Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.03.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 20.03.1950, Blaðsíða 1
_-Ö >• ^w** >• X** v X^ v BlaSfyrir alla 3. árgangur. Mánudasnir 20. marz 1950. 12. tölublað. að gjðlda? Bæjarráð og skipulagsstjórnin í Reykjavík virðast nú hafa komið 'áér saman um, að svonefndir Hallveigarstaðir verði reistir sunnanvert við tjörnina, þar sem nú er Isbjörn- inn gamli. Þetta er eitt hið fegursta hússtæði í Eeykjavík. Á það hefur oft verið drepið hér í blaðinu, hve ágætt starf skipulagið hefur unnið hér í Eeykjavík. Hefur þar gætt framsýni og smekkvísi og sýnilegt, að yf irmönnum þar er ljóst, að bænum er það nauðsynlegt að vandað sé til um framtíðarskipulag hans. Um staðsetningu Hallveigarstaða er þó ljóst, að þessir aðilar hafa farið villir vegar. Hallveigarstaðir eiga aðallega að vera gistihús fyrir kvenfolk utan af landi, fundarstaður þar sem jafnframt verður rekið einhvers konar gistihús og matsala. Ekki er við því að amast, þó kvenþjóðin vilji byggja einhvers konar gistihús yfir sig, enda verður slíkt látið hér óátahð. Hitt er spurningin: Hvers vegna er þeim í té látin ein fegursta lóðin í Eeykjavík? Þó nú séu vart tímar til þess að ræða um stórbyggingar eða nýtízku hótel, þá má gera ráð fyrir, að sá tími komi, að í Eeykjavík rísi upp gistihús, ekki aðeins fyrir íslenzka ferðamenn, heldur einnig fyrir erlenda skemmtif erðamenn. Ekkert væri æskilegra en að einmitt slíkt gistihús yrði staðsett á þessum stað. Hússtæðið er í hjarta höfuðborg- arinnar, en þó þannig, að ekki er hætta á að framtíðar- byggingar skyggi á það eða eyðileggi útsýni úr gluggum þess. Tjörnin sjálf hefur fjölda möguleika til verulegrar prýði f yrir bæinn, þótt henni haf i ekM hingað til verið sýnd- ur tilhlýðilegur sómi. Húsin, sem standa í þríhyrningnum sunnanvert við tjörnina, Tjarnarborg, Sólheimar og tvö næstu íbúðarhús, eiga eftir að hverfa á næstu árum. — Tjarnarborg og Sólheimar uppfylla alls ekki framtíðar- kröfur, sem gerðar verða til slíkra bygginga, en hin hús- in eru slitin og úr sér gengin. Þarna verður því á næstu árum einstaklega heppileg lóð fyrir stórt og fagurt hótel, samboðið ferðafólki og virðingu höfuðstaðarins. Bærinn hefur áreiðanlega til umráða nægar lóðir, þar sem byggja mætti Hallveigarstaði og eflaust yrði konunum ljúft að breyta til um stað, þegar þær sjá, að það er höfuðborginni fyrir beztu. ___________________ a heiúraour Félag iSnrekenda og verzlunar manna í Hollandi hefur nýlega sæmt George C. Marshall, fyrrverandi utanríkisráSherra Bandaríkjanna, gullmedalíu fé- lagsins, sem vott um þakklæti þjóðarinnar fyrir þátt hans í f jár- hagslegri aSstoS og endurreisn landsins. Dr. Stikker, utanríkismálaráS- herra Hollands, sæmdi Marshall medalíunni viS hátíSlega athöfn í Washington. IsMngar taka þátt í lisisýningu ílsmgfors 22. þ. m. Hin árlega sýning Norræna Kstbandalagsins verður haldin í Helsingfors í Finnlandi 22. þ. m. Þetta er í fyrsta sinni, sem sýning þessi er haldin í Finnlandi síðan löngu f yrir stríð og jaf nf ramt í f yrsta sinni, sem Islendingar sýna í Finnlandi. Ný drykkjumannahöll? Blaðinu hefur verið tjáð, að samþykki hafi fengist fyr- ir því, að festa kaup á Valhöll við Suðurgötu og gera það að drykkjumannaheimili. Mun þetta vera meðfram gert með það fyrir augum, að Hafnarstrætisbúar geti horft á íþróttaæfingar á íþróttavellinum af þaki hússins og séð þar eilífa blessun íþróttanna og smánarinnar á Bakkusi. Að því undanskildu, hversu mjög þessi hugmynd er vitlaus og byggingin sjálf ófullnægjandi, er þó