Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.03.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 20.03.1950, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 20. marz 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Nýja stjórnin Aldrei fór það svo, að ekki tækist að klambra saman þingræðisstjórn. — Um fyrri lielgi voru flest- allir orðnir úrkula vonar um, að það mundi takast. Þá var almennt talið, að Vil hjálmur Þór mundi mynda utanþingsstjóm, sem fyrst um sinn mundi njóta hlut- leysis borgaraflokkanna beggja. Víst er um það, að Vilhjálmur taldi sig vel á veg kominn með slíka stjórnarmyndun. Vmis öfl í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarfl. mundu einn ig hafa litið stjórnarmynd- Þá var almennt talið, að Vil h jálmur er ákaf lega íhalds- samur maður og á marga góða vini í Sjálfstæðis- flokknum. Hann hefúr líka geysilega sterka aðstöðu í Framsóknarfiokknum, því að blaðakosti og miklu af allri stjórnarstarfsemi lians er haldið uppi af Sam- bandinu. Flestir kaupfé- lagsstjórar á landinu skjálfa á beinunum fyrir Vilhjálmi, en þeir eru oft- ast aðalmenn Framsóknar, hver í sínu héraði. Þess vegna liefði reynzt mjög svo erfitt fyrir þingflokk Framsóknar að ganga í berhögg við stjórn, sem Vilhjáhnur hefði veitt for- stöðu. Hann gæti með litla fingri sínum fellt frá þing- setu menn eins og Jón Gfsla son, Pál Þorsteinsson, Vil- hjálm Hjálmarsson og Ás- geir Bjarnason. Ýmislegt er vel um Vilhjálm Þór. Hann er harðduglegur starfsmaður og er orðinn vel að sér í f jármálum af langri æfingu. Hins vegar hefur hann aldrei hlotið vinsældir að sama skapi. Hann þykir liarður í horn að taka og óvæginn í við- skiptum og er sjálfsglaður og metnaðargjarn í betra lagi, eins og fleiri þeirra manna, sem hafizt liafa úr fátækt til mikilla mannvirð inga. Afstaða hans til Bandaríkjanna er slík, að hún gefur Rússadýrkun Brynjólfs Bjarnasonar lít- ið eftir. Það er ósköp hætt við því, að honum hefði þótt mesti heiður að því, að veita þeim hvaða fríð- indi og sérréttindi hér á landi, sem þeir hefðu farið fram á. HVERJIR HEFÐU. . . . ? Menn þeir, sem taka áttu sæti í stjórn Vilhjálms, hefðu ví'st flestir orðið yzt úr hægri armi Framsóknar, vinir og skoðanabræður Jónasar frá Hriflu og svo einhverjir, sem eru svó í- lialdssamir, að þeir kimna hvorki við sig í Sjálfstæðis- flokknum né Framsóknar- flokknum. Margar sögur gengu um það, hverjir ættu að vera í stjóm Vilhjálms, og er ekki gott að lienda reiður á, livað liæft hefur verið í þeim. Meðal þeirra, sem heyrðust nefndir, vora Jón Ámason (bankastjór- inn, en ekki stjörnuspá- maðurinn), Sigurgeir bisk- up, Helgi Lárusson frá Klaustri, Egill í Sigtúnum, Páll Hallgrímsson sýslu- maður, Þorstcinn Jónssou á Reyðarfirði, Jakob Frí- mannsson forstjóri KEA, Sigurður Þórðarson fyrrv. þingmaður Skagfirðinga og ýmsir fleiri. Einnig var ræft um það, að einhverjir yfirlýstir Sjálfstæðismenn yrðu í stjórninni, og lieyrð- ust þar nefndir meðal ann- arra Hallgrímur Benedikts- son, Ámi G. Eylands, Sverrir Júlíusson útgerðar maður og Steinþór Gests- son bóndi á Hæli. Annars má svo sem á sama standa, livað satt liefur verið í þess um sögum, því að nú eru allar slíkar ráðagerðir fokn ar út í veður