Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 Í tæpa þrjá áratugi hefur rithöfund- urinn Diana Wynne Jones sent frá sér eina bók á ári, hugmyndarík og ærslafull ævintýri fyrir börn og full- orðna. Hún var lengi ókrýnd drottn- ing breskra barnabókmennta og þurfti aðeins nýlega að víkja fyrir J.K. Rowling, en þó ekki fyrr en í fulla hnefana. Árið 1986 gaf hún út Howl’s Moving Castle sem fjallar um Sophie, verndaða og hlédræga unglingsstúlku sem eldist um rúma sjö áratugi í einu vetfangi. Til að aflétta álögunum verður hún að hafa uppi á töframanninum Howl sem einn getur komið í veg fyrir að Sophie verði ellidauð áður en hún kemst af gelgjuskeiði. Fimmtán árum eftir útkomu bókar Jones ákváðu forsvarsmenn Studio Ghibli, eins virt- asta teiknimyndastúdíós Japans, að gera mynd eftir henni. Stúdíóið hefur ekki ómerkari menn innanborðs en Isao Takahata og Hayao Miya- zaki en þó var ákveðið að fá utanaðkomandi leikstjóra til verksins í fyrsta skipti í sögu þess. Mamoru Hosoda varð fyrir valinu en hann stóð ekki undir gífurlegum væntingum stúdíósins og hrökklaðist frá verkinu. Hayao Miyazaki tók þá sjálfur að sér handrit og leikstjórn mynd- arinnar og það þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um að Andans ævintýri (Sen to Chihiro no Kamika- kushi) yrði hans síðasta mynd. Fullkomnunarárátta Miyazakis Hayao Miyazaki fæddist í Tókýó árið 1941 og fagnar nú 42 ára starfsafmæli við teiknimynda- gerð. Hann hóf feril sinn sem teiknari og vakti strax athygli fyrir einstaka hæfileika og óþrjót- andi ímyndunarafl. Árið 1982 hóf hann gerð teiknimyndasögunnar Nausicaa of the Valley of the Wind (Kaze no Tani no Naushika) og tveim- ur árum síðar var honum boðið að gera teikni- mynd um Nausicu. Hann setti það skilyrði að fá Isao Takahata, annan meistara japanskra teiknimynda, sem samstarfsmann og var sam- vinnan kveikjan að stofnun Studio Ghibli. Frá og með miðjum níunda áratugnum gerði Miyazaki hverja gersemina á fætur annarri á milli þess sem hann tók að sér smærri verkefni við framleiðslu enn fleiri teiknimynda. Meðal annars leikstýrði hann og skrifaði handritið að My Neighbour Totoro (Tonari no Totoro) árið 1988 og Porco Rosso (Kurenai no Buta) árið 1992, sem hefur flugmann í svínslíki fyrir aðal- persónu. Myndin um úlfadótturina Princess Mononoke (Mononoke Hime) vakti heims- athygli 1997 og er sú eina eftir Miyazaki sem sýnd hefur verið hingað til í bíó á Íslandi. Sum- arið 2002 var Andans ævintýri (Sen to Chihiro no Kamikakushi) frumsýnd í Japan og hlaut hún fádæma viðtökur. Myndin sló aðsóknarmet Titanic í Japan og sópaði til sín verðlaunum, hlaut m.a. Óskarsverðlaun og Gullna björninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Ekki fengum við að sjá Andans ævintýri í íslenskum kvikmynda- húsum en hún var valin besta myndband ársins 2003 af Morgunblaðinu. Miyazaki leggur gríðarlega vinnu í myndir sínar og er með puttana í öllu svo jaðrar við full- komnunaráráttu. Hann átti það til að angra teiknarana með endalausum lagfæringum og breytingum uns hann náði tilætluðum árangri, t.d. hafði hann persónulega umsjón með 80.000 römmum Princess Mononoke, allt til að ganga úr skugga um að persónurnar „hagi sér rétt“. Vegna vinnuálagsins fór Miyazaki þó að veita undirmönnum sínum aðeins meira sjálfstæði en samt hefur hann endurtekið staðhæft að hann ætli á eftirlaun, t.d. eftir að Andans ævintýri kom út 2002. Enda var Miyazaki ekki fenginn til að skrifa og leikstýra Howl’s Moving Castle (Hauru no Ugoku Shiro) frá upphafi. Þó mætti halda að Jones hafi skrifað söguna fyrir hann einan. Þetta er þroskasaga hlédrægrar ungrar konu; sagan er uppfull af kynlegum skepnum, fólki í furðulegustu álögum, spennandi ferðalög- um og svölum kvenpersónum. Allt þetta hefur einkennt síðustu myndir Miyazakis. Hann skortir einungis tækifæri til að koma dálæti sínu á flugi og trjám að. Ellin og ævintýrin Howl’s Moving Castle sannar að Miyazaki er enn í essinu sínu. Teiknistíllinn einn myndi nægja til að laða fólk í bíó. Hann er ljóðrænn á köflum og ímyndunarafl Miyazakis er engu líkt. Miyazaki er hrifinn af mikilfenglegu landslagi og náttúru sem hann undirstrikar með björtum og tærum litum. Hann er næmur á smáatriði sem koma fram í hönnun hans á stórkostlegum tækj- um, tólum og byggingum sem heilla unga sem aldna. Persónur eru listilega útfærðar og lát- bragð þeirra eykur á glensið, sérstaklega þegar fuglahræður, kastalar og arineldar taka sporið. Joe Hiaishi styður sem fyrr dyggilega við bakið á Miyazaki með tónlist sinni. Miyazaki leggur sig í líma við að koma sýn sinni óskiptri til skila á hvíta tjaldið sem útheimtir þvílíka ósérhlífni að hann sér eftirlaun í hillingum. Miyazaki gerði róttækar breytingar á sögu bókarinnar Howl’s Moving Castle og lagði þær fyrir Jones sem var hæstánægð með útkomuna. Þótt undarlegt megi virðast hefst allsherjar þeysireið þegar gamling- inn Sophie haltrar af stað í leit að hinum dul- arfulla töframanni. Howl til mikillar armæðu þröngvar Sophie sér upp á heimilisfólkið sem ráðskona í stórkostlegu kastalahrúgaldi sem ferðast um á tveimur jafnfljótum fyrir tilstilli bitra „arineldsins“ Calcifer og hefur aðaldyr sem liggja að fjórum mismunandi stöðum, þar á með- al tveimur ólíkum borgum. Töframaðurinn mikli reynist dramatísk gelgja sem hefur meiri áhyggjur af hári sínu en að leysa unga konu úr álögum. Sophie verður því að hjálpa sér sjálf, m.a. með því að grafast fyrir um dularfulla fortíð Howl. Kímnigáfa Miyazakis fær að njóta sín í glettnum aukapersónum, aðstoðarmanninum Marco, „lifandi“ fuglahræðu, astmaveikum hundi og ævafornri norn sem gengur í barndóm. Í bakgrunni myndarinnar geisar ógnvænlegt stríð sem Sophie, Howl og allir hinir dragast inn í en útkoman er samt sem áður ein hin skemmti- legasta þroskasaga ungrar konu. Afstæði aldurs er rauði þráðurinn í Howl’s Moving Castle. Miyazaki segir sjálfur að hann hafi ætlað að gera barnamynd en heimspeki- legar vangaveltur um æviskeið höfði ef til vill frekar til fullorðinna. Hvernig mótumst við af aldri okkar? Ákvarðar hann líf okkar eða þurfum við nokkuð að haga okkur í samræmi við ára- fjölda? Hvað á unglingsstúlka að gera þegar hún sökum elli gæti hrokkið upp af á hverri stundu? Hin hlédræga Sophie hefur sóað lífi sínu við þrotlausa vinnu en fyrst þegar hún hrekkur af léttasta skeiði öðlast hún þor til að halda á vit ævintýranna. Gersemar Miyazakis Hayao Miyazaki Frá og með miðjum níunda áratugnum gerði Miyazaki hverja gersemina á fætur ann- arri á milli þess sem hann tók að sér smærri verkefni við framleiðslu enn fleiri teiknimynda. Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 29. september nk. verður sýnd nýj- asta teiknimynd japanska leikstjórans Hayao Miyazaki, Howl’s Moving Castle. Af því til- efni er hér fjallað um meistara Miyazaki og verk hans. Eftir Írisi Ellenberger irisel@hi.is Höfundur er meistaranemi í sagnfræði við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 24. september (24.09.2005)
https://timarit.is/issue/260635

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. september (24.09.2005)

Aðgerðir: