Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.03.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 20.03.1950, Blaðsíða 7
Mánudagui' 20. marz 1950. MÁNUDAGSBLAÐH) 7 Frúin: Er þessi kjölturakki ekki ærið dvr? Seljandinn: Nei, öðru nær. — Hann er alinn upp hjá einni af fínustu fjölskyldum bæjarins. Frúin: Hvernig vitið þér það? Seljandinn: Hann fer alltaf að g<?lta, þegar einhver byrjar að syngja. Kaupmaðurinn fyllti síróps- krukkuna, fékk drengnum hana og sagði: „Hérna er sírópið þitt, drengur. En hvar eru aurarnir?” ,,A krukkubotninum,“ sagði stráksi. ViðskiptamaÖur: Nú, svo þú hefur rekið burtu fallcgu stúlk- una, sem hjá þér var. Lyfsalinn: Já, ég mátti til, því allir karlmenn, sem bingað komu eftir lyfjum, sögðu, að það væri betri en nokkur heilsudrykkur að sjá bana brosa. Afgreiðslumaðurinn: Þú lítur út eins og þú sért tíu árum yngri, þegar þú ert með þennan batt. Kaupandinn: En það dugar ekki, því ég mundi líta út eins og ég væri tíu árum eldri, þegar és tæki hann ofan. Hún var mjög vel klædd, er hún kom inn í nýtízku skóbúð; gekk eigandinn sjálfur til að afgreiða bana. ,,Eg sá í auglýsingu frá yður, að þér eruð nýbúinn að fá tvö þúsund pör af skóm frá París.“ ,,Já, ungfrú,“ sagði kaupmaö- urinn smeðjulega. ,,Það er gott,“ sagði stúlkan og settist. ,,Mig langar til að máta þá alla.“ Innheimtumaður frá pósthús- inu: Mér er sagt, að þér neitiÖ blátt áfram að borga fyrir fimm I þúsund símasamtöl, sem pósthús- ið krefur yður um. Borgarinn, alls óhræddur: Al- vesr rétt. ° .1 Innheimtumaðurinn: En góði minn, bvaða orsök hafið þér til þess? Borgarinn: E» bef ens;an síma. o o o Anna: Er lvfsalinn búinn að senda mér svefnskammtinn? ,,Nei, frú.“ „Hringdu þá í liann og spurÖu, bvort hann ætlist til þess að ég vaki í alla nótt eftir honum.“ Eftirlitsmaðurinn: Þér eyðið alltof miklum tíma í að snurfusa yður. Vélritiunarstúlkan: Nei. Eg hef verið bér aðeins sex mánuði, og er þegar trúlofuð yngra með- cigandanum. V Maður sækir um stöðu, og vinnuveitandinn segir: ,,Eg veit ekki einu sinni, bvort ég bef nóg handa yður að gera.“ Umsækjandinn: ,,Það mundi nú gera minna til, ef kaupið væri gott.“ MNvwywvwvvwv.v.vJv Auglýsið í MánudagsblaSinu --.--v-puvu'wwwwurwv.vjv Látið „ R o b o t “ heimilisvélina vinna fyrir yður heimiHsstörfin. - Utvegum frá Tékkó- slóvakíu þessar vélar og ýmsar aðrar raf- magnsheimilisvélar, svo sem: ÞvottavéSar, strauvélar, eldavélar, ryksugur, kæliskápa ofl. L!* •> R.J0HANNESS0N Lækjargötu 2 - Reykjavík - Sími 7181

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.