Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.03.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 13.03.1950, Blaðsíða 4
r MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 13. marz 1950. Gjaldþrot stjórnmálaílokkanna Framh. af 1. síðu. þjóðarheildarinnar. Og all- ir eru flokkarnir inuilega sammála um, að svona skuli þetta vera. — Manni dettur í hug, að þetta mætti laga í nýju stjórnar- skránni, sem aldrei verður tilbúin, en í stjómarskrár- nefndinni sitja eingongu fulltrúar pólitísku fiokk- anna, svo að líklega er lít- illa umbóta von úr þeiiri átt. Engum datt í hug, að neinn ópólitískur maður mætti koma nærri sanm- ingu nýju stjómarskrárinn ar. Það ríkir á Islandi í dag viss tegund einræðis. Það er einræði flokkanna, hrein og bein kúgun flokkskííkn- anna á þeim þegnum rík- isins, sem eru iítt eða ekki pólitískir, en sem betur fer eru þeir áreiðanlega meiri hluti þjóðarinnar. Ópóli- tískum manni em í raun- inni allar dyr lokaðar á fs- landi. Það er gersamiega þýðingarlaust fyrir hann að sæk ja um neitt embætíi. Hinir tryggu flokksrakkar yrðu alltaf teknir fram yf- ir hann, þótt hann stæði himinhátt yfir þeirn að þekkingu og dugnaði. Hvað ætli annars séu Iiðin mörg ár síðan eitt einasta emb- ætti á fslandi hefur \erið veitt eftir hæfileikum ein- um, án tillits til pólitískra skoðana umsækjandans? Þau era sjálfsagt æði mörg. Það er líka þegar far ið að hefna sín alvarlega, hvernig skipað hefur verið í íslenzka embættismanna- kerfið. Fjöldi embættis- manna eru fáfróðir, liðó- nýtir kjaftaskar, sem alls ekki eru starfi sínu vaxnir, en þeim hefur verið lyft upp í embættin vegna hundslegs undirlægjuhátt- ar við einhvern pólitískan flokk. Ódugnaður og ræfil- dómur verulegs hluta emb- ættismannastéttarinnar getur orðið þjóðinni dýrt spaug og er reyndar þegar orðið það. Annað fargan, sem líka leiðir af einræði fl., er það, að embættum hér hefur verið fjölgað langt umfram ailar þarf- ir, því að alltaf mæna stórir hópar hungraðra flokks- snata vonaraugum eftir embættum, og þá er flokkn um líísnauðsyn að búa til nýjar og nýjar stöður, flest allar alveg óþarfar. Eg hef fyrir satt, að f jöldi hálaun- aðra embættismanna hangi á skrifstofum sínum þetta tvo til þrjá tíma á dag, liggi þar með fæturna uppi á borði og reyki sígarettur, en fari síðan á Borgina eða lieim til sín, og dagsverk- inu ef lokið. Við skattþegn- arnir verðum að ala önn fyrir tugum eða himdruð- um slíkra sníkjudýra. Það er víst enginn vafi á því, að það mætti að skaðlausu leggja niður þríðjung allra sllkra embætta á fslandi, og við það mundu sparast tugmilljónir króna á ári hverju. En við geturn verið alveg viss um það, að flokk arnir mundu allir sem einn berjast eins og grimmir hundar gegn þeim sparnaði sem af því yrði, því að hér væri komið við líftaug þeirra, hagsmuni hinna keyptu leiguþýja, sem flokksfylgið byggist á að veralegu leyti. Hvað ætli t. d. margir Framsóknar- menn mundu missa spón úr askinum sínum, ef hreins- að væri til á opinberum skrifstofum I Keykjavík? Hvað ætli Rannveig fengi mörg atkvæði næst, ef þeir yrðu allir að hrökklast aft- ur upp í sveit og moka fjós, sem reyndar mimdi sæma þeim betur en að gegna opinberam embætt- um? Sumir hafa talið, að unnt væri að draga úr flokka- valdinu með því að fá for- seía fslands aukin völd í hendur. Þetta er þó líklega tálvon, því að búast má við því, að forsetaembættið verði leiksoppur í höndum flokksklíknanna, þegar nú- verandi forseti lætur af störfum. Væri þá aðeins farið úr öskunni í eldinn. Kéttast væri að kref jast þess, að sá einn gæti orðið forseti fslands, sem aldrei á ævinni hefði komið ná- lægt pólitík. Það eru beztu meðmæli, sem ég get luigs- að mér með nokkrum manni. Fyrir 2—3 áratugum kom upp í Bandaríkjunum hreyíing sú, sem nefnd var „technocracy“. Eg veit ekki til, að þetta orð liafi verið þýtt á íslenzku. — Margt var öfgakennt í kenningum þessara manna, en á eitt bentu þeir þó al- veg réttilega. Þeir héldu því fram, að vandamálin í sambandi við ríkisstjórn og löggjöf væru nú á dögum orðin svo flókin og marg- þætt, að þau væru ofviða öðrum en mönnum með sér þekkingu. Þess vegna ættu ópólitískir sérfræðingar að fara með stjórnarstörfin, en ekki ómenntaðir, póli- tískir froðusnakkar, sem oft hefðu ekki hundsvit á Jieim vandamálum, sem |>eir þyrftu að ráða fram úr. Þeir töldu vandræðin í stjórnmálum nútímans stafa að miklu leyti af því, að •stjórnmálamennina skorti alla þá sérþekkingu, sem nauðsynleg væri til að leysa starf sitt vel af hendi. Þeim væri farið eins og manni, sem ætti að stjórna strætisva'gni, en kynni ekki einu sinni á bíl. í þessu er mikill sannleikur fólginn, og hefur hann ekki hvað sízt gildi hér á fslandi. Hér eru öU völd í þjóðfélaginu í hönduin atvinnupólitík- usa, sem enga sérþekkingu hafa á þjóðmálunum. Þeir eru íjtarfi sínu aUs ekki vaxnir og hafa ekki heldur til að bera hina minnstu hollustu við þjóðarheildina, heldur aðeins við f lokk sinn eða þrengstu sérhagsmuna klíkur hans. Hvort halda menn, að Ölafur Thors, Hermann Jónasson, Stefán Jóhann Stefánsson og Ein- ar Olgeirsson meti meira hag flokka sinna eða ís- lenzku þjóðarinnar? Því er víst fljótsvarað. f íslenzkum stjórnmálum verður að komast að miklu meira af ópólitískri sér- þekkingu og hæfni, en minna af hinu flokkspóli- tíska fálmi og getuleysi. — FlokkspóUtikin er búin að sigla þjóðarskútunni í ■fetrand. Hvernig væri að vanda vel val skrifstofu- stjóra ráðuneytanna, skipa í þau embætti hæfa, ópóh- tíska sérfræðinga, livern á sínu sviði, og f á þeim aukin völd í hendur? Það er hvort sem er á allra vitorði, að afskipti ráðherranna af málefnum ráðuneytanna Kvenfólki hefitr mj'óg fjölgað í brezfra hernum og sinnir f>að f>ar ýmsum nytsamlegum störfitm. Hér sjást stúlkurnar að búa sig undir kvöldmat að lokmun cefingum. Rauðlrðar á Is- landi sjá rautt Grein þessi er tekin úr bandarísku blaði, sem okkur barst nýlega. -amt úrklippunni er birt mynd af Bill, sem er mjög laglegur ungur piltur, og undir myndinni ste Bandarískur „Amateur“- söngvari hef ur nú um tveggja ára skeið verið aðalmaðurinn í „kalda stríðinu“ miIU Kússlands og Bandaríkjanna á íslandi, eyjunni í N.-At- lantshafi, sein hefur svo mikla hernaðarþýðingu. era oftast til ills eins. Eg hugsa, að ríkisstjórh, skip- uð skrifstofustjóram ráðu- neytanna yrði skásta stjórn, sem \ ið höfum haft í áratugi. En ég er anzi hræddur urn, að flokks- stjórnirnar yrðu ekkert á- nægðar yfir því að hafa í ráðuneytunum færa sér- fræðinga og þurfa að deila völdimum með {æim. Lifi pólitíska fálmið og þekk- ingarleysið, niður með sér- þekkingu og hæfni, eru slagorð íslenzkra stjórn- málamanna. Þeir herrar, sem sitja í flokksstjómum og nú eru búnir að setja allt á hausinn, mega ann- ars vita það, að þeir geta ekki teymt almenning öUu lengur á asnaeyrunum. fs- lendingar eru orðnir lang- þreyttir á þessum sjálf- glaða, sérdræga, þröng- sýna og getulausa lýð, sem nú situr á Alþingi og aldrei liefur reynzt starfi sínu vaxinn. Við viljum ekki sjá þá né heyra framar. Ajax. •dur „óopinber sendiherra. ‘ Hann heitir Bill Coen frá Sunnyside og er bókhaldari fvrir amerískt flugfélag á Islandi, en söngvari í frítíma sínum. Coen er þrítugur að aldri og fór til íslands fyrir tveim árum. Flugfélag það, sem hann vinnur fyrir er að i 'úka við flugvöll í Keflavík, 'og hann er um 30 mílur frá höfuðborginni, sem heitir ÚRevkjavík. Hann byrjaði söngferil sinn á eyjunni með því að eytigja fyrir nokkra Banda- ’ ikjamenn þar. ... en varð brátt afarvinsæll söngvari í íslenzkum samkvæmum, fuudum og dansleikjum. Coen fær eklci borgað fyrir þetta. Honum þykir gaman að syngja.... meira að segja fór hann til Hollywood fyrir nokkrum árum, en varð að fara þaðan, vegna þess að hann varð sjúkur. En það, sem mikilvægast er, er að Coen og söngrödd hans eru orðin „hitamál" á einmana eyjuimi. Kommún- istar hafa ausið áróðri yfir hndið um áraskeið. Coen er mjög vinsæll Bandaríkjamaður, en hann passaði ekki í rauðu línuna. Afleiðingin er sú, a£ kommúnistar hafa reynt at eyðileggja söngskemmtanii hans. Það hafa verið óeirðir slagsmál og næstum almenn- ir bardagar í kaffihúsum o§ næturklúbbum, þar sem Co en og hinir bandarísku vinii hans hafa sungið. Framh. á 3. síðp

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.