Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 Þ að er eins og súr- realískt að vera komin hingað til Íslands, segir Hanan al-Shaykh þegar við tyllum okkur niður í forstofunni á Hótel Holti til að spjalla sam- an. „Þegar ég var ung stúlka og fann ekki eitthvað og spurði föður minn: „Hvar er minn- isbókin mín? Hvar taskan mín, svaraði hann ávallt að bragði, Hún er á Íslandi; Islandia, eins og hann sagði. Það er því undarlegt að vera loksins komin hingað til „Is- landia“, þessa dularfulla staðar úr æsku minni, sem var eins konar táknmynd fyrir það sem var óraunverulegt og fjarlægt.“ Líbanon og hinn arabíski heimur er kannski álíka óraun- verulegur og firrtur flestum Ís- lendingum en hann er sú ver- öld sem skáldskapur Hanan al-Shaykh (f. 1945) byggist á. Skáldkonan ólst upp í Beirút en yfirgaf borgina og sitt heimaland árið 1975 þegar hún flúði borgarastyrjöld. Hún flutti til London, bjó um tíma í Saudí-Arabíu, en hefur síðan 1984 búið í London með eig- inmanni og tveimur börnum. Menningarleg mósaík Hanan fæddist í Beirút og ólst upp í íhalds- sömu hverfi borgarinnar sem hét Ra al- Naba en borgin og glötun hennar hafði af- gerandi áhrif á skrif hennar. „Beirút var mósaík í mannlífi og arkitektúr þar sem ægði saman menningu og trúarbrögðum af öllum toga. Þótt upp úr syði annað veifið, t.d. 1958 þegar ég upplifði í fyrsta sinn al- varlegar róstur í borginni, þá var þarna yf- irleitt mikið umburðarlyndi milli hópa.“ Að sögn Hanan var hins vegar ekki hlaupið að því að skrifa skáldsögu í Beirút: „Borgin var svo mögnuð og lifandi að maður hafði varla tíma í það að skrifa heila skáldsögu! Til þess þurfti ég að komast burt frá borginni. Fyrstu skáldsöguna skrifaði ég í Egypta- landi og næstu tvær í Saudí-Arabíu.“ Önnur skáldverk Hanan eru svo flest skrifuð í London. Hanan gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1970, 19 ára gömul. Um er að ræða óvenju- legt byrjendaverk þar sem Hanan fjallar um áráttukennda kynferðisþrá frásagnarmanns, sem er karlmaður, og kvenfjandsamlegt valdatafl hans við unga stúlku. Útgáfufyr- irtækið í Líbanon stóð einnig að helsta dag- blaðinu í landinu og var Hanan umsvifalaust fengin til að skrifa í kvennablað sem einnig var á snærum félagsins. „Ég skrifaði eink- um um málefni sem snertu konur en einnig um bókmenntir, tók viðtöl við málsmetandi höfunda og svo framvegis. Ástríða mín var hins vegar sú að skrifa skáldsögur.“ Í skáldskap sínum, skáldsögum, smásög- um og leikritum, fjallar Hanan kannski einkum um samfélagslegt hlutverk arab- ískra kvenna og samskipti kynjanna. Í skrif- unum segist hún einmitt hafa fengið útrás fyrir reiði í garð föður síns og bróður sem þóttust eiga alls kostar við hana. Í upphafi, einkum í tveimur fyrstu skáld- sögunum, kveðst Hanan hafa lagt mikið upp úr því að skrifa fágaðan texta í samræmi við klassískar hefðir tungumálsins. Það gjör- breyttist í þriðju skáldsögunni en með þeirri sögu sló Hanan í gegn. Saga Zöru var skrif- uð í Saudí-Arabíu þar sem eiginmaður Han- an var við störf. Í þeirri sögu, sem kom út 1980, eru sjálfsævisögulegir þættir sem tengjast strangtrúuðum og afar ströngum föður hennar. Leyniskyttur Saga Zöru vakti mikla hneykslun í hinum arabíska heimi og var víða bönnuð. Höfundi var fundið allt til foráttu: tungumálið þótti gróft og umfjöllunarefnið á bannsvæði. Svona mátti ekki nokkur maður skrifa, hvað þá kona! Þá var bókin mjög lituð af borg- arastyrjöldinni sem geisaði. „Ég kærði mig kollótta um hina kristnu, múslimana og Pal- estínumennina og fylgdi engum aðila að málum. Þetta var í upphafi stríðsins og í verkinu var hrein og tær rödd sem and- mælti stríðinu. En á sama tíma og ég for- dæmdi voðaverkin, hafði ég listrænt frelsi. Í raun má segja að borgarastyrjöldin í landi mínu hafi frelsað mig, hugmyndafræðilega, listrænt og stíllega.