og vind. VINSÆLDIR VILHJÁLMS ÞÓR Þegar til kom, varð and- staðan gegn stjórnarmynd- un Vilhjálms Þór meiri en vænzt hafði verið. Þótt Vilhjálmur sé vinur margra heildsala, var þeim þó um og ú að fela for- stjóra S.I.S. viðskipta- og skömmtunarmálin. Þetta hafði sín álirif á afstöðu Sjálfstæðisflokksins, og auk þess mun mörgum for- vígismönnum flokksins hafa þótt súrt í broti að hveifa frá kjötkötlum rík- issijórnarinnar. — Engu minni varð þó andstaðan gegn Vilhjálmi innan Fram sóknarflokksins. Það er á allra vitorði, að þeir Her- mann Jónasson og Vil- h jálmur Þór hafa lengi ver- ið litlir vinir, enda ekki rúm fyrir marga Hitlera í ein- um og sama flokki. Þeim Vilhjáhni og Hermanni lenti harkalega saman út af flugvallarsamningnum og Atlantshafsbandalaginu og breyttist þá hinn forni kali milli þeirra í fullan fjanöskap. Hermann sá líka fram á það, að ef Vil- hjálmur myndaði stjórn, er nyti stuðnings kaupfélag- anna og margra Framsókn armanna, kynni forystu hans sjálfs í flokknum að vera hætta búin. Þá kynni að fara svo, að Villijálmur gæti í fram- tíðinni myndað sterka sam- steypu Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins og orðið forystumaður í ís- lenzkum stjórnmálum um ófyrsjáanlega framtíð. — Ekkert óttaðist Mermann meira en slíka þróun. Hann kaus því að bíta í hið súra epli og sieikja sig upp við erkióvini sína í Sjálfstæðis- flokknum heldur en að sjá Vilhjálm Þór taka við stjórnartaumunum. — Og Ólafur Thors hefur líklega ekki hugsað ósvipað Her- manni. Forysta Vilhjálms Þór í þjóðmálunum gat orð ið til þess, að nýir menn hæfust til áhrifa og valda í Sjálfstæðisflokknum, t. d. Björa Ólafsson og aðrir vinir Vilhjálms, en Ölafur hyrfi í skuggann. Á þess- mn degi urðu því þeir Heródes og Pílatus vinir, Hermann og Ólafur gengu í flatsæng saman. EYÐILAGÐIR FLOKKSFORIN G JAR Þessir tveir flokksfor- ingjar eru þó að nokkru leyti búnir að eyðileggja hvor annan pólitískt. Hvor- ugur þeirra kom til mála 'sem forsætisráðherra í sam steypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins. Sjálfstæðismenn afsögðu Hermann og Fram sóknarmenn Ólaf. Ef til vill hefðu Framsóknarmenn fallizt á Bjarna Benedikts- son sem forsætisráðherra eða Sjálfstæðismenn Ey- stein, en hvoragur þeirra Bjarna eða Eysteins mun hafa lagt mikið kapp á að fá þá vegtyllu. Fyrir þá Bjarna og Eystein er það aðalatriðið að fá völdin sjálf í hendur, en þeir Ölaf- ur og Hermann leggja mest upp úr ytri táknum vald- anna, sýndartign, glingri og dinglumdangli, því að svo eru þeir báðir skapi farnir. FERILL STEINGRlMS Það varð því úr, að Stein grhnur Steinþórsson varð forsætisráðherra. Hann kann vel að meta sætleik valda og vegtylina. Annars hefur í Steingrími væru- girni og tilhneiging til lióg- lífis alitaf vegið salt við ríka metorðagirnd. Stein- grímur er annars greindur maður, eins og hann á kyn til, vel starfhæfur og fram- bærilegur að flestu leyti. Pólitísk þróun hans hefur verið óslitin ferð til hægri. Hann var á yngri áriun nánast hreinn kommúnisti, en gekk í Franisóknarf Iokk inn á þeim árum, þegar mörkin milli kommúnisma og Framsóknarstefnu voru alls kostar óglögg. Hann komst fyrst á þing J»931 og var þá talinn róttækastur allra þingmanna Framsókn