margt að at- huga við þessar „ráðstafanir" gagnvart drj'kkjusjúkling- um. Þótt mikið sé um drykkjuskap í bænum, eru þó sára- f áar sáiir hér, sem hið opinbera getur raunveruiega tekið úr umferð. Það eru í mesla lagi milli 20—30 sálir, sem að staðaldri skreyta „búlur" Hafnarstrætis, og ef betur er at- hugað, þá eru f lestir þeirra ekki annað en misskildir hsta- menn, sem heimurinn hefur neitað að viðurkenna, sem finnst að þeim sé ekki of gott að leita sér að ímyndaðri hamingju með hjálp Bakltusar konungs. Ekki gera þeir neinum manni mein, nema ef vera skyldi að þeir stundura ieituðu fjárhagslegs styrks hjá efnaðri samborgurum sínum, sem ekki ætti að koma að sök. f stað fáeinna aura, veita þeir gefendum ókeypís fróðleik í skáld- J skap, bæði bundnum og óbundnum bg aðrir ræða um nýj- ustu stefnur í ýmsum listgreinum. Einstaka sýna þakklæti sitt með bví að syngja eitthvert smálag, og enn aðrir sanna, að þeir séu launsynir einhvers stórhöfðingja í Eeykjavík. Og nú á að kaupa undir þá heila höll, dýrum dómum, og auðvitað endurbæta hana með enn meiri útgjöldum. — Hvað eiga þeir svo að hafast að? Ef alvara og hyggja fylgdi hjá þeim, sem að þessum málum standa, þá stæði nær að koma þessum f áu sáluni á vinnuheimiii, svo eitthvað gott myndi af þeim leiða, en að síinga þeim í Valhöll, getur enga blessun haf t í f ör með sér. Dr. Fuchs njósnari Rússa? Tass, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, hefur nú opinber- lega neitaS því, aS dr. Klaus Fuchs, vísindamaðurinn brezki, sem nýlega var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir njósnir fyrir Rússa, hafi haft nokkurt samband við rússnesku stjórnina eSa agenta hennar. Fréttastofan skýrði svo frá, aS stjórnin hefSi heimilaS að lýsa því yfir, aS framburSur dr. Fuchs hefSi veriS tómur upp- spuni. íslenzkir málarar, sem senda myndir á sýninguna eru: Finnur Jónsson, GuSmundur Einarsson, Þorvaldur Skúlason, ]óhannes ]ó- hannesson, Snorri Arinbjarnar, Magnús Árnason, Kjartan GuS- jónsson, Valtýr Pétursson, Pétur FriSrik SigurSsson, SigurSur Sig- urSsson, Gunnlaugur Blöndal, Nína Tryggvadóttir, Örlygur Sig urSsscn, Valdís Kristjánsdóttir, Barbara Árnason og Kristján DavíSsson. Höggmyndarar Sigurjón 01- afsson, Tove Olafsson, GunnfríS- ur Jónsdóttir, Magnús Árnason og Guðmundur Einarsson, auk þeirra sem gestir HörSur Agústs- son og Gerður Helgadóttir. Félag íslenzkra myndlistar- manna er meSlimur í Norræna listbandalaginu og var sýning þess hér á íslandi áriS 1942. I Finnlandi ríkir mikill áhugi fyrir sýningu þessari og má búast við gífurlegri aðsókn. Líkur benda til þess, aS Norræna bandalagiS Helsingfors eru GuSmundur Einarsson og Sigurjón Ölafsson. Aukið kolanám í Færeyjum Um þessar mundir er í Fær^- eyjum hópur námusérfræðinga frá Bandaríkjunum, og eru þeir að kynna sér námuvinnslu eyja- skeggja og gera auka afköst námanna þar. tillögur um að H. J. K. Marstrander, yfir- maður námusérfræðinganna, er nú aS rannsaka, hvort ekki sé hægt að auka af köst kolanámanna úr 1 2.000 tonnum á ári upp í 48.000 tonn. Ef það tækist, þá yrSu nóg kol fyrir Færeyinga, og möguleikar á því að selja Islend- ingum og Dönum eitthvert magn. Rannsóknir þessar eru greiddar með Marshall-fé, þ. e. haldi ekki sýningar í næstu þrjú! a. s. 'úr þeim sjóði, sem styrkir ár. Fulltrúar lslands á sýningunni tekniskar framfarir. b •m "*í- a<*m-*W. -.fl$!; Sovéíherinn Berlín hélt dag Rauða hersins hátíðlegan. hinu stóra t>»!aiðsminnásmerki Rússa í Hér sést heiðursfylking á leið að Tiergarten. l

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.