Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 F jöldi íranskra kvikmynda hef- ur fengið mikið lof gagnrýn- enda víða um heim á und- anförnum árum og hlotið ófáar viðurkenningar á al- þjóðlegum kvikmyndahátíð- um. Þannig hlaut t.d. kvikmyndin Keimur af kirsuberjum eftir Abbas Kiarostami Gull- pálmann í Cannes árið 1997 og kvikmyndin Himnabörn eftir Majid Majidi Ósk- arsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina árið 1999. Það er því vel við hæfi að Al- þjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, sem hefst 29. september næstkomandi, skuli bjóða upp á fjölda íranskra kvikmynda, m.a. nokkrar af helstu myndum Kiarostamis sem að auki verður viðstaddur hátíðina, heldur ljósmyndasýningu í Orkuveitunni og verður með kvikmynda- námskeið í Háskóla Ís- lands. Auk þess verður boðið þar upp á mál- þing um íranskar kvik- myndir 6. október en það er gert í sam- vinnu við Deus ex cinema (www.dec.hi.is), rannsóknarhóp um trúarstef í kvikmyndum. Sérstaða íranskra kvikmynda Eitt helsta einkenni þeirra írönsku kvik- mynda sem vakið hafa hvað mesta athygli víða um heim er heimildaraunsæið þar sem skyggnst er inn í líf hvunndagshetja sem glíma við tilfinningar sínar og vandamál við hversdagslegar aðstæður, en persónusköp- unin er jafnan hlýleg og trúverðug og áherslan á mannleg samskipti. Sumar myndirnar fylgja karlmönnum eftir, aðrar konum, börnum eða fátæklingum, oftar en ekki þá Kúrdum eða Afgönum. Engu að síð- ur getur framsetningin reynst harla ljóðræn og jafnvel táknræn og má auðveldlega greina beitta þjóðfélagsgagnrýni í mörgum þessara mynda, ekki síst á félagslega stöðu kvenna í írönsku þjóðfélagi eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Þrátt fyrir stranga ritskoðun sem reynst hefur mörgum kvik- myndagerðarmanninum erfið eru margar þessara mynda leyfðar í Íran en þó ekki all- ar. Auðveldast hefur verið fyrir íranska kvikmyndagerðarmenn að skjóta þjóðfélags- gagnrýni sinni inn í kvikmyndir um börn en þeir fengu líka nokkuð frjálsar hendur við að gagnrýna stjórnarhætti talíbananna í Afganistan á sínum tíma. Þannig segir t.d. kvikmyndin Spegillinn (Jafar Panahi: 1998) frá lítilli stelpu sem neyðist í fyrsta sinn til að halda einsömul heim á leið í höfuðborginni Teheran þegar móðir hennar sækir hana ekki í skólann. Á heimleiðinni mætir hún ótal vandamálum sem eru hversdaglegir viðburðir í lífi sér- hvers fullorðins manns en þegar myndin er u.þ.b. hálfnuð fær hún sig fullsadda af fram- komu sögupersónanna sem skipa henni fram og aftur, banna henni sem stúlku eitt og annað, og gerir uppreisn gegn kvik- myndagerðarmönnunum með því að lýsa því yfir að hún sé hætt að leika í myndinni. Síð- ari hluti myndarinnar snýst svo um það hvernig kvikmyndagerðarmennirnir með leikstjórann í fararbroddi elta stúlkubarnið þegar það heldur heimleiðis algjörlega á eigin vegum. Kvikmyndin Baran (Majid Majidi: 2001) segir hins vegar frá 17 ára írönskum bygg- ingaverkamanni af azerskum ættum sem kemst að því að hljóðlátur samstarfsmaður hans sem hlaupið hafði í skarðið fyrir slas- aðan afganskan föður sinn er í raun ung- lingsstúlka. Pilturinn verður brátt yfir sig hrifinn af stúlkunni og reynir allt hvað hann getur til að varðveita leyndarmál hennar, en um leið áttar hann sig á hversu kröpp kjör afgönsku flóttamannanna eru sem margir hverjir neyðast til að framfleyta sér með illa borgaðri svartri vinnu. Myndinni lýkur svo með því að unglingsstúlkan hylur sig frammi fyrir honum með