonar & Co voru jafnframt smíð- uð húsgögn fyrir einstaklinga eftir pöntunum og var verkstæðið m.a. þekkt fyrir skrifborð, kommóður, ýmiskonar smáborð eins og konsolborð og saumaborð, en jafnframt samstæð húsgögn fyrir borðstofur og svefnherbergi. Voru það „traust og fögur hjónarúm“ eins og Guðm. Finnbogason lýsti þeim (TIM 1938). Jón Halldórsson vann ötullega að framgangi iðnmenntunar og iðnaðarsýninga á Íslandi, heimsótti iðnsýninguna í Árósum 1909 og stóð í forsvari fyrir iðnsýningum sem haldnar voru í Reykja- vík 1911, 1924 og 1932. Jafnframt því að stjórna einu stærsta húsgagnaverkstæði landsins kenndi hann fagteikningu hús- gagnasmiða við Iðnskólann í Reykjavík í þrjátíu ár (1908–38), en hann áleit einmitt að góð þekking á teikningu (dráttlist) væri mikilvæg undirstaða í húsgagnasmíði. Að teikna (ít. disegno) er einmitt undirstaða hönnunar (e. design). Nútímaleg áhrif frá Frakklandi og Þýskalandi Módernismi í byggingarlist og hönnun barst til Íslands á þriðja og fjórða áratugnum, meðal annars með þeim arkitektum og iðnaðarmönnum sem lært höfðu erlendis og voru húsgagnasmið- ir meðal þeirra. Sú togstreita sem oft var til staðar milli hins nú- tímalega og hefðbundna, þjóðlega og alþjóðlega, birtist með ýmsu móti í verkum og skrifum nokkurra þeirra sem telja má til brautryðjenda á sviði nútímahúsgagna- og innrétt- ingaarkitektúrs á Íslandi. Þeir skrifuðu greinar og ritgerðir og héldu fyrirlestra þar sem þeir boðuðu bætta her- bergjaskipan, aukin þægindi, meira hreinlæti og nytsamleg einfaldari húsgögn, án skrauts, sem væru á færi sem flestra að eignast. Rétt eins og merking orðsins gefur til kynna áttu húsgögn að vera til „gagns í húsi“, en það var einmitt þannig sem einn fremsti boðberi nútímahreyfingarinnar, franski arki- tektinn Le Corbusier, skilgreindi húsgögn árið 1929 í L’avent- ure du mobilier. Þau eiga að þjóna daglegum þörfum okkar og vera nytsamleg. Á þriðja áratugnum fóru nokkrir íslenskir húsgagnasmiðir til framhaldsnáms til Þýskalands og fyrstur þeirra til að ljúka sér- stöku prófi sem innanhússarkitekt (Kunstgewerbezeichner und Architekt für Innenausbau) í desember 1923 frá Tischler Fachs- hule í borginni Detmold var Friðrik Þorsteinsson (1896–1980). Hann starfaði síðan í rúmt ár á þekktu húsgagnaverkstæði í Kaupmannahöfn, Rudolf Rasmussen Snedkerier, og öðlaðist jafnframt réttindi til að leggja parketgólf. Fljótlega eftir heim- komu árið 1925 hóf Friðrik sjálfstæðan rekstur húsgagna- vinnustofu sem hann starfrækti samfellt til 1966, lengst af á Skólavörðustíg 12, þar sem jafnframt var sölubúð. Auglýsingar frá verkstæðinu birtust m.a. í rafvæddri auglýsingaskiltabók, Rafskinnu, á fjórða áratugnum og var þeim beint til unga fólks- ins sem var að stofna heimili, allt ,,nútímahúsgögn“, oft úr ljós- um viðartegundum og smíðuð eftir pöntun. Hins vegar má telja borð og stóla úr ljósum við sem smíðuð voru eftir 1945 fyrir barnaskóla til fjöldaframleiðslu. Á vinnustofu Friðriks var sömuleiðis smíðað eftir teikningum arkitekta, sem og annarra húsgagnaarkitekta, þ.