“ Söguhetjan Zara á í ástarsambandi við leyniskyttu. „Leyniskyttur eru hræðilegt fyrirbæri; þær eru ein ástæðan fyrir því að ég fór frá Líbanon. Ég vildi setja leyniskytt- una á pappír til að vinna bug á óttanum. Þegar maður skrifar um eitthvað hræðilegt eins og stríð, þá vill maður skilja. Maður er svo magnlaus, sem einstaklingur, andspænis byssukúlum og blóðugum bardögum. Hjálp- arvana. En þegar maður situr og skrifar getur maður sett skorður og ráðið atburða- rásinni. Þannig er maður á vissan hátt sterkur og getur tjáð skoðanir sínar á per- sónunum. Það gat enginn í Líbanon á þess- um tíma, í miðri skothríð, í leyniárásum. En á pappír er maður sterkur, og maður getur sagt álit sitt og fordæmt þá sem standa að stríði. Þetta gerði ég. Og þar sem þetta var í upphafi stríðsins hafði fólk áhuga á því að heyra um hvernig fólki liði.“ Efnið og sögusviðið kröfðust nýrra og óvæntra efnistaka og stíls. „Málfarið var frekar gróft; ég var ekki að reyna að skrifa fallegan, klassískan texta. Ég notaði sem þá þóttu djörf orð: getnaðarlimur, leggöng, samfarir. Svona orð voru til í fornum textum en ekki í nýlegum. Í stríði frelsast maður að vissu leyti. Hefðir og siðareglur fara út um gluggann. Spurningin er ein: Líf eða dauði? Frammi fyrir þessari spurningu verður maður að tjá sannleikann og vera heið- arlegur. Ég fór ekki varhluta af gagnrýni: Hvers konar málfar er þetta eiginlega? Hún notar mállýsku en ekki klassíska arabísku. Arabar eru mjög hreyknir af klassískri arabísku, álíta að hún sé komin beint frá Kóraninum. Af hverju er hún að þessu? Ég var sökuð um að draga upp ósanngjarna mynd af arabískri menningu. Það var stríðið sem réð penna mínum. Fyrstu sögurnar voru á „vönduðu máli“. Sú seinni var dýpri og meira lifandi en það var eftir að ég hafði dvalið fjarri heimahögum á Arabíuskaga. Þar fjallaði ég um æsku sögu- hetjunnar og átök við föður sinn. Þessi bók hafði sterk áhrif en það var í Sögu Zöru sem ég fann rödd mína.“ Allir eiga að vera femínistar Skrif Hanan þykja á ýmsan hátt veita ein- staka sýn inn í heim arabískra kvenna og víst er að þau hafa styrkt margar kynsystur hennar og samlöndur. Hún vill þó ekki láta setja á sig merkimiða. „Ég lít ekki endilega svo á að ég sé femínískur höfundur. Vegna þess að það er klisja. Mér finnst að allir eigi að vera femínistar: líka karlar. Rithöfund- urinn og Nóbelsskáldið Naguib Mahfouz stóð með konunni og fyrir konuna í öllum skrifum sínum. Samt var hann ekki kallaður femínisti. Ég vil að takmörk mín í bók- menntum séu sjóndeildarhringurinn. Ég get ekki bara verið femínisti. Ég virði þær konur sem skrifa út frá fem- ínisma, t.d. fræðigreinar eða samfélags- greiningu. Á slíkum skrifum er engin van- þörf. Ég er hins vegar skáldsagnahöfundur en ekki hugmyndafræðingur. Ég fylgi hjarta mínu. Þess vegna er hver skáldsaga ólík hinum Ég þróast, ég endurskapa skrif mín og sjálfa mig sífellt. Stundum skrifa ég leik- rit, ritgerðir, „gegn“ konum. Stundum gríp- ur mig óþol og ég vil að arabískar konur rísi upp og geri eitthvað.“ Það verður ekki hjá því komist að spyrja Hanan út í slæðuna og þá kvöð sem lögð er á arabískar kynsystur hennar. Hvað finnst henni t.d. um lögin í Frakklandi sem banna nemendum að bera trúarleg tákn, þ.á m. slæðuna, í skólanum? „Ég er fylgjandi lög- unum: Það á alls ekki að leyfa stúlkum að setja upp hijab eða slæðuna. Ekki er jap- önskum geishum leyft að mæta í skóla í full- um skrúða! Þótt slæðan sé réttlætt með vís- un í islam er ekkert sérákvæði um slæðuna í Kóraninum. Vissulega á að virða frelsi manna, upp að vissu marki, til að gera og klæðast eins og þeir vilja. En í mínum augum er þetta spurning um heilaþvott, einkum þegar yngri eiga í hlut. Þegar maður sér korn- ungar stúlkur, kannski níu ára gamlar, með slæður þá óttast ég að þær séu hrædd- ar til þess og þeim hótað með helvíti gegni þær ekki og hylji andlit sitt.“ Slæðan er meira en kúgun Slæðan er tákn og dæmi um kúgun. Og meira en það: Kúguð manneskja er engu að síður manneskja, kúguð manneskja. Slæðan er krafa um að þú verðir ekki neitt. Sá sem er ekkert er ekki kúgaður – hann hefur enga sjálfsmynd, enga samsemd. Slæðan er framhlið sem fel- ur það að þú ert ekki til til þess að vera kúgaður. Þegar ég var 13 ára fór faðir minn fram á það við mig að ég gengi með slæðu á almannafæri. Ég stakk henni ofan í tösku um leið og ég var komin út á götu og setti hana upp aftur þeg- ar ég kom heim. Auðvitað kom að því einn daginn að hann rakst á mig slæðulausa á förnum vegi. Ég tjáði hon- um þá að ég vildi ekki ganga með slæðu. Hann sagði: Þú ferð til helvítis! Ég sagðist ekki geta velt mér upp úr því sem kynni að gerast ein- hvern tímann í framtíðinni og sagðist ekki ætla að setja upp slæðuna framar. Vesa- lings maðurinn grét. En ég fór mínu fram. Þótt hann væri trúaður var hann mild- ari en margir. Nú þegar maður ber saman föður minn við alla þessa presta, mullah og trúarfólk þá sér maður að þetta fólk er hjartalaust og lifir alls ekki á þessari öld heldur þeirri áttundu. Þessi nátttröll ríða röftum þessa dagana en auð- vitað eru til margir nútímalegir arabar sem eru á móti þessum gömlu bábiljum. Ný verk Hanan al-Shaykh situr ekki auðum höndum. Hún er t.d. með leikverk í smíðum en ný- lega hafa verið sett upp tvö verk eftir hana, um arabíska innflytjendur, í Hampstead Theatre í London. Nýjasta skáldsaga henn- ar á ensku, Bara í London, hefur vakið at- hygli en hún greinir frá fjölbreyttu lífi araba í London, einkum við Edgeware Road. Þar koma fyrir arabískar vændiskonur, samkyn- hneigðir arabar og fleiri mannleg tilbrigði sem hafa fram að þessu nánast verið falin undir arabískum staðalmyndum. Nýjasta bók Hanan, sem kemur vænt- anlega út í enskri þýðingu að ári, fjallar um móður hennar. „Móðir mín er einstök mann- eskja. Hún var neydd til að giftast föður mínum þegar hún var 13 ára gömul; hún fæddi stúlkubarn 15 ára. Hún braust út úr hefðarfarinu þegar hún yfirgaf föður minn og okkur, enn ung að árum. Þegar ég hugsa um málið nú held ég að móðir mín hafi verið mjög sterk. Hún var Femínistinn. Það hefur ekki verið auðvelt að rífa sig lausa frá fjöl- skyldunni, fylgja ástmanni sínum og giftast honum. Hvað þá að skilja við föður minn! Og þetta gerði hún á miðjum 6. áratugnum. Ég skil sjálfa mig mun betur eftir að hafa skrifað sögu hennar. Hugmyndir mínar byggjast á hennar; þótt hún væri ólæs og óskrifandi. Samt var faðir hennar kennari! Bókin hneykslaði Líbani og araba almennt því á vissan hátt er óvenjulegt að fólk ræði fortíð sína, sérstaklega ef hneyksli hefur átt sér stað.“ Bókin um móður Hanan fékk engu að síð- ur góðar viðtökur meðal araba. Sumar bæk- ur Hanan eru þó enn á bannlista í mörgum ríkjum araba. Annars staðar er hún við- urkenndur höfundur og bækur hennar á námskrá í háskólum. Og enn er Hanan með skáldsögu í smíðum sem líkleg er til að valda ölduróti: Hún er að skrifa um árekst- ur menningarheima, hins vestræna heims og múslima, um hryðjuverk og árásirnar á New York 11. september. Hanan al-Shaykh – Slæðulaus Morgunblaðið/Kristinn Hanan al-Shaykh „Þegar ég var 13 ára fór faðir minn fram á það við mig að ég gengi með slæðu á almannafæri. Ég stakk henni ofan í tösku um leið og ég var komin út á götu og setti hana upp aftur þegar ég kom heim.“ Rithöfundurinn Hanan al- Shaykh hefur verið sjálfskip- aður útlagi frá heimalandi sínu, Líbanon, frá miðjum átt- unda áratug síðustu aldar. Hún býr í London og skrifar á arab- ísku um málefni sem snerta hinn arabíska heim og sér- staklega hlutskipti arabískra kvenna í honum. Geir Svansson tók hana tali við lok Bók- menntahátíðar í Reykjavík þar sem hún vakti athygli fyrir ein- lægt og skemmtilegt erindi. Höfundur er bókmenntafræðingur. Eftir Geir Svansson geirsv@internet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.