grænbláum búrka þegar hún heldur af stað með fjölskyldu sinni aftur til heimalandsins sem þá er enn undir stjórn talíbananna. Rætur íranskra kvikmynda í dag Hamid Dabashi, prófessor í írönskum fræð- um við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, heldur því fram í bók sinni Close Up: Ir- anian Cinema, Past, Present and Future að írönsk kvikmyndagerð nú á dögum sé í órofnu samhengi við ríka menningarhefð hinnar fornu Persíu, ekki síst ljóðlistina sem hafi öldum saman verið í miklum met- um meðal almennings. Ljóðlistin hafi t.d. reynst hagnýtt vopn gegn einum helsta fylgifiski nútímahyggjunnar á 19. öld, evr- ópsku nýlendustefnunni, og þannig verið óspart notuð til þjóðernissinnaðrar þjóð- félagsgagnrýni, en það hafi skilað sér alla leið til íranskrar kvikmyndagerðar í dag. Fyrstu áratugi 20. aldarinnar hafi nútíma ljóðlist verið vinsælasta bókmenntaformið meðal landsmanna, sem tjáðu með henni vonir sínar og þrár, en með tilkomu þing- ræðisins í kjölfar byltingarinnar á árunum 1906-1911 hafi hún eflst til muna. Tilkoma skáldsögunnar um 1930 hafi síðan verið annað stigið í þessari þróun nútíma list- sköpunar en upp úr 1960 hafi verið gerðar fyrstu kvikmyndirnar sem hafi haft eitt- hvert vægi, einkum heimildamyndin Húsið er svart (Forugh Farrokhzad: 1962) og raunsæismyndin Kýrin (Dariush Mehrjui: 1969). Í raun tengjast írönsk ljóða- og skáldsagnagerð báðum þessum kvikmynd- um með athyglisverðum hætti því að sú fyrri, sem greinir frá hversdagsleikanum í holdsveikranýlendu, var gerð af einu ást- sælasta ljóðskáldi Írana á sjötta og sjöunda áratugnum og sú síðari, sem segir frá fá- tækum bónda sem sannfærist um að hann sé kýrin sín týnda, var byggð á þekktri smásögu eftir nútímarithöfundinn Gholam- hossein Sa’edi. Forugh Farrokhzad, leikstjóri heim- ildamyndarinnar Húsið er svart, er sér- staklega áhugaverð í þessu samhengi en hún var eina konan sem gerðist ljóðskáld og rithöfundur í Íran upp úr miðri 20. öldinni. Eftir hana liggja fimm ljóðabækur sem nutu þegar mikilla vinsælda meðal landsmanna þótt ekki féllu þær öllum í geð enda ljóðin tilfinningarík, persónuleg og jafnvel berorð og ögrandi. Farrokhzad var einlægur fem- ínisti, sjálfstæð (klæddist pilsi og ermalaus- um skyrtum) og alls ófeimin við að lýsa per- sónulegri reynslu kvenna og ögra viðteknum sjónarmiðum um félagslegt hlut- verk þeirra. Hún fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og gerði ýmsar tilraunir á þeim vettvangi en eina myndin sem liggur eftir hana er þessi 22 mínútna langa svart/ hvíta nærgætna heimildamynd um íbúa holdsveikranýlendu nálægt Tabriz í Azerb- aijanhluta Írans. Í myndinni skiptast Farr- okhzad og aðstoðarmaður hennar á að lýsa lífi íbúanna sem flestir eru afmyndaðir af sjúkdóminum en geisla samt af lífsgleði og tigna skapara sinn hiklaust. Meðaumkunin með hinum sjúku er auðheyrð af málrómi Farrokhzads og virðingin sem hún ber fyrir þeim, en áhorfandinn er að lokum skilinn eftir fyrir utan holdsveikranýlenduna þar sem íbúarnir loka innganginum á eftir hon- um. Sjálf ættleiddi Farrokhzad einn af drengjunum í nýlendunni en örfáum árum síðar, árið 1967, lést hún í bílslysi, aðeins 32 ára gömul. Hamid Dabashi heldur því fram að írönsk ljóða- og skáldsagnagerð hafi mikið til glat- að vægi sínu meðal almennings í kjölfar ísl- ömsku byltingarinnar árið 1979 og hafi að- eins kvikmyndin náð þar að halda velli sem vettvangur fyrir almenna listsköpun, jafnvel þótt áratugalöng mannskæð styrjöld við Írak á níunda áratugnum hafi reynst henni þrándur í götu. Ein helsta ástæðan fyrir því að kvikmyndin var tekin í sátt af bylting- unni er sögð sú að Ayatollah Khomeini, andlegur leiðtogi hennar og landsins alls næsta áratuginn, hafi hrifist mjög af kvik- myndinni Kýrin þegar hann loks sá hana, en það hafði vakið forvitni hans að ráða- menn keisarastjórnarinnar skyldu banna hana á sínum tíma. Ástæðan fyrir banninu var einkum sögu- svið myndarinnar sem gerðist í afskekktu þorpi þar sem fátækt alþýðufólk lifði í nánu samneyti við náttúruna og dýrin, en ráða- mönnum var umhugað um að sýna bæði landsmönnum og umheiminum öllum fram á að Íran væri nútímalegt ríki með öllum þeim lífsgæðum og tækninýjungum sem til þyrfti. Myndinni var hins vegar smyglað út fyrir landamærin og hún sýnd á ýmsum al- þjóðlegum kvikmyndahátíðum þar sem hún vakti töluverða athygli og jákvæða umfjöll- un. Enda þótt kvikmyndirnar Húsið er svart og Kýrin séu ekki þær einu sem þyki merkilegar af þeim sem gerðar voru fyrir íslömsku byltinguna, má segja að þær leggi línurnar fyrir það heimildaraunsæi sem ein- kennt hefur svo margar íranskar myndir á síðari árum. Dariush Mehrjui, sem er einlægur aðdá- andi ítalska nýraunsæisins í kvikmyndagerð eins og mynd hans Kýrin ber vott um, hefur haldið áfram að gera kvikmyndir eftir bylt- inguna og m.a. sent frá sér kvikmyndina Leilu (1996) sem lýsir með áhrifamiklum hætti þeirri niðurlægingu sem fylgir fjöl- kvæni. Myndin greinir frá ungri óbyrju sem neyðist til vegna þrýstings frá tengdafjöl- skyldunni að útvega eiginmanninum aðra konu til þess að hann geti eignast erfingja en það eyðileggur að lokum hjónaband þeirra. Enda þótt körlum sé heimilt að kvænast allt að fjórum konum í Íran er sá siður þar afar umdeildur bæði meðal al- mennings og margra trúarleiðtoga. Margir af þekktustu kvikmyndagerð- armönnum Írans hafa sömuleiðis vísað til verka Forugh Farrokhzads í myndum sín- um, svo sem Mohsen Makhmalbaf og dóttir hans Samíra sem tilgreint hefur ljóð hennar sem einn helsta áhrifavaldinn í lífi sínu. Abbas Kiarostami hefur sömuleiðis vitnað til verka hennar og er titill myndarinnar Vindurinn mun bera okkur (2001) sóttur í eitt af ljóðum hennar sem jafnframt kemur rækilega við sögu í henni sjálfri. Auk þess hefur verið bent á að kvikmynd Kiarostamis ABC Afríka (2001) minni mjög á heim- ildamynd Farrokhzads, en hún greinir frá munaðarleysingjum alnæmisfórnarlamba í Úganda, börnum sem geisla af lífsgleði þrátt fyrir hlutskipti sitt. Íranski femínistinn Shahla Lahiji, sem er forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í kvennafræðum í Teheran, segir í greininni „Chaste Dolls and Unchaste Dolls: Women in Iranian Cinema since 1979“, sem birtist í bókinni The New Iranian Cinema: Politics, Representation and Identity, að enda þótt sannarlega megi bæta hlut kvenna í írönsku þjóðfélagi hafi það fyrst verið eftir íslömsku byltinguna, ekki síst á tíunda áratugnum, sem persónusköpun þeirra í írönskum kvik- myndum hafi tekið að endurspegla raun- veruleikann. Þá fyrst hafi kvikmyndagerð- armenn tekið að draga fram þá jákvæðu eiginleika sem þær hefðu til að bera sem manneskjur jafnar karlmönnum sem gætu starfað samhliða þeim í þjóðfélaginu. Hún gagnrýnir hins vegar harðlega þá stöðluðu persónusköpun kvenna sem einkennt hafði íranskar kvikmyndir frá upphafi þar sem þær voru ýmist sýndar sem siðvandar eða siðlausar dúkkur, en slíka persónusköpun var ekki síst að finna í þeim aragrúa