á m. húsgögn og innréttingar í ýmsar op- inberar byggingar eins og Háskólabygginguna (1940), Útvegs- bankann við Lækjartorg (1946), Búnaðarbankann í Austur- stræti,(1945–48), Skóla Ísaks Jónssonar (1955) o.fl. Smíðastofan Reynir Húsgagnasmiðirnir Jónas Sólmundsson (1905–1983) og Garðar Hall (1907–1997) fetuðu í fótspor Friðriks og héldu til Þýska- lands þar sem þeir stunduðu nám við Tischler Fachschule í Det- mold veturinn 1928–29 og nutu síðan kennslu hjá prófessor Franz Schuster í Frankfurt-am-Main árið eftir (1929–30). Þar kynntust þeir m.a. hugmyndafræði sem kennd er við Bauhaus- skólann og aðhylltust einföld form án útskurðar eða skírskot- unar til sögulegra stíla. Haustið 1930 stofnuðu þeir félagar Smíðastofuna Reyni ásamt Ágústi Hinrikssyni sem lést skömmu síðar og í hans stað kom Ólafur B. Ólafs (1908–1945) hús- gagnasmiður, en hann hafði verið við framhaldsnám í Svíþjóð. Smíðastofan Reynir var á Vatnsstíg 3 í Reykjavík allt til 1937, en slitu samstarfinu eftir að verkstæðið eyðilagðist í eldi. Þeir smíð- uðu „allar tegundir nýtísku húsgagna, eftir eigin teikningum“ og höfðu nóg að gera að eigin sögn. Á Iðnsýningunni 1932 sýndu þeir til dæmis svefnherbergis-, dagstofu- og forstofuhúsgögn og stefndu þar saman rósavið og birki eða sítrónvið og zebravið og notuðu slípað gler í húsgögn, mjög í anda samtíma tískustrauma frá Frakklandi og Þýskalandi. Í grein eftir Jónas sem birtist í Tímariti iðnaðarmanna árið 1933 kemur í ljós að hann er nokkuð ánægður með „hversu útlits falleg íslensk húsgögn væru orðin og gluggaútstillingar hafi tekist vel í tilefni íslensku vikunnar“, en hún var haldin í Reykjavík 1932, 1933 og 1934. Jónas sagði sjálfur í viðtali við Guðrúnu Egilson (1975) að hann hafi jafnvel verið svo „geggjaður módernisti“ að hann hafi tekið að nota stál til húsgagnagerðar. Tilraunir Jónasar og ann- arra með notkun nýrra efna bíða frekari rannsókna, en víst er að samvinna var milli húsgagnaverkstæðanna, Smíða- stofunnar Reynis og G.Ó. Stálhúsgagna (st. 1933), síðar Stál- húsgögn, á fjórða áratugnum. Af tilviljun árið 1995 fann und- irrituð krómaða, fjaðrandi stálrörastólinn formfallega í innbúi listmálarans Ásgríms Jónssonar í vinnustofu hans við Berg- staðastræti og reyndist hann vera sömu gerðar og önnur eintök sem eru í eigu fjölskyldu Jónasar Sólmundssonar svo hér er um verk hans að ræða. Væntanlega leiða frekari rannsóknir í ljós fleiri slíka hönnunargripi frá fjórða áratugnum, og þarf þá sér- staklega að skoða þegar blandað var saman krossvið, krómuðum stálrörum og gleri í húsgagnagerð. Nútímaleg hugsun Jónasar var þó ekki afhuga hinu hefð- bundna og þjóðlega og bar verðlaunateikning hans nokkrum ár- um síðar fyrir samkeppni um húsgögn í stofu í sveit sem haldin var á vegum Teiknistofu landbúnaðarins árið 1939 þess vel vitni, sem og kennsla hans frá árinu 1940 í húsgagnateikningu í ný- stofnuðum Handíðaskóla. Jónas hlaut önnur verðlaun í þessari húsgagnasamkeppni, næst á eftir Skarphéðni Jóhannssyni (1914–1970), en þriðju verðlaunin hlaut Helgi Hallgrímsson (1911–2005). Tillögurnar þrjár sýndu einföld nútímaleg húsgögn fyrir dagstofu og bera höfundum sínum öllum vitni um hvaðan þeir sóttu áhrifin. Þrátt fyrir hefðbundna skírskotun báru ein- stök húsgögn eins og armstóll Jónasar að einhverju leyti Franz Schuster og samtíma þýskum áhrifum vitni, en tillögur Skarp- héðins og Helga sýna hins vegar vel hin klassísku áhrif sem kennd eru við danska arkitektinn og húsgagnahönnuðinn Kaare Klint sem byggir á þekkingu á stærðum, málsetningum og nota- gildi hluta, góðri efnisþekkingu og vönduðum samsetningum við húsgagnasmíðar. Áhrifin frá Danmörku – Skóli Kaare Klints Húsgagnasmiðirnir Skarphéðinn Jóhannsson og Helgi Hall- grímsson settust í dagdeild fyrir húsgagnasmiði (snedker- dagskolen) í Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn haustið 1935 að loknum sveinsprófum hér heima. Báðir luku námi vorið 1938 með ágætiseinkunn og heimsóttu sýningar og skóla í Berlín í kjölfarið. Samtíða þeim í Kunsthåndværkerskolen voru Hans Wegner og Børge Mogensen sem strax eftir stríð höfðu mótandi áhrif á danska húsgagnahönnun. Við heimkomu haustið 1938 störfuðu þeir báðir sem húsgagna- og innréttingateiknarar í Reykjavík, þeir fyrstu sem eingöngu störfuðu við slíkt hér á landi. Helgi Hallgrímsson opnaði fljótlega húsgagna- og innrétt- ingateiknistofu með Þór Sandholt arkitekt og eitt fyrsta verk- efni hans var að teikna að beiðni Sigurðar Guðmundssonar arki- tekts húsgögn og innréttingar í einbýlishús á Sóleyjargötu 25. Um fimm ára skeið (1940–45) starfrækti hann, ásamt Davíð Á Grímssyni, húsgagnaverkstæðið Innbú á Vatnsstíg 3b, en þar voru smíðuð húsgögn eftir teikningum hans fyrir einstaklinga, verslanir og skrifstofur, „nútímaleg húsgögn úr hnotu, birki og öðrum ljósum viðartegundum“ að hans eigin sögn. Árið 1944 var Helgi ráðinn fastur kennari við Iðnskólann í Reykjavík og hafði kennslu sem aðalstarf allt til 1985, en rak jafnframt teiknistofu sína, lengst af á Laugavegi 39. Í júní árið 1946 var haldin bygg- ingarsýning í nýreistum Sjómannaskóla í tengslum við bygg- ingaráðstefnu í Reykjavík. Þar var nýmæli að sett var upp tveggja herbergja íbúð með eldhúsi, búin húsgögnum og inn- réttingum sem Helgi teiknaði, allt með nútímalegum hætti og voru húsgögnin smíðuð hjá Húsgagnavinnustofunni Björk. Hann teiknaði innréttingar og húsgögn í samvinnu við ýmsa arkitekta, meðal annars fyrir Hús Hæstaréttar (1949), Landsbankahúsið á Selfossi (1953), Reykjalund, Hjúkr- unarkvennaskólann, Ingólfsapótek í Fischerssundi svo nokkur dæmi séu tekin. Skarphéðinn Jóhannsson hóf hinsvegar fljótlega að vinna með Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt við að teikna húsgögn og innréttingar fyrir ýmsar op- inberar byggingar eins og viðbyggingu Lands- banka Íslands (1939), í afgreiðslusal Bún- aðarbanka Íslands í Austurstræti (1945–48) o.fl. Hann var í samstarfi við aðra arkitekta eins og Sigmund Halldórsson við húsgögn og innrétt- ingar fyrir Bæjarbíó í Hafnarfirði (1943–44), og Einar Sveinsson við innréttingar fyrir Laugarnesskóla (1945–47). Á þessu tímabili teiknaði hann einnig húsgögn eftir pöntunum fyrir einstaklinga. Þetta voru látlaus húsgögn fyrir heimili, með hreina afmarkaða fleti þar sem viðurinn var látinn halda sínum nátt- úrulega lit, rétt eins og hann mælti með við lesendur sína í ráðleggingum um húsbúnað og heimili sem birtust á ýmsum vettvangi á þessu tímabili. Þeir félagar, Skarphéðinn og Helgi, voru nokkuð gagnrýnir á ríkjandi ástand í húsgagnaframleiðslunni þegar heim var komið og skrifuðu nokk- uð harðorðar greinar um „hlutina sem skapa heimilin: húsgögn“ sem birtust í Morgunblaðinu snemma árs 1939. Sama ár birtust jafnframt kaflar eftir þá báða í rit- gerðasafninu Húsakostur og híbýlaprýði, einu helsta málgagni módernisma í byggingarlist og hönnun á Ís- landi. Þar kemur fram að saga húsgagnanna var Helga strax hugleikin, en Skarphéðinn bendir m.a. á að „það vanti húsgögn fyrir almenning – fyrir fjöldann“. Eftir stríð fór Skarphéðinn til náms í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk námi árið 1949, en á námsárunum og á tímabilinu 1949–51 vann hann á teiknistofu prófessors Kaare Klint. Eitt fyrsta verk Skarphéðins eftir heimkomu sem arkitekt var skipu- lag og hönnun sýningarsvæða fyrir Iðnsýninguna 1952 í ný- reistri iðnskólabyggingu á Skólavörðuholti og var húsgagnaiðn- aðinum gerð þar góð skil á þakhæðinni. Sveinn Kjarval (1919–1981) lærði húsgagnasmíði hjá virtu húsgagnaverkstæði Jakobs Kjær í Kaupmannahöfn og lauk sveinsprófi árið 1938. Hann starfaði sem húsgagnasmiður í Reykjavík á árunum 1939–46 og meðal fyrstu sjálfstæðu verka hans hér á landi sem finna má heimildir um voru stólar sem hann smíðaði (ásamt G. Bjarnasyni) eftir eigin teikningum fyrir Hafnarfjarðarbíó árið 1943. Sveinn hélt aftur til náms haustið 1946 við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn þar sem hann naut m.a. kennslu Hans Wegners og lauk þaðan námi vorið 1949 sem Møbelkonstruktør. Í desember 1949, fljótlega eftir að hann sneri heim aftur, hélt hann námskeið í teiknun húsgagna fyrir unga húsgagnasmiði við Handíðaskólann og í apríl árið eft- ir (1950) opnar hann teiknistofu á Bókhlöðustíg 7 í Reykjavík þar sem hann auglýsir að hann taki að sér teikningu á hús- gögnum og innréttingum fyrir heimili, skrifstofur, verslanir o.fl. Fyrsta stóra verkefni hans var að teikna raðstóla, skápa, sýning- arborð, hillur o.fl. í nýtt hús fyrir Þjóðminjasafn Íslands, sem var opnað sumarið 1950, og á næstu tveimur áratugum urðu verkefni hans fjölmörg hér á landi. Árið 1955 stofnaði hann, ásamt Gísla Ásmundssyni o.fl., húsgagnavinnustofuna Nývirki hf. sem smíðaði mest eftir teikningum hans og hugmyndum. „Heimilið, húsgögnin og þjóðfjelagið“ var Sveini Kjarval hug- leikið viðfangsefni eins og fyrirlestrar hans fyrir almenning fyrir Mæðrafélagið vorið 1950 og um „menningarhlutverk húsgagna“ á aðalfundi Húsmæðrafélags Reykjavíkur sumarið 1952 bentu til. Tveir þessara brautryðjenda voru í hópi þeirra sem stofnuðu Félag húsgagnaarkitekta 9. janúar 1955 að Laugavegi 13, R., en stofnfélagar voru Árni Jónsson, Gunnar Theodórsson, Helgi Hallgrímsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Sigurgísli Sigurðsson og Sveinn Kjarval. Á sjötta áratugnum kom hópur ungra hús- gagnasmiða frá námi erlendis frá, híbýlafræðingar bættust í hópinn og fyrsta samsýning íslenskra húsgagnaarkitekta var haldin í Reykjavík vorið 1960. Nútímahúsgögn fyrir nýtískuhús Í ár eru 50 ár frá því að Félag húsgagnaarkitekta var stofnað af nokkrum húsgagnateiknurum. Hér verður einkum fjallað um þá húsgagnasmiði sem vörðuðu veginn á tímabilinu 1900– 1950. Þeir stunduðu framhaldsnám erlendis og unnu við að teikna húsgögn og innréttingar þegar heim var komið. Nokkrir þeirra skrifuðu jafnframt ráðleggingar og fluttu fyr- irlestra um nýtísku húsgögn og bætta híbýlahætti og kenndu húsgagnateikningu. Hér er aðeins stiklað á stóru, en mikið verk er óunnið við að skrá og rannsaka störf þessara frum- herja og sannarlega verðugt verkefni fyrir Hönnunarsafn Ís- lands. Eftir Arndísi S. Árnadóttur arndisar@hi.is Höfundur er listfræðingur og innanhússhönnuður sem vinnur að rannsókn á íslenskri hönnunarsögu 1930–1970. Stálrörastóll Þessi krómaði, fjaðr- andi stálrörastóll var afrakstur sam- vinnu á milli Smíðastofunnar Reynis og Stálhúsgagna á fjórða áratugnum. Nokkrir frumherjar úr röðum húsgagnasmiða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.