Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 1
Laugardagur 24.9. | 2005
[ ]Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík | Meira en 50 myndir frá 26 þjóðlöndum | 7–10Félag húsgagnaarkitekta 50 ára | Nokkrir frumherjar úr röðum húsgagnasmiða | 6Eros og galdur ímyndunaraflsins | Með vísindahyggjunni var máttur Erosar talinn til syndar | 4
LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005
„Escribo desde un naufragio
desde un signo o una sombra
discontinuo vacío que de pronto se llena de
amenazante luz
– José Ángel Valente
EITT
Við vitum það vel, það vita það allir: Dóms-
dagsspár hafa verið á kreiki frá örófi alda. En
á svipaðan hátt og … tja, segum salt hefur
lengi verið notað í mat án þess að sérstök
ástæða sé til að hætta því er vafasamt að ætla
að dómsdagsspár séu ekki menningunni bráð-
nauðsynlegar. Og það sem meira er: Það er
ekkert sem segir að dómsdagsspár dagsins í
dag séu rangar þótt fyrri spár hafi ekki endi-
lega ræst.
Sá sem lítur í kringum sig í heimi dagsins í
dag sér blikur á lofti. Um daginn las ég grein
eftir sannfærðan en vonsvikinn hægrimann,
kaþólskan, í útlendu blaði. Hann leit svo á að
Bandaríkin, sem áður hefðu kennt okkur svo
ótal margt um frelsi og um einstaklinginn,
væru orðin fasistaríki. Nú væri jafn mikil
nauðsyn að átta sig á því og hefði verið að
koma auga á að Þýskaland Hitlers hefði verið
á villigötum, sem var enginn hægðarleikur
þótt auðvelt sé að tala um nú. Þetta var
merkilegur lestur, ekki vinstrimaður að bölva
öllu amerísku í sand og ösku af gömlum vana
heldur hægrimaður að tala af einlægni um
það sem hann áleit vera sára uppgötvun, tek-
inn að leggja eyrun við alsvæsnustu dóms-
dagsspám, þetta getur ekki endað vel, hugs-
aði hann, maður á miðjum aldri, fluttur inn í
svart herbergi.
TVÖ
Sem unglingur átti ég vin sem átti svart her-
bergi. Raunar hljómaði þar ekki tómur djöf-
ulgangur í tækjum, dauðarokk, þungarokk,
mig minnir að þar hafi jafnoft verið spiluð
klassík, íbúi svarta herbergisins var klass-
ískur gítarleikari þótt hann hefði líka verið í
pönkhljómsveit. Svarta herbergið kom í hug-
ann við lestur pistils Kristjáns B. Jónassonar
í síðustu Lesbók undir upphrópunarmerki
sem er „einskonar loka NEI!“ áður en allt
hverfur endanlega. Pistillinn er svar við
greinum eftir mig, Eirík Guðmundsson og
Stefán Mána í Lesbók þar á undan, en „þeir
sem skrifa í Lesbók hafa á dularfullan hátt
lag á því að leiða lesendur sína niður í þröng
neðanjarðarbyrgi þar sem þeir tala til heims-
ins sveittir og titrandi á meðan veggirnir
hristast af sprengjugný […] Allt er búið. Eins
og unglingur í hevírokkskreyttu ólund-
arherbergi stilla þeir í botn og blasta and-
úðinni á þá sem ekki eru á sömu tótalítarísku
línunni […] Í þessum skrifum er glað-
hlakkalegur dómsdagslosti […]“. En svarta
herbergið. Stundum hugsaði ég með mér að
væri ég í sporum vinar míns, byggi í svörtu
herbergi, yrði ég þunglyndur á viku, tauga-
veiklaður á hálfum mánuði, geðveikur á
þremur vikum og skyti mig svo í lok mán-
aðarins. En ég sá aldrei minnstu depurð á
vini mínum, hann gekk jafnan í svörtum föt-
um, ók um á svörtum bíl, átti svartan tann-
bursta og var hvers manns hugljúfi. Við
stofnuðum hljómsveit og sömdum saman
hreinræktað kátínupopp.
ÞRJÚ
Eins og allir Íslendingar er ég poppari í frí-
stundum. Mig hefur lengi langað til að semja
dægurlag um dómsdag. Popplag þar sem
textinn tjáði með orðum allan drungann og
ugginn í tónlist Sjostakovitsj en lagið væri
nauðaeinföld og grípandi melódía, kannski
ekkert ósvipuð Stuðmannalagi. Gleðipopplag
um heimsendi. Svo ólíkleg samsetning af
texta og lagi er fremur ófús að koma minn
veg, annað dregur jafnan keim af hinu, söng-
lagið of drungalegt eða textinn of húm-
orískur, þessi fallega skörun á milli lags og
texta er erfið en mikið væri skemmtilegt að
geta búið til þess háttar smell, ég sé fyrir mér
unglinga sem aldraða í útilegu með kassagítar
að syngja: „Dómsdagur er í nánd! Hæ hó
jibbíjei það eru komnir efstu dagar!“
Ég geri ráð fyrir að spámenn og rugludall-
ar sem til forna dreymdi dómsdagsdrauma
hafi viljað miðla þeim. Hvaða kikk skyldu þeir
hafa fengið út úr skrifum sínum? Kannski var
það „dómsdagslosti“, kannski var nautnin
sem Nostradamus fékk úr öllu sínu rugli ekki
annað en löngun til að geta sagt „ég sagði
ykkur þetta!“ að mörgum öldum liðnum. „Ég
vissi það! löngu dauður …“ En þeir hafa náð
talsverðum vinsældum og svei mér ef ekki við
sjálft liggur að fólk söngli spádóma Nostrada-
musar í útilegum, líttu á sölutölurnar, maður,
Svarta herbergið
Rætt hefur verið um íslenskt bókmennta-
ástand í Lesbók frá því að Bókmenntahátíð
hófst. Í síðustu Lesbók var sagt að bók-
menntaskrif blaðsins kæmu eins og út úr
„hevírokkskreyttu ólundarherbergi“. Hér er
stássstofupistli svarað úr svarta herberginu.
Eftir Hermann Stefánsson | hermannstefansson@yahoo.com
3