Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005
Þ
egar Hollywood skoðar sjálfa sig
ristir rannsóknin öllu jafnan ekki
ýkja djúpt. Sem er svo sem ekki að
undra. Hvort sem orðið „Holly-
wood“ er notað sem samnefnari
fyrir bandaríska kvikmyndaiðn-
aðinn í heild sinni (sem ég held að sé röklegasti
skilningurinn á hugtakinu) eða sem tilvísun til
ákveðinnar tegundar kvikmynda sem er dreift af
bandarískum kvikmynda-
verum og bera tiltekin sam-
eiginleg einkenni, hefur
Hollywood skapað sjálfri
sér sterka ímynd samhliða
því að hagnast af fram-
leiðslu ímynda. Ímynd Hollywood hefur orðið til
úr flóknum venslum milli sjálfra framleiðsluafurð-
anna og þess fjölmiðlaða veruleika sem fyrirfinnst
í tímaritum, dagblöðum, sjónvarpi og í raun hvert
sem litið er í ímyndasamfélagi 21. aldarinnar. Og
hvort sem litið er til Hollywood-mynda eða
ímyndar sjálfs verkbólsins virðist ákveðið gildi
felast í því, líkt og fyrir drukknandi mann, að
halda sér á yfirborðinu í stað þess að kafa á vit
dýpri merkingar. Kvikmyndir eru jú afþreying,
ímyndin auðskilin og þungamiðja framleiðsluað-
stæðnanna hlýtur að vera sú draumaveröld kvik-
myndastjarna sem okkur berast stöðugt fréttir af.
Þannig getum við líka öll sæst á þá staðreynd að
Hollywood sé í raun draumaverksmiðja í gervi
borgar þar sem strætin eru stráð stjörnum ef ekki
hreinlega lögð gulli. Hollywood er að vísu bara út-
hverfi en ekki borg en eins og áður segir koma
landafræðileg mörk eða rökvísar skilgreiningar
að litlu gagni þegar reynt er að afmarka Holly-
wood. Þar skipta ímyndir og ímyndunarafl mestu
máli.
Í þessu ljósi er áhugavert að skoða heimild-
armyndir sem eru framleiddar í Hollywood og
fjalla um Hollywood. Velta má fyrir sér hvort sú
sérkennilega sjálfsskoðun sem þar er framkvæmd
bregði einhverri birtu á þá ímyndasköpun sem
jafnan virðist eiga sér stað þegar Hollywood er
gætt eða hvort einvörðungu sé um að ræða stað-
festingu á gamalgrónum hugmyndum.
Ein af grundvallarspurningunum sem verður
að spyrja þegar um heimildarmyndir er að ræða
varðar samband og tengsl aðstandenda við við-
fangsefnið. Engar reglur eru beinlínis til í þessu
sambandi, en löngum hefur það þversagnakennda
viðhorf ráðið ríkjum í mati á aðferðafræði heim-
ildarmynda að þörf sé á bæði nálægð við og þekk-
ingu á viðfangsefninu meðan bein hagsmuna-
tengsl eru litin hornauga. Þetta er liður í
ómögulegri tilraun til að undirbyggja áþreif-
anlegar forsendur fyrir hlutleysi þess sem skrá-
setur. Sú veruleikaumfjöllun sem verður til þegar
Hollywood-leikstjórar gera myndir um Holly-
wood fyrir peninga sem koma frá Hollywood-
fyrirtækjum er því strax kannski dálítið tor-
tryggileg. Ekki síst þegar afurðinni sjálfri er
dreift af þeirri fyrirtækjasamsetningu sem mynd-
irnar gera að umfjöllunarefni.
En þótt vissulega sé vert að hafa þessar að-
stæður í huga er líka nauðsynlegt að skoða gagn-
rýnum augum þær hlutleysiskröfur sem um-
kringja heimildarmyndaformið. Hlutlaus fjarlægð
hlýtur ávallt að blandast huglægri nálægð þegar
um heimildarmyndir er að ræða. Valið stendur á
milli þess að fanga veruleikann á huglægan hátt
eða í formi vísindalegrar rannsóknar, en þar sem
síðarnefndi kosturinn á ekkert skylt við frásagn-
arformið er ljóst hvert heimildarmyndagerð-
armenn leita. En Hollywood er heldur ekkert
venjulegt viðfangsefni. Hér er um að ræða fram-
leiðslustöð ímynda og það að gera henni skil með
ímyndum er vandasamt verkefni.
Á undanförnum árum hafa nokkrar slíkar til-
raunir borið fyrir augu áhorfenda, en þær athygl-
isverðustu eru A Decade Under the Influence
(Undir áhrifum áratugs), Easy Riders Raging
Bulls (Hippar og hnefaleikamenn) og The Last
Mogul (Síðasti mógúllinn). Þær tvær fyrrnefndu
eiga það sameiginlegt að gera að umfjöllunarefni
það tímabil í sögu bandarískra kvikmynda sem oft
er kennt við „Nýju Hollywood“, þ.e.a.s. það tíma-
bil á ofanverðum sjöunda áratugnum og þeim átt-
unda þegar hlekkir stúdíókerfisins voru brotnir
og leikstjórar á borð við Coppola, Penn, Altman,
Peckinpah, Scorsese og Polanski umbyltu hefðum
í gerð kvikmynda. Fáum blandast hugur um að
þarna var um eiginlegt gullaldartímabil Holly-
wood að ræða. Loksins voru myndir gerðar sem
skiptu einhverju máli og fjölluðu um samtímann
eins og hann birtist þeim sem hann lifðu.
Titill myndarinnar A Decade Under the Influ-
ence vísar bæði til sígildrar myndar John Cassa-
vetes, A Woman Under the Influence (Kona undir
áhrifum) og þeirrar staðreyndar að áratugurinn
1968–78 hafði mótandi áhrif á bandaríska kvik-
myndagerð. Myndin sjálf einkennist þó einkum af
nostalgíu (fortíðarþrá) þar sem afrek forvera leik-
stjóra myndarinnar eru birt umvafin ógagnrýnni
helgi. Um er að ræða sýnishorn úr góðum mynd-
um en söguleg eða fræðileg nálgun er hverfandi.
Sama er að segja um Easy Riders Raging Bulls
(sem byggð er á samnefndri bók Peter Biskind)
nema þar er aðalatriðið hversu svalir kvikmynda-
gerðarmenn tímabilsins voru, og hversu slæm
áhrif kókaín hafði á iðnaðinn. Báðar myndirnar,
bæði beint og óbeint, undirbyggja þá klassísku
söguskoðun að Hollywood sé eins konar fram-
vörður ímyndasamfélagsins og með því að leggja
áherslu á einstaklinga sem buðu kerfinu birginn
birtist Hollywood-kerfið sjálft sem stofnun sem
getur verið breytt af einstökum uppreisn-
arseggjum. Þarna er horft fram hjá þeirri aug-
ljósu staðreynd að áðurnefndir kvikmyndagerð-
armenn breyttu ekki kerfinu heldur urðu hluti af
því. Þess í stað, og þetta skiptir máli fyrir ímynd
Hollywood, er hlutverk einstaklingsins sett í for-
grunn og ákveðið frelsisrými búið til sem í raun er
hvergi til nema í heimildarmyndum þar sem
Hollywood skoðar sjálfa sig. Þetta er ein af að-
ferðunum sem Hollywood notar til að endurnýja
eigin ímynd.
Hollywood um Hollywood
’En Hollywood er heldur ekkert venjulegt viðfangsefni.‘
Sjónarhorn
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Í
raun skiptir ekki öllu máli hvaða viðhorf í
garð vændis áhorfendur hafa með sér í
farteskinu þegar horft er á nýlega heim-
ildarmynd þeirra Zana Briski og Ross
Kauffman, Born into Brothels (Fædd í
vændi, 2004), því fyrirframgefnar skoð-
anir gagnast lítið andspænis þeirri einstöku innsýn
sem hér er veitt í samfélagsgerð og félagslegt um-
hverfi sem flestum vestrænum áhorfendum eru al-
gjörlega ókunn. Born into Brothels hlaut Ósk-
arsverðlaunin á þessu ári
sem besta heimildarmynd
og var það e.t.v. hápunkt-
urinn í ævisögu kvikmyndar
sem vakið hefur athygli hvar sem hún hefur verið
sýnd.
Briski ferðaðist til Indlands, nánar tiltekið stór-
borgarinnar Kalkútta, á ofanverðum tíunda ára-
tugnum með það að markmiði að ljósmynda brot úr
lífi vændiskvenna. Það teygðist þó úr veru Briski í
rauða hverfi Kalkútta og þegar samstarfsmaður
hennar Kaufmann slóst í hópinn hafði viðfangsefni
verkefnisins tekið nokkrum breytingum. Í stað
þess að beina sjónum að lífi vændiskvennanna
sjálfra voru það nú börn þeirra og umhverfið sem
þau ólust upp í sem Briski hafði mestan áhuga á. Á
sama tíma varð til sú hugmynd að gera efninu skil í
formi heimildarmyndar frekar en ljósmyndaraðar.
Þannig lýsir myndin tímabilinu sem Briski og
Kaufmann vörðu innan um þá sem lægst eru settir
í þjóðfélaginu og það gerir hún í gegnum augu
þeirra sem sökum aldurs eiga sér engra annarra
kosta völ en að fylgjast áhrifalausir með lífinu í
kring. Auk þess að skapa verkinu sterka tilfinning-
armiðju gerir þessi frumlega nálgunarleið það að
verkum að kvikmyndagerðarmennirnir sjálfir
dragast inn í frásögnina. Neyð barnanna er slík að
hlutleysiskröfur formsins verða brátt að víkja fyrir
beinni íhlutun. Briski reynist með öðrum orðum
ófær um að vera áhorfandi og skrásetjari og finnur
sig þvert á móti knúna til að grípa inn í líf barnanna
sem hún er að fylgjast með og reyna að hafa áhrif.
Briski gerir þannig ýmislegt til að hafa áhrif á líf
barnanna, en skýrt kemur fram að fyrir þeim ligg-
ur fátt annað en að taka upp atvinnu mæðranna og
þeim mun fyrr sem þau gera það, þeim mun betra.
Nokkuð sem verður að teljast snilldarbragð af
hálfu Briski í því íhlutunarferli sem hún fer af stað
með er að gefa börnunum myndavélar, tækið sem í
upphafi átti að vera hennar eigið, og fela þeim það
einfalda en á sama tíma merkingarþrungna hlut-
verk að skrásetja eigið líf frá sínu eigin sjón-
arhorni. Afraksturinn birtist í myndinni og er
ógleymanlegur. Því til viðbótar tekur Briski að sér
að reyna að koma börnunum í skóla og tryggja
þeim þannig framtíð sem er ólík bakgrunni þeirra.
Það þarf heldur ekki að koma á óvart að kvik-
myndagerðarmennirnir hafi fundið sig knúna til að
taka þátt í þeim veruleika sem við þeim blasti. Á
köflum reynist erfitt fyrir áhorfendur að gera sér
grein fyrir því sem fyrir augu ber; að ná tökum á
þeirri hugsun að þær manngildishugsjónir sem við
svo gjarnan tökum sem gefnum séu annaðhvort
óþekktar í ákveðnum löndum eða þá að þær birtist
í formi sem okkur er framandi. Hér er þó ekki
reynt að gera umhverfið né viðfangsefnið æsilegt.
Aðferðafræði myndarinnar leitast við að sýna dag-
legan veruleika þeirra sem búa við tilteknar að-
stæður. Margt af því sem vestrænum áhorfendum
kann e.t.v. að þykja hvað mest framandi er einfald-
lega lýst sem sögulegum veruleika sem óþarfi er að
útlista nánar, enda þótt vestrænar forvitnistaugar
séu útþandar. Á þennan máta sýnir myndin við-
fangsefni sínu ákveðna virðingu. Dagfarslegar at-
hafnir eru látnar tala sínu máli og það sem við kjós-
um að lesa úr þeim er í raun aukaatriði samanborið
við þá staðreynd að svona er hlutunum einfaldlega
fyrirkomið.
Sem breytir því ekki að hugtök á borð við „ör-
vænting,“ „vonleysi“ og „niðurlæging“ koma
snemma upp í hugann og víkja ekki þaðan meðan
myndinni vindur fram. Það er kannski lýsandi að
þegar danski leikstjórinn Lars von Trier, í kvik-
myndinni Hindranirnar fimm, skipaði meðleikara
sínum, leikstjóranum Jörgen Leth, að leita uppi
það mannfjandsamlegasta helvíti sem fyrir fyndist
á jörðu var niðurstaðan samskonar hverfi í Ind-
landi. Það eru í raun ekki margar kvikmyndir,
hvort sem við tölum um leiknar myndir eða heim-
ildarmyndir, sem af bæði hugrekki og listrænu
innsæi horfast í augu við myrkustu hliðar mannlífs-
ins án þess að láta freistast af von og eigin húm-
anískum hugsjónum. Brasilíska kvikmyndin Pixote
eftir Babenco, Lilja um alla eilífið eftir Svíann Luk-
as Moodyson og nokkrar af heimildarmyndum
Þjóðverjans Werners Herzog koma upp í hugann
og Born into Brothels tilheyrir þessum hópi. Ekki
vegna þess að myndin reyni ekki að gefa áhorf-
endum von heldur vegna þess að sú rökvísi sem
ríkir í myndinni í heild sinni leyfir ekki einu sinni
kvikmyndagerðarmönnunum sjálfum að koma á
framfæri ódýrum lausnum.
Fædd í vændi verður sýnd á dagskrá Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem stendur
yfir dagana 29. september–9. október (tengill:
www.filmfest.is).
Fædd í vændi
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Born into Brothels „Myndin hlaut Óskarsverðlaunin á þessu ári sem besta heimildarmynd og var það e.t.v.
hápunkturinn í ævisögu kvikmyndar sem vakið hefur athygli hvar sem hún hefur verið sýnd.“
Það eru í raun ekki margar kvikmyndir, hvort
sem við tölum um leiknar myndir eða heimild-
armyndir, sem af bæði hugrekki og listrænu
innsæi horfast í augu við myrkustu hliðar mann-
lífsins án þess að láta freistast af von og eigin
húmanískum hugsjónum. Óskarsverðlauna-
myndin Born into Brothels er ein þessara mynda
en hún verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahá-
tíð í Reykjavík sem hefst 29. september.
Sex af stærstu kvikmyndaverumBandaríkjanna hafa tekið hönd-
um saman og hyggjast skera upp
herör gegn nið-
urhali kvikmynda á
netinu. Fyrirtækin
Walt Disney, Sony,
Paramount, War-
ner Bros, Universal
og 20th Century
Fox hafa stofnað
með sér samtökin Movielabs sem
hafa það að markmiði að koma í veg
fyrir að kvikmyndum framleiddum af
fyrirtækjunum verði dreift á netinu.
Ný þjófavörn á mynddiska er meðal
þess sem á að koma í veg fyrir fría
dreifingu kvik-
mynda en fyr-
irtækin sex hafa
alls lagt tæpa tvo
milljarða íslenskra króna til verkefn-
isins sem á að taka tvö ár.
Dan Glickman, yfirmaður Banda-
ríska kvikmyndasambandsins
(MPAA), sagðist álíta þetta afar
snjalla fjárfestingu sem ætti eftir að
margborga sig þegar uppi væri stað-
ið.
Kvikmyndafyrirtæki í Bandaríkj-
unum hafa áætlað að tap þeirra
vegna niðurhals og dreifingar kvik-
mynda á netinu nemi rúmum 200
milljörðum íslenskra króna ár hvert.
Kvikmyndin Sögur frá Narníu:Ljónið, nornin og skápurinn
(The Chronicles of Narnia: The Lion,
the Witch and the Wardrobe) verður
frumsýnd í Royal Albert Hall í Lund-
únum þann 7. desember næstkom-
andi. Með við-
staddra verða
Karl Bretaprins
og Camilla eig-
inkona hans.
Myndin byggir á
fyrstu af sjö bók-
um rithöfund-
arins C. S. Lewis
um ævintýra-
landið Narníu
sem aðalsögu-
hetjurnar komast til með því að fara
gegnum dyr á fataskáp nokkrum.
Leikstjóri myndarinnar er Nýsjá-
lendingurinn Andrew Adamson og í
aðalhlutverkum eru þau Tilda Swin-
ton, sem leikur Nornina, Liam Nee-
son, James McAvoy, Rupert Everett,
Jim Broadbent og Ray Winstone.
Það er venjan að til heimsfrumsýn-
inga sé einungis boðið aðstandendum
myndarinnar sem og velunnurum en
í þetta sinn verða þónokkuð mörg
sæti í boði fyrir aðdáendur, að því er
segir í tilkynningu frá aðstandendum
myndarinnar.
Breskir kvikmyndagagnrýnendurfara ófögrum orðum um nýjustu
mynd leikstjórans Guy Ritchie, Re-
volver.
Myndin var frumsýnd í Bretlandi í
vikunni en hafði áður verið sýnd á
kvikmyndahátíð-
inni í Toronto í
Kanada þar sem
viðtökurnar voru
ekki blíðari.
Gagnrýnandi The
Evening Stand-
ard sagði Revol-
ver vera „kjána-
lega bófamynd“
sem léti síðustu
mynd Ritchies, Swept Away, líta úr
fyrir að vera góða mynd. Myndin síð-
arnefnda, sem kom út árið 2002 og
skartaði eiginkonu Ritchies, Mad-
onnu, í aðalhlutverki, fékk slæma út-
reið hjá gagnrýnendum á sínum tíma.
Chris Tookey hjá The Daily Mail
sagði í umsögn sinni um Revolver að
hér væri á ferðinni „svartur blettur á
kvikmyndasögunni“ og gagnrýnandi
The Times sagði að „síendurtekin
mistök Ritchies í leikstjórastólnum
gerðu lítið úr fyrri verkum hans.“
Guy Ritchie hefur meðal annars
leikstýrt myndunum Lock, Stock and
Two Smoking Barrels og Snatch sem
báðar hlutu góða dóma á sínum tíma.
Revolver segir frá fanga, leiknum
af Jason Statham, sem er sleppt út úr
fangelsi þegar hann á þrjá daga eftir
ólifaða. Statham fær einnig afleita
dóma fyrir leik sinn í myndinni en
leikur Ray Liotta virðist vera það
eina sem breskir gagnrýnendur gátu
hrósað í myndinni.
Erlendar
kvikmyndir
Tilda Swinton
Madonna og
Guy Ritchie