arfiokksins og hafði þá að mörgu leyti svipaða að- stöðu og Páll Zóphóníasson hefur nú. — Um 1940 tók hann mjög að spekjast og liefur nú síðustu árin verið einn af allra íhaldssömustu þingmönnum Framsóknar- flokksins. Er pólitísk þróun Steingríms að ýmsu leyti svipuð ferli séra Svein- bjarnar Högnasonar, en ekki verður því neitað, að Steingrímur er risminni og litlausari persónuleiki en sr. Sveinbjöm. Þrátt fyrir ýmsa bresti er Steingrímur sízt verri forsætisráðherra en hver annar. Arniars er það undarleg kaldbæðni ör- laganna, að þessi mikli kommúnistahatari á að nokkru leyti kommúnistum uppliefð sína að þakka. — Hann flaut í liaust upp í forsetastól Alþingis á at- kvæðum kommúnista, en honum var falin stjórnar- myndun sem íorseta Al- þingis. Hinir ráðherrarnir hafa allir setið í ríkisstjórn um áður, og skal ekki f jöl- yrt um þá að sinni. INNBYRÐIS VINÁTTA Enginn vafi er á því, að Bjarni Benediktsson er liarðvítugastur og aðsóps- mestur af ráðherrum liinn- ar nýju stjórnar. Hann getur kannske að nokkra leyti brúað bilið milli Sjálf- stæðis- og Framsóknar- manna í stjórninni, því að Framsóknarmcnn hafa jafnnfiklar mætur á Bjarna og þeim er illa við Ólaf Thors. Ösköp er liætt við því, að þeir Ólafur og Her- mann liyggi hvor öðrum flátt, þótt þeir mæli nú fag- urt. Ekki mun heldur nein ofurást milli flokksbræðr- anna í stjórninni innbyrðis. Ólafur Thors og Bjarni eru undir niðri engir sér- stakir vinir, þó að 'slétt og fellt sé með þeim á yfir- borðinu, og allir vita um liatur Björns Ólafssonar á Bjarna Benediktssyni síð- an í útstrikunarherferðinni frægu hérna um árið. — Einnig mun heldur grá vin- átta þeirra Hermanns og Eysteins, en kannslce tekst Steingrími að halda óvild þeirra í skefjum. Allt er tilvinnandi fyrir sætleik valdanna, jafnvel að sitja í stjóm með mönnum, sem maður vantreystir, hatar og fyrirlítur. MEIRIHLUTASTJÓRN Hin ný ja st jórn hefur ör- uggan meirihluta á þingi, 36 þingmenn af 52. Þó er hætt við, að hálfkommún- istarnir í IT,'amsókn, Páll Zóplióníasson, Kanuveig og SkúU styðji liana ekki nema af hálfum huga eða tæplega það. Kommúnista- vinirnir í Sjálfstæðisflokkn mn, Jón Pálmason og Sig- iirður Bjarnason, munu heldur ekki vera sórlega ánægðir. Þeir sjá nýsköp- unartímabil Ákaverksmiðj- anna í gulUnni móðu. Jón fær þó áreiðaníega forseta- embættið að nýju í sára- bætur fyrir ráðherradóm- inn, svo að ekki mun Aust- ur-Húnvetninga öl skorta í afmælisvcizlum. Kommar og kratar era þegar í harð- vítugri andstöðu við st jórn ina og reyna líklega að gera lieiini lífið súrt með verkföllum og öðrum utan- þingsaðgerðum. Getur þá gamanið farið að grána. Verkalýðsíélögunum væri þó sennilega ráðlegast að fara sér hægt fyrst um sinn, en bíða átekta og sjá, livaða álirif ráðstafanir stjórnarinnar hafa á lífs- kjör manna og afkomu. Ef þær liafa í för með sér stór- kostlega kjaraskerðingu fyrir almenning, er félög- unum ekki láandi, þótt þau grípi til verkfalla og ann- arra gagnraðstafana. Víst er um það, að fram undan eru hættulegir erfiðleikar og harðvítug barátta í ís- lenzkum stjórnmálum. Hin nýja stjóm má búast við því, að veður öll verði vá- lynd á næstunni. Ajax.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.