dans- og söngvamynda sem framleiddar höfðu verið fyrir byltinguna. Og raunar hefði stað- almynd hinnar þöglu siðvöndu húsmóður einkennt alltof mikið íranskar sjónvarps- myndir næstu árin eftir byltinguna. Enda þótt Lahiji nefni ekki Forugh Farrokhzad á nafn í grein sinni tilgreinir hún samt nokkr- ar kvikmyndir fyrir byltinguna sem hafi reynst góðar, einkum myndir Bahrams Beyza’is frá áttunda áratugnum, en hún gerir sérstaklega grein fyrir mikilvægu framlagi kvenna til kvikmynda í Íran eftir byltinguna, svo sem myndum Rakhshans Bani-Etemads og Tahmineh Milanis. Ritskoðun En þótt kvikmyndin Kýrin væri tekin í sátt af byltingarmönnunum var kvikmyndagerð- inni sniðinn allþröngur stakkur í ýmsum efnum. Þannig má t.d. ekki sýna konur án slæðu í kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir byltinguna, jafnvel þótt þær beri ekki slæðurnar innandyra á heimilum sínum í raunveruleikanum. Ritskoðun ráðamanna hefur samt ekki hindrað íranska kvik- myndagerðarmenn í að gera kvikmyndir með hárbeittri þjóðfélagsgagnrýni en slíkt hefur einkum skilað sér í myndum þar sem dregin er upp raunsæ en um leið táknræn og jafnvel ljóðræn mynd af trúverðugum persónum í hversdagslegum aðstæðum þeirra án þess þó að nokkuð sé gagnrýnt berum orðum. Þannig virkar kvikmyndin eins og spegill á raunveruleikann sem hver og einn getur túlkað fyrir sig. Þjóðfélagsgagnrýnin getur þó reynst kvikmyndagerðarmönnum dýrkeypt eins og Tahmineh Milani, ein af þekktustu kvik- myndagerðarkonum Írans, fékk að reyna í kjölfar frumsýningar á myndinni hennar Huldi helmingurinn (2001). Myndin greinir frá konu (leikinni af Niki Karimi sem á eina af þeim myndum sem sýndar verða á kvik- myndahátíðinni) sem barist hafði með kommúnistum gegn íslömsku byltingunni en tókst að komast undan þegar flokkurinn var upprættur og giftist að lokum dómara þar í landi sem ekki þekkti til fortíðar hennar. Þegar hún kemst svo að því að hann eigi að hlýða á náðarbeiðni dauðadæmdrar konu sem einnig hafði verið í kommúnistaflokkn- um, greinir hún eiginmanninum frá fortíð sinni í von um að það megi verða til þess að milda afstöðu hans enda málið nær honum og fjölskyldunni en hann hafði gert sér grein fyrir. Tilgangurinn með myndinni er ekki síst sá að hvetja til fyrirgefningar og sáttar meðal andstæðra fylkinga í írönsku þjóðfélagi en hún vakti engu að síður svo hörð viðbrögð að leikstjórinn Tahmineh Mil- ani var handtekin og dauðarefsingar krafist yfir henni. Hún var síðan ekki leyst úr haldi fyrr en Mohammad Khatami, þáverandi for- seti landsins, tók upp málstað hennar og náðaði hana. Grunnur og einkenni íranskra kvikmynda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, sem hefst 29. september, býður upp á fjölda íranskra kvikmynda, m.a. nokkrar af helstu myndum Kiarostamis sem að auki verður við- staddur hátíðina, heldur ljósmyndasýningu í Orkuveitunni og verður með kvikmynda- námskeið í Háskóla Íslands. Auk þess verður boðið þar upp á málþing um íranskar kvik- myndir 6. október en það er gert í samvinnu við Deus ex cinema (www.dec.hi.is), rann- sóknarhóp um trúarstef í kvikmyndum. Eftir Bjarna Randver Sigurvinsson bjarnirs@heimsnet.is Írönsk kvikmyndagerð Iron Island eða Járneyjan eftir Jazireh Ahani. Myndin var gerð á þessu ári. Höfundur er stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 24. september (24.09.2005)
https://timarit.is/issue/260635

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. september (24.09.2005)

Aðgerðir: